Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 42
Föstudagur 3. júlí 200942 Helgarblað Gylfi Ægisson er einn ástsælasti tón- listarmaður og lagahöfundur Íslands. Hann hefur samið fjölmörg af vinsæl- ustu dægurlögum landsins og disk- ur Papanna með lögum hans hef- ur nú verið sá söluhæsti á landinu undanfarnar vikur. Gylfi hefur alla tíð verið mikill kvennamaður og segist ómögulegur sé hann ekki með eina upp á arminn. Gylfi var 15 ár til sjós og mótaði sá tími hann um ókomin ár. Þegar hann var einungis þrítugur var hann nánast búinn að drekka sig í hel en rétt slapp undan klóm Bakkusar. Það ætti því að vera af nægu að taka í ævisögu Gylfa sem er væntanleg í haust. StormSker óSáttur „Upphaflega var það Sverrir Storm- sker sem hringdi í mig með þessa hugmynd að skrifa ævisögu. Hann ætlaði að láta mig vita eftir nokkra daga hvernig þetta yrði. Svo lét hann ekkert heyra í sér heldur fór til Taí- lands í blöðrurnar eins og hann segir sjálfur,“ en eins og greint hefur ver- ið frá í fjölmiðlum mun Sólmundur Hólm Sólmundarson rita ævisögu Gylfa og stefna þeir á að hún verði klár í haust. Sólmundur hefur þrátt fyrir ung- an aldur þó nokkra reynslu í blaða- mennsku en hann ritstýrði með- al annars tímaritinu Sirkus á sínum tíma auk þess sem hann hefur starf- að á DV og Fréttablaðinu. „Sóli hef- ur tekið ófá viðtölin við mig og í ein- hverju spjallinu ákváðum við bara að kýla á þetta.“ Eftir að fréttir af samstarfi Sóla og Gylfa bárust í fjölmiðla lét Sverrir loks í sér heyra eftir ansi langa bið. „Hann var ekki sáttur fyrst. En eftir að höfð- um spjallað svolítið saman skildum við bara sáttir.“ Sóli og Gylfi hafa þeg- ar fundið ævisögunni nafn en hún heitir í höfuðið á einu af hans þekkt- ustu lögum. „Bókin mun heita Sjúdd- irarírei,“ en það er varla sá Íslending- ur sem ekki hefur raulað þá laglínu í það minnsta einu sinni eða tvisvar. 20 ár í útgáfu Gylfi hefur gefið út sína eigin tónlist í meira en 20 ár þar sem hann skip- ar stöðu tónlistarmanns, upptöku- stjóra, útgefanda og sölumanns. „Ég hef gefið sjálfur út einar 23 plötur á þessum tíma. Ég sel þær líka sjálfur. Ferðast um landið og er mikið í sím- anum.“ Gylfi segir söluna ganga nógu vel til að hann geti lifað af henni en hann hefur einnig gefið út hin frægu Vallaævintýri sem eru geysivinsæl hjá yngstu kynslóðinni. „Ég hef gefið út fimm diska af Vallaævintýrum og er að vinna í þeim sjötta. Þau eru svona í anda Hans og Grétu og Rauðhettu og úlfsins, spenna, hasar og grín. Ekki ólíkt ævi- sögunni, spenna, hasar og grín,“ bæt- ir Gylfi við og hlær sínum sérstaka og smitandi hlátri. Gylfa er mjög annt um Vallaævintýrin enda hans hug- arsmíð frá upphafi til enda. „Ég sem þetta allt sjálfur og nú er ég farinn að leika allt sjálfur líka,“ en ævintýri Valla gerast á hinum dularfulla Snæ- fellsjökli. gylfi rokSelur Það er ekki bara Gylfi sem gefur út tónlist sína. Íslenskir tónlistarmenn hafa um árabil leikið lög hans og eru þau til í mörgum mismunandi útgáf- um. Ekki er langt síðan hljómsveitin Papar gaf út diskinn Ég verð að dansa þar sem hún leikur einungis lög eft- ir Gylfa. Diskurinn hefur verið mjög vinsæll og mest seldi diskurinn á landinu fjórar vikur í röð. Aðspurður hvað Gylfi hafi unn- ið að mörgum plötum fyrir utan þær sem hann hefur sjálfur gefið út hefur hann ekki tölu á því. „Ég veit það satt að segja ekki. En ég veit að það hafa komið yfir 300 lög eftir mig út á hin- um ýmsu plötum. Oft eru þetta sömu lögin en það er nú samt orðið frekar mikið.“ Gylfi nefnir sem dæmi lagið Minning um mann. „Nú þegar Papa- diskurinn hefur selst í meira 2.500 eintökum hefur til dæmis Minning um mann selst í meira en 70.000 ein- tökum í gegnum tíðina,“ og á Gylfi þá við í flutningi allra þeirra sem hafa tekið lagið upp á sína arma. Gylfi leynir ekki hrifningu sinni á Pöpunum sem hann segist þó ekki hafa uppgötvað fyrr en á sjómanna- daginn síðasta. „Ég vissi að þeir væru góðir en ekki svona góðir. Ég sá þá á tónleikum ásamt Bubba vini mínum á sjómannadaginn í Hafnarfirði. Egó- ið var gott en það var þrisvar sem ég hreinlega gapti af undrun þegar ég var að horfa á Papana.“ Gylfi nefnir sérstaklega þegar Matthías Matthí- asson, söngvari sveitarinnar, söng lag eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. „Ég spurði hann hvort hann hefði sungið þetta í sömu tóntegund og Villi því ég hélt að það væru nú bara ekki hægt. „Já, já, sagði hann en ég bara tók að- eins lengri tón í endann““. Sjálflærður í öllu Þegar Gylfi sest niður til að semja tónlist notar hann aðallega þrjú hljóðfæri. „Það eru gítarinn, orgel- ið og harmonikkan,“ en harmon- ikkan á alltaf sérstakan stað í hjarta Gylfa. „Það var fyrsta hljóðfærið sem ég lærði á sem strákur. Mamma gaf pabba harmonikku þegar ég var sirka níu ára gamall og ég og bræður mínir fórum að glamra á hana upp frá því.“ Gylfi hefur alla tíð spilað eftir eyr- anu og var því duglegur við að hlusta á aðra spila á harmonikkuna á Siglu- firði þar sem hann er fæddur og upp- alinn. „Ég er sjálflærður í tónlistinni. Ég hef aldrei lært nótur eða farið í tónlistarskóla.“ Gylfi er líka sjálflærð- ur í myndlistinni en hefur málað um áraraðir og selt verk sín sjálfur líkt og hann hefur selt hljómplöturnar. „Ég á þessa harmonikku ennþá og hún hefur haft mikil áhrif á mig. Hún varð meira segja til þess að ég strauk að heiman en það kemur allt fram í ævisögunni.“ 14 ára á Sjóinn Gylfi fór ungur á sjóinn og átti sjó- mennskan eftir að móta líf hans mik- ið. Bæði þegar kom að tónlistinni og einnig drykkjuvenjum hans sem seinna áttu eftir að reynast honum ofviða. Gylfi fór fyrst á sjóinn 14 ára en þegar hann var orðin 15 var hann kominn í fullt starf á togara á Siglu- firði. „Ég hef verið mikið á togur- um en mest á litlum bátum. Aðeins í millilandasiglingum líka.“ Þegar Gylfi var 17 ára flutti hann til Akureyrar og fékk pláss á togara. Hann segir þetta hafa verið skemmtilega tíma þó svo að honum hafi alltaf langað að vera í landi þegar út var komið. „Það var voðalega gaman meðan á þessu stóð. Þetta var á bítlatímanum og mann langaði alltaf voða mikið í land til þess að skoða skvísurnar. Við vorum 14 daga úti og svo einn dag í landi. Þá vorum við auðvitað á skallanum strákarnir.“ Gylfi segir togarasjómenn á þess- um tíma hafa haft orð á sér fyr- ir drykkjuskap. „Fólk sagði að við værum alltaf svo blautir en svo voru þeir sem voru í landi kannski full- ir föstudag, laugardag og sunnudag. Það þótti allt í lagi. Menn vildu bara skemmta sér vel þann stutta tíma sem við höfðum í landi. Allavega við ungu „Það kom meira að segja fyrir að ég ældi á bryggjunni og bróðir minn sem var skipstjóri Hló nú mikið að Því.“ „Það var aldrei neitt nema Húmor í kringum rúnar og aldrei nein sorg. Það var bara Hleg- ið og Þannig var bara rúnar.“ frábær lagahöfundur gylfi hefur samið ófáa smellina mynd heiða helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.