Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 14
Föstudagur 3. júlí 200914 Helgarblað
Einnig hætti Hafliði Kristjánsson,
framkvæmdastjóri lífeyris- og trygg-
ingasviðs, í bankanum sumarið 2006.
Hafliði segist aðspurður hafa gert upp
lán sín í bankanum 2007. „Ég borgaði
þetta allt saman í ársbyrjun 2007,“ seg-
ir Hafliði sem vill ekki láta hafa annað
eftir sér um málið. Lánin til hans eru
skráð 344 milljónir króna í lánabók-
inni.
Annar starfsmaður sem hætti í
bankanum er Friðrik Stefán Halldórs-
son sem var framkvæmdastjóri við-
skiptabankasviðs. Hann hafði fengið
rúmlega 300 milljónir króna að láni
frá bankanum sumarið 2006. Friðrik
hætti í Kaupþingi í mars árið 2008.
Hann segir að hann hafi þá greitt lán-
ið upp. „Eftir á að hyggja er alltaf hægt
að ræða um hvort þetta hafi verið of
há lán eða ekki. En þetta var nú bara
tíðarandinn á þessum tíma. Þetta var
bara hluti af því að hvetja fólk til dáða,“
segir Friðrik. Að mati hans er það gott
að það fari saman: ávinningur hluthafa
og hvati til starfsmanna, en að svo sé
spurning hvernig eigi að framkvæma
þá hugmynd. „Það er erfitt þegar mað-
ur horfir um öxl núna. Auðvitað vildu
menn ekki að þetta færi svona. Þetta
er pínulítið eins og að hafa lent í slysi.
Það hefði mátt gera margt öðruvísi,“
segir Friðrik.
Að sama skapi hætti Kristín Pét-
ursdóttir, sem var aðstoðarforstjóri
hjá Singer & Friedlander í London,
hjá bankanum í árslok 2006 og seldi
hluti sína í bankanum. Af einhverjum
ástæðum er Kristín hins vegar ekki
skráð fyrir lánum á listanum úr lána-
bókinni frá því í júní 2006. Í flöggunum
frá Kauphöllinni frá þessum tíma er
Kristín hins vegar skráð fyrir umtals-
verðum fjölda hluta í bankanum.
Þeir sem DV hefur rætt við um mál-
ið segja að starfsmennirnir sem hættu
þetta löngu fyrir efnahagshrunið hafi
að mörgu leyti verið heppnir að hafa
hætt í bankanum á þessum tíma því
þá hafi þeir bæði grætt á viðskiptun-
um með bréfin í bankanum og eins
hafi þeir losnað við þá umræðu sem
fylgt hefur lánunum til starfsmanna
Kaupþings eftir efnahagshrunið.
Lánum forðað inn í einkahlutafélög
Aðrir sem eru á listanum forðuðu
hlutabréfaeigninni og lánunum inn í
einkahlutafélög skömmu fyrir efna-
hagshrunið. Þetta á við um þá Frosta
Rey Rúnarsson og Ingvar Vilhjálmsson
sem eru skráðir með tæplega 1700 og
rúmlega 470 milljóna króna lán í lána-
bókinni frá 2006. Ingvar átti hins
vegar rúmlega hálfrar prósentu
hlut í Kaupþingi við fall bankans
og viku fyrir fall bankans var hlut-
urinn kominn í eigu Ingvars Vil-
hjálmssonar ehf. Frosti stofnaði
einkahlutafélagið FRR ehf. í sömu
viku og Kaupþing var þjóðnýtt.
Hvorugur þeirra var því skráð-
ur fyrir láninu persónulega þegar
bankinn féll.
Enn óvíst með lánin
Um þessar mundir er enn óvíst
hvernig fer með lánin til starfs-
manna Kaupþings sem hér um
ræðir. Líkt og áður segir er verið að
skoða lánveitingarnar hjá embætti
sérstaks saksóknara og hjá ríkis-
skattstjóra. Ekki liggur ljóst fyrir
hverjar niðurstöður þeirra verða í
málinu. Því er ekki loku fyrir það
skotið að lánveitingarnar til starfs-
manna Kaupþings sem og niður-
felling ábyrgða þeirra fyrir lán-
unum muni draga einhvern dilk
á eftir sér. Margir telja að þessar
lánveitingar hafi verið ólögmætar
og til þess gerðar að hækka verð á
hlutabréfum í bankanum og auka
tiltrú markaðarins. Slíkt myndi
flokkast sem markaðsmisnotkun
samkvæmt lögum.
Tveir lögfræðingar, þeir Hörð-
ur Felix Harðarson og Viðar Már
Matthíasson, hafa hins vegar
komist að því varðandi niður-
fellingu ábyrgðanna að hún hafi
verið lögmæt. Ljóst er að þeir
starfsmenn Kaupþings sem áttu
útistandandi lán við fall hans í
haust bíða á milli vonar og ótta
eftir niðurstöðum sérstaks sak-
sóknara og ríkisskattstjóra um
hvort niðurfellingin hafi verið
lögmæt og hvort starfsmennirnir
þurfi að greiða skatt af lánunum.
7 milljarðar til smáfyrirtækis
Með þessari grein lýkur um-
fjöllun DV um þann þátt lána-
bókar Kaupþings sem snýr að
lánum til starfsmanna bankans
en blaðið hóf umfjöllunina á
þriðjudaginn með því að segja
frá lánunum til Kristjáns Ara-
sonar.
Í næstu viku mun blaðið
hins vegar halda áfram að skrifa
fréttir upp úr lánabókinni. Þá
verða teknar fyrir lánveiting-
ar til fyrirtækja sem líta út fyrir
að vera óeðlilegar eða orka tví-
mælis. Til að byrja með mun DV
segja frá dularfullum tæplega 9
milljarða króna lánveitingum
til smáfyrirtækis í fataiðnaði og
ríflega 7 milljarða fyrirgreiðslu
til íslenskrar ferðaskrifstofu.
Blaðið vill þó undirstrika
það sem áður hefur komið
fram varðandi fréttaskrif DV
upp úr lánabókinni að ein-
göngu verða sagðar fréttir upp
úr lánabókinni sem varða al-
mannahagsmuni og sem geta
hjálpað til við að útskýra að-
draganda íslenska efnahags-
hrunsins.
2007 2008
sigurður Einarsson 90 milljónir 144 milljónir
Hreiðar Már sigurðsson 61 milljón 124 milljónir
Magnús guðmundsson 50 milljónir 72 milljónir
Ingólfur Helgason 38 milljónir 74 milljónir
Ingvar Vilhjálmsson 37 milljónir 83 milljónir
Þorvaldur lúðvík sigurjónsson 36 milljónir
Ármann Þorvaldsson 32 milljónir 46 milljónir
steingrímur Kárason 23 milljónir 32 milljónir
Kristján arason 20 milljónir 28 milljónir
Þórarinn sveinsson 17 milljónir 24 milljónir
Bjarki H. diego 14 milljónir 20 milljónir
guðný arna sveinsdóttir 13 milljónir 18 milljónir
Frosti reyr rúnarsson 11 milljónir 15 milljónir
Helgi sigurðsson 10 milljónir 14 milljónir
guðni Níels aðalsteinsson 9 milljónir 13 milljónir
Hannes Frímann Hrólfsson 9 milljónir 13 milljónir
svali Björgvinsson 8 milljónir 12 milljónir
samtals hjá þessum 17: 477 milljónir 732 milljónir
Meira en Milljarður í arðgreiðslur
ArðgrEiðsLur KAupþings tiL noKKurrA stArfsmAnnA á
ListAnum úr LánAbóKinni árin 2007 og 2008:
*tölur fyrir árið 2007 voru áætlaðar út frá lánabókinni 2006. Fyrirvari í tölum fyrir 2008
er að flestir hafi ekki aukið hlut sinn frá 2006.
Vitað var út frá hluthafalista frá Kauphöllinni 2008 hverjir höfðu aukið hlut sinn. Þeir
voru: sigurður Einarsson, Hreiðar Már sigurðsson og Ingvar Vilhjálmsson þar sem
þeir voru á lista yfir 20 stærstu hluthafa Kaupþings. Á aðra er áætlaður sami eignar-
hlutur og 2006 að undanskildum Þorvaldi lúðvík sigurjónssyni.
tafla unnin af: as@dv.is
tæpir 23,5 milljarðar 22 starfsmenn Kaupþings fengu samtals 23,5 milljarða að láni frá bankanum samkvæmt lánabókinni frá sumrinu 2006. lánveit-ingarnar eru til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum.
Afar óheppilegt svali Björgvinsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri starfsmanna-
sviðs hjá Kaupþingi, segir að lánveiting-
arnar hafi verið afar óheppilegar.
lánabókin sjálf
Hátíðarmatseðill
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
Steikt Lúðufiðrildi með
hvítlauksristuðum
humarhölum og humarsósu
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Hunangsgljáð andabringa
„Orange” með rusty kartöflum
og ristuðu grænmeti
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
200 gr. ristaðir humarhalar
með mangó-chilli cous cous,
salat og kartöflubátar
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Glóðuð Nautalundarpiparsteik,
ristaðir humarhalar, grænmeti
og rjómalöguð piparsósa
Dessert
Hátíðardessert
Laugaás 30 ára
25. júní