Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 44
Föstudagur 3. júlí 200944 Helgarblað strákarnir.“ Það var oft kalt á sjónum og kom hugsunin um hlýjan kven- mannsfaðm Gylfa oft yfir erfiðustu tímana. „Togararnir voru nefnilega ekki yfirbyggðir heldur voru þetta bara síðutogarar. Maður vann allt úti á dekki í öllum veðrum.“ Ældi á bryggjunni Eftir dvölina á Akureyri flutti Gylfi til Eyja þar sem hann stundaði sjóinn næstu ár. Gylfi losnaði aldrei við sjó- veikina og fann iðulega fyrir henni ef of langt leið á milli túra. „Þegar mað- ur var á litlu bátunum úti í Eyjum gat lyktin oft orðið óbærileg. Bátarnir lágu oft lengi við bryggju vegna brælu og þá safnaðist í þá sjór sem ekki náð- ist úr og sat í kilinum. Það blandað- ist fiskidrullu og þegar báturinn fór að rugga gaus upp þessi lykt sem var al- veg rosaleg. Á meðan þetta var svona að skolast í burtu.“ Gylfi segir að lyktin ein og sér hafi verið nóg til að gera hann veikan. „Það kom meira að segja fyrir að ég ældi á bryggjunni og bróðir minn sem var skipstjóri hló nú mikið að því. Ef ég sá að það var bræla ældi ég stundum á bryggjunni. Bara við tilhugsunina og lyktina. Þetta er mikið sálrænt líka.“ Þegar Gylfi hafði verið til sjós í 15 ár fékk hann nóg og ákvað að koma í land. Hann hefur verið þar síðan en honum þykir þó mjög vænt um þennan tíma .„Þetta var yfirleitt mjög skemmtilegt. Félagsskapurinn var góður. Þetta voru skemmtilegir strákar og ég hef alltaf sagt að Akureyrarsjómennirnir hafi verið þeir bestu sem ég vann með. Því ég ólst svona upp með þeim. Þetta var eins og ein fjölskylda, duglegir strákar og fínir.“ nÆrri dauður úr drykkju Gylfi hefur á árinu verið edrú í 30 ár og hefur verið laus við sígarettur í ein 27 ár. En áður en Gylfi sigraðist á Bakkusi gekk áfengisneyslan næstum af hon- um dauðum. „Síðasta alvöru fylliríið mitt varði í þrjá mánuði. Síðan fór ég á sjóinn. Ég var rétt dauður,“ segir Gylfi þegar hann lýsir því hversu illa hann var far- in að drekka áður en hann setti tapp- ann í flöskuna. „Á þessum tíma var ég að byrja daginn klukkan svona sjö á morgnana með því að rétta mig af. Ég var ekki búinn að rétta mig af fyrr en tólf. Hitt var bara martröð þar sem ég ældi og veltist um í vanlíðan.“ Gylfi segir ástandið hafa verið svo slæmt að hann hafi ekki þorað að fara að sofa nema eiga áfengi undir koddanum. Gylfi man nákvæmlega hvenær hann missti stjórn á drykkjunni. „Þá var ég á togara á Akureyri. Við vorum þarna á sumarhóteli þar sem gagn- fræðaskólinn er og ég rétti mig af í fyrsta skipti á ævinni eftir fyllirí með því að fá mér sopa.“ Gylfi vissi strax hvert sá sopi myndi leiða hann. „Ég vissi upp á mig skömmina og að með þessum sopa færi ég beina leið til hel- vítis.“ Gylfi segir að eftir að menn fari að venja sig á að rétta sig af í stað þess að láta renna af sér fari af stað keðju- verkun sem sé erfitt að stoppa. „Þá er maður fullur þann daginn líka og svo kannski næsta og svo koll af kolli.“ leitaði að kvenlÆkni Það þurfti það sem Gylfi lýsir sem hálftrúarlegri upplifun til þess að losa hann undan því böli. „Mér leið alveg rosalega illa einn daginn. Þá bjó ég í Hafnarfirði með þáverandi sambýl- iskonu minni. Hún þurfti að koma heim úr vinnunni því ég var svo illa haldinn.“ Vanlíðan Gylfa var orðin svo mikil að hann ákvað að hringja í lækni til að leita ráða. „Ég fór í gulu síðurnar til að finna númerið hjá lækni. Auðvit- að leitaði ég að númeri hjá kvenlækni en ekki karli.“ Eftir að hafa fundið kvenlækni sló Gylfi á þráðinn til hennar en gamall maður ansaði á hinum enda línunn- ar. „Hann sagði mér að hún væri ekki við. Ég fer að spjalla við karlinn og spyr hann hvað hann geri. Hann seg- ist vera pestur en hættur störfum. Ég bið hann þá um að biðja fyrir mér því mér líði svo illa.“ Sá gamli sagðist ætla biðja fyrir Gylfa um leið og samtalinu lyki en Gylfi komst seinna að því að presturinn, sem hét Sigurjón Árna- son, var frændi hans. „Þegar liðnar eru svona fimm mín- útur frá því að við slitum símtalinu. Þá er bara allt að breytast, vanlíðan í vellíðan. Ég lýsti þessu fyrir sambýl- iskonu minni en mér fannst ég bara vera svífandi á silkisæng þar sem ég lá í rúminu. Þannig fór ég inn í drauma- heiminn en eftir þetta var ég hættur að drekka brennivín.“ aa-fundur í draumi Gylfi fór ekki á nema tvo AA-fundi eft- ir að hann hætti að drekka en hann segist hafa sótt sína fundi í gegnum draumaheiminn. „Í mörg ár dreymdi mig svona fjórum sinnum í mánuði að ég væri blindfullur og ómögulegur. Síðan varð ég alltaf svo feginn þegar ég vaknaði að það var á við marga AA- fundi í hvert skipti.“ Gylfa hefur aldrei þyrst í brennivín eftir að hann hætti en hann hafði smá áhyggjur þegar bjórbanninu var aflétt á sínum tíma. „Þegar ég var að drekka var bjórinn lúxusvara sem menn smygluðu til landsins á togurunum. Það var voðalega gott að sötra þetta og nota til að rétta sig af. Ég var smá hræddur um að falla með bjórnum en það gerðist ekki og hefur engin áhrif á mig í dag.“ Gylfi hefur ávallt verið trúaður maður enda hefur hann bara eitt um augnablikið að segja þegar hann hætti að drekka. „Þegar Jesú frelsaði mig var ég 33 ára. Þegar Jesú var krossfestur og steig til himna var hann 33 ára.“ Gylfi nefnir sem dæmi að þegar hann var krakki missti hann framtennurnar í samstuði og það sem lagðist þyngst á hann var að geta ekki sagt nafn frels- arans rétt. „Ég sagði við mömmu að nú gæti ég ekki sagt Jesú. Heldur bara Jeþú því það vantaði í mig tennurnar. Það fannst mér hroðalegt en mér var alveg sama um tennurnar.“ SíðaSta máltíðin með rúnari Gylfi missti náinn vin þegar Rúnar Júlí- usson, rokkari Íslands, féll frá í lok árs 2008. Rúnar og eiginkona hans, María Baldursdóttir, stóðu meðal annars við bakið á Gylfa þegar hann var að hætta að drekka og bjó hann hjá þeim um tíma. Gylfi hitti Rúnar í síðasta sinn á Kringlukránni þar sem þeir félagar snæddu saman hádegisverð. „Rúnar bauð mér í súpu á Kringlu- kránni eins og hann gerði oft. Þetta var á mánudegi. Þegar ég er að kveðja segist hann svo vera að fara í sitt ár- lega tékk hjá lækni. Ég man að ég nefndi það við hann að mér fyndist hann líta svo vel út.“ Nokkrum dögum síðar hringdi sími Gylfa einn morg- uninn klukkan hálf sjö. „ Ég ákvað að sofa hringinguna af mér því ég var svo þreyttur en kíkti svo á símann þegar ég vaknaði klukkutíma síðar. Þá sá ég að þetta var númerið hjá Rúna og Mæju og ég vissi strax að eitthvað var að því þau hringdu aldrei svona snemma.“ Þegar Gylfi hringdi svo í Maríu fékk hann staðfest það sem hann hafði ótt- ast mest, að Rúnar væri fallinn frá. át allar eldSpýturnar Þó Gylfi hafi saknað Rúnars mikið eftir að hann féll frá segist hann ekki geta annað en brosað þegar hann hugsar til hans. „Ég sakna Rúnars mikið en ég grét ekki. Enda er ég búinn að brynja mig rosalega í gegnum árin gegn öllu svona. En það sem ég sá mest í Rún- ari var húmorinn í honum. Þannig að ég brosti mikið meira en ég var sorg- mæddur. Því ég fór að hugsa um allt sem við höfðum lent í saman og þegar hann var að hlæja. Það var aldrei neitt nema húmor í kringum Rúnar og aldrei nein sorg. Það var bara hlegið og þannig var bara Rúnar.“ Gylfa er sérstaklega minnisstætt þegar hann og Rúnar voru á heim- leið eftir að hafa spilað kvöldinu áður. „Rúnar var nýkomin með bílprófið aftur eftir að hafa misst það. Hann sá að löggan var á eftir okkur og var skít- hræddur um að missa það aftur. Því að Mæja var nú ekkert voðalega ánægð með að þurfa keyra hann um allt. Rúnar snýr sér að mér og segir „Ohh löggan er á eftir okkur og ég er ekki viss hvort ég slepp ef þeir stoppa okk- ur.“ Við höfðum verið að spila kvöld- ið áður og Rúnar var hræddur um að hann væri kannski rakur ennþá svona í morgunsárið.“ Nú voru góð ráð dýr. Gylfi reykti ennþá á þessum tíma og var með síg- arettur og eldspýtur í vasanum. „Ég sagði við hann: „Heyrðu Rúnar. Nag- aðu brennisteininn af nokkrum eld- spýtum því ég hef heyrt að það blekki blástursmælirinn““. Gylfi rétti Rúnari síðan í kringum tíu eldspýtur og leit svo aftur fyrir sig til þess að skima eftir lögreglunni. „Þegar ég leit svo aftur á Rúnar var hann búinn að kyngja öllu draslinu. Hann át þetta bara eins og það lagði sig. Svo keyrði löggan bara fram hjá okkur,“ segir Gylfi og skellir upp úr. „Maður getur ekki annað en brosað þegar maður hugsar til hans.“ Svo gott að faðma þÆr Gylfi segist alla tíð hafa verið kvensam- ur maður og hálfómögulegur sé hann ekki með eina upp á arminn. Hann er nýskilinn en segir að ástarsögu hans verði gerð góð skil í ævisögunni góðu. „Ég hef bara ekki getað verið án konu. Ekki síðan ég kyssti hana Karol sjö ára gamall.“ Þó Gylfi sé kvennamaður mikill á hann ekki erfitt með að halda sig við eina í einu. „Ég held ekki framhjá. En ef ég er ekki með konu finnst mér það dálítið erfitt. Það er svo gott að halda utan um þær.“ Aðspurður hvort Gylfi hafi lært eitt- hvað um ástina eftir öll þessi ár segir hann erfitt að nefna eitthvað ákveðið. „Maður eltir á sér bibbann alveg frá því að maður fæðist og það er stund- um eins og maður hugsi með hon- um. Það er þó alltaf jafngott að vera ástfangin eins og það er vont að vera í ástarsorg. En það er ekkert betra til en konur. Það er bara á hreinu.“ Þó að Gylfi hafi verið í mörgum samböndum á lífsleiðinni segir hann það oftar en ekki sér að kenna að þau gangi ekki upp. „Þó að ég sé búinn að vera í mörgum samböndum er það mest mér að kenna frekar en þessum konum. Til dæmis sagði konan sem ég var að skilja við núna: „Gylfi þú ert besti maður sem ég hef kynnst en sá erfiðasti líka.““ greifinn af monté CriSto Ekki er langt síðan Gylfi og félagar hans í Áhöfninni á Halastjörnunni vöktu verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í þættinum Popp- punkti. Það var ekki stigasöfnunin sem vakti athyglina heldur sprellið í Gylfa og Hemma Gunn sem léku á als oddi. „Halastjarnan er komin með gigg. Það kemur í ljós á næst- unni hvar það verður.“ Gylfi er harðduglegur við að skemmta sjálfur hvort sem það er í einkasamkvæmum, á árshátíðum eða annars staðar þar sem mann- fögnuður er. „Ef fólk vill fá mig er um að gera að kíkja inn á gylfiaegisson. is og hafa samband.“ Eftir allt sem Gylfi hefur afrekað í tónlistinni segist hann helst vilja gera fleiri Vallaævintýri. „Mig langar helst að gera fleiri Vallaævintýri fyr- ir börnin því þau hafa svo gaman af þessu. Þetta er spenna og húmor og mikið af prumpi og hasar. Þetta vilja krakkarnir. Núna í ellinni eru það þessi verkefni sem gefa mér mest.“ Gylfi er viss um að Vallaævintýrin muni mala gull verði þau gefin út á erlendum markaði. „Til dæmis í Jap- an því þeir hafa svo gaman af vík- ingum og víkingatímabilinu. Þetta myndi mala gull. Það vantar bara einhvern til að kveikja á því og gefa þetta út. Fyrst börn á íslandi hafa svona gaman af þessu er ég sann- færður um að börn annars staðar muni hafa það líka.“ Það er þá aldrei að vita nema Gylfi sitji á gullkistu með Vallaævin- týrunum. „Mamma kallaði mig allt- af Greifann af Monté Cristo þegar ég var lítill og það er aldrei að vita nema hún hafi séð í mér einhvern leyndan fjarsjóð sem á eftir að koma í ljós.“ asgeir@dv.is „SíðaSta alvöru fylliríið mitt varði í þrjá mánuði. Ég var rÉtt dauður. á þeSSum tíma var Ég að byrja daginn klukkan Svona Sjö á morgnana með því að rÉtta mig af. Ég var ekki búinn að rÉtta mig af fyrr en tólf.“ nærri dauður gylfi drakk illa áður en hann hristi Bakkus af sér. mynd heiða helgadóttir gylfi Ægisson Hefur gefið út 23 plötur einn síns liðs. mynd heiða helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.