Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 2
Föstudagur 3. júlí 20092 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Með lífverði í brúðkaupinu Fótboltastjarnan Grétar Rafn Steinsson og fegurðardrottning- in Manuela Ósk Steinsson gengu í það heilaga í annað sinn í Dómkirkjunni um síðustu helgi. Öryggið í brúðkaupinu var mikið og pössuðu hjónin vel upp á að ljós- myndarar næðu ekki myndum af þeim að ganga inn og út úr kirkjunni. Heimild- ir DV herma að turtildúfurnar hafi ráðið lífverði til að halda uppi stórum regnhlíf- um til að hylja brúðhjónin er þau stigu úr og inn í bíl sinn. Fyrir stóra daginn hafði parið boðið Séð og heyrt réttinn á myndunum úr brúðkaupinu en ritstjóri blaðsins ku hafa afþakkað pent. Brúðhjónin voru glæsileg á þessum merkisdegi. Hún í hlýralausum kjól skreyttum perlum og með kórónu á höfði. Hann í hvítum jakkafötum í stíl við sína heittelskuðu. Dv opnar lánabók Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, eru samtals skráðir fyrir tæplega 5,4 milljarða lánum í lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006 sem DV hefur undir höndum. Eru þeir á lista sem merktur er „Stærsta áhættutaka gagnvart lög- aðilum“. Lánin voru veitt til að kaupa hlutabréf í bankanum. Stærsti lántak- andinn á listanum er útgerðarfélag sem að hluta til er í eigu Samherja og fékk rúma 4,5 milljarða króna. Fjórði stærsti lántakinn er starfandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, Magnús Guð- mundsson. Meirihluti nafnanna á listanum er nöfn þáverandi starfs- manna Kaupþings og veitir listinn yfirlit yfir lántökur til þeirra. 2 1 dv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjUdagUr 30. júní 2009 dagblaðið vísir 94. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 fólk grétar rafn og ManUela ósk giftU sig UM helgina Með lífVerði í BrúðkaUPinU nennir ekki að Vera í fÁfni sVeddi tattú snýr sér að traktorUM DV ER MEÐ LÁNABÓK KAUPÞINGS: Kúlulán Kristjáns var 893 milljónir leyni- gögn n „fÖlsUn Á eigin fé Bankans“ nþorgerðUr katrín segist ekki Vita hVersU hÁtt lÁnið Var lÖGFrÆÐinGurinn sEm úrsKurÐaÐium niÐurFEllinGu áBYrGÐa varsjálFur mEÐ 450 milljóna Kúlulán MEÐ ÆÐI FYRIR FISKI GRILLBLAÐFYLGIR F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð IcESAvE- SKjöLIn FRéttIR dv.is MIÐvIKudAGuR oG FIMMtu dAGuR 1. – 2. júlí 2009 dagblaðið vísir 95. tbl. 99. árg. – verð kr. 347 STJÓRARNIR TÓKU FIMM MILLJARÐA ÁN ÁBYRGÐAR ÚR LÁNABÓK KAUPÞINGS: nHREIÐAR MÁR oG SIGuRÐ uR FELLdu nIÐuR ÁBYRGÐIR AF EIGIn K ÚLuLÁnuM nKAuPÞInG tÓK „StÆRStu “ ÁHÆttunA MEÐ LÁnuM tIL ÞEIRRA n MEÐ LÁnunuM vÆRI HÆ Gt AÐ GREIÐA ÁRLEGAn LíFEYRI ALLRA öR YRKjA n EÞíÓPíSKuR SjEIK FéKK 3 ,5 MILLjARÐA LÖGMAÐURINN SEM KVITTAÐI UPP Á NIÐURFELLINGUNA VINNUR FYRIR HREIÐAR MÁ SIGURÐSSON mynd sigtryggur ari jóhannsson grillblað Með æði fyrir fisk Friðrika hjördís geirsdóttir „Mér finnst grillaður fiskur æðislegur,“ segir matgæðingurinn og sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem stjórnar matreiðslu- þáttunum Léttir réttir Rikku á Stöð 2. „Það er hægt að gera svo ótrúlega mikið með fisk og hann tekur vel við maríneringu.“ Friðrika er sannfærð um að Íslendingar séu sífellt að verða duglegri við að skella fisk á grillið. „Við mættum þó gera meira af því að prófa nýjar og meira spennandi tegundir. Það er svo ótrúlega margt gómsætt til. Ekki bara lax og þorskur.“ Friðrika telur ástæðulaust fyrir reynslulitla kokka að óttast það að mistakast með fisk- inn á grillinu. „Mér finnst best að setja hann í álpappír og leyfa honum að krauma vel með maríneringunni. Svo er líka hægt að setja hann í álbakka eða í grind en það borgar sig að hafa roðið á ef það á að skella honum beint á grillið,“ segir Friðrika að lokum og bætir við: „Svo er um að gera að taka þetta á jákvæðn- inni og þá tekst þetta allt saman.“ asgeir@dv.is ÞuRFtI HjÁLP LíFvARÐA GLAnnI GLÆPuR ÞuRFtI vE Rnd FYRIR AÐdÁEnduM í MExíK Ó FÓLK m yn d r ó b er t Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, stendur í byggingar- framkvæmdum við hús sitt á Bakka- flöt í Garðabæ. Hann sótti í maí í fyrra um leyfi til þess að byggja arin- stofu, stækka og gera kjallara undir bílskúr, ásamt öðrum breytingum á stofu hússins. Viðbyggingin við hús Bjarna er tæplega 150 fermetrar. Egill Jónsson, byggingarfulltrúi Garðabæjar, segir að sótt hafi verið um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið og framkvæmdir við bílskúr. Öll til- skilin leyfi séu fyrir hendi og fram- kvæmdirnar hafi farið í svokallaða grenndarkynningu. Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd í viðkomandi bæj- arfélagi kynnir nágrönnum skriflega fyrirhugaða framkvæmd eða deili- skipulagsbreytingu og gefur þeim kost á að tjá sig um málið. Frestur til að gera athugasemdir má ekki vera skemmri en fjórar vikur. Í gögnum Skipulagsstofnunar segir að grenndarkynning eigi eink- um við um stakar, óverulegar fram- kvæmdir í fullbyggðum hverfum í þéttbýli. Þá þurfi framkvæmdin að vera í samræmi við þá byggð sem fyrir er. Gata Engeyjarættarinnar Bjarni er af Engeyjarætt, en margir af þeim ættboga hafa komið sér fyr- ir á Bakkaflöt í Garðabæ eins og DV greindi frá seint í maí síðastliðnum. Grenndarkynning á framkvæmdum Bjarna felst því að nokkru leyti í því að bera breytingarnar undir ætt- ingja og venslafólk. Sjálfur býr Bjarni ásamt Þóru Margréti Baldvinsdóttur eigin- konu sinni og börnum þeirra á Bakkaflöt 2. Handan götunn- ar, á Bakkaflöt 3, býr Bene- dikt Einarsson og eiginkona hans Birgitta Haukdal tónlistar- kona. Benedikt er sonur Ein- ars Sveinssonar forstjóra og athafnamanns sem einnig býr á Bakkaflöt. Í næstu götu búa for- eldrar Bjarna, Benedikt Sveinsson kaupsýslu- maður og Guðríður Jónsdóttir kona hans. Bræðurnir Benedikt og Einar hafa um langt skeið verið áberandi í ís- lensku athafnalífi og voru á árum áður einkum tengdir fyrirtækjum sem kennd voru við Kol- krabbann. Þetta voru fyrirtæki eins og Eimskip áður en það skipti um eigendur, Icelandair, Sjóvá Almennar, Skeljungur og fleiri félög. Bene- dikt, faðir Bjarna, var um tíma stjórnar- formaður bæði Eim- skips og Skeljungs. Í nánasta nágrenni við Bjarna og Þóru eru því að minnsta kosti fjórar fjölskyldur af Eng- eyjar–ætt. Ekki er vitað til þess að þær hafi gert athugasemdir við fram- kvæmdir Bjarna í grenndarkynning- unni. Ekki er vitað til þess að þær hafi gert athugasemdir við framkvæmdir Bjarna í grenndarkynningunni. Formaðurinn byggir við og breytir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, stendur í ströngu á lóð- inni heima hjá sér í Garðabæ þar sem hann er að byggja við hús sitt og skapa fjölskyldunni rýmri aðstöðu. Breytingarnar fóru í grenndarkynningu eins og vera ber, þar sem nágrannar geta gert athugasemdir og mótmælt. Margir nágrannanna eru af Engeyjarætt eins og Bjarni. hitt málið Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Bakkaflöt Þannig var umhorfs fyrir skemmstu í garði Bjarna Benediktssonar við Bakkaflöt í garðabæ. Búið að hreinsa upp úr grunni, fylla og þjappa undir nýbyggingu. Formaðurinn Milli þess sem Bjarni lemur á ríkisstjórninni vegna Icesave- samninga og skattahækkana á alþingi gefur hann sig að framkvæmdum heima fyrir. Engeyjarættin að minnsta kosti fimm fjölskyldur af Engeyrjarættinni eiga heima á sama blettinum í garðabæ og grenndarkynning því nánast formsatriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.