Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 2
fimmtudagur 26. mars 20092 Fréttir Fjarar undan KaupFélaginu Blikur eru á lofti í rekstri Kaupfélags Skagfirðinga í kjölfar bankahrunsins og falls krónunnar. Samkvæmt árs- reikningum KS fyrir árið 2007 námu erlendar skuldir félagsins liðlega 6 milljörðum króna, þar af voru lán í jenum nærri 2,7 milljarðar króna. Miðað við gengisfall krónunnar stendur það lán eitt og sér í 5,8 millj- örðum íslenskra króna í dag. Önnur lán félagsins í erlendri mynt hafa einnig hækkað mismikið eftir gjald- miðlum og má áætla að rúmlega 6 milljarða skuld í ársreikningi standi nú í um 11 milljörðum króna. Samanlagðar langtímaskuldir gætu því verið um 15 til 16 milljarð- ar króna í stað 10 milljarða. Bankahrun veldur búsifjum í Skagafirði Í skýringum ársskýrslunnar kem- ur fram að afborganir KS af lang- tímaskuldum á þessu ári og næstu þremur árum nemi alls um 7 millj- örðum króna. Þessar afborgarn- ir hafa hækkað að sama skapi með gengisfalli krónunnar. Svo virðist sem skuldirnar séu einkum bundn- ar við dótturfélög KS, FISK Seafood hf., Fóðurblönduna hf. og Íslenskar sjávarafurðir, en ekki sjálft móður- félagðið. Síðan ársskýrslan kom út í apr- íl í fyrra hafa KS og dótturfélög þess tapað liðlega þriggja milljarða króna hlut sínum í Kaupþingi. Árið 2007 var hluturinn langverðmæt- asta eign KS og dótturfélaganna í öðrum hlutafélögum. Athygli vekur að KS átti sáralítinn hlut í Kaupþingi árið 2006 og hefur því fjárfesting KS í bankanum hafist skömmu áður en lánsfjárkreppunnar tók að gæta fyr- ir alvöru. Reyndar átti KS eignir í 16 hlut- deildarfélögum að verðmæti 6,3 milljarðar króna. Mestu verðmæt- in liggja í liðlega 49 prósenta hlut í Fjárfestingarfélaginu Felli ehf. en bókfært verð hlutarins var í árs- lok 2007 nærri 6 milljarðar króna. Fell ehf. hét áður AB 48 ehf. sam- kvæmt því sem Sigurjón M. Egils- son upplýsti á vef Mannlífs um síð- ustu áramót. Stjórnarmaður er einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri. Á árinu 2007 var bókfært verð félagsins einn milljarð- ur króna og eigið fé var tíu milljarð- ar. Helsta eign Fells ehf. er AB 50 ehf. sem aftur átti hlut í Straumi. Straum- ur hefur nú fengið greiðslustöðvun og hefur verið settur í hendur skila- nefndar. Þannig hefur gríðarlegur eignarhlutur KS og tengdra félaga í Kaupþingi og Straumi þurrkast út frá því ársskýrslan var birt fyrir tæpu ári. Flókin viðskipti kaupfélagsstjórans Svo er að sjá sem Fjárfestingarfélag- ið Fell ehf. sé einnig í eigu FS3 ehf. en það hefur sama heimilisfang og Kaupfélag Skagfirðinga við Ártorg 1 á Sauðárkróki. Eini eigandi FS3 er EST ehf. en það er í raun skamm- stöfun á Eignarhaldsfélagi Sam- vinnutrygginga. Um síðustu áramót var á vef Mannlífs eigið fé FS3 ehf. talið vera 5,4 milljarðar króna. At- hygli vekur að í stjórn FS3 ehf. sátu á þessum tíma Helgi S. Guðmunds- son, einn helsti forkólfur S-hópsins og fyrrum bankaráðsmaður í Lands- bankanum, Ólafur Friðriksson og Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoð- arkaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Bæði Helgi og Ólafur sátu saman í stjórn Samvinnusjóðsins. Um 30 milljarða króna eign fyrr- verandi tryggingarhafa í Samvinnu- tryggingum átti að renna inn í Fjár- festingafélagið Gift ehf., en þar var Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, stjórnarformaður þar til hann sagði skyndilega af sér í lok febrúar í fyrra. Ætlunin hafði verið að rétthaf- ar úr Samvinnutryggingum fengju greidda út eign sína með hlutabréf- um í Gift ehf. Það fór allt á annan veg. Í desem- ber fyrir rúmu ári varð Gift ehf. fimmti stærsti eigandi Kaupþings þegar félagið keypti hlutabréf í bank- anum fyrir 20 milljarða króna. Lið- lega tveimur mánuðum eftir kaupin sagði Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri KS af sér sem stjórnarformað- ur Giftar ehf. eins og áður segir. Níu mánuðum síðar þurrkuðust 20 milljarðar Giftar út þegar Kaupþing komst í þrot. Eignir um 50 þúsund tryggingar- hafa í gömlu Samvinnutryggingum voru að engu orðnar. Þess má geta að 10 félög sem öll byrja á AB... ehf. eru með heimilis- fang hjá Kaupfélagi Skagfirðinga að Ártorgi 1 á Sauðárkróki. Var efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu? Fyrir tæpu ári síðan og innan við tveimur mánuðum eftir afsögn sína í Gift ehf. sagði Þórólfur Gíslason í inngangsorðum ársskýrslu Kaup- félags Skagfirðinga að blikur væru á lofti í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Verðbólga væri vaxandi, gengi krónunnar hefði fallið, vextir væru í hæstu hæðum og ekki væri enn séð fyrir endann á óáran á erlend- um fjármálamörkuðum. Hann bætti við að fjárhagslegur styrkur KS, burðaráss í atvinnustarfsemi hér- aðsins, hefði vaxið á síðustu árum og félagið væri því í stakk búið til að mæta tímabundnum erfiðleikum. En hann bætti við: „Mikilvægt er að góð samstaða skapist í þjóðfélaginu, svo komið verði í veg fyrir að raun- veruleg hætta verði á að þjóðin glati efnahagslegu sjálfstæði.“ Orðalag Þórólfs í ársskýrslunni um mögulega hættu á að þjóðin glati efnahagslegu sjálfstæði verður að teljast athyglisvert í ljósi banka- hrunsins tæpu hálfu ári síðar. DV hefur ekki tekist að bera þessi orð og fleira undir Þórólf þar sem hann hefur legið veikur heima hjá sér undanfarna daga. Útibússtjóri Landsbankans í stjórn KS Í ársreikningi KS kemur meðal ann- ars fram í efnahagsreikningi að var- anlegar aflaheimildir eru metnar tæpir 4,4 milljarðar króna bæði árin 2006 og 2007. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir þar sem veiði- heimildir í þorski voru minnkaðar um 30 prósent á miðju ári 2007. Kvótaverð hefur hríðfallið að undanförnu og af þeim sökum má einnig gera ráð fyrir verulegri eigna- rýrnun í ársreikningum fyrir árið 2008 sem birtir verða í næsta mán- uði. Í árslok 2006 var í reikningum KS-samstæðunnar talin nærri 12 milljarða króna skammtímaskuld. Ári síðar námu skammtímaskuld- ir í sama lið aðeins um 1,1 millj- arði króna. Á sama tíma eru ýmsar Kaupfélag Skagfirðinga situr uppi með stórfellt eignatjón vegna mikilla fjárfest- inga í gjaldþrota bönkum og gríðarlegra skuldabyrða í kjölfar gengisfalls krónunn- ar. Bókfærð kvótaeign var óhreyfð milli ára þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð þorskveiða. Þegar í apríl í fyrra taldi Þór- ólfur Gíslason kaupfélagsstjóri hættu á því að þjóðin gæti glatað efnahagslegu sjálfstæði sínu. Straumur hefur nú fengið greiðslustöðvun og hefur verið settur í hendur skilanefndar. Þannig hefur gríðar- legur eignarhlutur KS og tengdra félaga í Kaupþingi og Straumi þurrkast út frá því árs- skýrslan var birt fyrir tæpu ári. Sauðárkrókur athygli vekur að Ásta Pálmadóttir, útibússtjóri Landsbankans á sauðárkróki, er ritari stjórnar kaupfélagsins og kann því að vera vanhæf til að fást við viðskipti milli Landsbankans og Ks. Stjórn KaupfélagS SKagfirðinga 11. apríl 2008 n Stefán Guðmundsson, formaður n Bjarni P. Maronsson, varaformaður n Ásta Pálmadóttir, ritari n Pétur Pétursson n Rögnvaldur Ólafsson n Örn Þórarinsson Hverjar voru reKStrarteKjurnar í fyrra? n rekstrartekjur kaupfélags 4,5 milljarðar n rekstrartekjur útgerðar og fiskvinnslu 4,8 milljarðar n rekstrartekjur fóður- og áburðarsölu 4,1 milljarður n rekstrartekjur annarra félaga 0,8 milljarðar JÓhann hauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is afborganir langtímaSKulda KS Kaupfélag, útgerð, fiskvinnsla, fóður- og áburðarsala. Ljóst er að gríðarLegar afborganir af LangtímaLÁnum bíða KauPféLags sKagfirðinga Á afar erfiðu tímabiLi í efnahags- Lífi þjóðarinnar. athuga ber að eKKi er teKið tiLLit tiL gengisfaLLs Krónunnar aLLt Árið í fyrra en ætLa mÁ að greiðsLu- byrði LangtímaLÁnanna hafi þyngst um þrjÁ miLLjarða í Krónum taLið. 2009 2010 2011 2012 1,02 milljarðar 0,95 milljarðar 3,5 milljarðar 1,5 milljarðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.