Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 32
fimmtudagur 30. apríl 200932 Helgarblað Jóhannes Jónsson hefur verið á tánum þau tuttugu ár sem hann hefur rekið verslanir Bónuss og segir verslunarrekstur aldrei öruggan. Honum finnst umræðan um útrásarvíkinga sem ábyrgðarmenn hrunsins á rangri braut og á þar ekki aðeins við umræðu um son sinn, Jón Ásgeir. Í viðtali við Erlu Hlynsdóttur segir Jóhannes frá bruðlinu í gömlu viðskiptabönkunum, þunglyndi föður síns og deilunni við Davíð Oddsson. „Ég er bara sáttur við mitt. En ég er ekkert bullandi ríkur eða svoleiðis ef það er það sem þú ert að fiska eftir. Við í fjölskyldunni höfum hins vegar verið mjög vel stæð í gegnum tíðina. Við vorum skítblönk þegar við byrj- uðum með Bónus. Hlutaféð var upp- haflega ein milljón. Síðan hefur þetta sveiflast upp og niður,“ segir Jóhann- es Jónsson, stofnandi Bónuss, spurð- ur um eigin fjárhag. 8. apríl voru 20 ár liðin frá því að fyrsta Bónusverslunin var opnuð í Skútuvoginum. Skrifstofa Jóhannes- ar er þar í kjallaranum enn þann dag í dag. Verslanirnar eru orðnar 28. Fyrir skemmstu var opnuð ný búð á Ak- ureyri og stuttu áður stór verslun á Korputorgi. „Það hefur farið ótrú- lega vel af stað,“ segir Jóhannes um Bónusbúðina á Korputorgi sem er sú stærsta hingað til. Viðskiptin virð- ast því halda sér þótt góðærið sé úti í bili. Snargeggjaðir vextir En hvað með rekstur Bónusverslan- anna í heild sinni? Er hann í hættu? „Nei, það held ég ekki. En hvað er tryggt í dag? Vextirnir eru snargeggj- aðir. En Bónus er mjög tryggt fyrir- tæki. Ég held að það þurfi eitthvað mikið að ganga á áður en það yrði tekið úr höndunum á mér.“ Jóhannes er vel meðvitaður um að ekkert er öruggt í viðskiptum. „Ef þú ert í viðskiptum hefur þú allt- af áhyggjur af framtíðinni því þú ert með húsbónda yfir þér sem er neyt- andinn. Þú veist aldrei hvað gerist á samkeppnisgrunni. Þú þarft alltaf að vera á tánum til að reyna að tryggja þig en þú ert aldrei tryggur.“ Hefur þú þá verið á tánum í tut- tugu ár? „Já, ég hef verið það. Ég segi það alveg eins og er. Ég hef aldrei verið rólegur. Ég hef alltaf verið að bæta við til að gera hlutina öruggari en þú ert aldrei öruggur. Maður hefði kannski talið sig öruggan fyrir tveim- ur árum þegar allt var í blóma en síð- an verður hrun í heimsviðskiptum,“ segir Jóhannes sem er meðvitaður um að allt er í lífinu hverfult. Ver útrásarvíkingana Ótrúlega stutt er síðan útrásarvík- ingar voru helstu hetjur Íslendinga en framarlega í hópi þeirra er Jón Ás- geir, sonur Jóhannesar, fyrrverandi forstjóri Baugs. Sú aðdáun hefur hins vegar snúist upp í andhverfu sína eftir efnahagshrunið og vilja marg- ir meina að þeir sem voru ákafastir í íslensku útrásinni hafi hreinlega sett landið á hausinn. Það hlýtur að vera sárt að manns eigin sonur sé talinn ábyrgur fyrir slíku. „Já, það er það náttúrlega. En ég veit betur, og þess vegna er ég sátt- ari. En við erum líka búin að tapa miklu. Við erum ekkert undanskilin í því,“ segir Jóhannes. Honum finnst umræðan um útrásarvíkingana hins vegar á rangri braut. „Það sem mér finnst vanta í um- ræðuna um útrásarvíkingana og þessa menn sem voru að reyna að stækka Ísland er að það kemur aldrei fram að þeir peningar sem þeir höfðu á milli handanna, þeir voru notaðir til að gera eitthvað, þeir voru notaðir til að kaupa eitthvað, þeir voru not- aðir í þágu þjóðfélagsins. Það nutu þess allir hérna. En þegar þú lendir líka í alheimskreppunni sem verður þess valdandi að eignir þínar minnka um helming en skuldirnar hækka um helming, er orðið ansi langt á milli. Þetta þekkir hver einasti Íslendingur sem á íbúð sem hann skuldar í. Virði hennar hefur lækkað en skuldirnar hækkað.“ Finnst þér þá gagnrýni á útrásar- víkingana í heild sinni vera ósann- gjörn eða aðeins gagnrýni á Jón Ás- geir? „Bara í heildina. Þessir menn voru ekkert að reyna að gera eitthvað sem ekki borgaði sig. Þeir voru að reyna að gera hluti sem myndu líka skila arði fyrir samfélagið.“ Þú ert þá ekki sammála því að þeir hafi sett Ísland á hausinn? „Nei, alls ekki. Ég ætla engum í viðskiptalífinu svo illt að vera þannig innrættur.“ Því er augljóst að Jóhannes er alls ekki sammála því að útrásarvíking- arnir þurfi að biðjast afsökunar og honum finnst tal um að frysta eign- ir þeirra fásinna. „Þeir sem tala um þetta vita ekki einu sinni sjálfir hvaða eignir þeir vilja láta frysta. Það er eins og með Icesave-málið. Þeir pen- ingar eru einhvers staðar, hvort sem þeir eru í tónlistarhúsinu niðri í bæ eða annars staðar. Þetta gengur út á að gera þessa aðila svo tortryggilega, eins og þeir hafi tekið á móti pening- um og hent þeim, eða ígildi þess.“ Jón Ásgeir laskaður Áður en Bónus var stofnað starf- aði Jóhannes í 25 ár hjá Sláturfélagi Suðurlands. Jón Ásgeir byrjaði barn- ungur að aðstoða föður sinn þar sem hann var verslunarstjóri hjá Slátur- félaginu. „Hann var bara sex, sjö ára þegar hann fór að fylla á kókkælinn og vildi koma með í vinnuna. Við erum búnir að vera í á annað hundr- að ár í beinan karllegg í verslunar- rekstri.“ Þeir feðgar hafa unnið afar náið saman í gegnum árin þó samskipt- in hafi eilítið minnkað hin síðustu ár. „Jón Ásgeir hefur mikið verið erlend- is. Samskiptin eru því ekki eins mik- il og þegar við vorum að vinna hér saman í kjallaranum,“ segir Jóhann- es en blaðamaður sótti hann heim á skrifstofuna í kjallara Bónuss við Skútuvog þar sem ævintýrið hófst. Þó Jón Ásgeir sé erlendis tala þeir þó alltaf mikið saman. „Annan hvern dag. Eitthvað svoleiðis.“ Jóhannes viðurkennir að hann hafi áhyggjur af syni sínum á þessum síðustu og verstu tímum. „Náttúru- lega hefur maður áhyggjur af öllu. Hann er eins og aðrir búinn að tapa mjög miklu og er mjög laskaður. Þó maður reyni að taka þessu með stó- ískri ró er þess bara ekki alltaf kostur. Ég hef áhyggjur af honum og öllum í kringum mig,“ segir Jóhannes en margir fjölskyldumeðlimanna starfa í viðskiptalífinu. Þar á meðal er Krist- ín, dóttir Jóhannesar, sem rekur fjár- festingafyrirtækið Gaum en nokkuð hefur tínst úr eignasafni þess. „Mað- ur getur hugsað til baka og sagt að maður hefði átt að fara varlegar í hitt eða þetta, en það veit enginn sína ævina fyrr en öll er. Ég er ekki tilbú- inn til að fara að kenna neinum um neitt í sambandi við okkur. Þetta bara fór svona. Það er ekki þar með sagt að fólk gefist upp.“ Þorir ekki á hestbak Jóhannes hefur alla tíð verið mikill vinnuþjarkur. Áhugamál utan vinn- unnar hafa hins vegar ekki verið fjöl- skrúðug þar til hin síðustu ár. „Þá fór ég að leika mér svolítið í golfi. Konan mín er mér samstiga í því. Við byrj- uðum fyrir einhverjum fimm árum. Við höfum verið í golfklúbbnum á Akureyri. Á sumrin er ég mest fyrir norðan. Þá reynum við að fara nokk- uð þétt,“ segir Jóhannes. Hann held- ur tvö heimili, annað á Seltjarnarnesi en hitt við Vaðlaheiði á Norðurlandi. Ertu góður í golfi? „Nei, ég er ekki góður,“ segir Jó- hannes brosandi. „Ég tek ekki þátt í mótum eða svoleiðis. Ég hef engan ákafa í að koma forgjöfinni niður. Ég hef gaman af þessu fyrir mig og það er nóg. Svo er ég líka með fjórhjól fyrir norðan. Við förum stundum á Vaðlaheiðina. Það er svo ótrúlega fallegt þar,“ segir Jóhannes og tekur fram að konan hans hafi ekki síður gaman af fjórhjólaferðum. Árlega fara þau í lengri ferðir með skipulögðum hópi. Síðustu sumur hafa þau ekið á hálendið í um tut- tugu manna hópi og stefna þau á að fara í enn eina ferðina í september. Hvað er það sem heillar þig við fjórhjólaferðir? „Það er bara gaman að fara út og láta gamminn geisa. Ég þori ekki á hestbak. Ég hef betra vald á þessu. Þó þetta sé líka stórhættulegt ef óvar- lega er farið.“ Hætti að vera skemmtilegur Hann segir gleðistundir lífs síns vera ótal margar og hefur sannar- lega komist að því hvað það er sem gefur lífinu gildi. „Ef ég lít til baka sé ég að allt hefur gengið vel í sjálfu sér. Ef maður hefur heilsu er það númer eitt.“ Jóhannes var alltaf afar náinn föður sínum en þeir störfuðu lengi saman við verslunarstörf. Jóhannes byrjaði þar snemma líkt og Jón Ás- geir. Hann rifjar upp sín fyrstu störf en faðir hans vann alla tíð fyrir Slát- urfélagið. „Ég sat í bíl sem keyrði út vörur fyrir verslun sem faðir minn stjórnaði og hljóp inn með pakkana. Þetta var kjötbúð í Hafnarstræti 5. Ég var átta ára þegar ég fékk fyrsta tvö hundr- uð kallinn í kaup. Síðan hafa dottið út ein jól þar sem ég hef ekki verið viðloðandi verslun, þannig að þau eru orðin sextíu árin sem ég hef verið í þessum bransa. Maður ætti því að kunna þetta nokkurn veginn.“ Faðir Jóhannesar var þó ekki jafn heilsuhraustur og sonurinn og þeg- ar Jóhannes var tæplega fimmtugur veiktist faðir hans alvarlega. „Það var þunglyndi sem hrjáði hann. Hann lokaðist inni í sjálfum sér. Þetta er eitthvert svartnætti sem leggst yfir fólk. Við gátum ekki fundið neina or- sök fyrir þessu. Þetta var ekkert sem neinn gat skýrt. Þetta hvolfdist bara yfir hann.“ Jóhannesi reyndist þungbært að horfa upp á vanlíðan föður síns. „Við vorum miklir félagar. Hann var veikur í sextán ár, þangað til hann dó.“ Stuttu áður en hann veiktist segist Jóhann- es hafa séð fyrir sér að faðir hans gæti farið að taka lífinu með ró og átt náð- uga daga. „Hann var í ágætis efnum þannig að hann hefði getað látið sér líða vel og gert það sem hann lang- aði til. Þess vegna held ég að mað- ur verði að njóta hvers klukkutíma þegar maður hefur það gott, því allt er í lífinu hverfult. Það var ömurlegt að horfa upp á hann veikjast. En það gerir það að verkum að maður lærir sjálfur að meta heilsuna.“ Góð heilsa er því það sem mestu máli skiptir fyrir hamingjuna að mati Jóhannesar. „Tvímælalaust.“ Um sextugt byrjaði Jóhannes að stunda líkamsrækt af kappi. „Ég hætti að drekka brennivín á sínum tíma, hætti að reykja og var bara virkilega vondur við mig,“ segir hann kankvís. Nú æfir hann þrisvar í viku undir leiðsögn einkaþjálfara. „Hann pass- ar upp á mig. Mér finnst þetta gefa lífinu gildi.“ Jóhannes hefur sjálfur aldrei fundið fyrir þunglyndi líkt og fað- ir hans. „Nei, ég hef frekar verið til vandræða í hina áttina,“ segir hann og vísar brosandi til eigin athafna- semi. Drykkjan tók þó sinn toll. „Ég hafði gaman af því að fá mér í glas. Ég fór fyrst í meðferð 1986. Ég byrjaði aft- ur að drekka eftir nokkur ár en hætti svo alveg.“ Jóhannes viðurkennir að hafa drukkið illa. „Já. En ekki dag eft- ir dag. Fólki fannst ég hins vegar ekki vera eins skemmtilegur og mér sjálf- um fannst.“ Hann slær á létta strengi þegar hann ræðir ástæður þess að hann hætti að drekka. „Ætli ég hafi ekki bara verið orðinn þreyttur. Þetta er svoddan djöfulsins puð.“ Fyrir sex árum hætti hann síðan að reykja. „Ég gerði það af miklum ákafa. Ég byrjaði ekki að reykja fyrr en ég var þrítugur. Svona á ég til að taka hlutina með trompi.“ „Bruðl og della“ í bönkunum Þó efnahagshrunið hafi haft sín áhrif á einkahag Jóhannesar segist hann ekki hafa þurft að gera gagngerar breytingar á lífsstíl í kjölfarið. „Ég hef aldrei farið út af teinunum með það.“ Jóhannes segist helst hafa leyft sér að kaupa bíla og fjórhjól til að gera vel við sig. „Ég hef líka kannski ferðast meira erlendis en ég hef ekki verið í neinu bulli. Ekki að mínu mati alla- vega. En ég hef horft upp á ýmislegt þar sem farið er offari. Ég fór í eina eða tvær bankaferðir sem áttu ekki beint við mig.“ Honum var þá boðið til útlanda sem góðum viðskiptavini en boðsferðir bankanna hafa ver- ið mikið í umræðunni fyrir mikinn íburð. „Svona bruðl og della gengur ekki.“ Jóhannes gerði þó heldur vel við sig þegar hann byggði glæsihýsið í Vaðlaheiði. „Ég viðurkenni alveg að ég hef kannski lagt of mikið í það. En lentu ekki allir Íslendingar í því að gera meira en þeir myndu gera í dag? Ég held að þú finnir engan sem ekki gerði það. Menn eru í vandræðum með bílana sem þeir keyptu, með húsin sem þeir byggðu. Þetta er alls staðar. Það er auðvitað af því það var svo auðvelt að fá peninga lánaða,“ segir Jóhannes. Hann gagnrýnir yfirvöld fyr- ir sína aðkomu að bankahruninu. „Það komu engin aðvörunarljós frá eftirlitsstofnunum samfélagsins. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn brugðust alveg hrikalega. Alþingi átti síðan að vera yfirstofnunin en þar töldu menn sig stikkfrí.“ Jóhannes segir hrunið hafa kom- ið mjög hart niður á Baugi sem átti stóran hlut í Glitni en hann var óvænt þjóðnýttur í septemberlok eft- ir leynifund í Seðlabankanum kvöld- ið áður, fyrstur bankanna. „Þetta var alveg skelfilegt vegna þess að maður reiknaði engan veginn með því að þetta myndi gerast svona. Ég get aldrei fyrirgefið að þessi mað- ur sem stjórnaði Seðlabankanum skyldi vera þar yfir höfuð. Þessi mað- ur kunni ekkert til verka og hafði alla tíð sýnt okkur óvild,“ segir hann um Davíð Oddsson, fyrrverandi seðla- bankastjóra. „Ég er sannfærður um að þarna fannst honum hann geta náð sér niðri á okkur. En hann áttaði sig ekki á því að þegar þessi banki féll fór allt saman á hliðina. Ég efast um að hann hafi gert sér grein fyrir því hvaða búsifjum hann hefur valdið ís- lensku þjóðinni. Það var alveg hægt að gera þetta með öðru móti.“ „ÉG ER EKKERT BULLANDI RÍKUR“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.