Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 16
fimmtudagur 26. mars 200916 Brúðkaup
Þegar kemur að því að skipuleggja gott gæsapartí skiptir mestu máli að vel sé staðið að allri skipulagn-
ingu. Best er að einhver nákominn brúðinni bjóði sig fram til verksins. Mikilvægt er að allir séu sáttir við
hlutskipti sitt í undirbúningnum, hvað skuli gert og hver kostnaðurinn við það sé. Þessi dagur má síst af
öllu valda erjum á milli vinkvenna brúðarinnar. Ef um stóran hóp er að ræða má ekki gleyma að biðja um
hópafslátt af allri vöru og þjónustu. Á sjálfan gæsadaginn má ekki gleyma að hugsa fyrir góðum mat og
drykkjum svo að gæsin verði ekki svöng og of drukkin og hafið í huga að halda partíið ekki of nálægt stóra
deginum. Á heimasíðunni brudurin.is má finna 10 stórskemmtilegar hugmyndir að góðum gæsapartíum.
Gæsaðu með stæl
Náttfatapartí
Ekta náttfatapartí er frábær hugmynd.
Þá er um að gera að leigja sumarbústað
og taka náttfötin með ein fata. Þið getið
lakkað tásurnar og hlustað á tónlist frá
unglingsárunum og skálað í freyðivíni.
SlökuN og Spa
Í öllu brúðkaupsstressinu er upplagt að
bjóða gæsinni til dæmis í slökunarnudd
og andlitsbað á góðu heilsuhúsi. Á
meðan geta hinar stelpurnar farið í
jóga eða leikfimitíma eða bara beðið í
pottinum eftir að dekri gæsarinnar ljúki.
Einnig væri hægt að fá nuddara eða
jógakennara heim til einhverrar svo allir
geti tekið þátt.
flæðaNdi adreNalíN
fyrir þær sem kjósa almennilegt fjör væri
hægt að slá saman fyrir gæsina í listflug
eða teygjustökk. Einnig væri hægt að
fara í „river rafting“ fyrir þær sem vilja
enn meiri spennu.
fyrir liStameNN
og meNNiNgarvita
finnið einhverja frábæra listasýningu til
að fara á. Endið kvöldið á góðum dinner
og tónleikum. Þið getið gefið henni
lítinn pakka með bók um uppáhaldslista-
manninn hennar. Einnig getið þið skráð
ykkur saman á námskeið og fræðst um
eitthvað spennandi.
Slegið SamaN í eitt
Það verður æ algengara að pör óski eftir
því að gæsa- og steggjapartíum sé sleg-
ið saman. Það er heldur ekki svo vitlaus
hugmynd og þá er sniðugt að ein stelpa
og einn strákur plani daginn saman.
gæSiN býður
Það getur vel verið við hæfi að gæsin vilji
bara sjálf bjóða sínum bestu vinkonum
heim í mat. svo gætuð þið farið á ball og
tjúttað fram á rauða nótt.
lært að elda
gaman væri að fara saman á matreiðslu-
námskeið og læra að elda að hætti
indverja, marokkóa, afríkubúa eða
Japana. Þetta er sniðugt fyrir þær sem
hafa mikinn áhuga á eldamennsku.
Hár og förðuN
Þið getið fengið hárgreiðslumeistara og
förðunarfræðing til að koma heim og
halda smá námskeið. Konur með sítt hár
geta lært að setja hárið upp og þær með
stutt hár geta fengið smá tilbreytingu í
hárgreiðsluna. Einnig geta allar lært að
farða sig fyrir fyrirliggjandi brúðkaup.
SöNgelSkar gæSir
Ef gæsin hefur mikinn áhuga á söng væri
frábært að gefa henni stúdíótíma. Þið
getið farið saman eða þið gætuð boðið
henni að fara seinna þegar hún væri
búin að undirbúa sig eitthvað.
aNNað
Eitt sem gæti verið mjög sniðugt er að
fá einhvern til að koma heim og vera
með spennandi fyrirlestur. til dæmis
einkaþjálfara eða einhvern sem getur
frætt ykkur um hvernig þið getið fengið
sem mest út úr lífinu. fyrir forvitnar sálir
sem hafa áhuga á andlegum málefnum
er tilvalið að fá spákonu í heimsókn.
HúN
n Hálsmen með mynd af þér í
n allir skartgripir koma til greina
n Úr
n myndavél
n silkislæða
n gsm-sími
n Bækur um áhugaefni til dæmis hesta eða jóga
n Nærföt
n dekurdag í einni af heilsulindum landsins
n Ást þína skrifaða í orðum (ljóð)
n mynd af þér í ramma
n Veski
n fatnaður
n fallegur penni, áletraður
n dagbók merkt henni
n Listmunir
n geisladiskur með uppáhalds lögunum ykkar
n Hulstur undir bankakort/nafnspjöld áletrað
n Kveikjari áletraður
n dúnsæng
HaNN
n Karlmannsskartgripir til dæmis armband eða hálsmen
n Úr
n tölvuleikir
n Veski
n Vindlahulstur
n Kveikjari áletraður
n rafrænn skipuleggjari
n Áletraður penni
n allt sem tengist áhugamáli til dæmis bók um bíla eða golf
n Útivistarfatnaður
n gsm
n Vindlarakakassi
n fatnaður/undirfatnaður
n snyrtivörur til dæmis rakspíri, rakakrem og/eða sturtusápa
allt í sama ilminum
n myndarammi með mynd af ykkur
n dúnsæng
n Veiðigræjur
n Óvænt gisting fyrir ykkur tvö á einu af hótelum,gistiheimilum eða
bústöðum landsins
M
orgungjöfin
Venjan er sú að hin nýgiftu hjón byrji
fyrsta dag hjónabandsins á að skiptast
á fallegum gjöfum. Hefð hefur myndast
fyrir skartgripagjöfum þó svo að það
sé vissulega að breytast. Á heimasíð-
unni brudkaup.is má finna nokkrar
sniðugar hugmyndir að morgungjöf
fyrir bæði hann og hana.