Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 30
Svarthöfði var einn þeirra sem trúðu því að Íslendingar væru bestir í heimi þegar kæmi að viðskiptum. En við vorum það
ekki á sama hátt og við héldum. Við
vorum bara best í píramídaviðskipt-
um.
Athafnamenn frá Íslandi náðu að margfalda úrvalsvísitöl-una og sölsuðu undir sig hvert erlenda vígið á fætur
öðru. Um allan heim spurði fólk sig af
hverju þessi snilld Íslendinga stafaði.
Nú er niðurstaðan komin. Starfsmenn
bankanna tóku lán hjá bönkunum til
að kaupa hlutabréf í sömu bönkum.
Þannig tókst þeim að hífa upp hluta-
bréfaverðið. Útlán breyttust í eigin fé í
píramídasvindlinu mikla.
Innan Glitnis fengu fjölmargir lán fyrir hlutabréfum í Glitni. Fram-kvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs var
einn þeirra sem nýttu hæfileika sína
til að fjárfesta í Glitni út á 800 milljóna
króna kúlulán sem verður aldrei borg-
að. Það gerðu líka framkvæmdastjór-
ar eignastýringar, fyrirtækjasviðs og
fjárstýringar. Meira að segja Birna Ein-
arsdóttir, núverandi bankastjóri, fékk
184 milljóna króna lán. Sem betur fer
gleymdist lánið og hún þarf ekki að
borga það. Og Finnur Sveinbjörnsson,
núverandi bankastjóri Kaupþings,
fékk 850 milljóna króna kúlulán til að
kaupa í bankanum sem hann stýrði,
Icebank. Íslensku bankarnir voru eins
konar gleðibankar eigenda sinna.
Nú vilja sumir sérfræðing-ar íslenska efnahag-sviðundursins leyfa þjóðinni
að njóta krafta sinna.
Tryggvi Þór Her-
bertsson er einn
þeirra. Hann
hefur
þann
einstaka hæfileika að taka hundraða
milljóna króna lán og sleppa við að
borga það. Fari svo að hann komist til
valda mun hann nýta þennan hæfi-
leika þjóðinni til bjargar, með því að
láta húsnæðislánin gufa upp eins og
Dögg Pálsdóttur í prófkjöri.
Dæmalaus snilld Íslendinga í viðskiptum felst í hæfi-leikanum til að svindla. Sumar þjóðir eru góðar í
skíðaíþróttum, súkkulaðigerð, bíla-
smíði eða hugbúnaðarþróun. Við
kunnum píramídaviðskipti. Eða
öllu heldur okkar kúlukóngar
kunna þetta. Þeir létu veðsetja
allt mögulegt til að geta fengið
fleiri og meiri lán frá útlönd-
um. Þeir veðsettu meira að
segja hæfileika sinn til að taka
lán og svindla og kölluðu það
viðskiptavild. En það getur tal-
ist arðvænlegt að ginna fólk til
að kaupa í banka, sem kaupir
síðan í sjálfum sér til að hækka
hlutabréfaverðið, þar til bólan
springur.
Loksins er sannleikurinn kominn í ljós. Svarthöfði þarf ekki lengur að berjast við öfundina, sem hvíslaði
alltaf í eyra hans þegar Range Roverar
skvettu á hann polli og þegar einka-
þoturnar röskuðu ró
hans. „Þau eiga
þetta ekki skil-
ið,“ vældi
hún
andstyggilegum tóni. Þegar allt kom
til alls var það enginn nema öfundin
sem hafði rétt fyrir sér. En skaðinn er
skeður og við sitjum eftir með ómann-
eskjulegar skuldir. Svo vill til að þjóðin
hefur aðgang að fjölda einstaklinga
sem eru snillingar í að losna undan
hundraða milljóna króna skuldum.
Það er lán í óláni.
fimmtudagur 26. mars 200930 Umræða
Íslands-pÍramÍdinn
svarthöfði
spurningin
„Það er engin
kreppa í
leikhúsum
landsins og
aðsókn hefur
verið gríðarlega
góð í vetur,“
svarar Randver
Þorláksson,
formaður félags
íslenskra leikara.
Hagstofan birti í gær tölur um fjölda
leikhúsgesta leikárið 2007 til 2008
og fækkaði leikhúsgestum um 25
þúsund frá fyrra leikári, eða um sex
prósent. aðsókn hefur þó aukist á
síðustu árum og 23 þúsund fleiri
komu í leikhúsið í fyrra en árið 2001.
Er krEppa Í lEik-
húsum landsins?
sandkorn
n Háspenna ríkir nú meðal
sjálfstæðismanna sem skipt-
ast í tvær fylkingar á milli
formannsefnanna og um-
bótasinnanna Bjarna Bene-
diktssonar
og Krist-
jáns Þórs
Júlíusson-
ar. Óljóst er
hvað bein-
línis skilur
hópana
tvo að en
þó virðist
landið liggja þannig að stuðn-
ingsmenn Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar fylki sér að baki
Kristjáni á þeim forsendum
að hann sé á móti Evrópu-
sambandsaðild en Bjarni
ekki. Þá þykir einsýnt að verði
Bjarni formaður muni áhrif og
uppgangur Guðlaugs Þórs að
engu verða.
n Greinilegt er að kosninga-
baráttan með tilheyrandi lof-
orðum og
afsláttum
er hafin.
Ögmundur
Jónasson
heilbrigð-
isráðherra
er á útopnu
þessa dag-
ana að aft-
urkalla niðurskurð fyrrverandi
heilbrigðisráðherra. Hann
náði tvennu á þriðjudag þeg-
ar hann tilkynnti að fæðing-
arþjónusta yrði ekki aflögð á
Selfossi. Síðan vatt ráðherr-
ann sér til Keflavíkur og aft-
urkallaði niðurskurðinn við
fagnaðarlæti heilbrigðisstarfs-
manna.
n Þingmaðurinn Kjartan Ólafs-
son, sem hlaut slæma útreiði
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi, er þungt hugsi
þessa dagana. Stuðningsmenn
hans telja að fallið megi rekja
til þess að Eyþór Arnalds, bæj-
arfulltrúi og leiðtogi á Selfossi,
og hans menn hafi snúið baki
við Kjartani. Nú veltir Kjartan
fyrir sér að fara í bæjarstjórn-
armálin og velgja Eyþóri undir
uggum.
n Í kiljunni Þjóðsögur og gam-
anmál að vestan sem var að
koma út er sögukorn um feðg-
ana Gunnlaug Sigmundsson
og Sigmund Davíð Gunn-
laugsson
sem komu
akandi á
Ísafjörð.
Þeir komu
sér fyr-
ir í gist-
ingu þegar
Gunnlaug-
ur falað-
ist eftir aðstoð sonarins við
að þvo haugskítugan jepp-
ann. Sigmundur sagðist ekki
nenna því og kaus fremur
að horfa á sjónvarpsfréttir.
Gunnlaugur fór með það en
sneri aftur nokkru síðar með
þau ótíðindi að kviknað hefði
í jeppanum. „Það var verst
að þú skyldir ekki ná að þvo
hann áður,“ sagði sonurinn þá
djúpri röddu.
LyngHáLs 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég þurfti að fá
járnplötu og
fjórar skrúfur í
mjöðmina.“
n Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður
sem mjaðmagrindarbrotnaði eftir að hafa verið
hrint af hjólinu sínu á Laugaveginum. Hann þurfti
að eyða fertugsafmælinu á sjúkrahúsinu. - DV
„Ég er ung stelpa sem var
sett inn á þessa síðu og
það rústaði öllu í mínu
lífi.“
Ónafngreind stúlka um netsíðuna ringulreid.-
org þar sem netníðingar birta myndir og særandi
ummæli um börn sem og fullorðna. - DV
„Þeir eru voðalega hrifnir
af ljóshærðum konum.“
Ásdís Rán Gunanrsdóttir um Búlgara. Hún
hefur slegið rækilega í gegn þar í landi og skrifaði
nýlega undir einn stærsta módelsamning sem
gerður hefur verið í Búlgaríu. - DV
„Ég held að allt sem geti
gerst annars staðar geti
gerst hér.“
Hákon Sigursteinsson sálfræðingur um atvikið
sem átti sér stað á Blönduósi þegar ungur
drengur kom með byssu inn í búningsklefa
íþróttahússins. - DV
„Ég meira að
segja vakti
mömmu mína í
Moskvu og sagði
henni frá því.“
Tinatin Japaridze poppstjarna sem var
upprunalega ætlað lagið Is It True sem Jóhanna
Guðrún flytur fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Tinatin er einn af höfundum lagsins og fagnaði
mikið þegar Jóhanna komst áfram. - Fréttablaðið
Syndir forveranna
Leiðari
Kjósendur á Íslandi standa and-spænis erfiðum valkostum í vor. Þeir sem aðhyllast einstakl-ingshyggju eiga vart aðra kosti
en syndum hlaðinn Sjálfstæðisflokkinn.
Þótt sá flokkur hafi skipt út forystu sinni
að mestu er vandséð að hægt sé að fyrir-
gefa afglöpin í einni svipan. Flokkurinn
brást kjósendum sínum hrapallega með
því að fylgja ekki gömlum og góðum gild-
um um heilbrigða stjórnsýslu. Frænd-
hygli og einkavinavæðing hafa ráðið för
hjá eldri valdhöfum. Allt ríkiskerfið er sýkt
af bikkjum flokksins. Og þótt þingmenn
biðjist, hver um annan þveran, afsökunar
á syndum sínum og forvera sinna er nauð-
synlegt að hann sé utan ríkisstjórnar um
tíma. Nýir menn við stjórnvölinn verða
að ganga svipugöngin og byggja upp hug-
myndafræði sem stuðlar að réttlátu samfé-
lagi þar sem kapítalistar þrífast án þess þó
að ganga lausir. Margir efast um hæfi nú-
verandi stjórnarflokka til að stýra þjóðar-
búinu til farsældar. Það breytir ekki þeirri
staðreynd að meirihluti landsmanna trú-
ir á mátt Jóhönnu Sigurðardóttur, heiðar-
leika og vilja hennar til að siðvæða spilling-
arsamfélagið. Líklega er því óumflýjanlegt
að Samfylking og vinstri græn leiði þjóðina
út úr ógöngunum. Eigi sú þrautaganga að
skila árangri verða þessir flokkar að átta
sig á því að harkalegur niðurskurður í op-
inberum rekstri er nauðsynlegur. Það er í
eðli vinstristjórna að eyða og auka skatta-
álögur í þeim göfuga tilgangi að auka jöfn-
uð í samfélaginu. Þeir tímar sem nú eru
uppi kalla þó á hreint björgunarstarf. Ekk-
ert er aflögu til að auka ríkisútgjöld, þvert á
móti þarf að vinda ofan af óráðsíu undan-
farinna ára. Nú snýst allt um að lágmarka
það högg sem allir verða fyrir. Vinstristjórn
er líkleg til að geta haldið frið við almenn-
ing í landinu en hún má ekki hlaupast und-
an verkefninu í atkvæðaleit og vinsælda-
keppni. Teningunum er þó líklega kastað.
Spilling gamla Sjálfstæðisflokksins elur af
sér vinstristjórn.
rEynir TrausTason riTsTjóri skrifar. Spilling gamla Sjálfstæðisflokksins elur af sér vinstristjórn.
bókstafLega