Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 40
Franco Bandamenn Forsetinn Dwight D. Eisenhower faðmar og knúsar Franco í heimsókn sinni til Spánar árið 1959. Bandaríkjamenn urðu mikil- vægir bandamenn spænska einræðisherrans. FimmtuDagur 30. apríl 200940 Helgarblað Á rla morguns 29. júní 1916 tók höfuðsmaðurinn Franco, 23 ára, við stjórn hersveitar sinnar eftir að foringi hennar hafði verið illa særður. Á meðan hermennirnir féllu eins og flugur allt í kringum hann stýrði þessi lágvaxni, mjóslegni maður sem var af liðsfélögum sínum kallaður Franquito, Franco litli, liði sínu áfram í mikilli árás á víglínur óvinarins. Orrustuvöllurinn var Spænska Mar- ókkó þar sem spænski herinn reyndi að berja niður blóðuga uppreisn Rif-fólks- ins sem var berbneskt þjóðarbrot sem barðist fyrir sjálfstæði. Lífshættulega særður Þennan morgun vann herfylki Fran- cos glæstan sigur. En ungi höf- uðsmaðurinn, sem hafði verið alinn upp við hermannarómant- ík og hetjudrauma, fékk ekki að njóta augnabliks sigursins. Einn Rif-mannanna sem hafði verið handsamaður lyfti upp byssu og skaut hann í magann. Í þessu stríði jafngilti byssu- skot í magann oftast dauða. Sjúkrahúsin voru frumstæð og eyðimerkurhitinn olli því að sjúkdómar breidd- ust hratt út. Sama kvöld var skrifuð skýrsla þar sem hetjudáðir Francos voru útlistaðar, en það var oft gert þegar menn vissu að líf ungra stríðshetja var senn á enda. Þvert á allar vænt- ingar náði hann sér þó af skotsárunum. Mar- okkóskir málaliðar í þjón- ustu Spánverja töluðu um baraka Francos, guðlega forsjá sem þeir trúðu að gerði hann ódrepandi. Sjálf- ur átti Franco – sem seinna varð einræðisherra Spánar og sat á þeim stóli til dauðadags 82 ára að aldri – eftir að skrifa að hann hefði verið útvalinn af guði. Eftir að skotsárin voru gróin tók ferill Fran- cos fljótt miklum framförum þar til hann var skipaður undirhershöfðingi og skólastjóri for- ingjaháskóla hersins aðeins 34 ára gamall. Það voru embætti sem hjálpuðu honum að ger- ast leiðtogi nýrrar kynslóðar ungra en stríðs- reyndra hermanna. Af herforingjaætt Francisco Franco fæddist fjórða desember 1892 í spænsku hafnar- borginni Ferrol. Hann var af herforingjum kominn, synir ættarinnar urðu samkvæmt hefðinni yfirmenn innan sjóhersins. Tveir eldri bræður hans menntuðu sig í takt við hefðina en Francisco fékk ekki inngöngu í sjóherskólann. Hann lærði þess í stað til yfirmanns í venjulega hernum, föður sínum til mikillar gremju. Franco-ættin var síður en svo samlynd. Pabbinn, Nikulás, yfirgaf eiginkonuna og börn- in oft til þess að búa um stund með öðrum kon- um. Bræður Franciscos héldu upp á föður sinn en hann var á bandi móður sinnar. Hann erfði frá henni stranga kaþólska trú og trúði á sterk fjölskyldugildi umfram allt annað. Fámáll og hlédrægur Franco var fámáll og hlédrægur í barn- æsku. Þegar faðir hans heimsótti fjölskylduna þurfti Franco að þola harðar refsingar og högg, „en ekkert meira en önnur börn á þessum tíma“, eins og mamma hans útskýrði seinna. En hann var tilfinningalega bældur og dulur alla ævi. Margir hafa lýst Francisco Franco sem dæmi- gerðum Galisíumanni en hann ólst upp í Galis- íuhéraði. Sagt er að þeir séu svo leyndardóms- fullir að mæti maður alvöru Galisíumanni í stiga viti maður ekki hvort hann sé á leið niður eða upp. Franco varð síðar frægur fyrir þessi Galis- íueinkenni sín. Í júlí 1936 braust spænska borgara- styrjöldin út. Hún byrjaði sem valdaránstilraun, sem Franco hafði tengst seint og nokkuð á móti sínum vilja. Hann bauð sitjandi stjórn þjónustu sína til þess að berja uppreisnina niður. Hvort hann gerði það af heilum hug hefur aldrei verið vitað, en á endanum gekk hann aftur í lið með uppreisnarmönnum. Uppreisnin mistókst og Spánn liðaðist fljótt í tvennt þar sem tvær stríðandi fylkingar börð- Einræðisherra Eftir borgarastríðið gerði Franco sjálfan sig að einræðisherra Spánar. myndin er frá 1948. Nú í lok mars voru 70 ár liðin síðan spænsku borgarastyrjöldinni lauk. Sigurvegari þeirra blóðugu átaka hét Francisco Franco, íhalds- samur herforingi sem breytti Spáni í einræðis- ríki. Harðri stjórn hans lauk ekki fyrr en að honum látnum árið 1975.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.