Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 44
fimmtudagur 30. apríl 200944 Sport Meðalmennska hefur einkennt enska úrvalsdeildarliðið Newcastle síð-ustu ár. Þetta lið sem var á meðal efstu liða bæði frá 94-97 og svo aftur frá 2002-2004 hefur látið sér nægja að enda fyrir neðan miðja töflu undanfarin tímabil. Newcastle hefur daðrað við botninn síð- ustu tvö tímabil en í bæði skiptin tekið góð- an endasprett og bjargað sér frá falli. Í ár, eins og allir áhugamenn um enska boltann vita, er sagan önnur. Endaspretturinn sem Newcastle hefur treyst svo mikið á hefur hvergi verið sjáan- legur og er liðið nú í þriðja neðsta sæti þeg- ar aðeins fjórir leikir eru eftir. Það er þremur stigum frá næsta liði, Hull, þannig að vonin er ekki úti enn. Liðið gerði jafntefli í gífurlega mikilvægum heimaleik síðastliðinn mánu- dag gegn Portsmouth en sigur þar hefði heldur betur gefið liðinu innblástur. Alan Shearer stýrir nú liðinu en undir hans stjórn hefur Newcastle ekki enn unnið leik. Aðeins náð í tvö stig og það versta er að Newcastle hefur aðeins skorað eitt mark. Af sem áður var Newcastle hefur alltaf verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta þó minna hafi farið fyrir því á síðustu árum. Eftir að Alan Shearer tók við liðinu hefur það leikið fjóra leiki. Gert tvö jafntefli, tapað tveimur og skorað aðeins eitt mark. Það er af sem áður var þegar Shear- er var sjálfur í fremstu víglínu en hann er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi með heil 260 mörk. Þegar Shearer tók við biðlaði hann til markahróksins Michaels Owen að finna markaskóna uppi í hillu, reima þá á sig og bjarga liðinu frá falli. Hann hefur ekki enn fundið netmöskvana frekar en aðrir fram- herjar Newcastle og þar liggur rót vandans. Á meðan hin hripleka og ömurlega vörn liðs- ins asnast til að standa vaktina almennilega fer ekkert inn hinum megin. Eina markið undir stjórn Shearers skoraði heimalning- urinn Andy Carroll á útivelli gegn Stoke sem tryggði liðinu mikilvægt stig. Þrátt fyrir markaleysið hefur Newcastle töluvert betri markatölu en Hull sem er fyrir ofan það í töflunni en eins og áður segir skilja aðeins þrjú stig liðin að. Það gæti talið drjúgt þegar á hólminn er komið. Þokkalegir leikir eftir Þótt Hull sé ekki eina liðið sem Newcastle á í baráttu við er gott fyrir það að horfa til leikj- anna sem liðin eiga eftir. Það er auðvelt að segja að leikir Newcastle sem eftir eru séu erfiðir og réttilega. Newcastle er ekki í öf- undsverðu hlutverki um helgina þegar það sækir Liverpool heim. Stig þar væri stórsig- ur fyrir Newcastle en miðað við hvernig lið- in spila þessa dagana verður stuðullinn ekki hár á Newcastle Eftir það taka við tveir heimaleikir gegn Middlesbrough og Fulham. Sjaldan hafa sést jafnmiklir sex stiga leikir og gegn Middles- brough en fyrir utan það að liðin séu saman í fallsætum eru þau nágrannar og líka ekkert of vel við hvort annað. Fulham sækir nú hart að sæti í Evrópukeppni á næsta ári og mæt- ir því eflaust tvíeflt til leiks á St James´s park. Það breytir því ekki að þarna fær Newcastle- liðið tvo heimaleiki í röð til að rétta sinn hlut og nýti það ekki þessi tækifæri á það auðvitað ekki skilið að halda sér í deildinni. Lokaleik- urinn er svo útileikur gegn Aston Villa sem mun ekki hafa að neinu að keppa og spilar alltaf illa þegar lítið er undir. Á móti á Hull mjög erfiða leiki eftir. Hull heimsækir Aston Villa um helgina, fær sterkt lið Stoke í heimsókn þar á eftir og spilar svo við Bolton úti og Manchester United heima. Nær allir heilir Newcastle hefur lengi þurft að glíma við það sem getur ekki flokkast undir annað en óeðlilega mörg meiðsli. Sjaldan eru færri en sex byrjunarliðsmenn meiddir á sama tíma og getur heildartalan verið um og yfir tuginn heilu og hálfu tímabilin. Á því hefur ekki ver- ið skortur í ár. Svo virðist sem það sé einfald- lega nóg að fara í æfingagallann og reima á sig takkaskóna á æfingasvæði Newcastle til þess að meiðast. Oftar en ekki vilja menn tengja lélegan æfingavöll Newcastle við þessi meiðsli. Fréttirnar eru þó betri hjá Newcastle fyr- ir lokasprettinn í deildinni í ár. „Ekki nema“ fjórir leikmenn eru á meiðslalista félagsins og þar af „aðeins“ tveir byrjunarliðsmenn. X- faktorar eins og Mark Viduka og Alan Smith eru að detta inn í liðið aftur en báðir hafa sýnt að þeir geta skorað. Það er bara eins gott fyrir Newcastle að einhver finni markaskóna ætli það ekki að taka á móti stórliðum á borð við Bristol og Peterbrough á næsta keppnistíma- bili. Það er ekki öll nótt úti enn hjá Newcastle en útlitið er svart. Það er nokkuð ljóst. tomas@dv.is Fall í næstefstu deild blas- ir nú við Newcastle en liðið hefur verið í úrvalsdeildinni ensku samfleytt frá árinu 1994. Liðið virðist dæmt til þess að falla en ekki er svartnættið orðið algjört enn sem komið er. Aðeins þrjú stig skilja New- castle og Hull að í töflunni en Newcastle verður að fara að vinna leiki undir stjórn Alans Shearer. Til þess þarf það fyrst að skora mark. Ekki Er öll nótt úti Enn Verður að fara að skora michael Owen þarf að finna markaskóna og það strax. myNd AFP Goðsögnin alan Shearer fer úr goðsögn í dýrðling bjargi hann Newcastle frá falli. myNd AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.