Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 30. apríl 200914 Fréttir Besti kjúklingaborgarinn í bænum? Opnunartími : Alla daga frá 11:00-21:30 Allta f góð ur! Stjórnarflokkarnir fara sér engu óðs- lega í tilraunum til þess að ná sáttum um ágreiningsmál, en helsti ásteyt- ingarsteinninn krafa Samfylkingar- innar um tafarlausa aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, býst við því að viðræðurnar taki nokkra daga enn. Þótt þær gangi vel sjáist ekki enn til lands. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði á miðvikudagskvöld að lengsta biliið væri milli flokkanna í ESB-málinu, en farið væri yfir marga aðra málaflokka. Vinstri græn leggja áherslu á að þjóðin verði spurð um það fyrst hvort hún vilji sækja um aðild. Hluti þing- flokks VG telur tvöfalda atkvæða- greiðslu óþarfa, þjóðin geti tekið af- stöðu til niðurstöðu samninga við Evrópusambandið í fyllingu tímans í þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn og varaformenn stjórn- arflokkanna hittust á fundi í Norræna húsinu á miðvikudag ásamt Ögmundi Jónassyni og Össuri Skarphéðinssyni til þess að meta stöðuna en þing- flokkarnir komu saman til fundar eft- ir það. Óvissu í stjórnmálum verði eytt Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins leggur áherslu á að óvissu stjórn- málanna verði eytt sem fyrst og að stefna landsins verði mót- uð til framtíðar. Á fyrsta fundi sínum ályktaði hún að veru- legur árangur í niðurskurði ríkisútgjalda sé forsenda þess að landið komist hratt upp úr öldudalnum. Stjórnin hefur áhyggjur af því að staða atvinnu- lífsins kunni að vera verri en áður hefur komið fram og hvet- ur til þess að fyrir- liggjandi upplýs- ingar verði lagðar fram sem fyrst. Atvinnulífið sé í gríðarlegri óvissu í fjötrum ofurvaxta og áform um hægfara vaxtalækkan- ir séu óviðunandi. Ákvörðunarfælni og sífelld frestun mikilvægra ákvarð- ana skapi enn frekari vandamál. Þá sé mikilvægt að vinna að sáttmála sam- taka launamanna, atvinnurekenda og ríkisins um stöðugleika til framtíðar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að niðurstaða þingkosninganna leggi skyldur á herðar stjórnarflokkanna að vinna að tveimur mál- um í senn; ESB-aðild- arumsókn og velferð í anda norrænnar fyrirmyndar. „Þeir sem hafa verið á móti umsókn um aðild að ESB hafa ekki bent á aðrar betri leiðir til stöð- ugleika. Þess vegna krefjumst við þess að gengið verði til viðræðna við ESB. Við ráðum ekki fram úr vandanum á grundvelli hafta. Slíkt hefur skelfilegar afleiðing- ar í för með sér fyrir heimilin í land- inu. Við teljum að að með aðildarum- sókn gefist færi á að telja lánardrottna okkar á að fara í þessa vegferð með okkur.“ Dökkar skammtímahorfur Könnun Capacent meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins sýnir að aðstæð- ur í atvinnulífinu eru afleitar og bera margvísleg einkenni banka- og gjald- miðilskreppunnar. Stjórnendur eiga almennt ekki von á að breyting verði til batnaðar á næstu sex mánuðum en öll einkenni eftirspurnar- og verðbólguþrýstings eru horfin úr hagkerfinu. Samtök at- vinnulífsins leggja út af þessu og segja að ástandið hafi aldei verið jafn slæmt og það sem fram kemur í umræddri könnun. Þó búast atvinnurekendur við að úr uppsögnum dragi á næstu mánuðum miðað við undangengna mánuði. Samtök atvinnurekenda og launamanna gagnrýna hægagang stjórnvalda og krefjast þess að sest verði að samningaborði um stöðugleika. Höft og hægfara vaxtalækkanir séu óviðunandi. Ástandið hafi aldei verið jafn dökkt og nú þótt menn eygi von um bata í framtíðinni. Stjórnvöld taka sér nokkra daga enn til að leysa ágreiningsmál um ESB-aðildarumsókn og leggja drög að stefnuyfirlýsingu. Vinnumarkaðurinn krefst stöðugleika Formaður Samtaka atvinnulífsins Könnun meðal 500 stærstu atvinnu- rekendanna sýnir að ástandið hefur aldrei fyrr verið jafn slæmt. JÓhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Í bankahruninu „Þeir sem hafa verið á móti umsókn um aðild að ESB hafa ekki bent á aðrar betri leiðir til stöðugleika,“ segir gylfi arnbjörnsson (t.h.) forseti aSí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.