Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 30. apríl 2009 27Helgarblað Fyrstu morðin í Ameríku Landnemar kasta grímunni Þrátt fyrir fyrrnefndar tilraunir Williams Brad- ford landstjóra í nýlendu Breta í Massachusetts til að sýna Indíánum fram á að þeir nytu sama réttlætis og hvítir landnemar, stóð sú dýrð ekki lengi. Strax og nýlendan var orðin svo öflug að henni stóð ekki bein hætta af Indíánum, köst- uðu landnemar grímunni og tóku að kúga Indí- ána á allan hátt. Reyndar voru Indíánar ekki einu fórnarlömb þess harðneskjulega land- nemaréttlætis sem brátt var tekið að útdeila í nýlendunum vestan hafs. Sérstaklega þóttu menn harðir í horn að taka í Virginíu en þar máttu jafnt Indíánar sem þrælar af öllu öðru kyni gæta sín að gera ekk- ert til að styggja landnemana. Ánauðugir smá- bændur í þjónustu stórbændanna flokkuðust í raun og veru sem þrælar um þær slóðir, og þótt þeir væru hvítir sættu þeir engu skárri meðferð en Indíánarnir ef þeir voguðu sér að gera eitt- hvað á hlut húsbænda sinna. Í Virginíu var vinsælt að höggva hendur af misyndismönnum og afbrotamönnum af öllu tagi, en einnig eyru, og voru eyrun síðan gjarn- an fest upp á staura á almannafæri, öðrum til viðvörunar. Og menn voru ekkert að flýta sér að taka niður slíkar líkamsleifar, hvað þá veita þeim kristilega greftrun. Lík hangir við tré í mörg ár Þegar ánauðugur bóndi að nafni Thomas Helli- er réðst með öxi að húsbónda sínum, sem hann taldi hafa leikið sig grátt, og drap hann, þá var Hellier að sjálfsögðu eltur uppi og hengdur, en síðan var lík hans hlekkjað við tré á fjölfarinni slóð til þess að þrælar og annað undirmálsfólk gleymdi ekki hversu hart væri hér réttlætið. Þar hékk lík Helliers síðan í mörg ár eða þar til það varð beinlínis að engu. Rétt skal vera rétt, sögðu landnemar, og það fékk Mary nokkur Dyer líka að reyna. Hún kom frá Englandi með fjölskyldu sinni og sett- ist að í Boston, þar sem púrítanar af mótmæla- slekti réðu öllu sem þeir vildu ráða. Mary Dyer sneri síðan aftur til Englands og þar tók hún trú Kvekara. Það hefði hún ekki átt að gera. Enda þótt ókunnugir kunni lítt að greina milli hinna fínni blæbrigða í trú Kvekara annars vegar og þessara púrítana hins vegar, voru púrítanarnir í Boston með þann mun öldungis á hreinu og vildu ekkert með Kvekara hafa. Þegar Mary Dyer tók til óspilltra málanna að boða sína Kvekaratrú ýfðust kirkjufeðurnir í Boston og stungu henni í steininn fyrir trúboð- ið og gerðu hana síðar burtræka frá bænum. Nokkru seinna, eða 1657, var Mary Dyer líka dæmd burtræk frá New Haven af sömu ástæðu. Brottrekstri af þessu tagi var beitt gegn mörg- um afbrotamönnum, sem nýlendumenn vildu losa sig við en gátu ekki almennilega fundið nógu stóra sök hjá til að láta taka af lífi. Dauðarefsing fyrir að snúa heim Um þetta leyti höfðu þeir í Boston sett ný lög þar sem dauðarefsing var lögð við því að snúa til baka ef maður hafði verið lögformlega dæmdur á brott. Þessum lögum var að sjálfsögðu helst stefnt gegn alvarlegum brotamönnum, en svo fór að trúboðinn Mary Dyer var sú fyrsta sem varð fyrir barðinu á þeim. Hún lét sér nefnilega ekki segjast, þó hún hefði verið rekin burt bæði frá Boston og New Haven, heldur sneri aftur til að boða trú. Sérstaklega var henni þó umhugað um að líkna trúarsystkinum sínum sem hneppt höfðu verið í fangelsi vegna trúar sinnar. Ekki leið á löngu þar til Mary Dyer var tek- in höndum og leidd fyrir rétt, sökuð um brot á lögum um brottrekstur frá nýlendunni. Hún var dæmd til dauða, samkvæmt laganna hljóð- an, en sonur hennar einn hélt uppi miklu mál- þófi til bjargar móður sinni. Að endingu var hún náðuð en að sjálfsögðu gerð burtræk frá Boston öðru sinni. En hún lét sér ekki segjast; 1650 sneri hún enn aftur og boðaði sína trú sem fyrr. Heimildum ber ekki saman um hvað vakti fyrir Mary Dyer. Sumir telja að hún hafi bein- línis ætlað sér að fórna lífinu fyrir trúna og verða píslarvottur Kvekara, sem þeir gætu síð- an flykkt sér um, rétt eins og píslarvottar frum- kristninnar létu lífið en stöppuðu mjög stál- inu í trúarsystkini sín. Fleiri hallast hins vegar að því að Mary Dyer hafi verið þess fullviss að hinir virðulegu borgarar Boston myndu þeg- ar til kæmi heykjast á því að taka hana af lífi. Hún hafi sem sé ætlað sér að ögra þeim þannig að þeir neyddust til að fella lög sín úr gildi, að minnsta kosti hvað hana varðaði. Píslarvottur Kvekara Hinir virðulegu borgarar í Boston stóðu líka frammi fyrir nokkrum vanda. Þeir munu í rauninni ekki hafa haft minnstu löngun til þess að taka Mary Dyer af lífi, enda var þetta kona á virðulegum aldri sem aldrei hafði gert flugu mein og var ekki líkleg til þess, þótt hún boð- aði Kvekaratrú af fullmiklum ákafa fyrir þeirra smekk. En borgarar og valdamenn í Boston lásu lagasafnið sitt og gátu ekki fundið neina leið framhjá dauðadóminum sem þeir hlutu að kveða upp yfir henni, enda hafði hún í tvígang gengið blákalt gegn lögunum. Til þess að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að lög skyldu standa, þá drógu valdamenn Mary Dyer því í gálga og hengdu hana. Í röðum Kvekara er vissulega litið á hana sem píslarvott en í dómsmálasögu Banda- ríkjanna er Mary Dyer aftur á móti talin eina hreinræktaða dæmið um manneskju sem var tekin af lífi bara til þess eins að framfylgja og staðfesta bókstaf laganna. En ekki af því hún hafi í rauninni neitt veru- legt til saka unnið. Nýja Amsterdam Stríð braust út milli indíána og landnema þegar þeir síðarnefndu vildu fá einn indíánann framseldan fyrir morð á hvítum manni. Fimmtán árum áður höfðu þeir þverneitað að framselja hvíta menn fyrir morð á indíána. Sögulegir farþegar Hið sögufræga skip mayflower flutti bæði fyrsta morðingjann og fyrsta fórnarlambið úr röðum hvítra manna í Vesturheimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.