Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 30. apríl 20096 Fréttir Sandkorn n Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur hefur síðastliðna mánuði verið að skrifa bók um íslenska efnahagshrunið sem mun nú vera nokkurn veginn tilbúin til útgáfu hjá forlaginu JPV. Forlagið mun þó ekki ætla sér að gefa bókina út á næst- unni eins og ætlunin var þar sem önnur bók um hrunið, Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson, kom út í síðustu viku og selst nú glimrandi vel. Talið er að þeir JPV-menn vilji með þessu koma í veg fyrir að önnur bókin um hrunadansinn mikla skyggi á hina og gæti því hugs- anlega skilað minni peningum í kassann en ella. Því mun for- lagið ætla að sitja á bók Guðna þar til í haust. n Nokkrir aðrir landsþekktir menn munu einnig hafa setið við upp á síðkastið og skrifað niður hugleiðingar sínar um efnahagshrunið. Þar má meðal annars nefna Ármann Þorvalds- son, sagn- fræðing og fyrrverandi forstjóra dótturbanka Kaupþings, Singer og Friedlander. Ármann mun sennilega verða fyrstur banka- manna til að greina hrunið á bók. Bókar Ármanns er víða beðið með nokkurri eftirvænt- ingu því um er ræða innanbúð- armann úr bankakerfinu. Eins mun annar bankamaður, Hall- dór J. Kristjánsson, hafa skrifað ýmislegt niður um aðdraganda hrunsins. En skrif Halldórs munu þó ekki vera ætluð til útgáfu líkt og Ármanns. Að lok- um er vitað til þess að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit- stjóra Moggans, sé með bók í smíðum sem fjallar að nokkru leyti um hrunið. Því er ljóst að landann mun líklega ekki skorta slík skrif á næstunni. n Menn í íslenska viðskiptalíf- inu hafa velt því fyrir sér hvar auðmaðurinn og fyrrverandi eigandi Landsbankans, Magnús Þorsteinsson, hafi haldið sig upp á síðkastið því hann hef- ur lítið sést hér á landi. Magn- ús mun hins vegar hafa dvalið langdvölum í Rússlandi þar sem hann hefur meðal annars verið með Roman Abramovich, einum ríkasta manni Rússlands og eiganda knattspyrnuliðs- ins Chelsea, á skotveiðum til fjalla. Magnús og Abramovich eru miklir vinir og mun Rúss- inn meðal annars hafa ætlað að kaupa sér hús á Akureyri, heimabæ Magnúsar, fyrir nokkr- um árum. n Egill Helgason er einn fjöl- margra sem hafa látið að því liggja að vinstri græn og Sam- fylking- in vilji fá Framsókn- arflokk- inn með í ríkisstjórn. Þeir sem gerst þekkja til innan Framsókn- arflokksins staðfesta að óbreyttir áhrifamenn innan Samfylking- arinnar hafi með óbeinum hætti farið þess á leit við flokkinn. Framsóknarmenn segja þó ekki mikinn áhuga fyrir því, sérstak- lega í ljósi atburðarásarinnar árið 2007. Þá hlupu sjálfstæðis- menn skyndilega til Samfylking- arinnar eftir stuttar viðræður við Framsókn. „Lögreglan hringdi í mig. Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr,“ segir Ásgerður Helgadóttir um hvernig hún komst að því að barnabarn hennar tengdist ráni og árás á hana og eiginmann hennar, Jón Hannesson, í Mávanesi um síð- ustu helgi. „Þetta var rosalegt áfall. Ekki síður áfall en hitt sem maður var aðeins að byrja að rísa upp úr eftir að þeir voru settir inn,“ segir hún. Tveir menn á þrítugsaldri eru vistaðir á Litla-Hrauni í gæsluvarð- haldi vegna árásarinnar. Einnig voru handteknar þrjár stúlkur sem tengj- ast málinu. Ein þeirra er barnabarn hjónanna í Mávanesi, stúlka á saut- jánda ári. Henni var sleppt eftir yfir- heyrslu hjá lögreglunni og er nú í um- sjá barnaverndaryfirvalda. Kom í heimsókn sem barn Stúlkan er sonardóttir Jóns og er Ás- gerður því stjúpamma hennar. „Við höfum ekki séð hana í mörg ár. Hún kom hingað stundum sem barn. Ann- ars átti hún heima í Noregi þannig að við höfum lítið kynnst henni svona persónulega. En við höfum auðvitað vitað af henni,“ segir Ásgerður en son- ur Jóns hefur verið búsettur í Noregi í tæp tuttugu ár. Ásgerður hefur engan grun um hvers vegna barnabarn hennar benti á þeirra heimili sem mögulegan ráns- stað. „Ég hef bara ekki hugmynd um hvað hún hefur sagt eða gert. Ég hef ekki heyrt frá henni í mörg ár. Það eru kannski þrjú eða fjögur ár síðan við sáum hana síðast,“ segir hún. Grafalvarlegt Hilmar Ingimundarson, lögmaður yngri mannsins sem er í gæsluvarð- haldi vegna málsins, sagði í samtali við DV í gær að fjölmiðlar og lögregla gerðu meira úr málinu en efni stæðu til. „Það er verið að mynda ákveðið almenningsálit gegn þessu blessaða fólki. Þetta er ungt fólk, sem á framtíð- ina fyrir sér, sem verður á. Mér finnst nánast eins og það sé verið að taka þetta fólk af lífi,“ sagði hann um sak- borningana í málinu. Annar árásarmannanna lamdi Ás- gerði fast í höfuðið og reyndi að rota hana. Hún stendur eftir með mar- bletti og er blóðhlaupin í andlitinu eftir barsmíðarnar. Ásgerður telur málið alls ekki hafa verið ýkt upp. „Ég veit ekki hvern- ig þetta ætti að vera verra nema þeir hefðu drepið okkur. Þeir hefðu getað gengið alveg frá okkur. Það munaði ábyggilega minnstu,“ segir hún. Fá góðan stuðning Þau hjónin hafa verið óörugg eftir árásina jafnvel þótt lögreglan hafi ver- ið með mikla vakt við götuna. Annað barnabarn þeirra hefur því gist hjá þeim þannig að þau væru ekki ein í húsinu. „Það hefur verið alveg haldið utan um okkur,“ segir Ásgerður þakk- lát. Hún hrósar einnig lögreglunni fyr- ir aðkomu hennar að málinu. Ásgerður og Jón eru enn að jafna sig á áfallinu. „Við erum bara að reyna að lifa í gegnum þetta. Að öðru leyti getum við ekkert gert,“ segir hún. Þau þurfa síðar að bera vitni fyrir héraðs- dómi um árásina. Ásgerður er á áttræðisaldri og Jón tæplega níræður. Mennirnir tveir börðu dyra hjá þeim hjónum í Máva- nesinu seint á laugardagskvöldið síð- asta. Þeir voru hettuklæddir og með klút fyrir andlitinu. Jón fór til dyra þar sem honum var mætt með hótunum og ógnað með hnífi. Ásgerði Helgadóttur brá mjög þegar lögreglan tilkynnti henni að barnabarn þeirra hjóna tengdist árásinni á þau í Mávanesi um liðna helgi. Barnabarnið, stúlka á sautjánda ári, hefur lengi búið í Noregi og ekki haft mikið samband við afa sinn og stjúpömmu. Nokkur ár eru síðan þau hittu hana síðast. Stúlkan er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda. „ÞETTA VAR ROSA- LEGT ÁFALL“ „Við erum bara að reyna að lifa í gegnum þetta“ neytendur sviðsljós dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 28. apríl 2009 dagblaðið vísir 67. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 þetta var ekkert nætur- blogg stjörnuveisla samkynhneigðra með ofurlaun í greiðslustöðvun logið upp á ásdísi rán búlgarskir miðlar segja hana flutta úr landi fólk fréttir lúxusbíll bankamanns til sölu 21 mil ljón fréttir neytendur græða á esb hjónin í ArnArnesárásinni óttuðust um líf sitt: ÉG HÉLT HANN MYNDI DREPA MIG konan barin í höfuðið svo sér á henniallt að sextán ára fangelsi fyrir árásina innbrotsþjófar ógnuðu með hnífum „ef þið hreyfið ykkur þá skjótum við“ M yn d in er sv ið sett svínaflensan breiðist út um heimsbyggðina erlent fréttir Þriðjudagur 28. apríl 2009 3 Fréttir „Þetta var mjög óhuggulegt. En við erum að jafna okkur. Við höfum haft mikið af fólki í kringum okkur og allir eru boðnir og búnir að styðja okkur,“ segir kona á áttræðisaldri sem varð fyrir hrottalegri árás á heimili sínu í Mávanesi á Arnarnesinu aðfaranótt sunnudags. Konan og eiginmað- ur hennar, sem er tæplega níræður, voru heima að horfa á sjónvarpið í rólegheitunum þegar tveir menn ruddust inn til þeirra, ógnuðu þeim með hnífum og rændu. „Þetta var alveg skelfilegt“ Konan segist ekki vera mikið meidd eftir árásina. „Nei, ég segi það kannski ekki. En þetta var mik- ið áfall. Sérstaklega þar sem ég var lamin mikið í höfuðið. Ég er með marbletti og andlitið er mjög blóð- hlaupið eftir þetta,“ segir konan. Hún treystir sér ekki til að koma í viðtal undir nafni þar sem hún er enn að jafna sig eftir áfallið. „Við vorum að horfa á sjónvarp- ið. Ég heyrði bank og maðurinn minn fór til dyra og hélt að það væri að koma gestur. Þá bara kom maður að honum, otaði að honum hnífi og sagðist vilja peninga,“ segir konan. Mennirnir tveir réðust inn á heimili þeirra hjóna klukkan rúm- lega ellefu á laugardagskvöldið. „Þeir voru hérna ansi lengi í minn- ingunni. Mér finnst þeir hafa verið hér í tuttugu, þrjátíu mínútur. Þetta var alveg skelfilegt,“ segir konan. Bannað að horfa Árásarmennirnir héldu hjónunum í gíslingu í tæpan hálftíma á með- an þeir létu greipar sópa um hús- ið og hótuðu þeim með orðum. „Já, já. Drepa, stinga, myrða, skjóta. Við máttum ekki gera neitt. Við mátt- um síðan ekki hreyfa okkur fyrr en í fyrsta lagi korteri eftir að þeir fóru. Þeir sögðu: „Ef þið hreyfið ykkur þá skjótum við.“ En ég sá aldrei nein- ar byssur. Þeir voru með hnífa. Ég sá samt lítið til því við máttum ekki horfa neitt á þá,“ segir konan. Maðurinn hennar slapp við lík- amleg meiðsli í árásinni. „Nei, hann er óslasaður. Þeir tóku ekkert á hon- um öðruvísi en að ota að honum hnífum. Þetta var mikil ógn. En hann ætlaði að rota mig. Hann barði mig í höfuðið. Ég hélt að hann myndi hreinlega drepa mig ef því væri að skipta. En hann var truflaður eitt- hvað. Hann þurfti að sinna hinum manninum,“ segir konan fegin. Gátu ekki sofið Mennirnir höfðu á brott með sér tölvur og farsíma, auk þess sem þeir skáru á símalínur áður en þeir yfir- gáfu húsið. Hjónin fundu þó gamlan síma sem þau gátu sett í samband og hringt á lögreglu. Starfsmenn Secu- ritas komu þá um nóttina og yfir- fóru öryggiskerfi hússins. „Við sett- um það síðan á áður en við fórum að sofa. Það var ekki fyrr en um hálf fimm um morguninn sem við náð- um að leggja okkur,“ segir konan. Þau sváfu þó lítið þá nóttina. „Það var auðvitað rannsókn í gangi hérna fram undir morgun. En við sváfum í nótt,“ sagði hún í samtali við DV í gær. Þá var hún að ganga frá eftir innbrotið en ekki mátti laga til fyrr en búið væri að rannsaka vettvang- inn í þaula. „Þeir fóru í alla skápa og rifu allt upp. Það er leiðinlegt að vita af því að einhverjir séu að hringla í heimilinu manns,“ segir hún. Nágrannarnir taka málið einnig nærri sér og eru farnir að huga enn betur að öryggismálum við sínar eignir. Lögreglan er búin að vera með vakt við húsið og er konan afar þakk- lát lögreglunni fyrir hvernig hún hef- ur tekið á málinu. „Þeir eru búnir að vera rosalega duglegir,“ segir hún um lögreglumennina sem hafa unnið að rannsókninni. Allt að sextán ára fangelsi Tveir menn og ein kona sem hand- tekin voru í gær hafa játað aðild að málinu. Mennirnir eru á þrí- tugsaldri og hafa báðir komið við sögu lögreglu vegna ofbeld- is- og fíkniefnamála. Konan sem var handtekin er um tví- tugt og hefur lítillega komist í kast við lögin. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim í dag. Þau mega búast við ákærum vegna líkamsárásar, ráns og húsbrots og geta átt von á allt að sextán ára fangelsi. Hluti þýfisins er þegar kominn í leitirnar. Lögreglan lítur málið afar alvar- legum augum og segir að minnst tuttugu ár séu síðan viðlíka árás hafi átt sér stað hér á landi. ErlA Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég bjóst við því að hann myndi hreinlega drepa mig.“ Helguví urlei til B ussel þungu áherslu sem hún hefði lagt á aðildarumsókn síðustu dagana fyrir kosningar. Best væri að mynda þjóð- stjórn undir forystu Steingríms J. Sig- fússonar þar sem ESB-málin væru aukaatriði. Steingrímur sagði sjálfur eftir þingflokksfund í gær að tvennt væri utan rammans; hvorki væri kostur að gera ekki neitt né að leggja strax inn umsókn. Árni Þór Sigurðsson, þingmað- ur VG, segir að mikilvægt sé að rík- isstjórnin komi sér saman um stefnu í málinu. Björgvin G. Sigurðsson og fleiri í forystu Samfylkingarinnar telja að til greina komi að Alþingi taki sjálft afstöðu til aðildarumsóknar. Leggja megi fram þingsályktunartillögu um slíkt þar sem sótt verði um aðild og samningur borinn undir atkvæði þjóðarinnar. Skúli Helgason, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði á vefinn í gær að Evrópumálin yrðu ekki leidd til lykta í stórfelldum átökum fylgis- manna og andstæðinga aðildar. „Það er farsælast fyrir málið að stuðnings- menn í öllum flokkum komi að lausn þess á þinginu og ef ákveðið verður að leggja inn umsókn þá verði jafnt stuðningsmönnum og andstæðing- um aðildar gefinn kostur á því að móta samningsmarkmið Íslands.“ Klofningur um EsB líkt og Helguvík „Það er vitanlega ekki boðlegt að ný ríkisstjórn ætlist til þess að þingið dragi hana að landi í ESB-málinu. Þetta er rétt eins og Samfylkingin og VG gerðu í Helguvíkurmálinu sem VG var andvígt og greiddi atkvæði gegn,“ segir Illugi Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. „Ég sé fyrir mér þegar stjórnar- flokkarnir fara Helguvíkurleiðina til Brussel og segja við ráðamenn Evrópusambandsins að Ísland ætli að sækja um aðild. Að vísu sé ríkis- stjórnin klofin í málinu en meirihluti sé fyrir því á Alþingi. Það er ekki boð- legt að ætlast til þess að þingið dragi ríkisstjórnina að landi í þessu máli.“ Illugi veltir því einnig fyrir sér hvort ríkisstjórn Samfylkingar og VG geti lifað af hafni þjóðin í fyrri þjóð- aratkvæðagreiðslu að sótt verði um aðild að ESB. „Gæti Samfylkingin sætt sig við slíka niðurstöðu?“ Illugi segir að 16 manna þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins sé bund- inn af landsfundarsamþykkt um tvö- falda atkvæðagreiðslu. Hins vegar sé ætlast til þess að þingmenn fylgi sannfæringu sinni. Samkvæmt þessu er ekki útilok- að að fáeinir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu um tafarlausa umsókn að því gefnu að niðurstaða samningaviðræðna yrði borin undir atkvæði þjóðarinnar. sagan Þess má geta að Davíð Oddsson breytti Evrópustefnu Sjálfstæðis- flokksins þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð 1991 undir hans stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hafði und- ir formennsku Þorsteins Pálssonar samþykkt tvíhliða viðræður við Evr- ópubandalagið um hagsmunamál Íslendinga. Davíð féllst hins vegar á það með forystu Alþýðuflokksins að ganga inn í undirbúning aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, sem þegar hafði verið lögð umtals- verð vinna í þegar Viðeyjarstjórnin tók við. Flokkurinn breytti þannig grundvallarstefnu sinni í Evrópumál- um við myndun fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar árið 1991. „eF þið HreyFið ykkur þá skjótum við“ rólegt hverfi Hjónin búa í rólegu hverfi á arnarnesinu og voru að horfa á sjón- varpið þegar mennirnir réðist til inngöngu. Mynd róBErt rEynisson Hafa játað lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem tilkynnt var að tveir menn og ein kona hefðu verið handtekin og játað aðild að málinu. Mynd róBErt rEynisson óttaslegin Konan er með áverka í andliti eftir að hafa verið lamin í höfuðið af öðrum árásarmanninum. Myndin Er sviðsEtt. „Það er vitanlega ekki boðlegt að ný ríkis- stjórn ætlist til þess að þingið dragi hana að landi í ESB-málinu.“ Í fyrirsögn á frétt DV um árásarfólk í Garðabæ var sagt í fyrirsögn „Af- sakar gjörðir árásarmanna“ um við- brögð Hilmars Ingimundarsonar, lögmanns yngri mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Mér finnst talað um þetta eins og þetta sé svo hryllilegur glæpur að það verði að taka mjög hart á þessu, eins og það er orðað. Það er verið að mynda ákveðið almenningsálit gegn þessu blessaða fólki. Þetta er ungt fólk sem á framtíð- ina fyrir sér, sem verður á. Mér finnst nánast eins og það sé verið að taka þetta fólk af lífi,“ sagði Hilmar í sam- tali við DV í gær. Hilmar hafði sam- band við DV og var ósáttur við túlk- un orða sinna. Af því tilefni skal tekið fram að lögreglan hefur opinberlega lýst atburðinum í Garðabæ, þar sem ungmennin ruddust inn til eldra fólks og rændu og meiddu, sem sérlega alvarlegum. Hjónin voru svipt frelsi sínu inni á eigin heimili, skorið var á símasnúrur og þau rænd eigum sín- um. Hilmar segir að með orðum sín- um hafi hann verið að skýra málið en ekki afsaka gjörðir fólksins. DV biður hann í því ljósi afsökunar á framsetn- ingunni. Skýrði en afsakaði ekki gjörðirnar Tengjast barnabarninu mennirnir sem eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa tengsl við barnabarn hjónanna sem búa í húsinu í mávanesi. Mynd SiGTryGGur Ari JóHAnnSSon 28. apríl 2009 28. apríl 2009 ErlA HlynSdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.