Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 4
Föstudagur 3. júlí 20094 Fréttir Sandkorn n Ólína Þorvarðardóttir, al- þingismaður Samfylkingar, hefur þegar látið að sér kveða á Alþingi. Að vanda er hún óhrædd við að synda á móti straumn- um. Þannig hefur hún krafist þess af hörku að vegir á Vestfjörðum verði lagfærðir og lagt í það fé. Með þessu nær Ólína að styggja alla þá íbúa á suðvesturhorninu sem krefjast þess að vegabætur eigi sér stað á þeirra svæði þar sem hver slysagildran tekur við af annarri. n Óhætt er að segja að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks- ins, rokki feitt þessa dagana. Þess hafði verið beðið í eftir- væntingu að skoðanakannan- ir sýndu stöðu Framsóknar- flokksins eftir að formaðurinn hefur veitt IceSave-samningi Svavars Gestssonar gríðar- lega andstöðu. Greinilegt er að fólkið í landinu er sammála Sigmundi Davíð því Capasent mældi Framsóknarflokkinn í sögulegum hæðum. n Kenningar eru uppi um að Svavar Gestsson sendiherra hafi tekið að sér að stýra samninga- nefnd vegna Icesave til að styrkja ímynd sína. Hann hafi séð fram á að birtast þjóðinni sem bjargvættur með óumdeilda niðurstöðu. Þetta ætti síðan að verða stökkpallur að því markmiði að hann yrði forseti Íslands þegar Ólafur Ragnar Grímsson stendur upp eftir kjörtímabilið. Heldur virð- ist Svavar hafa veðjað á rangan hest því langflestir hafa ýmigust á samningi hans og ólíklegt að hann komist á Bessastaði út á þann gjörning. n Ranghermt var í Sandkorni að Pétur Blöndal, blaðamaður Morgunblaðsins, hafi skrifað hátíðarviðtal við Gunnar Birg- isson, fyrrverandi bæjarstjóra, í sunnudagsútgáfu blaðsins. Hið rétta er að það var blaðamað- urinn Orri Páll Ormarsson sem skrifaði umrætt viðtal. Pétur er að sjálfsögðu beðinn afsökunar á því að hann skyldi vera bendl- aður við skrifin. Orri Páll hefur verið hvað mest áberandi í skrif- um um sjávarútvegsmál og þá sérstaklega hvað varðar ósann- gjarnar álögur á sægreifa. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, á tvær bifreiðar sem hann keypti af fyrrverandi vinnu- veitendum sínum. Þegar Davíð tók við embætti seðlabankastjóra um haustið 2005 keypti Seðlabankinn fyrir hann Subaru Tribeca-jeppa og greiddi fyrir hann 4,6 milljónir króna. Eins og kunnugt er lét Davíð af embætti seðlabankastjóra í lok febrúar og hinn norski Svein Harald Øygard tók tímabundið við emb- ættinu. Mánuði síðar gekk Davíð frá kaupum á Subaru-jeppanum og greiddi fyrir hann 4,1 milljón króna. Bílasali sem DV ræddi við taldi að Davíð hefði borgað held- ur hátt verð fyrir jeppann. Hann hefði átt að borga um 3,3 milljónir króna og hefði því getað sparað sér um 800 þúsund krónur. Hjá Ingvari Helgasyni kostar nýr Subaru Trib- eca nú 8,2 milljónir króna. Keypti ráðherrabíl Auk Subaru-jeppans gekk Dav- íð líka frá kaupum á Audi A8-ráð- herrabíl sínum árið 2004. Þá bifreið keypti forsætisráðuneytið árið 1996 á 5,9 milljónir króna en seldi Davíð bifreiðina árið 2004 á 1.100 þúsund krónur. Þetta er svört Audi-bifreið sem Davíð er sagður hafa keypt handa eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. Ríkiskaup annaðist söluna og mat verðgildi bifreiðar- innar „... líkt og ávallt varðandi bif- reiðamál hjá ráðuneytinu um kaup og sölu,“ segir í svari frá forsætis- ráðuneytinu við fyrirspurn DV um sölu bifreiðarinnar. Keypti ekki bimmann Í byrjun árs 2005 fékk Davíð sér BMW 730 Li en þá gegndi hann embætti utanríkisráðherra. DV birti þá frétt af honum og Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætis- ráðherra, sem báðir höfðu fengið sér níu milljóna króna BMW 730 Li bifreið. Forsætisráðuneytið þurfti að kaupa nýja bifreið handa Hall- dóri þar sem Davíð hafði keypt Audi-bifreiðina sem embættið hafði áður haft til afnota fyrir for- sætisráðherra. Á heimasíðu Bílabank- ans er auglýst BMW 730 Li bifreið og sérstaklega tekið fram að um sé að ræða ráð- herrabifreið. Er bifreiðin 2005 ár- gerð líkt og bílarnir sem þeir Davíð og Halldór fengu. Það vekur athygli að auglýst verð bifreiðarinnar er 9,9 milljónir sem er nærri einni milljón hærra en borgað var fyrir bíla Davíðs og Hall- dórs árið 2005. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, keypti Subaru Tribeca af Seðlabank- anum í byrjun apríl. Um er að ræða jeppa sem Seðlabankinn keypti fyrir hann þegar hann hóf störf haustið 2005. Seðlabankinn keypti bílinn á 4,6 milljónir árið 2005 og seldi Davíð hann á 4,1 milljón króna. Bílasali sem DV ræddi við segir að Davíð hafi borgað um 800 þúsund krónum of mikið fyrir jeppann. Borgaði allt of mikið annas sigmunDssOn blaðamaður skrifar: as@dv.is Bílarnir Hér má sjá subaru tribeca-jeppa og audi a8 bifreið fyrir utan heimili davíðs Oddssonar að Fáfnisnesi 12. Hátt kaupverð Bílasali sem dV ræddi við segir davíð hafa borgað um 800 þúsund krónum of mikið fyrir jeppann. Ráðherrabifreið Hér má sjá BMW 730 li ráðherrabifreið árgerð 2005 sem er til sölu hjá Bílabankanum á 9,9 milljónir króna. svona bíll var keyptur fyrir davíð Oddsson árið 2005 á níu milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.