Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 37
fimmtudagur 26. mars 2009 37Fókus
Láttu þér líða vel og gerðu lífið betra !
Láttu þér líða vel og gerðu lífið betra ! Texti :
Veldu betri og ódýrari leið til að nærast. Máltíð-
in aðeins á 206kr. Góð leið til tekjuöflunar.Her-
balife te og vítamín er málið.Hafðu samband
Óli Maríus S 847 1110 Sólrún S 891 9883 www.
heilsufrettir.is/fireface www.betrileid.net
Nudd
Heilunarnámskeið - Dáleiðsla - Bowen
www.lifoglikami.is - Brynjólfur Einarsson
Bowen tæknir - S. 866 0007
Gisting
Nægur snjór og gott skíðafæri við bjóðum uppá
gistingu í Ólafsfirði www.brimnes.is http://
www.brimnes.is Við erum með tilboð á gist-
ingu í vetur skoðaðu heimasíðu okkar www.
brimnes.is http://www.brimnes.is. Bjóðum
gistingu í bjálkahúsum og hótelherbergi. Við
skipuleggjum óvissuferð og starfsmannapartý
viltu komast í vélsleðaferð,dorga eða spila golf
á ís hafðu samband við okkur í síma 4662400
eða hotel@brimnes.is mailto:hotel@brimnes.
is
Ertu á leið til Kaupmannahafnar?
Í hjarta Amger býðst ferðamönnum fyrsta
flokks heimagisting; herbergi með sérinngangi
og hús með 3 herbergjum, eldhúsi og baði. Öll
herbergin eru uppábúin. Handklæði og hár-
þurrka í hverju herbergi einnig er flatskjár og
eitt þeirra með dvd spilara. Nánari upplýsingar
að finna á www.volosvej.dk og sími + 45 26
18 29 58
SPÁNARHÚS TIL LEIGU
Á ALICANTE GOLF STRÖND
Hús til leigu, stutt á ströndina,skemmti-
garða,verslunarmiðstöðvar,golfvell ina,
dýragarðana,veitingahús og matvötuverslanir.
Húsin eru frábær,sólterresa,sólbekkir,ferða-
barnarúm og m.fl.Traust og góð íslensk þjón-
usta.S 695-1239. www.spanarhus.com
Gisting í boði
Bjóðum upp á gistingu á besta stað í bænum
2 og 3 herbergja íbúðir,fullbúnar húsgögnum
og uppábúnum rúmum.Internet tenginger til
staðar S694-4314 www.gista.is
Hvað Heitir lagið?
„Það er of hátt til að
komast yfir, of lágt
til að komast undir.
Þú ert fastur í miðj-
unni og sársaukinn er
Þrumandi.“
á fimmtudegi svar: Wanna be startin somethin með michael Jackson.Orlofsíbúðir í Stykkishólmi til útleigu í lengri
eða skemmri tíma. Um er að ræða 12 lúxus
íbúðir sem eru tilvaldar fyrir golfáhugamenn,
fjölskyldufólk og starfsmannafélög.Í hverri
íbúð er sjónvarp, DVD og hljómflutningstæki,
örbylgjuofn og uppþvottavél. Bærinn er í 2ja
bíltíma fjarlægð frá Reykjavík.Hafið samband í
fyrirspurn@orlofsibudir.is og í gsm 861 3123
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
4ra herbergja íbúð til leigu. svæði 109, Laus
mjög fljótlega upplýsingar í síma 557-5515
Íbúð til leigu
Til leigu er 3ja herbergja íbúð á Völlunum, í
Hafnarfirði. Verð 110 þús, hiti, rafmagn og
hússjóður innifalinn. Laus strax. Upplýsingar í
síma 692-0717, 893-7043
Sumarhús
auglýsingasíminn er
512
70
50
Arn Magnússon er kominn af burðugri
ætt Svía. Hann verður sem ungur maður
ástfanginn af lofaðri stúlku og setur það
mark sitt á alla framvindu. Á miðöld-
um þóttu slíkir hlutir flókið mál þar sem
hefðir, ættartengsl, kirkja og valdsmenn
náðu yfir flest mannlegt. Vegna ástar
sinanr eru Arn og Cecilia Algotsdóttir
bannfærð. Einnig hinn „syndugi“ ávöxt-
ur þessa „saurlifnaðar“ sem Cecilia ber
undir belti. Það þykir hæfileg refsing að
þau eyði ævinni í hvort í sínu klaustrinu.
En lærifaðir Arns í bardagalistum kem-
ur honum til bjargar og lætur þess í stað
senda hann í krossferð til Palestínu. Þar
bíða hans blóðugar orrustur sem krefj-
ast útsjónarsemi og guðsótta í hæfileg-
um hlutföllum.
Hér er rakin saga hins eiginlega föður
Svíþjóðar og það er mikið í húfi. Hand-
ritið er unnið úr sögu Jans Guillou sem
skrifaði jafnframt hina frábæru sögu
Ondskan og hinn danski leikstjóri Pet-
er Flinth hefur getið sér gott orð fyrir
sjónvarpsþætti á borð við Rejseholdet.
Leikaravalið er heldur ekkert slor, hér
er valinn maður í hverju rúmi þessarar
dýrustu myndar sem Svíar hafa gert.
Vitandi þetta hlýtur maður að verða
fyrir vonbrigðum strax í upphafi. Manni
líður strax eins og á sýningu Sundsvall-
áhugamannaleikflokksins þar sem pjakk-
arnir ryðja út úr sér klunnalegum ensk-
um setningum með sænskum hreim.
Hárgreiðslur, föt og útlit er of snyrtilegt og
virðist saga Svíþjóðar vera hér í höndum
þjónustufulltrúa Sparisjóðsins í Umeaa.
Yfirkeyrð og ýkt ævintýratónlist í anda
Disney er pirrandi og Cecilia er kjána-
leg og ósannferðug týpa. Hinir gríðarlega
stóru bardagar Saladins og krossfaranna
skortir aukaleikara í hundraðatali og setja
sjónvarpsmyndabrag á myndina. Púff.
En svo er eins og myndin sæki á, Arn
stendur upp úr sem athyglisverð týpa og
Saladin er flottur þar sem hann minnir
helst á Jesú Krist. Abbadísin er óhuggu-
leg, hinir norrænu kastalar eru flottir
og handritið er gott. Eftir því sem meiri
drungi kemur í framvinduna því flottari
verður tónlistin einnig. Þótt bardaginn
um Jerúsalem sé ekki nógu vel útfærð-
ur þá er lýsing upphafsins og dramatík-
in sem fylgir í góðu lagi. Andlitsskurð-
ir Arns eftir rimmu við heiðingjana eru
vel gerðir, lokabardagi myndarinnar er
prýðilega sviðsettur, orrustan er skýr, vel
gerð, spennandi og allir vilja sjá Dan-
ina tapa. Við sjáum svo konurnar telja
þá menn sem snúa heim á lífi og í sen-
um af því tagi liggur styrkleiki myndar-
innar. Tilfinningaþrungnum senum eins
og þegar Cecilia heyrir fréttir af barninu
sem var tekið af henni. Dómsuppkvaðn-
ing Arns og Ceciliu er dramatískt vel leik-
in og þingið þar sem óvinaættirnar gera
út um sín mál er með flottari senum.
Svo myndin sækir á og nær fínni lend-
ingu. En það er engin lending á kalíber
þjóðarinnar sem ól af sér Ingmar Berg-
man og Lukas Moodyson.
Erpur Eyvindarson
Með VolVo-
flotann að Veði
arn - tempel-
riddaren
leikstjóri: Peter flinth.
aðalhlutverk: Joakim Nätterqvist, sofia
Helin, Nicholas Boulton.
kvikmyndir