Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 48
Föstudagur 3. júlí 200948 Helgarblað
Fríin eru gerð til þess að skemmta sér og hvað
brýtur góðan dag eða langt ferðalag upp betur
en skemmtilegur leikur? Nóg er til af þeim en
DV tekur hér saman leiki sem hægt er að njóta í
bílnum, í sumarbústaðnum eða á tjaldsvæðinu.
EltingalEikur
Þeir verða ekki mikið einfaldari leikirnir en
eltingaleikur. Eins og nafnið gefur að kynna á
bara að elta næsta mann. Fjöldi skiptir svolitlu
máli í þessum en því fleiri því betri. Einhver
byrjar að elta og þarf að klukka næsta mann
til þess að hætta að vera hann. Þá tekur næsti
við og þetta getur haldið áfram endalaust.
Frábær hreyfing fyrir alla enda snýst leikurinn
einfaldlega um að hlaupa.
Fótbolti
Það þarf nú ekki að kynna fótbolta fyrir
neinum. Oftar en ekki er mikið grassvæði á
tjaldsvæðum og mörg hver bjóða meira að
segja upp á mörk. Ef ekki er alltaf hægt að
leysa málin með því að búa til markstengur
úr peysum. skipt er í tvö lið og svo er
spilað annaðhvort upp í einhverja tölu eða í
ákveðinn tíma.
StórFiSkalEikur
í þennan þarf svolítið svæði en það ætti að
vera nóg af því við tjaldsvæðið. Það er um að
gera að safna krökkunum á svæðinu saman
og taka einn stórfiskaleik. afmarka þarf svæði,
bæði lengd og breidd. Byrjað er á kapphlaupi
eina ferð til að sjá hver þarf að byrja á því að
reyna að veiða. Þegar stóri fiskurinn klappar
reyna litlu fiskarnir að reyna að hlaupa yfir á
meðan sá stóri veiðir þá litlu. Þegar allir eru
veiddir er byrjað aftur og var það sá sem var
fyrst veiddur sem verður stóri fiskurinn.
Skotbolti
Bæði má spila einfaldan skotbolta eða brennó.
Erfiðara er að búa til brennó-völl og því
einfaldara að spila einfaldan skotbolta. aðeins
þarf einn lítinn bolta til þess að byrja.
Boltanum er kastað upp og sá sem nær
honum reynir að kasta í næsta mann. Hann
er þá úr leik. sá vinnur sem stendur einn eftir
með boltann í hendi og allir aðrir eru úr leik.
Símon SEgir
sá sem er símon ræður för og reynir að láta
hina sem keppa mistakast að gera ákveðna
hluti. Það sem símon segir á að gera, annað
ekki. segi símon þér að hoppa áttu að hoppa.
síðan þegar símon segir bara hoppa, en ekki
símon segir á undan og þú hoppar ertu úr
leik. sá vinnur sem nær að gera allt sem símon
segir og ekkert af því sem símon segir ekki
að gera.
FriSbí
til þess að leika sér í frisbí þarf aðeins einn
hlut. Frisbí-disk. svoleiðis fæst í öllum betri
verslunum. Fyrst þarf að komast upp á lagið
með að kasta disknum en þegar það er komið
getur verið frábært að leika sér með frisbí í
góðu veðri á stóru svæði. Erfiðara er að leika
sér með diskinn sé vindur en það er ekki
ómögulegt.
SápurEnnibraut
Þetta er svona dýrasta lausnin en á heitum
sumardegi getur fjölskyldan með sápurenni-
brautina svo sannarlega verið sú vinsælasta á
svæðinu. til þess þarf að kaupa svona þriggja
til fjögurra metra plastdúk sem er rennisléttur,
með engum hnöppum eða neinu sem getur
meitt. Hann er flattur út og hellt vatni og sápu
yfir hann. svo taka krakkarnir við að renna sér
eftir vænt tilhlaup. Það verða ansi brosmild
börn í kringum þessa rennibraut. svo mikið
er víst.
Á TJALDSVÆÐINU
Saman Það er fátt betra
en að leika sér saman á
heitum sumardegi.
Á tjaldsvæðinu Það þýðir ekkert
að húka í tjaldinu þegar á tjaldsvæð-
ið er komið. Þar er nóg pláss til að
fara í marga skemmtilega leiki.
Fallin spýta algjörlega
klassískur leikur sem hægt
er að fara í alls staðar.