Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 18
fimmtudagur 26. mars 200918 Brúðkaup Það borgar sig að vera vel skipulagður þegar brúðkaup er í vænd- um. Oft fylgir brúðkaupinu mikið stress sem hægt er að fyrirbyggja með góðu skipulagi. Það er ekkert í það varið að vera aðframkomin(n) af þreytu þegar stóra stundin rennur upp. Hafðu tímann fyrir þér Úr Nýju Lífi 10 mánuðir til stefnu n Velja dagsetningu brúðkaupsins. n skoða veislusali og bóka eins fljótt og auðið er. n gera fjárhagsáætlun. n Ákveða gestafjölda. 8 mánuðir ... n Bóka vígslustað og veislusal. n Bóka ljósmyndara og ekki gleyma myndbandsupptökunni. n Panta veisluþjónustu. n Bóka vígsluaðila. 6 mánuðir ... n fara að huga að kjól. n Velja veislustjóra. n Velja og bóka tónlist fyrir athöfn og veislu. n Panta brúðartertu. n Huga að brúðarvendi. n Bóka brúðkaupsferð. 4 mánuðir ... n athuga með stóla, borð og hljóðkerfi á veislustað. n Kanna hvernig fara skuli á milli staða. n Hanna og panta boðskort. n Panta hringana. n setja saman gjafalista. n Velja fatnað brúðguma. n Kaupa sokkabuxur, nærfatnað og slíkt. n Ákveða hvar á að verja brúðkaupsnóttinni og panta. n Bóka hárgreiðslu og förðun. 2 mánuðir ... n Prenta dagskrá. n setja boðskort í póst. n Kaupa gestabók. n Kaupa morgungjafir. n fara í húðhreinsun. n fara í prufuhárgreiðslu og -förðun. n Huga að skreytingum í veislusal og kirkju. 1 mánuður ... n síðasta kjólamátun með skóm, fylgihlutum og réttum undirfötum. n raða gestum til borðs og útbúa merkimiða við sætin. n ræða við ljósmyndara um myndatökuna. n Hafa samband við gesti sem ekki hafa haft samband. n sækja hringana. n sækja kjólinn. n staðfesta smáatriði við veisluþjónustu og gefa upp endanlegan gestafjölda. n safna liði til að skreyta salinn. 1 vika til stefnu n fara í handsnyrtingu, lökkun og naglaásetningu. n fara í fótsnyrtingu. ekkert stress Það borgar sig að skipuleggja þennan mikilvæga dag vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.