Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 30. apríl 2009 17Fréttir
Nú þegar Alþingi þarf að finna lausnir á einhverjum mesta ef ekki mesta efnahagsvanda sem Íslendingar
hafa nokkurn tíma tekist á við taka 27 nýir þingmenn sæti á Alþingi í fyrsta sinn. DV fýsti því að komast að
því hvernig nýir þingmenn standa sig í efnahagsmálum og lagði próf fyrir nokkra þeirra.
HVAÐ VITA NÝLIÐARNIR
Á ÞINGI UM HAGFRÆÐI?
PRóFIÐ oG RéTTU sVöRIN
1. Hvað er bindiskylda?
Bindiskylda er eitt af stjórntækjum Seðlabanka, ásamt lausafjárskyldu
og stýrivöxtum, til að hafa stjórn á magni lausafjár í umferð. í stuttu máli
er bindiskylda sett á lánastofnanir eins og viðskiptabanka og segir að
ákveðið hlutfall af innlánum þeirra skuli fara á reikning hjá Seðlabank-
anum.
2. Hvað er jafnvirðisgildi (Purchasing Power Parity)?
Jafnvirðisgildi er notað til að færa landsframleiðslutölur til sambærilegs
verðlags í ýmsum ríkjum. mcdonalds-vísitalan er dæmi um jafnvirðis-
gildi.
3. Hvað er hagvöxtur?
Hagvöxtur er vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs og er hann mældur
í hundraðshlutum (prósentum). Ef þjóðarframleiðsla dregst saman er
stundum talað um neikvæðan hagvöxt.
4. Hvað er CAD-hlutfall?
Cad-hlutfall (Capital adequacy directive ratio) er mælikvarði á eiginfjár-
hlutfall fyrirtækja samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins.
5. Hvað er skuldatryggingarálag (Credit default swap)?
Skuldatryggingaálag er álag ofan á grunnvexti skuldabréfs sem mælir
hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa vátryggingu gegn því að
útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar
sínar. mælikvarði á markaðskjör sem bönkum bjóðast á alþjóðlegum
skuldabréfamörkuðum.
LAUsNIR NÝjU ÞINGMANNANNA
Guðmundur Steingrímsson
þingmaður Framsóknarflokksins
í Norðvesturkjördæmi
1. Bindiskylda er notuð til að binda
ákveðið hlutfall af innistæðum
banka.
2. Ekki hugmynd um jafnvirðisgildi.
3. Hagvöxtur er vöxtur þjóðarfram-
leiðslu frá ári til árs.
4. Cad-hlutfall er eiginfjárhlutfall
5. Skuldatryggingarálag segir til
um líkurnar á því að bankar verði
gjaldþrota. Ef það er mjög hátt
er mjög líklegt að bankinn fari á
hausinn.
Björn Valur Gíslason
þingmaður vinstri grænna
í Norðausturkjördæmi
1. Bindiskylda er hlutfall sem þarf að vera
bundið í sjóðum til þess að banki eða
sparisjóður fái starfsleyfi. Ákveðið hlutfall
af eigið fé þarf að vera klárt.
2. Jafnvirðisgildi er eitthvað svipað og
hjá okkur á sjónum. Þú færð eitt kíló af
þorski fyrir ákveðið margar ýsur. Eitthvað
er sama virði í einhverju öðru en því sem
þú ert með í höndunum. Þú færð ákveðið
magn af íslenskum krónum fyrir einhvern
fjölda af dollurum.
3. Hagvöxtur er vöxtur í samfélaginu.
Vöxtur í efnahagslegu tilliti. Efnahagur
vex á milli ára.
4. Cad-hlutfall er lágmarkskröfur sem eru
gerðar til lánastofnana um eigið fé þeirra.
5. Skuldatryggingarálag segir til um það
þegar taka þarf lán í banka. Það leggst
ofan á þá vexti sem þú borgar fyrir lánið.
Ákveðið álag segir til um hvernig bankinn
stendur. mælitæki á fjárhagslega stöðu.
Birgitta Jónsdóttir
þingmaður Borgarahreyfingarinnar
í Reykjavík suður
1. Bindiskylda er lágmark sem þarf að
vera í banka. Ef 100 krónur eru í banka
má hann lána út 1.000 krónur.
2. Jafnvirðisgildi þýðir að hlutir séu
jafnverðmætir. Ef ég væri með gull og
demanta væri hægt að finna eitthvað
ákveðið gildi á milli þeirra.
3. Hagvöxtur er hugtak sem getur
bæði verið gott og vont. Oft er ekki
betra að vera með of mikinn hagvöxt
því þá er þensla.
4. Cad-hlutfall veit ég ekkert um. Verð
að viðurkenna að ég veit ekki betur en
norski seðlabankastjórinn.
5. Skuldatryggingarálag snýst um það
að bankar geti ekki borgað skuldir. Ef
menn eru með hátt svona hlutfall er
bankinn í slæmum málum. Þýðir að
hann geti ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar.
Ólína Þorvarðardóttir
þingmaður Samfylkingarinnar
í Norðvesturkjördæmi
1. Bindiskylda er þeir fjármunir sem
bankarnir eru skyldugir til að halda
eftir. Þeir mega ekki lána út meira en
þeir hafa höfuðstól fyrir.
2. Það er eitthvað sem er jafnt að
verðgildi og það sem þú ert með
annars staðar.
3. Hagvöxtur er sama og jákvæð
afkoma og notað til dæmis þegar
hagur þjóða eða tiltekinna svæða
vex.
4. Ég fletti þessu upp þegar norski
seðlabankastjórinn klikkaði á þessu
en ég er búinn að gleyma þessu.
5. Það er álag á skuldatryggingar.
Ásbjörn Óttarsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi
1. Það er sem sagt bindiskylda
bankanna gagnvart Seðlabankanum.
Það sem þeir verða að hafa fast í
innlánum.
2. Ég verð að viðurkenna að ég veit
ekki hvað þetta er.
3. Hann getur verið jákvæður og
neikvæður hjá þjóðum. Það má líkja
þessu við heimilisbókhaldið og því
hver greiðslugetan er og hvort það er
afgangur eða ekki.
4. Cad-hlutfall er eiginfjárhlutfall
bankanna.
5. Skuldatryggingarálag er álagið
á það þegar þú tekur lán. Hvernig
greiðslugeta, til dæmis bankanna eða
ríkisins, er metin. Ef það eru litlar líkur
á að þú getir borgað hækkar það.
8,0
10,0
8,0
7,0
7,0