Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 48
Föstudagur 3. júlí 200948 Helgarblað Fríin eru gerð til þess að skemmta sér og hvað brýtur góðan dag eða langt ferðalag upp betur en skemmtilegur leikur? Nóg er til af þeim en DV tekur hér saman leiki sem hægt er að njóta í bílnum, í sumarbústaðnum eða á tjaldsvæðinu. EltingalEikur Þeir verða ekki mikið einfaldari leikirnir en eltingaleikur. Eins og nafnið gefur að kynna á bara að elta næsta mann. Fjöldi skiptir svolitlu máli í þessum en því fleiri því betri. Einhver byrjar að elta og þarf að klukka næsta mann til þess að hætta að vera hann. Þá tekur næsti við og þetta getur haldið áfram endalaust. Frábær hreyfing fyrir alla enda snýst leikurinn einfaldlega um að hlaupa. Fótbolti Það þarf nú ekki að kynna fótbolta fyrir neinum. Oftar en ekki er mikið grassvæði á tjaldsvæðum og mörg hver bjóða meira að segja upp á mörk. Ef ekki er alltaf hægt að leysa málin með því að búa til markstengur úr peysum. skipt er í tvö lið og svo er spilað annaðhvort upp í einhverja tölu eða í ákveðinn tíma. StórFiSkalEikur í þennan þarf svolítið svæði en það ætti að vera nóg af því við tjaldsvæðið. Það er um að gera að safna krökkunum á svæðinu saman og taka einn stórfiskaleik. afmarka þarf svæði, bæði lengd og breidd. Byrjað er á kapphlaupi eina ferð til að sjá hver þarf að byrja á því að reyna að veiða. Þegar stóri fiskurinn klappar reyna litlu fiskarnir að reyna að hlaupa yfir á meðan sá stóri veiðir þá litlu. Þegar allir eru veiddir er byrjað aftur og var það sá sem var fyrst veiddur sem verður stóri fiskurinn. Skotbolti Bæði má spila einfaldan skotbolta eða brennó. Erfiðara er að búa til brennó-völl og því einfaldara að spila einfaldan skotbolta. aðeins þarf einn lítinn bolta til þess að byrja. Boltanum er kastað upp og sá sem nær honum reynir að kasta í næsta mann. Hann er þá úr leik. sá vinnur sem stendur einn eftir með boltann í hendi og allir aðrir eru úr leik. Símon SEgir sá sem er símon ræður för og reynir að láta hina sem keppa mistakast að gera ákveðna hluti. Það sem símon segir á að gera, annað ekki. segi símon þér að hoppa áttu að hoppa. síðan þegar símon segir bara hoppa, en ekki símon segir á undan og þú hoppar ertu úr leik. sá vinnur sem nær að gera allt sem símon segir og ekkert af því sem símon segir ekki að gera. FriSbí til þess að leika sér í frisbí þarf aðeins einn hlut. Frisbí-disk. svoleiðis fæst í öllum betri verslunum. Fyrst þarf að komast upp á lagið með að kasta disknum en þegar það er komið getur verið frábært að leika sér með frisbí í góðu veðri á stóru svæði. Erfiðara er að leika sér með diskinn sé vindur en það er ekki ómögulegt. SápurEnnibraut Þetta er svona dýrasta lausnin en á heitum sumardegi getur fjölskyldan með sápurenni- brautina svo sannarlega verið sú vinsælasta á svæðinu. til þess þarf að kaupa svona þriggja til fjögurra metra plastdúk sem er rennisléttur, með engum hnöppum eða neinu sem getur meitt. Hann er flattur út og hellt vatni og sápu yfir hann. svo taka krakkarnir við að renna sér eftir vænt tilhlaup. Það verða ansi brosmild börn í kringum þessa rennibraut. svo mikið er víst. Á TJALDSVÆÐINU Saman Það er fátt betra en að leika sér saman á heitum sumardegi. Á tjaldsvæðinu Það þýðir ekkert að húka í tjaldinu þegar á tjaldsvæð- ið er komið. Þar er nóg pláss til að fara í marga skemmtilega leiki. Fallin spýta algjörlega klassískur leikur sem hægt er að fara í alls staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.