Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 30. apríl 2009 23Umræða Hver er maðurinn? „Haraldur Briem sóttvarnalæknir.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er góð spurning.“ Hvar ertu uppalinn? „í reykjavík.“ Hver er skemmtilegasti staðurinn sem þú hefur heimsótt? „Nú er ég alveg mát. Ég hef farið á svo marga staði að það erfitt að velja þar á milli.“ Við hvað lékstu þér helst í æsku? „Bara það sem strákar gera yfirleitt. Sjálfsagt bara einhvern bófahasar.“ Er svínaflensan alvarlegri en fuglaflensan? „Já, ef hún hefur þessa möguleika að smitast á meðal manna og er eins skæð og hún virðist vera í mexíkó.“ Eru Íslendingar í betri aðstöðu en aðrar þjóðir til að verjast flensunni? „Ég myndi segja að við værum í nokkuð góðri aðstöðu og ekki síðri en nágrannalöndin.“ Hver er lykillinn að því að finna mótefni eða bóluefni? „Hann er þekktur. Þetta er bara spurning um afkastagetu iðnaðarins.“ Hvað ráðleggur þú fólki sem finnur fyrir hefðbundnum flensu- einkennum? „almennt geta menn verið rólegir með það hér á landi.“ Hvað heldur þú að líði langur tími þar til búið er að vinna bug á henni? „Það er ómögulegt að segja. Hún gæti fjarað út eða magnast. Ef hún verður eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum er þetta væg inflúensa en ef hún verður eins og í mexíkó er um mjög alvarlegt mál að ræða.“ Hvaða aðgerðir verður ráðist í hér á landi? „Við erum með heilmikla viðbragðsáætlun sem við erum að virkja. Þar byrjum við að reyna að hefta útbreiðsluna, sjá svo til þess að sjúkir fái meðferð og halda svo samfélaginu gangandi.“ Er það algengara nú en áður að veirur stökkbreytist og verði illvígar? „Það hefur borið aðeins á því á undanförnum árum. t.d. alnæmis- veiran og svo bráðalungnabólgan. Virkar alþjóðlegar sóttvarnir komu í veg fyrir frekari útbreiðslu hennar. Verði svínaflensan eins og í mexíkó gæti verið um heimsfaraldur að ræða en það gerðist síðast fyrir 40 árum.“ Ferð þú í kröFugöngu 1. maí? „Nei, ég fer á fjöll 1. maí.“ Kristján Ólafsson 49 ára FramkVæmdaStJóri. „Nei, ég er að vinna.“ arnÓr Bogason 26 ára NEmi. „Nei.“ alExandra jÓnasdÓttir 16 ára NEmi. „auðvitað.“ Kristinn alfrEðsson 18 ára atViNNulauS. Dómstóll götunnar Haraldur BriEm sóttvarnalækn- ir hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna svínaflensunnar. Óhætt að ferðast „Nei.“ ingÓlfur guðlaugsson 65 ára SkipStJóri. maður Dagsins Halldór Hermannsson, útvegsbóndi á Ísafirði, hefur stutt aðild að ESB í þrjá áratugi. Þegar Ísland öðlaðist aðild að EES- samningnum vildi hann ganga í ESB. Með því taldi hann að hægt væri að losna undan geðþóttavaldi íslenskra stjórnmálamanna. Taka mætti við byggðastyrkjum ESB sem hann taldi vænlegri, til dæmis fyrir heimabyggð formanns VG á Norðausturlandi, en fálmkennd byggðastefna íslenskra stjórnvalda. Honum fannst ekkert að því þótt evrópskt fyrirtæki setti upp fiskréttaverksmiðju á Ísafirði. Þetta var á árunum sem Finnar og Svíar gengu í ESB um miðjan síðasta áratug, varla búnir að ná sér á strik eftir kreppu. Halldór segir nú að ESB-sinnar þurfi ekki að láta sig dreyma um að íslensk stjórnmál nái einhverjum ár- angri eða nýjum hæðum í skynsam- legum ákvörðunum eftir kosning- arnar síðastliðinn laugardag. Jafnvel þó svo þingmeirihluti sé fyrir tafar- lausri aðildarumsókn að ESB eftir kosningarnar. „Ég þekki hugarfarið,“ segir Halldór. „Framsóknarmönnum er aldrei að treysta. Það verður aldrei hægt að fá VG til að sækja nærtækan stöðugleika og nýjan gjaldmiðil inn í ESB. Sjálfstæðisflokkurinn sleikir sár- in. Einangrunarhyggja leiðtoga þess- ara flokka ræður ferðinni. Þeir breiða upp fyrir haus eins og fyrri daginn. Hér fljóta allir sofandi að feigðarósi sem endranær. Hér verður beðið eft- ir að Noregur taki af skarið og gangi í ESB sem verður seint og illa.“ rökstudd bölsýni? Eiga menn að deila þessari bölsýni með Halldóri skipstjóra á Ísafirði? Sjálfstæðisflokkurinn er á harða- hlaupum undan landsfundarsam- þykkt sinni um tvöfalda þjóðarat- kvæðagreiðsu og hægfara skref á næstu árum í átt að ESB og evrunni. Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Sam- tök iðnaðarins og fleiri eru hlynnt aðildarumsókn. Við völd er ríkisstjórn sem hefur lýðræðisumbætur á sinni dagskrá, vill knésetja íslenska ráðherraræðið og efla veg þingsins þar sem nú er meirihluti fyrir milliliðalausri um- sókn um aðild að ESB. Þrettán þúsund manns hafa skráð sig á vefinn sammala.is þar sem fólk með ólíkar skoðanir lýs- ir þeirri sameiginlegu sýn að okkur eyjaskeggjum sé best borgið innan Evrópusambandsins. sundurþykkjan tæki völdin Gegn þessu þurfa nú andstæðing- ar ESB að beita sér. Þeir vita sem er að þetta er ekkert mál „elítunn- ar“ eins og formaður VG sagði úr- illur um daginn. Hann veit að enn stendur krónan í vegi fyrir end- urreisninni, gjaldeyrishöftin eru sem dragbítur á vilja hans til góðra verka. Samt ætlar hann - maðurinn sem óskaði eftir norskri kónu - að verja íslensku krónuna fram í þjóð- argjaldþrot. Flestum ber saman um að hvergi á byggðu bóli hafi heil þjóð þurft að þola aðrar eins gjald- eyrishremmingar ofan á lánsfjár- kreppu. Fall krónunnar á skömm- um tíma fram að bankahruni jók skuldir þjóðarinnar um 1.000 millj- arða í íslenskum krónum. Áfram- haldandi fall hennar veldur vax- andi böli. Útflutningsfyrirtæki þola vart við lengur og íhuga að flytja af landi brott vegna hafta. Eng- inn stjórnlyndur ríkisafskiptamað- ur getur boðið lausnir gegn þessu þegar íslenska ríkið neyðist til að brjóta fjórfrelsi EES-samningsins ofan á allt annað til þess að verja krónuna. Hin þrasgjarna þjóð Halldór Hermannsson þekkir sína þrasgjörnu þjóð sem stolt ætlar að þrauka í gegnum sjálfskaparvíti þjóðernislegrar sjálfsþurftarhyggju, sem hann kallar svo, án nánara samneytis við aðrar þjóðir. Hann treystir ekki þrasgjörnu þinginu. Frekar en að láta reyna á þingmeirihlutann í andstöðu við VG biður hann Samfylkinguna um að verða við beiðni samstarfsflokks- ins um tvöfalda atkvæðagreiðslu. „Þetta er kjánaleg krafa en best er að biðja VG um að nefna dag sem fyrst til að kanna þennan vilja þjóðarinn- ar í atkvæðagreiðslu,“ segir Halldór. „Í þinginu færi þetta hvort eð er í bál og brand.“ Nefndu dag, Steingrímur! mynDin á köldum klaka Þessi ungi maður hætti sér í göngu á ísflekum í Jökulsárlóni um helgina en lenti í nokkrum vandræðum þegar flekarnir færðust úr stað og erfitt varð að komast í land. mynd raKEl ÓsK kjallari jÓHann HauKsson útvarpsmaður skrifar „Halldór þekkir sína þrasgjörnu þjóð sem stolt ætlar að þrauka í gegnum sjálfska- parvíti þjóðernislegrar sjálfsþurftarhyggju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.