Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 38
fimmtudagur 26. mars 200938 Fólkið
Jón Gnarr lýsir því yfir í viðtali
við Nýtt Líf að hann þoli ekki
tónlist, sérstaklega ekki hraða
tónlist. „Svona suður-amerísk
tónlist fer alveg ótrúlega í taug-
arnar á mér. Djass líka.“ Hann
segir einnig frá bílferðum á með-
an á tökum á Dagvaktinni stóð
yfir sem áttu það til að verða svo-
lítið undarlegar, sérstaklega þeg-
ar einhver stakk upp á að setja
disk í spilarann. Jón var fljótur
að stoppa það. Blaðamaður spyr
hann þá hvort hann hafi verið
leiðinlega týpan og er hann þá
fljótur að svara: „Já, en líka aðal-
stjarna, sko. Ég gat sagt: „Enga
tónlist, takk.“
„Ég var að fá bókina senda í gær
á hollensku og mér líst mjög vel á
hana,“ segir Óttar Norðfjörð rithöf-
undur sem seldi réttinn að Hníf
Abrahams, hans fyrstu skáldsögu,
til hollensks útgáfufélags og er hún
væntanleg í verslanir þar í landi í lok
mars. Forlagið keypti einnig kápuna
og íslensku auglýsinguna sem þýdd
hefur verið yfir á hollensku og hægt
er að nálgast á Youtube.
„Það hafa nú þegar verið birt-
ir tveir dómar á netinu, báðir góðir
en þetta er svolítið skrýtið að skoða
þar sem ég skil ekki stakt orð í hol-
lensku,“ útskýrir Óttar sem getur ein-
ungis horft til stjörnugjafarinnar.
Aðspurður segir Óttar Hollend-
inga hrifna af sögum á borð við Hníf
Abrahams. „Þeir eru búnir að pæla
mikið í íslam undanfarin ár en mikið
af innflytjendum býr í Hollandi. Fyrir
fimm árum var Theo Van Gogh drep-
inn út af heimildarmynd sem sýndi
íslamska trú í slæmu ljósi. Síðan þá
hefur þetta verið mikið hitamál í Hol-
landi og ég held að það sé ástæðan
fyrir áhuganum á bók minni.“
Hnífur Abrahams hefur vakið at-
hygli á fleiri stöðum en í Hollandi og
segir rithöfundurinn það ekki ólík-
legt að hún verð einnig gefin út í
Þýskalandi. Um þessar mundir ein-
beitir hann sér þó að næstu skáld-
sögu sem hann stefnir á að byrja á
í haust. Það yrði hans þriðja bók,
en Óttar fylgdi Hnífi Abrahams eftir
með Sólkrossi sem kom út fyrir jól-
in í fyrra.
Fær góða dóma
„Enga
tónlist,
takk“
SkáldSaga ÓttarS Norðfjörð gefiN út í HollaNdi:
Kristrún Ösp og Dwight YorKe:
Það hefur verið völlur á Einari
Bárðarsyni, umboðsmanni Ís-
lands, undanfarna daga þar sem
hann er að kynna opnun nýs
skemmtistaðar í gömlu herstöð-
inni í Reykjanesbæ. Staðurinn
heitir Officeraklúbburinn og
verður vígður á laugardaginn.
Það er ekki bara völlur á Einari
heldur er staðurinn sjálfur með
sinn eigin alþjóðlega flugvöll og
sá eini í heiminum ef marka má
athafnarmanninn góðkunna.
Spurning hvort það sé ekki að-
eins of 2007 að opna skemmti-
stað með flugvelli því flestar
einkaþoturnar eru nú rykfallnar
og bensínlausar eða hafa verið
teknar upp í skuldir. Það stoppar
samt ekki Einar í að opna stað-
inn með glæsibrag.
Völlur á
Einari
Hnífur Abrahams
Hefur nú þegar fengið
góða dóma í Hollandi.
í boði yorkE
hEiðursstúkan
„Ég sat bara í fínni stúku og drakk vín
á meðan,“ segir Kristrún Ösp Barkar-
dóttir fyrirsæta um nýlega dvöl sína
í Bretlandi þar sem hún heimsótti
knattspyrnuhetjuna Dwight Yorke.
„Hann bauð mér á leik, Sunderland-
Wigan,“ segir Kristrún en Yorke er á
mála hjá úrvalsdeildarliði Sunder-
land. Knattspyrnuáhugamenn kann-
ast vel við kauða enda gerði hann
garðinn frægan mað Manchester
United á árum áður.
„Þetta var fínt en fulllengi að líða.
Einn hálfleikur er alveg nóg fyrir
mig,“ segir Kristrún um leikinn en
því miður kom Yorke ekki við sögu
í leik þar sem Sunderland tapaði 1-
2 á heimavelli. „Karlinn sat bara á
bekknum allan tímann.“ Þó Krist-
rúnu hafi leiðst hvað leikurinn var
langur fór vel um hana í heiðurs-
stúkunni á hinum glæsilega heima-
velli Sunderland sem kallast Leik-
vangur ljóssins.
Áður hefur verið fjallað um sam-
band Kristrúnar og Yorke í íslensk-
um fjölmiðlum en hún segir sam-
band þeirra ekkert hafa breyst. „Við
erum ekki í sambandi þannig lagað.
Við erum bara góðir vinir og viljum
bæði hafa þetta svona. Við hittumst
af og til og þá erum við tæknilega séð
saman,“ en Kristrún og Yorke áttu
margar rómantískar stundir í síð-
ustu heimsókn hennar. „Við fórum
út að borða öll kvöldin og höfðum
það gott. Við fórum svo líka í útsýn-
isbíltúr um Newcastle með bílstjór-
anum hans.“
Hin fjallmyndarlega Kristrún
ætlar sér mikið í framtíðinni sem
fyrirsæta en hún tekur þátt í keppn-
inni Ungfrú Norðurland þann 18.
apríl næstkomandi. „Undirbúning-
urinn gengur bara vel. Ég fer í rækt-
ina tvisvar á dag,“ en Kristrún hefur
verið harðdugleg undanfarið og er
komin í hörku form.
Kristrún hefur verið að reyna að
fá Yorke til þess að heimsækja sig til
Íslands en honum leist ekkert á það
í fyrstu. „Hann hélt að honum yrði
alltof kalt hérna. Honum er farið að
lítast betur á þetta núna og er orð-
inn spenntur fyrir því að koma
og heimsækja mig.“ Yorke
segist ætla að koma í
heimsókn ásamt vin-
um sínum ef Krist-
rún kemst áfram
í keppnina Ung-
frú Ísland. „Hann
langar að koma
á keppnina og
fylgjast með
ef ég kemst
áfram,“ seg-
ir Kristrún að
lokum.
asgeir@dv.is
Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta horfði á leik Sunder-
land og Wigan úr heiðursstúkunni í boði Dwights Yorke.
kristrún tekur þátt í Ungfrú Norðurland á næstunni en
komist hún áfram ætlar dwight að heimsækja ísland ásamt
félögum sínum til að hvetja hana áfram í Ungfrú ísland.
Kristrún og Yorke
skemmtu sér konung-
lega saman.
Goðsögn í lifanda
lífi Yorke gerði garðinn
frægan með united á
sínum tíma.
Kristrún Ösp
Komist hún áfram
í ungfrú Norður-
land ætlar Yorke að
koma til landsins.