Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 30. apríl 200910 Fréttir
Upphaf svínaflensunnar hefur að öllum líkindum verið rakið til La Gloria, þorps norður af Mexíkóborg,
höfuðborg Mexíkó. Þar býr fimm ára drengur, Edgar Hernandez, sem staðfest hefur verið að hafi fengið
svínaflensuna og náð sér að fullu. Enn sem komið er er flest staðfest tilfelli sýkingar að finna í Mexíkó.
„Sjúklingur núll“
Stjórnvöld í Mexíkó telja sig hafa
komist að því hvar svínaflensan hóf
ferð sína um heimsbyggðina. Edgar
Hernandez , fimm ára drengur í La
Gloria, smáþorpi í Mexíkó, veiktist
hastarlega í marslok og var rúm-
liggjandi þrjá daga, svitnaði mikið
og var með háan hita.
3. apríl tók hjúkrunarfólk sýni
úr hálsi Edgars sem tveimur vik-
um síðar rataði í forvarnamiðstöð
sjúkdóma í Atlanta í Georgíufylki
í Bandaríkjunum. Þegar hér var
komið sögu voru stjórnvöld í Mex-
íkó orðin afar áhyggjufull vegna
fjölgunar flensutilfella sem jafnvel
drógu fólk til dauða og ekki leið á
löngu áður en þeim var tilkynnt að
í mörgum þeirra sýna sem rann-
sökuð höfðu verið hefði fundist
stofn svínaflensu og að sýnið úr
Edgari væri það elsta.
„Mjög veikur“
Fréttamaður BBC fór til La Gloria
og ræddi við Edgar sem sagði að-
spurður að hann hefði verið „mjög
veikur“, en liði nú vel. Edgar gæti
að mati sérfræðinga geymt lykilinn
í baráttunni við svínaflensuna sem
hefur lamað Mexíkó og valdið því
að embættismenn heilbrigðismála
á heimsvísu sitja á tíðum neyðar-
fundum.
Á sama tíma og tala staðfestra
smita fer yfir hundraðið í fjórum
álfum og ótti grípur um sig í öllum
heimshornum virðist sem Edgar
Hernandez hafi náð sér að fullu.
Aldrei fyrr hefur þorpið La Glor-
ia fengið viðlíka athygli og Edgar
hefur staðið í ströngu við að svara
spurningum fréttamanna sem
leggja leið sína í þorpið með grímu
fyrir vitum og latexhanska.
„Mér var mjög illt í höfðinu...
ég gat ekki andað,“ sagði Edgar við
fréttamann breska dagblaðsins
The Guardian.
Fjöldi þorpsbúa fékk flensu
Edgar Hernandez, sem læknar kalla
„sjúkling núll“, er einn fjölda ann-
arra í La Gloria sem fengu flensu í
lok mars. La Gloria er í Veracruz-
fylki, í um tveggja klukkustunda
akstursfjarlægð frá Mexíkóborg, og
eru íbúar þess um 3.000 manns, en
þrátt fyrir að sýni hafi verið tekin
úr tugum sjúklinga fannst svína-
flensuveiran eingöngu úr sýninu
úr Edgar, aðrir höfðu fengið venju-
lega flensu.
Þrátt fyrir að almennt sé talið
að fyrsta tilfelli svínaflensunnar í
Mexíkó megi rekja til ungs drengs
í La Gloria, hafa stjórnvöld þar í
landi ekki skýringar þar að lútandi
á reiðum höndum.
Skella skuldinni á svínabú
En sömu sögu er ekki að segja um
þorpsbúa, sem sumir hverjir telja
að þeir hafi fengið svínaflensuna
á undan Edgari. Þeir skella skuld-
inni á svínabú í grenndinni, í eigu
bandarísks fyrirtækis, Smithfield
Foods.
„Við erum ekki læknar, en okk-
ur finnst erfitt að tengja svína-
búin hér í kring ekki við hana
[svínaflensuna],“ sagði Anselma
Anador, einn þorpsbúa í viðtali
við The Guardian. „Flensan hefur
svínaefni (e. pig material) í sér og
við erum manneskjur, ekki svín.“
Í sama streng tók viðmælandi
BBC, Jose Benitez Valencia geita-
hirðir sem gætir hjarðar sinn-
ar skammt frá einu svínabúanna.
„Veran hérna er slæm því fnykur-
inn er afar mikill, við getum ekki
búið við þetta. Úrgangurinn í þess-
um þróm situr bara þarna,“ sagði
Valencia.
Þrærnar sem um ræðir eru úr-
gangsþrær svínabúanna og telja
margir íbúa að innihald þeirra hafi
komist í drykkjarvatn. Að sögn Val-
encia glíma margir starfsmanna
svínabúanna við heilsufarsvanda-
mál.
Stjórnvöld vantrúuð
Larry Pope, forstjóri Smithfield
Foods, gefur ekki mikið fyrir skoð-
un þorpsbúa og sagði fyrr í vikunni
í viðtali við bandaríska blaðið The
Wall Street Journal að fyrirtækið
væri ánægt með að svínin væru
heilbrigð. „Þetta er ekki svínamál-
efni. Þetta er frá-manni-til-manns
málefni,“ sagði Pope.
Orð hans komu í kjölfar sýna-
töku opinberra starfsmanna á býl-
inu sem leiddu ekkert misjafnt í
ljós.
Yfirvöld styðja orð Larrys Pope
og sagði José Ángel Córdova, heil-
brigðisráðherra landsins, að land-
búnaðarráðuneytið hefði reglulega
rannsakað svínin og ekki fund-
ið neitt sem tengja mætti svína-
flensunni. „Ég tel slíka tengingu
fljótfærnislega,“ sagði Córdova.
Córdova fullyrti einnig að Edg-
ar væri eina tilfelli svínaflensu í
La Gloría, þrátt fyrir að þorpsbúar
segi að hann hafi orðið veikur eftir
að stór hluti þorpsbúa hafi fengið
flensu.
Munur á tilfellum í Mexíkó og
Bandaríkjunum
Enn er ósvarað þeirri spurningu
hví fréttir af dauðsföllum vegna
svínaflensunnar berast enn sem
komið er eingöngu frá Mexíkó.
Í Mexíkó er, sennilega eðli máls-
ins samkvæmt, að finna flest tilfelli
sýktra einstaklinga, sem og flest til-
felli þar sem grunur leikur á sýk-
ingu. Fjöldi þeirra sem látist hafa,
með einkenni sem draga dám af
svínaflensunni, er kominn yfir eitt
hundrað og fimmtíu auk þess sem
um 2.000 manns hafa verið lagð-
ir inn á spítala með einkenni sem
svipar til svínaflensu.
Norðan landamæra Mexíkó, í
Bandaríkjunum hafa verið staðfest
á sjöunda tug sýkingartilfella og,
þegar þetta er skrifað, hafa fimm
verið lagðir á sjúkrahús. Fyrsta
dauðsfallið í Bandaríkjunum vegna
svínaflensu og það eina var stað-
fest á fimmtudaginn. Þar var um að
ræða tveggja ára barn í Texas.
Hugsanlega verra ástand í
Mexíkó
Engin einhlít skýring hefur verið
nefnd til sögunnar en ein sameig-
inleg skoðun virðist vera að koma
í ljós; að sjúkdómurinn hafi verið
til staðar í Mexíkó og sýkt fleira fólk
en rannsakendur geta staðfest.
„Vitum við í raun um öll tilfellin
sem tengjast Mexíkó eða er þetta
toppurinn á ísjakanum,“ sagði Lou-
is Sullivan læknir, sem stýrði ein-
um heilbrigðismálaflokki í Banda-
ríkjunum í forsetatíð Georges W.
Bush.
Maryn McKenna, höfundur
bókar um sjúkdómastjórnun, Beat-
ing Back the Devil, sagði að mögu-
lega væru „mun fleiri flensutilfelli
í Mexíkó en okkur er kunnugt um
því þau hafa ekki verið talin enn“.
Dauðsföll í La Gloria
Í febrúar lést sjö mánaða barn í La
Gloria úr lungnabólgu, og snemma
í mars dó tveggja mánaða barn.
Foreldrum beggja barna var tjáð
að dánarorsök hefði verið lungna-
bólga. Rétt fyrir miðjan mars fékk
fjöldi fólks háan hita, mikla verki
og særindi í hálsi sem leiddu til
öndunarörðugleika. Þrátt fyrir
að yfirvöld kölluðu til lækna sem
komu færandi hendi með sýkla- og
verkjalyf varð lítið lát á veikindum.
„Okkur var sagt að þetta væri
dæmigert kvef og ekkert til að hafa
áhyggjur af, sennilega tilkomið
vegna flugna frá svínabúunum, og
þeir sendu lið til að losna við flug-
urnar,“ sagði Bertha Crisostomo,
samfélagsleiðtogi í La Gloria, sem
sjálf tók pestina og var óvinnufær
í viku.
Hvort Edgar Hernandez kemur
til með að spila veigamikið hlut-
verk í kortlagningu veirunnar og
aðgerðum gegn svínaflensunni
verður tíminn að leiða í ljós. Hvað
sem því líður virðist ljóst að hann
lifði af veirusýkinguna og þakk-
ar meðal annars rjómaísneyslu að
hann náði heilsu á ný.
Edgar Hernandez,
sem læknar kalla
„sjúkling núll“, er
einn fjölda annarra í
La Gloria sem fengu
flensu í lok mars.
KoLBeinn þorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Sjúklingur núll“ Edgar Hernandez er
talinn sá fyrsti sem fékk svínaflensuna.
Svínabú í Mexíkó Stjórn-
völd telja ekki sannað að
svínaflensuna megi rekja til
mexíkóskra svínabúa.