Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Blaðsíða 4
fimmtudagur 26. mars 20094 Fréttir Hvorki Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, né Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar, vilja upplýsa hvað felst í 95 ára einkaréttarsamningi á vatnsréttindum við Iceland Glacier Products. Samningurinn er sagður trúnaðarmál vegna þess að í honum komi fram ýmsar tölur er varða greiðslur. Ekki er vitað hvaða greiðslur er átt við en eigandi fyrirtækisins, Otto Spork, er borinn þungum sökum í heimalandi sínu vegna stórfellds fjármálamisferlis. leynisamningur um vatnsréttindi sporks Snæfellsbær gerði stóran langtíma- samning við Iceland Glacier Prod- ucts vegna fyrirhugaðrar vatnsverk- smiðju á Rifi. Samningurinn felur í sér að næstu 95 árin eigi fyrirtækið Iceland Glacier Products einkarétt á vatni sem kemur úr lindum undir Snæfellsjökli. Iceland Glacier Prod- ucts er miðpunkturinn í stórfelldu fjármálamisferli sem yfirvöld í Kan- ada hafa til rannsóknar en það teyg- ir anga sína frá Kanada til Íslands og þaðan til Cayman-eyja. Engar frekari upplýsingar fást um samninginn en forsvarsmenn Snæ- fellsbæjar segja hann trúnaðarmál og neita að svara spurningum er snerta þennan stóra og langa samning við fyrirtækið. Trúnaður um greiðslur „Hann er trúnaðarmál,“ segir Krist- inn Jónasson, spurður út í samning- inn við Iceland Glacier Products. Aðspurður hvort það væri ekki óeðlilegt að slíkur samningur sem afsali vatnsréttindum til 95 ára væri trúnaðarmál sagðist hann ekki ætla að leggja dóm á hvað væri eðlilegt og hvað ekki. „Í þessum samningum eru tölur er varða greiðslur sem talið er eðlilegt að ríki trúnaður um.“ Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjar- stjórnar og efsti maður á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvest- urkjördæmi, var einn af þeim sem samþykktu samninginn en sagðist þó ekki muna hvað í honum stæði. Hann benti á bæjarstjórann sem var, eins og áður sagði, þögull sem gröfin. Gruggugt vatnsfyrirtæki DV greindi frá því á þriðjudaginn að Iceland Glacier Products væri flækt í kanadíska svikamyllu. Eigandi fyr- irtækisins er Otto Spork en hann er einnig stjórnandi og stofnandi vog- unarsjóðs sem lagði gríðarlega fjár- muni í tvö vatnsfyrirtæki sem eru skráð í Lúxemborg. Vatnsfyrirtækin tvö eiga síðan hvort um sig eitt fyr- irtækið hér á landi, annað sér um vatnsverksmiðjuna á Rifi en hitt sér um vatnsverksmiðju í Vestmanna- eyjum. Otto Spork er sagður hafa setið báðum megin við borðið auk þess sem hann skammtaði fyrirtæki sínu himinháa bónusa þrátt fyrir að hvor- ugt vatnsfyrirtækið hefði skilað hagn- aði, hvað þá tappað á eina einustu vatnsflösku. Þá virðist vatnsverk- smiðjan á Rifi í uppnámi en Stálfélag- ið, sem flutti inn húsið sem á að hýsa verksmiðjuna, hefur ekki enn fengið greitt og liggur því húsið ótollafgreitt á kajanum á Rifi. Um það bil tvö hundruð og fjöru- tíu kanadískir fjárfestar höfðu lagt mikla fjármuni í verkefnið og nú vilja þeir peningana til baka. Endalaus einkahlutafélög Otto Spork og starfsmaður hans, Sverrir Pálmarsson sem jafnframt er talsmaður fyrirtækisins hér á landi, hafa stofnað í það minnsta sex einka- hlutafélög hér á landi; Iceland Glac- ier Products ehf., Iceland Global Water ehf., Sextant Capital Manage- ment INC., Iceland Global Shipping ehf., Iceland Bulk Water ehf. og Sex- tant Capital Management á Íslandi ehf. Félögin eru ýmist skráð á Sverri eða Otto Spork. Tapar en græðir samt Það sem vekur athygli er að í skýrslu verðbréfaeftirlits Kanada segir að hlutabréf í Iceland Glacier Products S.a.r.l., aðaleiganda vatnsverksmiðj- unnar á Rifi, hafi hækkað um 984% frá því vogunarsjóður Ottos Spork fjár- festi í fyrirtækinu. Samt sem áður er tap félagsins á árinu 2007 rúmar þrjá- tíu milljónir króna. En þar sem hluta- bréfin hækkuðu í verði átti fyrirtækið, sem heldur utan um vogunarsjóðinn, rétt á ríflegum bónusum sem nú eru meðal þess sem kanadísk stjórnvöld rannsaka. Eftir því sem DV kemst næst eru fjárfestarnir tvö hundruð og fjörutíu ævareiðir vegna málsins en meðal þess sem þeir skoða nú er hvort hægt sé að sækja peningana til Íslands. Ekki náð- ist í Otto Spork við vinnslu fréttarinnar en DV hefur árangurslaust reynt að ná tali af honum síðan á þriðjudag. ATli MÁr GylfASOn blaðamaður skrifar: atli@dv.is Allt í góðu Þessi mynd var tekin í mars þegar forseti Íslands hitti forsvarsmenn fyrirhugaðrar verksmiðju á rifi. frá vinstri: Ásbjörn Óttarsson, Kristinn Jónasson, Otto spork, Ólafur ragnar grímsson og eiginkona Ottos. sverrir Pálmarsson, talsmaður fyrirtækisins, er lengst til hægri. „Í þessum samning- um eru tölur er varða greiðslur sem talið er eðlilegt að ríki trúnað- ur um.“ Forystumenn Sjálfstæðisflokksins óttast ekki að vera í stjórnarandstöðu: „Ég er að hugsa um flokkinn“ Geir H. Haarde, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki óttast að flokksins bíði löng stjórnarand- stöðuseta þar sem aðrir stjórnmála- flokkar vilji ekki starfa með flokknum í ríkisstjórn. Geir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svöruðu spurningum fréttamanna í Alþingishúsinu í gær. „Ég held að það þurfi alls ekki að vera þannig. Stjórnarflokkarnir standa vel að vígi í skoðanakönnunum en Framsóknarflokkurinn hefur ekki grætt á því að leggja þessari ríkis- stjórn lið,“ segir Geir. Þorgerður Katr- ín tekur í sama streng. „Fyrst það fór eins og fór með gömlu ríkisstjórnina, þá var það ekki það versta fyrir okk- ur sjálfstæðismenn að fara í stjórn- arandstöðu. Ég held að við höfum einfaldlega haft gott af því. Ég vona að það verði þó í skamman tíma og ég held að menn sjái það núna þeg- ar við horfum á þessa ríkisstjórn að ákvarðanir vantar í stóru málunum,“ segir hún. Aðspurður segir Geir Haarde að honum sé ekki létt að hætta í stjórn- málum. „Þetta ber öðruvísi að en ég hafði hugsað mér. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að ríkisstjórnin myndi starfa út kjörtímabilið 2011. Þá hefði landsfundur flokksins ekki verið fyrr en í haust og þá hefði ég haft svig- rúm til þess að taka þessi veikindi sem komu óvænt upp öðrum tökum og ekki verið knúinn til þess að taka ákvörðunina svona skyndilega,“ seg- ir hann. Geir segist þó telja að hann hafi gert allt rétt. „Ég er að hugsa um flokkinn minn. Það er fullt af góðu fólki í flokknum sem getur tekið við og ég er ekki það eigingjarn að halda að ég sé ómissandi. Þetta er auðvitað heilmikil breyting, það verður mjög skrítið að hafa ekki pósthólf hérna niðri á Alþingi.“ valgeir@dv.is Geir H. Haarde „Þetta er auðvitað heilmikil breyting, það verður mjög skrítið að hafa ekki pósthólf hérna niðri á alþingi.“ Íbúð brann á akureyri Eldur kom upp í íbúð í fjölbýl- ishúsi við Keilusíðu á Akureyri aðfaranótt miðvikudags. Eld- urinn kom upp um þrjúleytið en íbúar hússins vöknuðu við reykskynjara. Íbúðin var mann- laus og sakaði engan. Íbúðin er mikið skemmd og talið er að allt innbú hennar sé ónýtt. Eldur- inn náði ekki að breiða úr sér frá íbúðinni en nokkurn reyk lagði þó um stigagang hússins. Greið- lega gekk að slökkva eldinn en lögregla vinnur nú að rannsókn á upptökum hans. atvinnulausir útlendingar Tæplega tvö þúsund erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu í lok febrúar, sem jafngildir því að tæplega þrettán prósent allra sem voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta mánaðar hafi verið erlendir ríkisborgarar. Um það bil 65 prósent þeirra útlendinga sem voru skráðir atvinnulausir í lok febrúar voru Pólverjar. Þetta kemur fram á vef Greining- ar Íslandsbanka. Alls störfuðu 778 þeirra útlendinga sem hafa misst vinnuna í byggingariðn- aði, eða um 40 prósent þeirra sem misst hafa vinnuna. Í lok september voru aðeins 122 út- lendingar skráðir án atvinnu og hefur þeim því fjölgað um 1.830 síðan þá. nauðgun kærð Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú kæru vegna mein- trar nauðgunar sem sögð er að átt hafi sér stað aðfaranótt 22. mars. Málsatvik liggja ekki ljós fyrir en skýrsla hefur verið tek- in af meintum þolanda, sem er kona um fertugt, og meintum geranda, sem er karlmaður um þrítugt. Lögreglan í Vestmanna- eyjum nýtur aðstoðar rannsókn- ardeildar lögreglunnar á Selfossi við rannsókn málsins. 650 kannabis- plöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnar- firði í fyrradag. Við húsleit fund- ust um 600 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsókn málsins. Þá stöðvaði lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu kannabisræktun í húsi í miðborginni síðdegis á sunnudag. Við húsleit á áður- nefndum stað fundust tæplega 50 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.