Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 8
Föstudagur 3. júlí 20098 Fréttir
Vaxandi spenna um
suðurnesjaorku
Fyrirhuguð kaup Geysis Green Energy á HS Orku af Reykjanesbæ hafa vakið hörð viðbrögð og efasemdir.
Meirihluti bæjarstjórnar telur ekki rétt að bæjarfélagið standi á bak við fjárfestingar til orkuöflunar fyrir
stórfyrirtæki. Minnihlutinn sakar sjálfstæðismenn í bæjarstjórn um einkavæðingarhneigðir og hefur efa-
semdir um getu og trúverðugleika GGE til kaupanna. GGE er að mestu í fangi ríkisbankanna og verðmæti
félagsins er tuttugu og fimm sinnum minna en það var þegar best lét. Til tals hefur komið að Íslandsbanki
breyti 23 milljarða króna skuld GGE í hlutafé.
Orkufyrirtækið Geysir Green Energy
er í raun og veru í fangi ríkisins eft-
ir bankahrunið. Íslandsbanki á 40
prósenta hlut í gegnum Glacier Ren-
ewable Energy Fund, en það er sá
hlutur sem áður var að mestu í eigu
FL-Group. Hlutur FL-Group var upp-
haflega mun stærri, en aðrir hluthaf-
ar keyptu umtalsvert í GGE sem fjár-
magnað var með lánum hjá Glitni,
forvera Íslandsbanka.
Fjárfestingafélagið Atorka á 41
prósents hlut, en félagið óskaði eft-
ir greiðslustöðvun fyrir mánuði. Sú
greiðslustöðvun var framlengd um
þrjá mánuði fyrir fáeinum dögum.
Ljóst er að ríkisbankarnir eiga þar
mikilla hagsmuna að gæta. Íslands-
banki og Landsbankinn í Lúxemborg
eru meðal stærstu hluthafa í Atorku.
Auk þess á FL-Group hlut í félaginu
og Atorka á nærri 6 prósenta hlut í
sjálfu sér.
Þriðji stærsti hluthafinn er Mann-
vit (VGK Invest), sem á 9 prósenta
hlut. Eftir því sem DV kemst næst er
Finnur Ingólfsson þar meðal hlut-
hafa, en framkvæmdastjóri félagsins
er Eyjólfur Árni Ragnarson.
Hrikaleg skuldastaða
Þegar best lét voru eignir GGE metn-
ar 60 til 70 milljarða króna og eigið
fé þess 17 milljarðar. Endurskoðun-
arfyrirtækið KPMG mat það svo fyrir
skemmstu að eigið fé GGE væri kom-
ið niður í 670 milljónir króna og er því
aðeins um 4 prósent af verðmæti eig-
in fjár þegar best lét.
Eftir því sem DV kemst næst nema
beinar skuldir GGE við Íslandsbanka
yfir 20 milljörðum króna. Kvisast hef-
ur að til standi að breyta allri skuld-
inni í hlutafé. Þeir sem DV hefur rætt
við telja að slíkt sé einungis forms-
atriði. Ljóst megi vera að eign ann-
arra hluthafa í GGE sé jafnverðlítil og
annarra og Íslandsbanki horfi fram á
hrikalegar afskriftir og tap sem stærsti
eigandi og kröfuhafi verði ekki gerðar
viðeigandi ráðstafanir.
Tekist á um yfirráð
Á það er bent að varla sé unnt að af-
skrifa hlutafé öðruvísi en að þeir sem
nú haldi um stjórnvölinn verði um
leið valda- og áhrifalausir innan fé-
lagsins. Síðastliðinn vetur var til að
mynda allt hlutafé strikað út í Árvakri,
útgáfu Morgunblaðsins, og eftir síð-
ustu áramót var útgáfan algerlega á
valdi Glitnis og síðar Íslandsbanka. Úr
varð að tekið var tilboði nýrra kaup-
enda um leið og Íslandsbanki afskrif-
aði um þrjá milljarða króna. Fyrri eig-
endur Árvakurs komu þar ekki við
sögu.
Heimildarmenn DV telja að ekki
sé ætlunin að fara þessa leið varðandi
GGE. Miklu fremur rói Ásgeir Marg-
eirsson, forstjóri GGE, og eigendur
Mannvits að því að halda sínum hlut
og áhrifum. Til þess njóti þeir jafn-
vel stuðnings manna innan Íslands-
banka, þeirra á meðal Árna Magn-
ússonar, fyrrverandi ráðherra, sem
enn starfar á orkusviði Íslandsbanka.
Heimildir eru fyrir því að Ásgeir Marg-
eirsson tengist sjálfur Magma Energy,
sem gengið hefur til liðs við GGE um
verkefni á sviði jarðvarmanýtingar.
DV tókst ekki að komast í samband
við Ásgeir í gær.
Getur GGE borgað?
Eins og fram hefur komið hefur meiri-
hluti bæjarráðs Reykjanesbæjar sam-
þykkt að kaupa land í eigu HS Orku og
selja hlut bæjarfélagsins í HS Orku til
Geysis Green Energy. Meirihluti sjálf-
stæðismanna felldi tilllögu A-listans
um að fresta kaupunum. Guðbrand-
ur Einarsson, oddviti A-listans, lagði
til á fundi bæjarráðs fyrir helgi að
áformum um sölu á hlut Reykjanes-
bæjar í HS Orku yrði frestað á með-
an fram færi athugun sérfróðra aðila á
því hvort tilboð GGE væri hagkvæmt
fyrir Reykjanesbæ. Einnig yrði met-
in hagkvæmni þess að Reykjanesbær
eignaðist tæplega 70 prósenta hlut
í HS Veitum. Tillaga Guðbrands var
felld.
„Mér finnst eins og menn séu að
fela það sem raunverulega er að ger-
ast. Búinn er til ágreiningur um kaup
og sölu á landi í eigu HS Orku á með-
an verið er að einkavæða orkulindir
og orkuvinnslu og framselja nýtingar-
rétt á orkulindum til 65 og jafnvel 130
ára,“ segir Guðbrandur.
Ætlunin er að GGE fái að greiða
fyrir HS Orku með hlut sínum í HS
Veitum. HS Orka er nú metin á liðlega
13 milljarða, en upphaflega keypti
GGE hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja
á 7,5 milljarða króna. Verðmiðinn
sem settur er á HS Veitur er 4,3 millj-
arðar króna. Þá á Reykjanesbær að fá
2 milljarða króna frá GGE, hluta nú
þegar en hluta næsta vor. „Meining-
in er að gefa út skuldabréf fyrir rest-
inni. Það skuldabréf á samt ekki að
vera á sömu vöxtum og við verðum að
greiða vegna landakaupanna held-
ur mun GGE njóta betri kjara í við-
skiptum við okkur heldur en Reykja-
nesbær í viðskiptum við þá. Það má
síðan spyrja að því hverjum Reykja-
nesbær ætlar að lána 6 milljarða til sjö
ára,“ segir Guðbrandur. „Eftir því sem
ég best veit stendur GGE á brauðfót-
unum einum. Þeir aðilar sem stóðu
að fyrirtækinu eru annaðhvort orðn-
ir gjaldþrota eða komnir í greiðslu-
stöðvun.“
Guðbrandur bendir á að líkurnar
á því að GGE geti staðið í skilum séu
háðar því að erlendir aðilar eignist
stóran hlut í félaginu og þá geti nýt-
ingarrétturinn til orkuöflunar fallið í
hendur þeirra til allt að 130 ára.
Kjosendur ekki spurðir
Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum
ályktuðu einnig um málið fyrir helg-
ina og lýstu áhyggjum af þróun mála.
Í ályktun þeirra segir að með sölunni
stefni í það að GGE og kanadíska
orkufyrirtækið Magma Energy eign-
ist nær allan hlut í HS Orku og orku-
framleiðslu á Suðurnesjum. Það þjóni
ekki hagsmunum íbúa og fyrirtækja á
Suðurnesjum. Gagnrýnt er að Hita-
veita Suðurnesja hafi verið skipt niður
og hlutar seldir til einkafyrirtækja án
þess að nauðsynleg umræða hafi far-
ið fram. Ríki og sveitarfélög hafi hrin-
glað með eignarhald fyrirtækisins og
ljóst að þær aðgerðir hafi ekki gefist
vel. „Einkaaðilum eru afhentar eign-
ir sveitarfélagsins fyrir smánarlegar
upphæðir auk þess sem nýting á auð-
lindum þjóðarinnar færist á hendur
erlendra fyrirtækja. Og allt er þetta í
boði Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
bæ,“ segir í ályktun ungra jafnaðar-
manna á Suðurnesjum.
Bærinn virki ekki fyrir stórfyr-
irtæki
Böðvar Jónsson, bæjarstjórnarmað-
ur Sjálfstæðisflokks og formaður bæj-
arráðs Reykjanesbæjar, vísar til laga
sem kveða á um aðgreiningu sam-
keppnisrekstrar og sérleyfisrekstrar á
orkusviði. „Við teljum að með þessu
sé tryggt að auðlindin sé í almanna-
eigu, að veitukerfin séu í meirihluta-
eign almennigs en orkuöflunin, sem
er að leggja út í gríðarlegar fjárfesting-
ar, verði í höndum annarra. HS Orka
er að leggja út í gríðarlegar fjárfest-
ingar vegna orkuöflunar fyrir stórfyr-
irtæki og við teljum að bæjarsjóður
Reykjanesbæjar eigi ekki að standa á
bak við slíkt.“
Um meint einkavæðingaráform
sjálfstæðismanna á orkusviðinu vís-
ar Böðvar til áðurgreindra laga þar
sem kveðið er á um aðgreiningu sam-
keppnis- og sérleyfisrekstrar á sviði
vinnslu, dreifingar og sölu á orku.
„Með kaupum á landinu erum við
búin að tryggja eignarhald almenn-
ings á orkulindunum.“
„Eftir því sem ég best
veit stendur GGE á
brauðfótunum einum.
Þeir aðilar sem stóðu
að fyrirtækinu eru ann-
aðhvort orðnir gjald-
þrota eða komnir í
greiðslustöðvun.“
JóHann HauKsson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Guðbrandur Einarsson „Búinn
er til ágreiningur um kaup og sölu
á landi í eigu Hs Orku á meðan
verið er að einkavæða orkulindir og
orkuvinnslu og framselja nýtingarrétt
á orkulindum til 65 og jafnvel 130
ára.“
nafn Hlutur
skessa ehf. 11,36%
Harðbakur ehf. 9,37%
nýi Glitnir banki hf. 8,89%
Ránarborg hf. 8,72%
Horn fjárfestingarfélag
ehf.
8,01%
atorka Group hf. 5,83%
Mávur ehf. 3,16%
Landsbanki Luxemb-
ourg s.a.
3,10%
FL Group hf. 3,02%
Magn-Capital ehf. 2,99%
10 sTæRsTu HLuTHaFaR
aToRKu 31. Maí 2009
naFnvERð MiLLJaRðaR HLuTFaLL í %
reykjanesbær 2,1% 34,7
geysir green Energy 1,96% 32
Orkuveita reykjavíkur 1,01% 16,6
Hafnarfjarðarbær 0,94 % 15,4
Helstu eigendur Hs Orku:
Heitt í kolunum
Óvissa um framtíðareignarhald á
jarðvarma á suðurnesjum og aðkomu
geysir green hafa hleypt öllu í háaloft í
bæjarstjórn reykjanesbæjar.