Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 26
fimmtudagur 26. mars 200926 Brúðkaup Byrjaðu snemma tíminn er dýrmætur og þegar þú hefur ákveðið dagsetninguna er best að byrja að leita að kjólnum, sérstaklega ef þú ætlar að kaupa hann á eBay. Það tekur tíma að finna rétta kjólinn og enn lengri tíma að fá hann sendan. Þegar maður verslar á eBay er maður að taka svolítinn séns og það getur komið fyrir að flíkin sem keypt er sé alveg ómöguleg. Því fyrr sem þú pantar hann, því meiri tíma hefur þú til þess að finna þér annan kjól ef sá sem keyptur var á eBay er ömurlegur. Ekki gleyma að þú keyptir hræódýran kjól á eBay og ert því ekki að tapa neinu. TakTu mál af þér Það er alveg nauðsynlegt að taka mál af sér í bak og fyrir því að við alla kjólana eru upplýsingar um mál þeirra. Einnig skal huga að því að flest öll málin eru í tommum. gott er að skoða einnig frá hvaða landi kjóllinn er því mælingarnar eru mismun- andi eftir löndum. gott er að mæla barminn, mittið, mjaðmirnar, lengdina frá öxl að geirvörtu, lengdina frá öxl að mitti og hæð upp í mitti. lærðu á eBay Úrvalið af brúðarkjólum á eBay er ótrúlegt og það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma, sérstaklega fyrir þær sem ekki hafa notast við vefsíðuna áður. Viðskiptavinir þurfa að læra vel á síðuna, sérstaklega ef verið er að velja „vintage“ kjól því oft þarf að bjóða í kjólinn. Þegar boðið er í flíkur á eBay er hætta á því að lenda í uppboðsstríði við aðra áhugasama kaupendur og er þá mikilvægt að bjóða vel (ef kjóllinn er sá eini rétti) en á sama tíma að passa að bjóða ekki fáránlega háa upphæð. Oft er boðið upp á að kaupa kjólinn strax fyrir aðeins hærra verð. Þá er það mat hvers og eins hvort kjóllinn sé þess virði. Einnig skal hafa það í huga að seljendurnir er jafn misjafnir og úrvalið á kjólunum. gott er að skoða seljandann vel. Því fleiri jákvæð komment frá öðrum kaupendum, því betra. VerTu nákVæm í leiTinni að kjólnum gott er að byrja á því að ákveða hvernig kjól þú vilt. Viltu vintage-kjól eða nýjan? Ef þú slærð inn „wedding gown“ í leitarboxið, færðu upp alls kyns valkosti vinstra megin á síðunni. Það er mikilvægt að vera nákvæmur í leitinni að hinum fullkomna kjól. sendu fyrirspurn Þegar þú ert búin að finna kjólinn sem þig langar í er um að gera að senda fyrirspurn á seljanda kjólsins. Nauðsynlegt er að fá eins miklar upplýsingar upp úr honum og hægt er til þess að vera viss um að kjóllinn passi og þess háttar. Ef kjóllinn er gamall er oft skemmtilegt að spyrja um sögu kjólsins. Þær sögur gætu verið skemmtilegar að segja vinkonunum í veislunni. Öryggi á eBay Eins og áður var sagt er alltaf betra að hafa varann á þegar verslað er á eBay. Þess vegna er best að kaupa kjól af seljanda sem notast við Paypal. aldrei undir neinum kringumstæðum borga borga flík á eBay nema það sé í gegnum Paypal. Ef seljandi biður um að láta leggja inn á reikning, fá númerið á kreditkortinu þínu eða þess háttar, er honum ekki treystandi. 1 2 3 4 6 5 Allar konur dreymir um að gifta sig í hinum fullkomna brúðarkjól. Væntanlegar brúðir þræða verslanir í leit að kjól á góðu verði en gleyma oft að stærsta brúðarkjólaverslun í heimi er á eBay. Þar er hægt að kaupa glæsilega kjóla á innan við 15 þúsund krónur með sendingarkostnaði. eBay-brúðurin finndu drauma- kjólinn Á eBay og sparaðu pening. eBay-brúðurin Á eftir að slá í gegn í hræódýra kjólnum. eBay Úrvalið af brúðarkjólum er stórglæsilegt. kreppukjóll Hægt er að kaupa drauma-kjólinn á lítið sem ekki neitt á eBay.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.