Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 14
fimmtudagur 26. mars 200914 Brúðkaup
Mörg pör eiga sér lag sem minn-
ir þau á fyrsta dansinn, fyrsta
kossinn eða bara einhverja
rómantíska stund í lífi þeirra.
Tilvalið er að notast við það lag
þegar kemur að stóra deginum
sem og fleiri rómantísk lög
sem ykkur líkar vel við. Fyrir
ykkur hin sem ekki eigið ykkur
lag birtir DV lista yfir nokkur
róleg og flott lög með fallegum
textum sem tilvalið gæti verið
að spila í brúðkaupum.
n Nothing Compares to You:
sinead O’Connor
n Close to You: maxi Priest
n Power of Love: Jennifer rush
n Love me tender: Elvis Presley
n i Can’t Help falling in Love
with You: Elvis Presley
n Just the Way You are: Billy
Joel
n When You say Nothing at all:
ronan Keating
n from this moment On: shania
twain
n You made me Love You: al
Jolson
n How deep is Your Love: Bee
gees
n Lovesong: the Cure
n Jungle drum: Emilíana torrini
n sex on fire: Kings of Leon
n use somebody: Kings of Leon
n Hold you: gus gus og Páll
Óskar
n allt fyrir ástina: Páll Óskar
n Þú komst við hjartað í mér:
Páll Óskar eða Hjaltalín
n i’ve Had the time of my Life:
dirty dancing
n respect: aretha franklin
n Baby one more time: Britney
speares
n Love shack: the B-52’s
n summer of 69: Bryan adams
n girls Just Want to Have fun:
Cyndi Lauper
n into the groove: madonna
n together in Electric dreams:
giorgio moroder (with Philip
Oakey)
n if You Leave: Omd
n Little red Corvette: Prince
n i would die for you: Prince
n Ást: ragnheiður gröndal
n Ástarsæla: Hljómar
n Ég fann þig: Björgvin
Halldórsson
n Þó líði ár og öld: Björgvin
Halldórsson
n all my love: Led Zeppelin
n Love at first sight: Kylie
minogue
n Love and Pride: King
Höfundur: Lena Viderø
Lagið
okkar!
Stjörnurnar eyða fúlgum fjár til að gera brúðkaupsdaginn sem eftirminnilegastan:
dÝrustu BrÚÐKauP sÖguNNar
Þegar stjörnurnar gifta sig er svo sannar-
lega ekkert til sparað þó að mörg hjóna-
bandanna standist ekki tímans tönn. Það
er engin önnur en Cabaret-stjarnan Liza
Minelli sem vermir fyrsta sæti á Forbes-
listanum yfir dýrustu brúðkaup allra tíma.
Minelli giftist framleiðandanum David
Gest í mars árið 2002 þar sem allar skær-
ustu stjörnur skemmtanaiðnaðarins voru
saman komnar. Poppkóngurinn Michael
Jackson var svaramaður og Elizabeth Tayl-
or brúðarmær en áætlaður kostnaður við
brúðkaupið er 3,5 milljónir dollara. Pen-
ingunum var alls ekki vel varið þar sem
parið skildi ári seinna.
Bítillinn Paul McCartney er í öðru sæti á
listanum þar sem hann sparaði ekki krónu
þegar hann kvæntist Heather Mills í júní
2002. Parið gifti sig á Írlandi og þegar Mills
gekk upp að altarinu hljómaði lagið Heath-
er sem McCartney hafði samið aðeins fyrir
hana. Áætlaður kostnaður við brúðkaupið
er þrjár milljónir dollara en bara blóma-
skreytingarnar kostuðu 145 þúsund doll-
ara.
Brúðkaup ársins 2006, þeirra Toms
Cruise og Katie Holmes, kemst í fjórða sæti
á listanum en það mun hafa kostað tvær
milljónir dollara, þar af fóru 750 þúsund
dollarar í að hýsa brúðkaupsgestina.
Önnur pör sem komust á listann eru El-
izabeth Hurley og Arun Nayar, Elizabeth
Taylor og Larry Fortensky, Eddie Murphy
og Nicole Mitchell, Michael Douglas og
Catherine Zeta-Jones og Christina Aguil-
era og Jordan Bratman. liljakatrin@dv.is
Brúðkaup ársins 2006 tom Cruise og Katie
Holmes gengu í það heilaga í nóvember í kastala
fyrir utan rómarborg og voru þau og dóttir þeirra
suri í brúðarfötum frá giorgio armani.
„Fólk má ekki hafa of miklar vænt-
ingar um brúðkaupsnóttina. Það er
alveg númer eitt, tvö og þrjú,“ segir
Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og kynlífsráðgjafi, spurð
hvort það sé eitthvað eitt frekar en
annað sem nýgift hjón þurfa að hafa
í huga í tengslum við kynlífið. Margir
hafi nefnilega farið flatt á því.
„Ég held að fólk sé oft að búa sig
undir brúðkaupsnóttina með mikl-
um væntingum, sjá hana í ægileg-
um ljóma og rómantík þar sem báðir
aðilar séu í ástarsælu upp fyrir haus.
En yfirleitt er þetta það mikið og stórt
verkefni að standa í öllu því sem þarf
að gera í kringum brúðkaup að brúð-
hjónin eru hreinlega úrvinda. Því
minni væntingar, því betra.“
Brúðkaup andlegt maraþon
Ragnheiður telur mikilvægt að verð-
andi hjón stilli sig saman að þessu
leyti. „Það er eins og að öðru leyti í
kynlífinu að það er ágætt að vera
samstillt ef möguleiki er, af því að
það er svo algengt að væntingar og
þarfir séu mismunandi hjá fólki. Og
það gildir ekki bara um hjón held-
ur bara alla sem sofa saman oftar en
einu sinni.“
Samkvæmt erlendri könnun sem
aðeins var fjallað um í fjölmiðl-
um fyrir nokkrum mánuðum sefur
meirihluti brúðhjóna ekki saman á
brúðkaupsnóttina. Ragnheiður telur
ýmislegt til í þessu. „Mér finnst mjög
líklegt að þetta sé alveg hárrétt. Þetta
er svipað og að par ætli að hafa ein-
hverjar hörkusamfarir eftir að hafa
tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu,“
segir Ragnheiður og hlær. „Það má
kannski segja að brúðkaup sé and-
legt Reykjavíkurmaraþon.“
Logið um kynlífið?
Ragnheiður segist aðspurð ekki
vita hvort algengt sé að fólk ljúgi til
um villt kynlíf á brúðkaupsnóttina.
„Ég satt að segja veit það ekki, en
get samt alveg ímyndað mér það
í einhverjum tilfellum. Það skýrist
samt kannski af fordómum mínum
gagnvart karlkyninu,“ segir Ragn-
heiður hlæjandi. „En það er samt
held ég á undanhaldi eitthvert
grobb tengt þessum málum.“
En að byrja hjónabandið á því
að sofa ekki saman nóttina eft-
ir stóru stundina við altarið, þvert
á venjur og væntingar, hlýtur að
vera hættulegt fyrir farsæld hjóna-
bandsins. Eða hvað?
„Nei, því ég held að sem bet-
ur fer þekkist fólk sem gengur í
hjónaband ágætlega, bæði and-
lega og líkamlega. Þó heyrir maður
einstöku sinnum af ungu fólki sem
er að gifta sig án þess að hafa kom-
ið nálægt hvort öðru nakið. Það
eru kannski hættulegustu dæm-
in því væntanlega hafa í þeim til-
fellum byggst upp brjálæðislegar
væntingar sem svo bresta þegar á
hólminn er komið.“
kristjanh@dv.is
Flestir sjá brúðkaupsnóttina í hillingum sem
mikla kynlífsveislu. Eða hvað? Kynlífsráðgjafi
segir að best sé að stilla væntingunum í hóf.
Þreyta komi nefnilega oft í veg fyrir mikil afrek.
Ekki vænta
villts kynlífs
Ragnheiður Eiríksdóttir kynlífsráð-
gjafi „Það má kannski segja að brúð-
kaup sé andlegt reykjavíkurmaraþon.“
MYND SigTRYgguR ARi
Brúðkaupsnóttin Ekki
gera of miklar væntingar.