Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 34
fimmtudagur 30. apríl 200934 Helgarblað Heldur þú að þetta hafi verið per- sónuleg hefnd Davíðs? „Ég get ekki lesið annað út úr þessu. Þetta er náttúrlega svo brjál- æðislegt. Síðan er líka stórfurðulegt að það var ekki talað við viðskipta- ráðherra heldur voru þetta einhver handahlaup inni í Seðlabankanum með aðilum sem höfðu ekkert vit á því hvernig átti að taka á málunum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans vissi ekki af þessu fyrr en eftir á. Ég veit ekki hvað manninum gekk til að velja sjálfan sig í stöðu seðlabanka- stjóra á sínum tíma. Hvað heldur þú að hefði gerst í Bretlandi ef Margar- et Thatcher hefði ákveðið að gerast seðlabankastjóri, eða Helmut Kohl í Þýskalandi? Við látum þetta hins vegar yfir okkur ganga. Þetta er eins og þegar bílaviðgerðarmaður ákveð- ur skyndilega að fara að starfa sem augnlæknir. Ég held að ansi margir yrðu blindir.“ Jóhannes segist aðspurður ekki hafa hitt Davíð í árafjöld. „Og ég hef ekki saknað þess. Ég held að ég hafi ekki komið nálægt honum nema þegar mér varð það á að kjósa hann formann Sjálfstæðisflokksins fyrir margt löngu.“ Þannig að þú berð sjálfur ábyrgð á því? „Að hluta til, og skammast mín óendanlega fyrir það.“ Jóhannes vill ekki gefa upp hvaða stjórnmálaafl hann aðhyllist nú. „Ég hef ekki verið í flokkspólitík á nokk- urn hátt síðan ég stofnaði Bónus. Þar tel ég mig vera í minni eigin pólitík, og það er engin pólitík á Íslandi sem hefur jafnmikið fylgi þannig að ég er alveg sáttur við minn hlut.“ Spilling í dómskerfinu Rannsókn á bankahruninu er þeg- ar hafin en skiptar skoðanir eru á því að Eva Joly hafi verið fengin til að aðstoða við verkið. „Ég hef ekki mikið álit á fólki sem kemur og dæmir áður en það er búið að kynna sér málin. Enda held ég að hún sé búin að eyðileggja sig. Hún sagði strax að hún ætlaði að setja alla í fangelsi og var búin að kynna sér þetta í grunninn á einni viku. Það er mjög snöggsoðið og ég held að hún sé búin að eyðileggja fyrir sér alfarið að hún geti verið máls- metandi í þessari umræðu,“ segir Jóhannes. Nokkrum dögum eftir að hún fór að kynna sér viðskiptalífið hér á landi sagði hún ennfremur að hún teldi að of vægt hefði verið tekið á Jóni Ásgeiri í Baugsmálinu. Þó að Jóhannes sé ekki ýkja hrif- inn af Evu Joly finnst honum nauð- synlegt að einhver sé fenginn til verksins sem hefur engra hags- muna að gæta. „En hann kemur ekki ríðandi á hvítum hesti og seg- ir að þetta séu allt glæpamenn. Ég hef rætt við fjölda lögfræðinga um það sem sagt hefur verið um útrás- arvíkingana, og þá menn sem voru stórtækir í viðskiptum, og þeir segja að það sé ekkert ólöglegt við þessar athafnir. Bankastjórar eru ráðnir til að lána peninga. Bankarnir eru til þess að lána peninga, annars verða þeir ekki til. Síðan er það annað mál ef hlutirnir hrynja undan því sem væntingarnar stóðu til. Það er bara sérkapítuli út af fyrir sig.“ Telur þú þá að engin lög hafi ver- ið brotin í aðdraganda bankahruns- ins? „Ég er allavega ekki tilbúinn að dæma um það fyrirfram að lög hafi verið brotin. Við erum nú aldeilis búin að læra af slíku. Ég held að við höfum verið með eitt mest rann- sakaða fyrirtæki í heiminum. Sonur minn var ásakaður um 58 atriði og það voru tvö eða þrjú sem stóðu eft- ir alla rannsóknina. Þarna var bara hatursherferð í gangi. Davíð Odds- son hótaði stjórnarformanni okkar, sagði að hann væri í slæmum félags- skap og að hann skyldi fá að kenna á því. Hann sagði að yfir okkur myndi hellast lögreglan, skatturinn og Sam- keppnisstofnun. Og allt þetta hef- ur gengið mjög snurðulaust eftir. Þetta sýnir hvað maður eins og Dav- íð Oddsson, sem situr svona lengi á valdastóli, getur orðið hættulegur.“ Jóhannesi þykir eðlilegra að end- urnýjun eigi sér stað með reglulegu millibili á æðstu valdastólum. „Við sjáum skynsemina í því að Banda- ríkjamenn hafa forsetatíðina aðeins átta ár. Þá eru minni líkur á að spill- ingin gegnsýri allt embættismanna- kerfið eins og gerist þegar æðstu menn eru þetta þaulsætnir, líkt og hér. Davíð Oddsson hefur plant- að vinum og vandamönnum inn í dómskerfið eins og frægt er orðið. Það getur ekki verið heilbrigt. Fyrir utan það að ég hef sagt allan tímann að hann væri ekki heilbrigður.“ Hvað áttu við með því? „Eigum við ekki að láta það liggja milli hluta. En hann er allavega veik- ur. Menn sem hafa unnið nálægt honum hafa vitnað um það við mig. Við sáum það líka á ræðunni núna á landsfundinum þar sem hann af- hjúpaði sjúkleika sinn eftirminnilega. Sá sem stýrði þessi öllu er sjúklingur. Hann gengur ekki heill til skógar.“ Of hratt um gleðinnar dyr Jóhannes hefur fylgst náið með breytingum á íslensku viðskiptalífi og neyslumynstri undanfarna ára- tugi. „Þetta varð allt mjög spennandi í byrjun tíunda áratugarins. Þá fengu Íslendingar fyrst kreditkort. Við gát- um farið til útlanda og keypt það sem okkur langaði með kreditkorti. Áður var okkur bannað að vera með kort. Þá fékk fólk gjaldeyri í bank- anum og það var stimplað á farseð- ilinn að þú hefðir fengið þessa pen- inga. Þeir áttu að duga ferðina. En þeir dugðu aldrei. Oft þurfti fólk þá að kaupa gjaldeyri á svörtum mark- aði til að geta farið í lengra en fimm daga ferðalag,“ segir hann. „Það var svo mikil forsjá, svo miklar skammtanir og höft. Þegar við losnuðum við þessi höft eftir að við urðum aðilar að EES opnuðust allir markaðir skyndilega og við urð- um eins og kálfar að vori. Allt í einu máttum við alveg eins og hinir,“ segir Jóhannes. Þessi sama þróun hófst áratug- um fyrr í löndunum í kringum okk- ur. „Eftirstríðsárin hófust í nágranna- löndunum upp úr 1950 en á Íslandi upp úr 1990. Við vorum komin lengra á þróunarbrautinni þegar við fengum þetta en hinar þjóðirnar. Við vorum langþráðu frelsinu fegin og gengum kannski of hratt um gleð- innar dyr. Ég held að það hafi haft sitt að segja. Við vorum ekkert undir þetta búin. Við fengum engan aðlög- unartíma.“ Skömmu síðar voru bankarnir einkavæddir. „Þeir sem ráku bank- ana gátu þá fengið nóg af peningum að láni um allan heim. Þeir verða síð- an að lána til að geta borgað sín lán til baka með rentum. En þarna var kannski gengið of hart fram vegna þess að við vorum ekki búin undir þetta frjálsræði. Við hefðum þurft að fá þetta hægar, og við hefðum þurft að hafa yfirvald sem kunni að hemja þetta nýtilkomna frjálsræði. Þarna hefðu Seðlabanki og Fjármálaeftir- lit þurft að láta til sín taka. Það brást hvorutveggja.“ Hver er vænlegasta leiðin til að rétta við íslenskt viðskiptalíf? „Ef við förum ekki að finna gjald- miðil sem við getum treyst á og komið þeim hlutum í gagnið verður þetta svartara og svartara. Við verð- um að fá gjaldmiðil sem við getum treyst á.“ Ertu hlynntur upptöku evru? „Ég væri alveg til í það. Ég vil bara traustan gjaldmiðil. Mér finnst alveg sjálfsagt að skoða hvað ESB-aðild innifelur. Það er vitleysa að banna allar umræður um það. Við viljum vera frjáls en við megum ekki tala um það sem er í kringum okkur, það sem er jafnvel undirstaða allrar lífs- afkomu á Íslandi.“ Tímaritið Frjáls verslun mælir ár- lega vinsældir fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtæki Jóhannesar, Bónus, er vin- sælasta fyrirtækið í ár. Þetta er sjö- unda árið í röð sem Bónus ber þenn- an titil. „Það reiknaði enginn með því að þetta myndi lifa nema í þrjá til sex mánuði,“ segir Jóhannes um fyrir- tækið. Hann er þó enn með báða fætur á jörðinni eftir tuttugu ára rekstur sem hófst í 350 fermetra hús- næði við Skútuvoginn. Og hann tek- ur enn til hendinni í búðunum þar sem hann raðar í hillur og ræðir við viðskiptavini. „Ég hef mest gaman af því. Ég hef ekki gaman af einhverj- um skrifstofustörfum,“ segir hann og tekur stefnuna upp tröppurnar í verslunarrýmið á fyrstu hæðinni. Hefnd Davíðs Jóhannes telur að yfirtaka glitnis hafi verið liður í persónulegri hefnd davíðs Oddssonar gegn fjölskyld- unni sem átti stóran hluta í glitni. MynD Sigtryggur Ari JóHAnnSSOn nýr gjaldmiðill Jóhannes hefur meiri ánægju af því að starfa með fólkinu í verslununum en að sitja á skrifstofunni. Honum finnst sjálfsagt að skoða ESB-aðild. MynD Sigtryggur Ari JóHAnnSSOn Fyrsta búðin Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, sonur hans, stofnuðu Bónus 8. apríl 1989. Jón Ásgeir byrjaði sex ára að aðstoða föður sinn við verslunarstörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.