Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 8
Föstudagur 3. júlí 20098 Fréttir Vaxandi spenna um suðurnesjaorku Fyrirhuguð kaup Geysis Green Energy á HS Orku af Reykjanesbæ hafa vakið hörð viðbrögð og efasemdir. Meirihluti bæjarstjórnar telur ekki rétt að bæjarfélagið standi á bak við fjárfestingar til orkuöflunar fyrir stórfyrirtæki. Minnihlutinn sakar sjálfstæðismenn í bæjarstjórn um einkavæðingarhneigðir og hefur efa- semdir um getu og trúverðugleika GGE til kaupanna. GGE er að mestu í fangi ríkisbankanna og verðmæti félagsins er tuttugu og fimm sinnum minna en það var þegar best lét. Til tals hefur komið að Íslandsbanki breyti 23 milljarða króna skuld GGE í hlutafé. Orkufyrirtækið Geysir Green Energy er í raun og veru í fangi ríkisins eft- ir bankahrunið. Íslandsbanki á 40 prósenta hlut í gegnum Glacier Ren- ewable Energy Fund, en það er sá hlutur sem áður var að mestu í eigu FL-Group. Hlutur FL-Group var upp- haflega mun stærri, en aðrir hluthaf- ar keyptu umtalsvert í GGE sem fjár- magnað var með lánum hjá Glitni, forvera Íslandsbanka. Fjárfestingafélagið Atorka á 41 prósents hlut, en félagið óskaði eft- ir greiðslustöðvun fyrir mánuði. Sú greiðslustöðvun var framlengd um þrjá mánuði fyrir fáeinum dögum. Ljóst er að ríkisbankarnir eiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Íslands- banki og Landsbankinn í Lúxemborg eru meðal stærstu hluthafa í Atorku. Auk þess á FL-Group hlut í félaginu og Atorka á nærri 6 prósenta hlut í sjálfu sér. Þriðji stærsti hluthafinn er Mann- vit (VGK Invest), sem á 9 prósenta hlut. Eftir því sem DV kemst næst er Finnur Ingólfsson þar meðal hlut- hafa, en framkvæmdastjóri félagsins er Eyjólfur Árni Ragnarson. Hrikaleg skuldastaða Þegar best lét voru eignir GGE metn- ar 60 til 70 milljarða króna og eigið fé þess 17 milljarðar. Endurskoðun- arfyrirtækið KPMG mat það svo fyrir skemmstu að eigið fé GGE væri kom- ið niður í 670 milljónir króna og er því aðeins um 4 prósent af verðmæti eig- in fjár þegar best lét. Eftir því sem DV kemst næst nema beinar skuldir GGE við Íslandsbanka yfir 20 milljörðum króna. Kvisast hef- ur að til standi að breyta allri skuld- inni í hlutafé. Þeir sem DV hefur rætt við telja að slíkt sé einungis forms- atriði. Ljóst megi vera að eign ann- arra hluthafa í GGE sé jafnverðlítil og annarra og Íslandsbanki horfi fram á hrikalegar afskriftir og tap sem stærsti eigandi og kröfuhafi verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir. Tekist á um yfirráð Á það er bent að varla sé unnt að af- skrifa hlutafé öðruvísi en að þeir sem nú haldi um stjórnvölinn verði um leið valda- og áhrifalausir innan fé- lagsins. Síðastliðinn vetur var til að mynda allt hlutafé strikað út í Árvakri, útgáfu Morgunblaðsins, og eftir síð- ustu áramót var útgáfan algerlega á valdi Glitnis og síðar Íslandsbanka. Úr varð að tekið var tilboði nýrra kaup- enda um leið og Íslandsbanki afskrif- aði um þrjá milljarða króna. Fyrri eig- endur Árvakurs komu þar ekki við sögu. Heimildarmenn DV telja að ekki sé ætlunin að fara þessa leið varðandi GGE. Miklu fremur rói Ásgeir Marg- eirsson, forstjóri GGE, og eigendur Mannvits að því að halda sínum hlut og áhrifum. Til þess njóti þeir jafn- vel stuðnings manna innan Íslands- banka, þeirra á meðal Árna Magn- ússonar, fyrrverandi ráðherra, sem enn starfar á orkusviði Íslandsbanka. Heimildir eru fyrir því að Ásgeir Marg- eirsson tengist sjálfur Magma Energy, sem gengið hefur til liðs við GGE um verkefni á sviði jarðvarmanýtingar. DV tókst ekki að komast í samband við Ásgeir í gær. Getur GGE borgað? Eins og fram hefur komið hefur meiri- hluti bæjarráðs Reykjanesbæjar sam- þykkt að kaupa land í eigu HS Orku og selja hlut bæjarfélagsins í HS Orku til Geysis Green Energy. Meirihluti sjálf- stæðismanna felldi tilllögu A-listans um að fresta kaupunum. Guðbrand- ur Einarsson, oddviti A-listans, lagði til á fundi bæjarráðs fyrir helgi að áformum um sölu á hlut Reykjanes- bæjar í HS Orku yrði frestað á með- an fram færi athugun sérfróðra aðila á því hvort tilboð GGE væri hagkvæmt fyrir Reykjanesbæ. Einnig yrði met- in hagkvæmni þess að Reykjanesbær eignaðist tæplega 70 prósenta hlut í HS Veitum. Tillaga Guðbrands var felld. „Mér finnst eins og menn séu að fela það sem raunverulega er að ger- ast. Búinn er til ágreiningur um kaup og sölu á landi í eigu HS Orku á með- an verið er að einkavæða orkulindir og orkuvinnslu og framselja nýtingar- rétt á orkulindum til 65 og jafnvel 130 ára,“ segir Guðbrandur. Ætlunin er að GGE fái að greiða fyrir HS Orku með hlut sínum í HS Veitum. HS Orka er nú metin á liðlega 13 milljarða, en upphaflega keypti GGE hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja á 7,5 milljarða króna. Verðmiðinn sem settur er á HS Veitur er 4,3 millj- arðar króna. Þá á Reykjanesbær að fá 2 milljarða króna frá GGE, hluta nú þegar en hluta næsta vor. „Meining- in er að gefa út skuldabréf fyrir rest- inni. Það skuldabréf á samt ekki að vera á sömu vöxtum og við verðum að greiða vegna landakaupanna held- ur mun GGE njóta betri kjara í við- skiptum við okkur heldur en Reykja- nesbær í viðskiptum við þá. Það má síðan spyrja að því hverjum Reykja- nesbær ætlar að lána 6 milljarða til sjö ára,“ segir Guðbrandur. „Eftir því sem ég best veit stendur GGE á brauðfót- unum einum. Þeir aðilar sem stóðu að fyrirtækinu eru annaðhvort orðn- ir gjaldþrota eða komnir í greiðslu- stöðvun.“ Guðbrandur bendir á að líkurnar á því að GGE geti staðið í skilum séu háðar því að erlendir aðilar eignist stóran hlut í félaginu og þá geti nýt- ingarrétturinn til orkuöflunar fallið í hendur þeirra til allt að 130 ára. Kjosendur ekki spurðir Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum ályktuðu einnig um málið fyrir helg- ina og lýstu áhyggjum af þróun mála. Í ályktun þeirra segir að með sölunni stefni í það að GGE og kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy eign- ist nær allan hlut í HS Orku og orku- framleiðslu á Suðurnesjum. Það þjóni ekki hagsmunum íbúa og fyrirtækja á Suðurnesjum. Gagnrýnt er að Hita- veita Suðurnesja hafi verið skipt niður og hlutar seldir til einkafyrirtækja án þess að nauðsynleg umræða hafi far- ið fram. Ríki og sveitarfélög hafi hrin- glað með eignarhald fyrirtækisins og ljóst að þær aðgerðir hafi ekki gefist vel. „Einkaaðilum eru afhentar eign- ir sveitarfélagsins fyrir smánarlegar upphæðir auk þess sem nýting á auð- lindum þjóðarinnar færist á hendur erlendra fyrirtækja. Og allt er þetta í boði Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- bæ,“ segir í ályktun ungra jafnaðar- manna á Suðurnesjum. Bærinn virki ekki fyrir stórfyr- irtæki Böðvar Jónsson, bæjarstjórnarmað- ur Sjálfstæðisflokks og formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar, vísar til laga sem kveða á um aðgreiningu sam- keppnisrekstrar og sérleyfisrekstrar á orkusviði. „Við teljum að með þessu sé tryggt að auðlindin sé í almanna- eigu, að veitukerfin séu í meirihluta- eign almennigs en orkuöflunin, sem er að leggja út í gríðarlegar fjárfesting- ar, verði í höndum annarra. HS Orka er að leggja út í gríðarlegar fjárfest- ingar vegna orkuöflunar fyrir stórfyr- irtæki og við teljum að bæjarsjóður Reykjanesbæjar eigi ekki að standa á bak við slíkt.“ Um meint einkavæðingaráform sjálfstæðismanna á orkusviðinu vís- ar Böðvar til áðurgreindra laga þar sem kveðið er á um aðgreiningu sam- keppnis- og sérleyfisrekstrar á sviði vinnslu, dreifingar og sölu á orku. „Með kaupum á landinu erum við búin að tryggja eignarhald almenn- ings á orkulindunum.“ „Eftir því sem ég best veit stendur GGE á brauðfótunum einum. Þeir aðilar sem stóðu að fyrirtækinu eru ann- aðhvort orðnir gjald- þrota eða komnir í greiðslustöðvun.“ JóHann HauKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Guðbrandur Einarsson „Búinn er til ágreiningur um kaup og sölu á landi í eigu Hs Orku á meðan verið er að einkavæða orkulindir og orkuvinnslu og framselja nýtingarrétt á orkulindum til 65 og jafnvel 130 ára.“ nafn Hlutur skessa ehf. 11,36% Harðbakur ehf. 9,37% nýi Glitnir banki hf. 8,89% Ránarborg hf. 8,72% Horn fjárfestingarfélag ehf. 8,01% atorka Group hf. 5,83% Mávur ehf. 3,16% Landsbanki Luxemb- ourg s.a. 3,10% FL Group hf. 3,02% Magn-Capital ehf. 2,99% 10 sTæRsTu HLuTHaFaR aToRKu 31. Maí 2009 naFnvERð MiLLJaRðaR HLuTFaLL í % reykjanesbær 2,1% 34,7 geysir green Energy 1,96% 32 Orkuveita reykjavíkur 1,01% 16,6 Hafnarfjarðarbær 0,94 % 15,4 Helstu eigendur Hs Orku: Heitt í kolunum Óvissa um framtíðareignarhald á jarðvarma á suðurnesjum og aðkomu geysir green hafa hleypt öllu í háaloft í bæjarstjórn reykjanesbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.