Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 9
fimmtudagur 26. mars 2009 9Fréttir
LeyndarmáL HVerjir
VeiTTu Þeim KÚLuLán
SVangir Fengu Sjö
breTTi aF SnaKKi
Ásgerður Jóna Flosadóttir og hennar fólk hjá Fjölskylduhjálpinni hafa ekki undan við að afla matar handa
fátækum. Hún segir því alla athygli koma sér vel og er þakklát DV fyrir reglulega umfjöllun um starfsem-
ina.
„Þetta var alveg frábært. Á fimmtu-
daginn í síðustu viku var haft sam-
band við okkur frá Þykkvabæjarkart-
öflum og í gær voru okkur færð sjö
bretti af Þykkvabæjarkartöflum. Þetta
er pottþétt bara vegna umfjöllunar
DV reglulega og sérstaklega þar sem
DV var með umfjöllun um Fjölskyldu-
hjálpina á fimmtudaginn var. Þetta er
algjör draumur. Allt svona telur,“ seg-
ir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar Íslands.
Í gær heimsóttu yfir þrjú hundr-
uð fjölskyldur Fjölskylduhjálpina til
að fá mat. Þar af voru um 170 Íslend-
ingar og 158 einstaklingar af erlendu
bergi brotnir.
„Þetta var sérstaklega stór dagur
í gær og þessi gjöf frá Þykkvabæjar-
kartöflum var ómetanleg,“ segir Ás-
gerður en Fjölskylduhjálpin fékk tvær
milljónir frá fjárlaganefnd Alþingis og
tvær milljónir frá Reykjavíkurborg í ár
sem duga skammt fyrir matvælum
handa fólki í neyð á Íslandi.
„Þó við séum afskaplega þakklát
fyrir að fá þennan pening þá dug-
ir hann ekki fyrir nema broti af ár-
inu. Við kaupum matvæli fyrir milli
250 og 300 þúsund á viku fyrir hvern
miðvikudag. En við erum að fara út í
mjög skemmtilega söluherferð. Pétur
Sigurgunnarsson hjá Marko-Merkj-
um er búinn að vinna ómælt starf við
hönnum á barmmerkjum sem verða
á kössum í öllum verslunum. Sala
á þeim hefst í maí og stendur yfir í
nokkra daga. Þetta eru ákaflega falleg
merki með upphleyptu Íslandi og á
þeim stendur „Nýtt Ísland“. Það kem-
ur vonandi til með að gefa eitthvað í
aðra hönd.“
liljakatrin@dv.is
LiLJa Katrín Gunnarsdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
fimmtudagur 19. mars 20096 Fréttir
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir rafmagns- og
bensínbílar í úrvali
Siðlausar
arðgreiðslur
„Það vekur ugg að í ársreikning-
um HB-Granda er beitt sömu
aðferðum við að blása út eignir og
beitt var í fjölmörgum fyrirtækj-
um og fjármálastofnunum, sem
hrunið hafa á síðustu mánuðum.
Óefnislegar eignir eru metn-
ar langt umfram raunverulegt
verðmæti, sem verður til þess að
verðmæti og eignastaða fyrirtæk-
isins líta út fyrir að vera mun betri
en raun er.“ Þetta segir í ályktun
miðstjórnar ASÍ sem telur tillögur
HB-Granda um hundruð milljóna
króna arðgreiðslur til eigenda
siðlausar við núverandi aðstæð-
ur. ASÍ skorar á stjórnina að draga
tillöguna til baka ella greiði starfs-
fólki umsamdar launahækkanir
án tafar.
Káfaði á
fatlaðri konu
Héraðsdómur Austurlands
dæmdi karlmann í tveggja
mánaða skilorðsbundið fang-
elsi til tveggja ára fyrir kynferð-
islega áreitni gagnvart konu
sem býr við andlega fötlun.
Var maðurinn dæmdur fyrir
að hafa káfað á brjóstum, fót-
leggjum og lærum konunnar.
Hinn brotlegi varð fyrir
heilaskaða í slysi árið 1979. Var
fenginn geðlæknir til að meta
sakhæfi hans og komst sá að
því að maðurinn væri fyllilega
sakhæfur.
Hvert orð metið
á hálfa milljón
Ef miðað er við útreikninga fjár-
málaráðuneytisins, sem telur
að stjórnlagaþing muni kosta ís-
lenska ríkið frá 1,1 milljarði króna
til 2,2 milljarða, er hægt að verð-
leggja hvert orð íslensku stjórn-
arskrárinnar á bilinu 291.000 til
582.000 króna.
Verkefni stjórlagaþingsins er
að endurskoða stjórnarskrána
eins og hún leggur sig en með
greinarheitum og öllu heila
klabbinu er stjórnarskráin 3.775
orð. Þingmenn hafa karpað um
kostnaðinn sem þessari hug-
mynd fylgir og hafa sér í lagi
sjálfstæðismenn lagst hart gegn
slíkum fjárútlátum á tímum
þrenginga.
Ríflega þrjú hundruð manns leituðu á náðir Fjölskylduhjálpar í gær. Þar af voru um
áttatíu prósent útlendingar sem flestir eru atvinnulausir og hafa úr litlu að moða á
þessum síðustu og verstu tímum. Hassjan Mahmutov er fertugur rafvirki frá Eist-
landi sem gerir hvað sem er fyrir peninga til að senda börnum sínum í Eistlandi.
ætlar ekki að flýja
undan kreppunni
„Ég kom til Íslands fyrir einu ári og
sex mánuðum. Ég lærði rafvirkj-
un í Eistlandi og kom hingað til að
vinna við það. Fyrst vann ég í Raf-
virkni og síðan í Raflist. Svo skall
kreppan á og núna er litla vinnu
að fá. Ég skúra í versluninni Evans
í Kringlunni á kvöldin. Ég fæ enga
vinnu sem rafvirki nema skipta um
perur og svoleiðis. Ég geri allt fyr-
ir peninga,“ segir Hassjan Mahmu-
tov.
Hassjan er einn af þeim tæp-
lega þrjú hundruð karla og kvenna
sem mættu í vikulega úthlutun
Fjölskylduhjálpar í gær. Um áttatíu
prósent af þeim sem fengu mat hjá
Fjölskylduhjálp í gær eru útlend-
ingar sem hafa misst vinnuna á síð-
ustu mánuðum.
Sendir peninga heim
Hassjan talar litla íslensku en er að
læra. Hann lætur ekki kreppuna
buga sig og ætlar ekki að flytja aftur
til Eistlands.
„Í Eistlandi er líka kreppa og
enga vinnu að fá. Ég hugsa að
kreppan á Íslandi verði búin eftir
eitt ár en í Eistlandi er kreppan rétt
að byrja og gæti tekið tíu ár,“ segir
Hassjan sem á tvö lítil börn í heima-
landi sínu.
„Þetta er fjórða skiptið sem ég
kem hingað í Fjölskylduhjálp. Ég
þarf að spara þá litlu peninga sem
ég fæ því börnin mín vantar líka
peninga í Eistlandi. Kannski sæki
ég þau eftir eitt ár.“
Útlendingar og Íslend-
ingar aðskildir
Í Fjölskylduhjálp í gær var ákveð-
ið að vera með tvær raðir, eina fyr-
ir útlendinga og eina fyrir Íslend-
inga. Á þetta ráð var brugðið því
mikil örtröð skapaðist í síðustu viku
sem endaði með því að einstæðar,
íslenskar mæður voru teknar fram
fyrir útlendingana því þær óttuðust
að maturinn myndi klárast.
Að sögn Ásgerðar Jónu Flosa-
dóttur, formanns Fjölskylduhjálp-
ar Íslands, þarf enginn frá að hverfa
á úthlutunardegi hjá samtökunum.
Hún segir að alltaf sé nóg af mat
fyrir þau hundruð manna sem nýta
sér þessa aðstoð.
Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálp-
ar glímdu einnig við tungumála-
vandamál þar sem margir þeirra
Pólverja sem nýta sér aðstoðina
tala hvorki ensku né íslensku. Nú
er það vandamál leyst þar sem einn
Pólverji starfar í gæslunni og ein
pólsk stúlka við að skrá útlending-
ana inn.
Ásgerður var mjög sátt við út-
hlutunardaginn í gær þar sem hann
gekk með eindæmum vel. „Þetta er
búið að ganga eins og smurð vél.
Það myndaðist aldrei flöskuháls
og það má líkja starfseminni hér
við færiband í verksmiðju,“ segir
Ásgerður sem telur flesta sem leita
til Fjölskylduhjálpar vera atvinnu-
lausa. „Pólverjarnir sem koma
hingað eru að stærstum hluta karl-
menn og allir atvinnulausir.“
Bjartsýnn
Arturas Vachmeninas er sautján
ára Lithái sem hefur búið í eitt ár
á Íslandi. Hann heimsækir Fjöl-
skylduhjálp vegna peningaskorts
en er bjartsýnn á framtíðina.
„Ég var að vinna á Burger King
en það varð gjaldþrota þannig að ég
er atvinnulaus núna. Ég kom hing-
að til að lifa. Ég ætlaði að vinna í ár
og á næsta ári ætla ég að fara í skóla
að læra íslensku. Ég bý með móður
minni sem er búin að búa hér í þrjú
ár. Samt eigum við ekki næga pen-
inga. En mér líst vel á framtíðina á
Íslandi. Ég er þúsundþjalasmiður
og get unnið við hvað sem er.“
lilja KatrÍn gunnarSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
„Ég fæ enga vinnu sem
rafvirki nema skipta
um perur og svoleiðis.“
Mestmegnis karlmenn flestir þeirra
útlendinga sem leita til fjölskylduhjálpar
eru atvinnulausir karlmenn.
MYnd HEiÐa HElgadóttir
Skiptir um perur Hassjan er lærður
rafvirki en fær aðeins vinnu við að skipta
um perur og álíka smáræði þessa dagana.
MYnd HEiÐa HElgadóttir
Þúsundþjalasmiður arturas
er bjartsýnn og ætlar sér að
læra íslensku næsta ár.
MYnd HEiÐa HElgadóttir
ólöf ósk Erlendsdóttir dæmd í þriggja mánaða fangelsi:
tæmdi nær næstu íbúð
Ólöf Ósk Erlendsdóttir var í gær
dæmd í þriggja mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrek-
uð auðgunar- og fíkniefnabrot. Ólöf
komst í fréttirnar árið 2007 eftir að hún
skýrði opinberlega frá kynferðislegri
misbeitingu Guðmundar Jónssonar,
þáverandi forstöðumanns meðferð-
arheimilisins Byrgisins, í sinn garð.
Í fórum hennar fundust alls tæpt
gramm af hassi, 1,6 grömm af tób-
aksblönduðu hassi og 8,73 grömm af
amfetamíni. Þá var hún einnig dæmd
fyrir nokkur þjófnaðarbrot og vörslu
þýfis. Brotin framdi hún á árunum
2007 og 2008.
Ólöf þarf ennfremur að greiða
Verði Íslandstryggingum ríflega 1,4
milljónir króna í skaðabætur vegna
stórfellds þjófnaðar í Fannarfelli í
Reykjavík 25. febrúar 2007.
Í dómnum kemur fram að hún hafi
nánast tæmt íbúð nágranna síns í fjöl-
býlishúsinu. Hún braust inn í íbúðina
og bar þaðan út yfir í eigin íbúð skart-
gripi, hárblásara, sléttujárn, hárkollu,
ýmiskonar snyrtivörur, ýmsan kven-
fatnað, 12 pör af skóm, hljómflutn-
ingstæki, sjónvarp, reiðufé, iPod-spil-
ara, sængur, kodda, rakspíra, rakvél
og margt fleira.
Í dómnum segir að sannað hafi
verið með skýlausri játningu Ólafar
að hún hafi gerst sek um það sem hún
var ákærð fyrir.
Ólöf Ósk á baki langan sakafer-
il, samkvæmt sakavottorði hefur hún
hlotið fimm dóma frá árinu 2004 fyrir
fíkniefnabrot. Sama ár var hún einnig
dæmd í 30 daga skilorðsbundið fang-
elsi fyrir þjófnað. Þá var hún dæmd 8.
nóvember 2007 í 18 mánaða fangelsi
fyrir húsbrot, frelsissviptingu, rán og
fíkniefnabrot
valgeir@dv.is, mikael@dv.is
ólöf ósk Erlendsdóttir
Hlaut þriggja mánaða fangels-
isdóm fyrir fjölmörg afbrot.
Mestmegnis karlmenn
flestir þeirra útlendinga
sem leita til fjöl-
skylduhjálparinnar eru
atvinnulausir karlmenn.
umfjöllun dV jálp ði
forsvarsmenn Þykkvabæjar-
kartaflna gerðu sér grein fyrir
neyðinni í f öls ylduhjálpinni
eftir umfjöll n dV í síðustu vik
og gáfu sjö bretti af Þykkva-
bæjarka töfl m.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
segir reglulega umfjöllun dV um
fjölskylduhjálpina vekja góða athygli
á starfseminni.
Sjón Helga Hjörvar hrakar jafnt og þétt:
fékk tækifæri
til að kynnast
hundi
„Ef mér líkar þetta þá eru líkur á því
að ég muni njóta góðs af þessum
hundi,“ segir þingmaðurinn Helgi
Hjörvar, sem í dag nýtur aðstoð-
ar leiðsöguhundar. Helgi er hald-
inn hrörnunarsjúkdómi í nethimnu
sem gerir það að verkum að sjón-
inni hrakar jafnt og þétt. Komið er að
þeim tímapunkti hjá Helga að hann
fer að þurfa á aðstoð leiðsöguhundar
að halda daglega.
„Þetta kemur þannig til að á síð-
asta ári komu fjórir leiðsöguhund-
ar frá Noregi sem fóru til blindra og
sjónskertra notenda. Ég hafði hugs-
að mér að vera í næsta holli, því sjón-
inni hrakar alltaf jafnt og þétt,“ segir
Helgi.
Einum þessara notenda og leið-
söguhundi hans kom ekki vel sam-
an. Þá opnaðist þessi möguleiki fyr-
ir Helga. Hann nýtur því aðstoðar
hundarins í dag til að athuga hvern-
ig honum líkar. „Ef mér líkar þetta þá
kem ég til með að njóta góðs af þess-
um hundi,“ segir Helgi.
Sjúkdómur Helga ágerist með
árunum og líkur eru á því að sjón-
in fari alveg fyrir rest. „Þetta byrjar
með náttblindusjón og svo þrengist
sjónsviðið smátt og smátt. Síðustu
vetur, í skammdeginu, hef ég not-
ast við hvítan staf. Þó ég hafi sæmi-
lega ratsjón í birtu er ég alveg ónýtur
í myrkri. Að hafa þennan hund í dag
hefur sína kosti því maður lærir á
hundinn og þjálfar sjálfan sig í notk-
un hans, meðan maður hefur ratsjón
ennþá,“ segir Helgi.
einar@dv.is
Helgi Hjörvar telur góðar líkur á
að hann muni njóta góðs af hundin-
um eigi þeir skap saman.