Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 32
Föstudagur 3. júlí 200932 Umræða Afbrigðileg Afbrigði Kristur er höfuð sérhvers manns, maðurinn er höf-uð konunnar,“ stóð alltaf eitthvað í mér. Ég hélt samt áfram að lesa Biblíuna eins og best sæmdi dyggri áhugastúlku um heims- bókmenntirnar. Áhugi minn á trúarbrögðum var alltaf mikill þó trúin léti á sér standa. Í áttunda bekk byrj- aði ég í nýjum skóla og kynntist þar stúlku sem var Vottur Je- hóva. Mér fannst athyglisvert að hún hélt ekki upp á afmælið sitt og mætti ekki á litlu jólin, og langaði að kynnast henni nánar. Við ræddum oft um Jahve og einn daginn bað ég hana um að lesa Biblíuna með mér. Frá upphafi tók ég skýrt fram að ég vildi ekki taka trú heldur aðeins fræðast. Hún tók það gott og gilt og brátt varð ég fastagestur á heimili hennar þar sem þriðja kynslóð Votta bjó við beinlínis hefðbundnar að-stæður. Eini munurinn var að þar var hversdagurinn ástæða til að gefa gjafir, en ekki bara afmælisdagar og jól. Biblíulesturinn fannst mér æsispennandi en fann þó alltaf til reiði þegar kom að stöðu kvenna sem virtist hreinlega engin. Hún vildi ekki samþykkja þá túlkun mína, við ræddum málin og hvor virti skoðun hinnar. Fram að þessu hafði barnatrúin ein náð bólfestu hjá mér þar sem ég fór á hverju kvöldi með Faðirvorið og „Jesú bróðir besti, æ barna- vinur mesti.“ Amma mín heitin kenndi mér bænirnar og gaf mér Jesúmyndir. Hún dó þegar ég var þrettán ára og næstu árin gekk ég með hálsmen frá henni innan undir peysunni á hverjum einasta degi. Á þessum tíma var hún ein hinn æðri máttur sem ég talaði við þegar mér leið illa. Árin liðu og á einhverjum tímapunkti hætti ég að tala við látna ömmu mína. Ég var samt alltaf sannfærð um að hún fylgdist með mér og jafnvel einhverjir fleiri sem ég vildi alls ekki að væru neitt að fylgjast með mínum gjörðum, en lét mér það í léttu rúmi liggja. Svona væri bara lífið. Endalaust, handan efnisheimsins. Áður en ég vissi hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór datt mér í hug að læra trúarbragðafræði. Mest spennandi fannst mér þá að skoða ólík samfélög og ólíka siðmenningu út frá ólíkum trúar-brögðum. Ég held nefnilega að trúarbrögðin eigi rætur sínar að rekja til þarfar okkar fyrir trú, frekar en nokkurs annars. En það er önnur saga og lengri. Um tvítugsaldurinn fékk ég nýtt áhugamál, búddisma. Ég leit aldrei á hann sem eiginleg trúarbrögð heldur lífsspeki. Samkynhneigður kunningi minn var virkur félagi í Soka Gakkai-búddahreyfingunni og vitanlega óskað ég eftir því að koma með honum á samkomu. Þar kyrjuðum við samviskusamlega „Nam yo ho renge kyo“ og töluð- um um hvernig við gætum orðið betri manneskjur. Fljótt tók ég eftir því hversu margir hommar og lesbíur tilheyrðu hreyfingunni og komst að því að þau fundu sig betur í þessu fordómalausa umhverfi en í kristinni kirkju. Sjálfri fannst mér réttsýnt að þarna væru konur jafn réttháar körlum. Síðustu kynni mín af nýjum trúarbrögð-um voru skömmu eftir árásina á Tví- buraturnana og allir voru forvitnir um íslam. Marg- ir voru reyndar haldnir miklum fordómum og í raun má segja að ég hafi kannski verið það líka. Þegar ég kynntist múslíma frá Írak sem dvaldist hér á vegum Sameinuðu þjóðanna vegna rannsóknar á sviði orkunýtingar var það trú hans sem vakti áhuga minn öðru fremur. Við felldum hugi saman þann skamma tíma sem hann var hér á landi. Eiginlega fannst mér það hálfgerð ögrun að deita múslíma og minnti hann í sífellu á lífsskoðanir mínar. Hann kippti sér hins vegar lítið upp við hugmyndir um jafnrétti og systralag. „Yes, I know you are feminist,“ var viðkvæðið. Annars virtist honum nokk sama. Í ljós kom að ég virtist mun áhugasamari um íslam en hann. Hans hugur var hjá sjálfbærri orkunýtingu. Ég leyfði honum að sitja í öku-mannssæti bílsins míns þegar við fórum í Bláa lónið og hann gaf mér myndir með ekta gyllingu. Og ég komst að því að eftir allt saman væri kannski ekkert svo brjálæðislegt við stefnumót múslíma og femínista. Enn hef ég ekki lesið Kóraninn en ég glugga stundum í Biblíuna. Ég er hætt að nenna að pirra mig á frásögnum af undirgefnum konum og minni mig á að þetta eru frásagnir frá gömlum tíma sem eiga lítið sameiginlegt með okkur nú. Ég reyni enn að læra tilvitnanir utan að og legg að jöfnu þegar ég get vitnað í Laxness og Guð. Og Vigdísi Gríms- dóttur. Vitanlega. GUÐ VAR EKKI KONA erla Hlynsdóttir skrifar HELGARPISTILL Þingið nær ekki að hafa stjórn á starfsáætlun sinni vegna þess að ríkisstjórnin sem lemur þingið áfram með því að ítrekað misnota svokölluð afbrigði á þingstörfum. Ég veit ekki hvort almenningur sé meðvitaður um hvað þessi af- brigði eru eiginlega, í stuttu máli eru þau einfaldlega leið fram- kvæmdavaldsins að keyra mál í gegnum þingið á afbrigðilega stuttum tíma. Stundum er vissu- lega þörf á að afgreiða lagafrum- vörp á stuttum tíma en oftast er það nú svo að þingmál verða að fá nauðsynlegan tíma í nefndum til að koma í veg fyrir fljótfærnismis- tök. Því hef ég tekið þá ákvörðun að greiða helst ekki atkvæði með þessum afbrigðum. Ég skil ekki af hverju þingmenn samþykkja allt- af þetta fyrirkomulag, þó svo að þeir segist vera á móti flýtimeð- ferð af þessu tagi. Vandamálið við svona hraðmeðferð er að manni er gert það ómögulegt að kynna sér í þaula frumvarpið og kanna hvort það sé með sanni til bóta fyrir þjóðina. Mér skilst á þeim sem hafa starfað lengi á þinginu að þetta sé eins konar herkænsk- uaðgerð hjá stjórnvöldum til að halda þingmönnum óupplýstum og ná sínu fram. Það getur varla verið skynsamlegt að haga málum þannig. Leyndo.is Aðferðinni til að halda þingmönnum óupplýstum er ein- mitt beitt í einu stærsta máli Íslandssögunnar: Icesave. Við fengum gögnin afhent um hálftíma eftir að blaðamanna- fundur ríkisstjórnarinnar átti að byrja – gegnsæisblaða- mannafundur. En gögnin voru heldur rýr, það var að finna frumvarpið um ríkisábyrgðina, samninginn og lista yfir gögn sem við mættum sækja inn á nefndarsvið sem væru huganlega mögulega trúnaðargögn. Á þessum tíma stóð yfir þingfundur en á hann var gert stutt hlé á meðan Jó- hanna spjallaði við blaðamenn um gögnin sem við vorum ekki enn farin að sjá. Síðan hélt þingfundur áfram og ég fór heim án þess að ná því að fá hugsanleg trúnaðargögn í hendurnar. Fann þau reyndar inni á island.is, öll með tölu og skyldi ekki af hverju við gátum ekki bara fengið senda slóðina á þetta í stað þess að standa í þessu ljósritun- arveseni inni á nefndarsviði. Þeg- ar ég svo mætti í vinnuna næsta dag beið mín þykk mappa sem á stóð Icesave-gögnin frá utanríkis- ráðuneytinu með rauðum stimpli sem á stóð: TRÚNAÐARMÁL – ég opnaði möppuna góðu og sá þá að þarna voru engin trúnaðargögn heldur allt það sem ég hafði rek- ist á inni á island.is – m.a. fréttatil- kynningar og annað sveipað mikl- um dularhjúp. Kannski var þetta leyndódæmi einhver svona emb- ættismannahúmor. Annars sat ég í dag í herbergi með alveg indæl- is starfsmanni nefndarsviðs sem mun víst vera mesti alþingisnörd landsins en hans hlutverk er að gæta þess að við þingmenn hlaup- umst ekki á brott með aðra möppu sem er með „alvöru“ trúnóupp- lýsingum. Mappan innihélt slatta af skjölum sem ég botna ekkert í að séu trúnaðarskjöl og að þjóðin megi ekki vita hvað innihaldi. Það var ekkert í þessari möppu sem kom mér á óvart – í raun og veru staðfesti innihald hennar bara það sem ég hef heyrt víðs veg- ar um samfélagið: við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð. Við erum undir landshöfðingja komin sem er eins konar hlutafélag og þetta hlutafélag heitir Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og stórir hluthafar í þessu hlutafélagi eru Bretland og Holland, það skyldi því ekki koma nein- um á óvart ef samningurinn sé okkur ekki í hag ef þeir sem sátu í samninganefndinni nutu ráðgjafar AGS. Það má auðvitað aldrei gleymast að AGS er með sanni engin góð- gerðarsamtök og það kann ekki góðri lukku að stýra ef yfir- völd rugla þeim við ABC-samtökin. Ég ætla að róa ríkisstjórnina aðeins, því það er ekkert gaman að standa í þessu Icesave-máli: ég mun aldrei gera atlögu að henni þó að ICESlave samningurinn verði felld- ur né aðrir félagar mínir í þinghópi Borgarahreyfingarinn- ar. Birgittu Jónsdóttur blöskrar flýtimeð- ferð á lagafrumvörpum sem hún segir herkænskuaðgerð hjá stjórnvöldum til að halda þingmönnum óupplýstum og ná sínu fram. Hún segir þessari aðferð vera beitt í Icesave-málinu. Trúnaðargögn um málið fékk hún ekki í hendurnar fyrr en dag- inn eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um Icesave. Friðarsinni Birgitta mun aldrei gera atlögu að ríkisstjórninni né aðrir í Borgarahreyfingunni. Ekki hugsað um hag þjóðarinnar Birgitta nær ekki að kynna sér þau lagafrumvörp sem afgreidd eru í flýtimeðferð og getur því ekki kannað hvort þau séu til bóta fyrir þjóðina. myndIR SIgtRygguR ARI JóhAnnSSon Fann trúnaðargögnin á net- inu Birgitta fann öll trúnaðar- gögnin um Icesave inni á island. is. Næsta dag biðu þau hennar í vinnunni í þykkri möppu merkt: trúNaÐarMÁl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.