Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 40
Franco Bandamenn Forsetinn Dwight D. Eisenhower faðmar og knúsar Franco í heimsókn sinni til Spánar árið 1959. Bandaríkjamenn urðu mikil- vægir bandamenn spænska einræðisherrans. FimmtuDagur 30. apríl 200940 Helgarblað Á rla morguns 29. júní 1916 tók höfuðsmaðurinn Franco, 23 ára, við stjórn hersveitar sinnar eftir að foringi hennar hafði verið illa særður. Á meðan hermennirnir féllu eins og flugur allt í kringum hann stýrði þessi lágvaxni, mjóslegni maður sem var af liðsfélögum sínum kallaður Franquito, Franco litli, liði sínu áfram í mikilli árás á víglínur óvinarins. Orrustuvöllurinn var Spænska Mar- ókkó þar sem spænski herinn reyndi að berja niður blóðuga uppreisn Rif-fólks- ins sem var berbneskt þjóðarbrot sem barðist fyrir sjálfstæði. Lífshættulega særður Þennan morgun vann herfylki Fran- cos glæstan sigur. En ungi höf- uðsmaðurinn, sem hafði verið alinn upp við hermannarómant- ík og hetjudrauma, fékk ekki að njóta augnabliks sigursins. Einn Rif-mannanna sem hafði verið handsamaður lyfti upp byssu og skaut hann í magann. Í þessu stríði jafngilti byssu- skot í magann oftast dauða. Sjúkrahúsin voru frumstæð og eyðimerkurhitinn olli því að sjúkdómar breidd- ust hratt út. Sama kvöld var skrifuð skýrsla þar sem hetjudáðir Francos voru útlistaðar, en það var oft gert þegar menn vissu að líf ungra stríðshetja var senn á enda. Þvert á allar vænt- ingar náði hann sér þó af skotsárunum. Mar- okkóskir málaliðar í þjón- ustu Spánverja töluðu um baraka Francos, guðlega forsjá sem þeir trúðu að gerði hann ódrepandi. Sjálf- ur átti Franco – sem seinna varð einræðisherra Spánar og sat á þeim stóli til dauðadags 82 ára að aldri – eftir að skrifa að hann hefði verið útvalinn af guði. Eftir að skotsárin voru gróin tók ferill Fran- cos fljótt miklum framförum þar til hann var skipaður undirhershöfðingi og skólastjóri for- ingjaháskóla hersins aðeins 34 ára gamall. Það voru embætti sem hjálpuðu honum að ger- ast leiðtogi nýrrar kynslóðar ungra en stríðs- reyndra hermanna. Af herforingjaætt Francisco Franco fæddist fjórða desember 1892 í spænsku hafnar- borginni Ferrol. Hann var af herforingjum kominn, synir ættarinnar urðu samkvæmt hefðinni yfirmenn innan sjóhersins. Tveir eldri bræður hans menntuðu sig í takt við hefðina en Francisco fékk ekki inngöngu í sjóherskólann. Hann lærði þess í stað til yfirmanns í venjulega hernum, föður sínum til mikillar gremju. Franco-ættin var síður en svo samlynd. Pabbinn, Nikulás, yfirgaf eiginkonuna og börn- in oft til þess að búa um stund með öðrum kon- um. Bræður Franciscos héldu upp á föður sinn en hann var á bandi móður sinnar. Hann erfði frá henni stranga kaþólska trú og trúði á sterk fjölskyldugildi umfram allt annað. Fámáll og hlédrægur Franco var fámáll og hlédrægur í barn- æsku. Þegar faðir hans heimsótti fjölskylduna þurfti Franco að þola harðar refsingar og högg, „en ekkert meira en önnur börn á þessum tíma“, eins og mamma hans útskýrði seinna. En hann var tilfinningalega bældur og dulur alla ævi. Margir hafa lýst Francisco Franco sem dæmi- gerðum Galisíumanni en hann ólst upp í Galis- íuhéraði. Sagt er að þeir séu svo leyndardóms- fullir að mæti maður alvöru Galisíumanni í stiga viti maður ekki hvort hann sé á leið niður eða upp. Franco varð síðar frægur fyrir þessi Galis- íueinkenni sín. Í júlí 1936 braust spænska borgara- styrjöldin út. Hún byrjaði sem valdaránstilraun, sem Franco hafði tengst seint og nokkuð á móti sínum vilja. Hann bauð sitjandi stjórn þjónustu sína til þess að berja uppreisnina niður. Hvort hann gerði það af heilum hug hefur aldrei verið vitað, en á endanum gekk hann aftur í lið með uppreisnarmönnum. Uppreisnin mistókst og Spánn liðaðist fljótt í tvennt þar sem tvær stríðandi fylkingar börð- Einræðisherra Eftir borgarastríðið gerði Franco sjálfan sig að einræðisherra Spánar. myndin er frá 1948. Nú í lok mars voru 70 ár liðin síðan spænsku borgarastyrjöldinni lauk. Sigurvegari þeirra blóðugu átaka hét Francisco Franco, íhalds- samur herforingi sem breytti Spáni í einræðis- ríki. Harðri stjórn hans lauk ekki fyrr en að honum látnum árið 1975.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.