Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 22
fimmtudagur 26. mars 200922 Brúðkaup
„Þetta eru einstakar og tilvaldar
tækifærisgjafir,“ segir Soffía Karls-
dóttir, kynningar- og markaðsstjóri
Listasafns Íslands, um afsteypur sem
eru fáanlegar af verkum Ásmund-
ar Sveinssonar myndhöggvara. Verk
Ásmundar eru flestum landsmönn-
um vel kunn en hann er einn þekkt-
asti og færasti myndhöggvari Íslands
fyrr og síðar. Verk hans er meðal ann-
ars að finna á Ásmundarsafni sem er
við Laugardalinn.
„Þessar styttur eru afsteypur af
verkum Ásmundar en þær eru gerð-
ar í takmörkuðu upplagi.“ Hver af-
steypa er aðeins gerð í takmörkuðu
upplagi og er nú þegar uppselt upp-
lagið af nokkrum verkum Ásmundar.
„Það er ólíklegt að gerðar verði fleiri
afsteypur af þeim verkum sem upp-
seld eru.“
Sytturnar eru eins misjafnar og
þær eru margar. Þær eru frá átta
sentímetrum á hæð og allt uppi í
fjörutíu sentímetra. Verðið á styttun-
um helst nokkurn veginn í hendur
við stærð þeirra en flestar stytturn-
ar kosta á bilinu sex til átta þúsund
krónur. Dýrari styttur kosta hins veg-
ar á bilinu tuttugu til fjörutíu þúsund
krónur.
Ásmundur hefur gert margar
frægar styttur í gegnum tíðina en
meðal þeirra verka sem hægt er að fá
afsteypu af eru Hafmeyjan, Járnsmið-
urinn, Víkingurinn, Hamarinn og
Harpan. „Jónsmessunótt er til dæm-
is tilvalin brúðargjöf. Mjög rómant-
ískt verk,“ segir Soffía en styttan er af
pari í faðmlögum. Styttan Nótt í París
er ekki síður rómantískt verk en hún
er einnig af ástföngnu pari..
Verslunin Kraumur er með útibú
á Kjarvalsstöðum en þar segir Soffía
að hægt sé að fá fjöldann allan af per-
sónulegum tækifærisgjöfum. „Kost-
urinn við að koma þangað að versla
er sá að það er alltaf nóg af stæðum
og ekkert vesen að stökkva inn og
kíkja á úrvalið.“
Soffía bendir einnig á að Listasafn-
ið, sem er til húsa á Kjarvalsstöðum,
Ásmundarsafni og í Hafnarhúsinu, sé
með fjöldann allan af bókmenntum
um list á góðu verði. „Hvort sem fólk
vill eitthvað tengt hönnun, bygging-
arlist, samtímalist eða annars konar
list eigum við bækur um ótal margt.“
Hægt er að sjá myndir af styttum Ás-
mundar og verð þeirra á listasafn-
reykjavikur.is. asgeir@dv.is
Listasafn Íslands sel-
ur um þessar mundir
afsteypur af verkum Ás-
mundar Sveinssonar mynd-
höggvara. Stytturnar eru
frumlegar gjafir enda fyrir-
myndin glæsileg og sögufræg
verk úr íslenskri listasögu.
Frumlegar
tækifærisgjafir
Soffía Karlsdóttir
Kynningar- og markaðsstjóri
Listasafns Íslands.
Jónsmessunótt fræg stytta eftir
Ásmund.
Árstíðir
Ásmundar
Þessi stytta
kallast sumar.
Uglan Vinsæl stúdents-
og útskriftargjöf.
Við hjá Lín Design erum í essinu
þegar kemur að brúðkaupsgjöfum.
Vörulína okkar er hönnuð á Íslandi
þar sem íslensk náttúra spilar stórt
hlutverk. Allt okkar efni er sérvalið
svo úr verður vara sem gefur
mýkt og hlýju.
Brúðhjón sem eru með gjafalista
hjá Lín Design fá gjöf frá
versluninni ef keypt er af listanum.
Hlý og persónuleg þjónusta
Dúnmjúkar
BRÚÐARGJAFIR
Laugavegi 176
Sími 533 2220
www.lindesign.is
Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar.
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Hringdu í síma 515 5550
og byrjaðu strax í dag!
smaar@dv.is