Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 35
Föstudagur 3. júlí 2009 35Fókus
Gunnar Gunnarsson, sjóntækja-
fræðingur og hönnuður hjá
Reykjavík Eyes, hlaut á mánu-
daginn evrópsku Red Dot Des-
ign verðlaunin. Gunnar hlaut
verðlaunin fyrir hönnun og þró-
un gleraugnaumgjarða sem fram-
leiddar eru undir merki Reykjavík
Eyes. Hátíðin fór fram í Þýska-
landi, nánar tiltekið í handbolta-
bænum Essen, en verðlaunahafar
í ár voru hönnuðir sem vinna fyrir
heimsþekkt vörumerki á borð við
BMW, Sony, Tag Heuer, Apple og
Dell.
Red Dot Design verðlaun hafa
verið veitt árlega frá árinu 1955
og er keppt í þremur meginflokk-
um. Í ár barst 3.231 tilnefning frá
49 löndum. Gleraugnaumgjarðir
Reykjavík Eyes hafa hlotið lof fyr-
ir hönnun formsins en ekki síður
fyrir það hversu léttar þær eru og
einfaldar. Umgjörðin er skorin úr
örþunnri títanplötu og þar er ekki
að finna neinar samsetningar,
skrúfur eða aðra aukahluti.
Þetta eru ekki fyrstu verðlaun-
in sem Gunnar fær fyrir hönnun
sína en í vor hlaut hann verðlaun-
in Universial Design Awards fyrir
þá tækni sem liggur að baki fram-
leiðslu Reykjavík Eyes umgjarð-
anna.
Gunnar Gunnarsson sópar að sér verðlaunum:
Margverðlaunaður hönnuður
m
æ
li
r
m
eð
...
Tölvuleikurinn BomB-
erman BlasT
Bomberman
Blast er fínasta
skemmtun og allt
þetta Wii-shop-
dæmi er snilld
Tölvuleikur-
inn uFC 2009
„skugga- og
sudda-rudda-
mudda-tudda-
legur,“ segir
gagnrýnandi dV.
GhosTBusT-
ers
Kemur skemmti-
lega á óvart og
grafíkin er það
sem gerir leikinn
góðan.
TransFormers
„Of mikið
af öllu,“
segir
gagnrýn-
andi.
lesBian vampire killers
Fínasta mynd en
engin tímamót.
unnendur gavin
og stacey þáttanna
gætu þó verið
hrifnari en aðrir.
TerminaTor salvaTion
„Christian Bale er
fínn í hlutverki johns
Connor en myndin
ekki jafngóð,“ segir
gagnrýnandi.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
föstudagur
n Jackson-helgi á prikinu
Helgin verður tileinkuð poppgoðinu
Michael jackson á skemmtistaðnum
Prikinu um helgina. Á föstudaginn
byrjar djassbandið Húsbandið leikinn
áður en meistari dj danni deluxxx
klárar kvöldið eins og honum er svo
sannarlega einum lagið.
n Tónleikar á Bókasafni
Hljómsveitin reginafirra verður
með tónleika í Borgarbókasafninu í
hádeginu í dag. Þeir sem vilja nýta
hádegismatinn til að hlýða á góða
tónleika geta hlýtt á reginufirru milli
12:30 og 13:15 í dag.
n langi seli á rósenberg
langi seli og skuggarnir verða
með tónleika á föstudaginn á Kaffi
rósenberg. Má búast við hörkufjöri
enda ekki við neinu öðru að búast
þegar þeir félagar mæta á svæðið.
n Tríóið á sigló
tríu andrésar Þórs leikur í allanum
á Þjóðlagahátíðinni á siglufirði á
föstudaginn og hefjast tónleikarnir
klukkan 23.00. Þeir verða svo í
landnámssetrinu í Borgarnesi
laugardaginn fjórða júli.
laugardagur
n eiki fimmtugur
Ofurrokkarinn Eiríkur Hauksson
verður fimmtugur á laugardaginn
og ætlar af því tilefni að að halda
stórtónleika í austurbæ. Margir
stórsöngvarar syngja með honum
en dagurinn er þjóðhátíðardagur
Bandaríkjanna og bera tónleikarnir
þess nafn. Miða er hægt að fá á midi.
is en 3.900 krónur kostar stykkið.
n egó í pöpum
stórhljómsveitirnar Egó og Paparnir
hafa verið að leiða saman hesta
sína í sumar, sannarlega baneitruð
samsetning. Á laugardaginn spila
þessar tvær ofursveitir í Hvíta húsinu
á selfossi. Hefst gleðin klukkan 23.00
kostar 2.500 krónur inn.
n moonshine á prikinu
jackson-helgin heldur áfram á
Prikinu á laugardaginn en þessi mikli
snillingur féll sviplega frá fyrir stuttu.
dj Moonshine verður að þeyta
skífum á Prikinu á laugardaginn
og má fastlega búast við nokkrum
vel völdum slögurum með Michael
jackson.
n mono á players
Það verður sko alvöru partí
á skemmtistaðnum Players á
laugardaginn, Mono-partí. Hægt er
að ná sér í partí-jesús frítt á mono.
bloggar.is til að vera klár fyrir ballið.
Það kostar þúsund krónur inn þannig
komdu og dansaðu með.
n sumarjazz á Jómfrúnni
Kvartett brasislíku söngkonunnar
jussanam da svila kemur fram á
fjórðu sumartónleikum veitingastað-
arins jómfrúarinnar við lækjargötu á
laugardaginn. Áhugaverðir tónleikar
sem enginn má láta framhjá sér fara.
Hvað er að
GERAST?
Gunnar Gunnarsson tekur við evr-
ópsku red dot design-verðlaununum.
Ungmennin sem sækja listasmiðj-
urnar ár hvert koma hvaðanæva úr
heiminum að sögn Bjartar. „Við höf-
um fengið krakka frá Ítalíu, Spáni,
Portúgal, Danmörku og Finnlandi
svo eitthvað sé nefnt. Við höfum tek-
ið þátt í ungmennaskiptaverkefninu
og fengið þess vegna hópa frá hinum
og þessum löndum. Í ár tókum við
þó ekki þátt í þessu verkefni, í fyrsta
skipti í langan tíma og samt sem áður
er nánast uppselt í listasmiðjurnar,“
segir Björt. Þess í stað eru það ís-
lensk ungmenni sem ráða ríkjum.
„Langflest fólkið sem kemur til
Seyðisfjarðar kemur til að fara á við-
burðina. Yfir vikuna erum fáum við
fjögur til fimm þúsund manns í bæ-
inn - í sjö hundruð manna bæ. Það er
svolítið mikil mannfjölgun. Þannig
að það er hellingur af fólki sem hef-
ur áhuga á hátíðinni þó að það geti
ekki tekið beinan þátt í smiðjum og
öðru.“
Ástríða alltaf til staðar
Björt segir forsvarsmenn hátíðarinn-
ar berjast gegn útihátíðarstimplin-
um til hins ítrasta því ungir krakkar
taka þátt í listasmiðjunum. „Við vilj-
um líka meina að unglingar séu ekk-
ert hættulegri en aðrir og ekkert verri
með víni heldur en fullorðið fólk. Við
gerum hins vegar allt sem við getum
til þess að koma í veg fyrir unglinga-
drykkju og verður góð gæsla á staðn-
um meðal annars frá Veraldarvinum
og allar björgunarsveitir Austurlands
á staðnum,“ útskýrir Björt. En ungu
krakkarnir fá einnig að taka þátt í
tónlistarveislunni sem fer fram í
bækistöð LungA. Tónlistarmenn sem
fram koma þetta árið eru Mugison,
GusGus, B. Sig, Jagúar, Skakkam-
anage og á föstudeginum verður sér-
stakt Kimi Records-kvöld.
Mannfjöldinn er mikill á Seyð-
isfirði í þessa einu viku en að sögn
Bjartar dreifist fjöldinn yfir vikuna
sem hátíðin stendur yfir. Þó seg-
ir Björt ávallt vera stappað í bænum
frá fimmtudegi til sunnudags. „Sem
er líka frábært því það færir þjón-
ustufyrirtækjum í bænum auknar
tekjur,“ segir Björt og viðurkennir að
hátíðin finni fyrir breyttu efnahags-
ástandi. „Við fundum aðallega fyr-
ir því við styrkjaleit. Við fengum til
dæmis ekki þennan stóra styrk til
þess að taka þátt í ungmennaskipta-
verkefninu en á móti kemur að við
höfum fengið mikið af töluvert lægri
styrkjum,“ segir Björt. „Ég hugsa líka
að atvinnuleysi og efnahagsástandið
geri það að verkum að fleiri skrái sig
í smiðjur,“ bætir hún við, en níutíu
manns hafa skráð sig í listasmiðjur
þetta árið.
Mikil vinna og undirbúningur fer
í LungA ár hvert og þegar hátíðinni
lýkur á sunnudagskvöldið 19. júlí,
hefst fyrst undirbúningsfundur fyr-
ir næsta ár. „Þetta er vinna allt árið.
Ef það væru til peningar, gætum við
verið með tvo í fullri vinnu allt árið,“
segir Björt sem segir undrbúning-
inn og vinnu á bak við LungA jafn-
skemmtileg í dag og fyrir 10 árum.
„Það þarf að vera skemmtilegt. Það
fer mikil sjálfboðavinna í þessa há-
tíð og maður myndi aldrei meika þá
vinnu ef ástríðan væri ekki til staðar.“
Nánari upplýsingar um LungA má
finna á lunga.is. hanna@dv.is
mikið um að vera Á seyðisfirði á meðan hátíðin stendur yfir.
lunga spennandi menningar- og listahátíð á seyðisfirði.