Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 45
fimmtudagur 30. apríl 2009 45Sport Íslendingalið Í eldlÍnunni Coca-Cola Championship-deildin, sú næstefsta á Englandi, klárast um helgina. Tvö Íslendingalið, Reading og Burnley, eygja enn möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina. Reading er þó nær því en það á eftir stórleik gegn Birmingham. Jóhannes Karl og félagar sem hafa verið spútniklið ársins geta með sigri um helgina tryggt sér sæti í umspilinu. Hin Íslendingaliðin sigla lygnan sjó. R eading, lið Ívars Ingimarssonar og Brynjars Björns Gunnarsson- ar, getur með sigri á Birmingham á sunnudaginn og hagstæðum úr- slitum í leik Sheffield United og Crystal Palace endurheimt sæti sitt í ensku úr- valsdeildinni. Reading hefur tapað mörgum stigum á lokasprettinum, sérstaklega eftir að Ívar Ingimarsson meiddist, og gæti í raun fyr- ir löngu verið búið að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu. Úlfarnir eru nú þegar komnir upp sem öruggir sigurvegarar deildarinnar. Burnley, sem Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með, hefur verið spútniklið ársins. Það getur öllum að óvörum tryggt sér sæti í umspili en í því taka þátt liðin sem enda í 3.-6. sæti. Þar leikur liðið sem endar í þriðja sæti við það í sjötta og fjórða sætið mætir því fimmta. Takist Reading því ekki að koma sér upp um deild í fyrstu atrennu gæti orðið Ís- lendingaslagur í umspilinu. Leikið er heima og að heiman og sigurvegarar beggja leika mætast í hreinum úrslitaleik á Wembley. Ívar og Brynjar í stúkunni Með sigri í síðustu tveimur leikjum hefur Reading komið sér í stöðu sem var ekki líkleg fyrir svo löngu. Fyrir það hafði Reading aðeins halað inn fjögur stig af fimmtán mögulegum gegn liðum sem það á undir eðlilegum kring- umstæðum að vinna. Það tapaði meðal annars mikilvægum leik, 1-0, gegn Sheffield United sem stendur með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. Vinni Sheffield United Crystal Palace á lokadeginum er það komið upp um deild. Takist því hins vegar ekki að leysa það verkefni getur Reading farið upp á markamun með sigri á Birmingham. Vinni Birmingham Reading er það örugglega komið upp í úrvals- deildina. Þrír Íslendingar leika með Reading. Ívar Ingi- marsson er þeirra mikilvægasti og besti varnar- maður og hefur liðið ekkert falið hversu mikið það hefur saknað hans eftir að Ívar meiddist. Þá er Brynjar Björn Gunnarsson einnig meidd- ur en þeir félagarnir geta lítið annað en horft á og kvalist í stúkunni í þessum mikilvæga leik. Vörnin hefur reyndar haldið vel að undanförnu en liðið hefur haldið hreinu í síðustu þremur leikjum. Heimavöllurinn sterkur Eins og þegar Reading lék í úrvalsdeildinni hef- ur heimavöllur verið mikið vígi Reading. Það nýtur því góðs af því að fá Birmingham í heim- sókn en þurfa ekki að ferðast til miðlanda Bret- lands í lokaleikinn. Birmingham getur held- ur betur klórað sér í höfðinu takist því ekki að vinna Reading en það fékk draumaleik til þess að koma sér upp um deild í síðustu um- ferð. Birmingham tapaði þá á heimavelli gegn Preston og fór heldur betur illa með færin. Jafn- tefli dugar Birmingham til þess að komast upp en það verður þá að bíða eftir úrslitum úr leik Sheffield United og Crystal Palace. Burnley í umspil Ekki var búist við miklu af mönnum Owens Coyle í Burnley fyrir tímabilið. Þetta lið hefur farið á kostum í báðum bikarkeppnunum í ár og sigrað meðal annars Arsenal sannfærandi á Emirates-vellinum. Lengi vel var Burnley ekki líklegt til afreka í deildinni en nú stendur það með pálmann í höndunum hvað varðar síðasta sætið í umspilinu. Burnley tekur á móti Bristol City sem hefur að engu að keppa fyrir lokaum- ferðina. Jóhannes Karl Guðjónsson lék mikið í byrj- un leiktíðar en hefur því miður setið meira og minna á tréverkinu undanfarið. Hann hefur ekki verið að fá mikið meira en fimmtán mín- útur í leik en er þó sá varamaður sem oftast nær er kallað fyrst á. Owen Coyle, stjóri liðs- ins, er einfaldlega ekkert mikið í því að skipta snemma inn á. Hann er bara ekki þannig þjálf- ari. Jói Kalli hefur þó meira en sannað verð- gildi sitt í deildinni og getur Coyle alltaf treyst á hann í umspilinu vanti hann baráttuglaðan Skagamann með eitraðan hægri fót. Heiðar og Aron á lygnum sjó Hin Íslendingaliðin, QPR og Coventry, þar sem Heiðar Helguson og Aron Einar Gunnarsson leika hafa að litlu að keppa á sunnudaginn þeg- ar lokaumferðin fer fram. Aron Einar sem hefur farið á kostum með Coventry fær ekki gullúr- ið frá þjálfaranum sem honum var lofað myndi liðið enda um miðja deild og hann skora tvö mörk til viðbótar. Coventry er í sautjánda sæti fyrir lokaumferðina og getur best náð fjórtánda sæti. Þá er QPR með Heiðar Helguson í farar- broddi í ellefta sæti og getur best endað í því níunda. Ekkert fall hjá Íslendingum í ár og enn geta fjórir farið upp um deild. tomas@dv.is Brynjar Björn Verður í stúkunni að horfa á mikil- vægasta leik tímabilsins. mynd Getty ImAGes Jóhannes Karl getur ásamt félögum sínum í Burnley tryggt sér sæti í umspili. mynd Getty ImAGes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.