Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 33
fimmtudagur 26. mars 2009 33Sport Þriðji úrslitaleikurinn hjá konunum í kvöld Úrslitaeinvígi Hauka og Kr held- ur áfram í iceland Express-deildinni í körfubolta í kvöld. Haukakonur eru komnar aftur á heimavöll sinn á Ásvöllum eftir að hafa sótt góðan og þýðingarmikinn sigur í dHL-höllina, 68-64, í leik tvö. Kr gerði sér lítið fyrir og lagði deildarmeistara Hauka í fyrsta leik liðanna, 61-52, þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Kr-ingar komust í úrslitin með því að leggja grindavík, 2-1, og svo fóru þeir illa með Íslandsmeistara Keflavíkur en Vesturbæjarliðið lagði Keflavík, 3-0. sem deildarmeistarar komust Haukar beint í undanúrslitin og mættu þar Hamri frá Hvera- gerði. Haukar fóru tiltölulega auðveldlega í gegnum það með 3-1 sigri. Leikur Hauka og Kr hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum. Spænski golfarinn José María Olaz- ábal segir að það sé ekkert víst um hvort hann verði varafyrirliði Ryder- liðs Evrópu árið 2010 en fyrirliðinn, Colin Montgomerie, hafði tilkynnt það fyrir tæpum tveimur vikum. Hann sagði þá að tækist Olazábal ekki að vinna sér inn sæti í liðinu yrði hann varafyrirliði Evrópu-liðsins sem tekur á móti Bandaríkjamönnum á Celtic Manor-vellinum sumarið 2010. Þeir félagar hittust í Sevilla á Spáni þar sem Montgomerie var hylltur fyr- ir að hafa tekið þátt í heilum fimm hundruð Evrópumótum. Hann er að- eins þriðji maðurinn sem nær þeim áfanga. Olazábal og Monty hefja leik í dag á opna Andalúsíu-mótinu og þar var Olazábal spurður út í varafyr- irliðastöðuna. „Ég hef aldrei játað því. Þetta voru fréttir fyrir mér. Ég er ekki viss um hvað hefur gerst. Kannski er þetta bara vegna þess að ég tala ekki svo góða ensku. Menn hafa kannski ekki skilið mig,“ sagði Olazábal. Spánverjinn var varafyrirliði Nicks Faldo þegar Evrópa tapaði fyr- ir Bandaríkjunum á síðasta ári og er fastlega búist við að hann taki við fyrirliðastöðunni sjálfri þegar Evrópa og Bandaríkin mætast í Detroit árið 2012. „Ég gerði Monty það ljóst í Dubaí í janúar að ég ætlaði að koma mér í mitt besta form og gera harða atlögu að Ryder-liðinu. Ef það tekst ekki hjá mér þá spjöllum við kannski saman,“ sagði José María Olazábal. tomas@dv.is José María Olazábal hefur aldrei samþykkt að vera varafyrirliði Ryder-liðsins 2010: „Þetta voru fréttir fyrir mér“ Brynjar úr leik? Brynjar Björn gunnarsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sagði við enska fjölmiðla í gær að hann þyrfti hugsanlega að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir skotum á miðvikudaginn í næstu viku. Ástæðan er meiðsli sem hann hlaut í leik með félagsliði sínu reading gegn Crystal Palace í ensku Championship-deildinni um síðustu helgi. „Ég gæti þurft að hitta hópinn á sunnudaginn svo hægt sé að meta stöðuna en ég held að ég verði að sleppa þessum leik,“ sagði Brynjar Björn í gær. mayweather verður loka- Bardaginn Breski hnefleikakapinn ricky Hatton vill berjast aftur við floyd maywather Jr. áður en hann hættir. Hatton æfir nú stíft fyrir bardaga gegn filippsey- ingnum manny Pacquiao en hefur sagt að hann vilji berjast þrisvar til viðbótar áður en hann hættir. Í síðasta bardaganum vill hann mæta mayweather sem fór illa með Bretann þegar þeir mættust í fyrsta skiptið. Hatton þyngdi sig þá upp um einn flokk en var rotaður af mayweather sem hafði lítið fyrir hlutunum. „Ef ég get unnið Pacquiao, besta boxara heims, pund fyrir pund, væri það frábært. Eftir hann langar mig að mæta Juan manuel marquez sem er næstbestur og þá hef ég stimplað mig inn sem númer eitt. svo áður en ég hætti vil ég endilega mæta mayweather aftur,“ segir ricky Hatton. nýja kerfið kemur 2010 Bernie Ecclestone, einvaldur formúlu 1, hefur staðfest að nýja skorkerfið í formúlunni verði sett á laggirnar fyrir næsta tímabil. Ecclestone reyndi að koma því í gegn að sá sem sigrar í flestum keppnum verður heims- meistari í síðustu viku. Það var keyrt í gegn en svo tekið til baka eftir mikil mótmæli formúluliðanna. Það verður aftur á móti ekkert hægt að mótmæla fyrir tímabilið 2010 því þá verður kerfið komið í gang. sá sem sigrar í flestum keppnum verður heimsmeistari en gamla stigakerfið verður notað til að raða í sætin fyrir neðan það efsta. Vinni tveir eða fleiri ökumenn jafnmargar keppnir verður gamla stigakerfið notað til að knýja fram heimsmeistara. umsJón: tómas Þór Þórðarson, tomas@dv.is / sport@dv.is Ringulreið monty vissi ekki betur en hann væri kominn með aðstoðarmann. Mynd Getty IMaGes Argentínumaðurinn Sergio Aguero er einn heitasti leikmaðurinn í Evrópu í dag og berst nú spænska liðið Atlet- ico Madrid sem hann leikur fyrir með kjafti og klóm til að halda snillingn- um unga. Jose Mourinho hjá Inter er afar spenntur fyrir leikmanninum en hann er þó aðeins einn af mörgum sem hafa borið víurnar í framherj- ann magnaða. Umboðsmaður hans var í Mílanó en forsvarsmenn Atlet- ico Madrid neituðu því staðfastlega að hann væri þar til að selja Aguero til Inter. Sögusagnir um sölu Aguer- os fóru svo langt að ítölsk blöð héldu því fram að gengið yrði frá samningi innan tveggja daga og yrði Aguero því undir stjórn Mourinhos á næsta tímabili. Aguero er þó ekki eini fram- herjinn sem önnur lið eru sólgin í hjá Atletico Madrid. Úrúgvæinn Diego Forlán er einnig í ratsjá margra liða og virðist Manchester City líklegast til að hreppa hnossið en Atletico vill þó engar smásummur fyrir framherj- ann. Ekkert minna en þrjátíu milljón- ir punda. engin tilboð borist Atletico Madrid hafði staðfest um daginn að Manchester City hefði boðið í Diego Forlán. Þá heimtuðu Spánverjarnir þrjátíu milljónir punda fyrir Forlán en þá dró City armana til baka. „Það hafa engin tilboð bor- ist í Aguero né Forlán og báðir hafa þeir sagt við okkur að þeir vilji vera áfram,“ segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo, og bætir við: „Þegar lið vilja ekki selja einhverja leikmenn geta allir heimsins peningar ekki hjálpað neitt.“ Hann viðurkennir þó að málin séu ekki alfarið í höndum liðsins. „Aguero er frjáls maður og getur farið þangað sem hann vill. Ég er samt nokkuð viss um að umboðsmaður hans var ekki í Mílanó til að bjóða hann til Inter. Sergio Aguero er með klásúlu í samningi sínum sem segir að bjóði eitthvert lið sextíu milljónir punda í hann geti hann farið hvert sem er. Ólíklegt er þó að nokkurt lið reiði fram slíka upphæð en hann yrði þá auðveldlega dýrasti knattspyrnu- maður heims. Yrði tæplega tuttugu milljón pundum ódýrari en Zidane. Manchester City sem er ríkasta lið heims gæti vissulega reitt fram slíka fúlgu en það hefur meiri áhuga á fé- laga hans, Diego Forlán. Framherjaparið hjá Atletico Madrid, sergio aguero og diego Forlán, er undir smásjá margra stórliða Evrópu. Forseti félagsins segir þá félaga ekki til sölu. Kaupir eKKi mann sem er eKKi til sölu tÓMas ÞÓR ÞÓRÐaRsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is aguero mörg stórliðin vilja þennan snjalla argentínumann. Mynd Getty IMaGes Forlán Kraftmikill framherji sem mark Hughes vill fá til manchester City Mynd Getty IMaGes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.