Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 15
fréttir 10. júlí 2009 föstudagur 15 Opnunartímar Mánud. til Laugard. 10 - 18 Sunnudaga 12 - 17 FAXAFEN 8 OUTLET CENTER KOMDU, SJÁÐU OG SPÁÐU Í VERÐIÐ... Sími: 5684892 klinkid@klinkid.is “Chateau” hvítvínsglös 2 í pakka Mjög góð gæði 799,- “Disney” Hnakkapúði fyrir litlu elskurnar flottur í fríið 699,- Wipe-A-Way Góð og rakadræg pappírsrúlla Flott í fríið 299,- Kók í dós 0,33 ml. 12 stk. 749,- Speedo sundgleraugu 399,- Fullt af barnaleikföngum á frábæru verði Golfkylfur frá 1.999,- Golfkúlur Tommy Armour/Penn/Diamond Tek verð frá 99,- Golf”TEE” 100 stk. 199,- Minnum á hreinlætisvöruna FRÁBÆR VERÐ “Spalding” Körfubolti úti og inn 1.999,- “Dunlop” Fótbolti 1.499,- Strandblak- og strandfótbolti 999,- Garðluktir 2 saman Stór 62 cm Lítil 42 cm 3499,- Gísli Þór Reynisson: Með d’Angleterre í hnAppAgAtinu Gísli Þór Reynisson starfaði að- allega í Eystrasaltslöndunum og í Austur-Evrópu og var í hópi auðugustu manna Íslands. Gísli lauk doktorsprófi í hagfræði frá Tampere-háskólanum í Finn- landi, en viðskipti heilluðu frek- ar en fræðistörf. Hann átti meiri- hluta í félaginu Nordic Partners sem hann stofnaði ásamt Lett- anum Daumants Vitols. Félagið á miklar eignir bæði hér á landi og erlendis. Rósin í hnappagati Gísla var án efa d’Angleterre- hótelið í Kaupmannahöfn, sem hann festi kaup á árið 2007. Fé- lög tengd honum áttu Fiskisögu- verslanirnar, Ostabúðina, Gall- erý Kjöt og einkaþotuleiguna Icejet. Þá átti hann einnig við- skiptagarða og stórar fasteign- ir víða um Lettland. Auk þess voru fyrirtæki í hans eigu mjög umfangsmikil í drykkja- og mat- vælaframleiðslu. Árið 2007 voru eignir Gísla metnar á 35 millj- arða króna, en í Markaðnum árið 2008 voru þær sagðar 60 milljarðar króna. Gísli Þór lést í apríl á þessu ári eftir skammvinn veikindi, 43 ára gamall. Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon: Best heppnAðA útrásin Feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon eru taldir hafa staðið sig best allra Íslend- inga í útrásinni. Árni Oddur er talinn vera hugmyndasmiðurinn að útrás Össurar og Marels. Árni Oddur og Þórður eiga 38 prósent í félaginu Eyrir Invest. Eyrir Invest á 38 prósent í Marel og er stærsti hluthafi félagsins. Árni Oddur er stjórnarformaður Marels. Eyrir Invest á 20 prósent í stoðtækja- framleiðandanum Össuri. Þórður situr í stjórn Össurar og er vara- formaður hennar. Árið 2000 stofn- uðu feðgarnir fjárfestingafélagið Gildingu. Stofnhlutafé félagsins var 3,5 milljarðar íslenskra króna. Þórður var fjármálastjóri Eim- skips í 20 ár áður en hann stofnaði Gildingu. Árni Oddur var aðstoð- arframkvæmdastjóri markaðs- og fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbank- ans þegar Gilding var stofnað. Við stofnun Gildingar gengu reynd- ir starfsmenn frá Búnaðarbank- anum og Kaupþingi til liðs við þá feðga. Gilding átti fjögur prósent í Baugi og var eitt af þeim félögum sem tók þátt í kaupum Baugs á bresku verslanakeðjunni Arcadia árið 2001. Árið 2000 fór Össur í fyrstu fyr- irtækjakaupin og hefur frá þeim tíma yfirtekið 13 erlend fyrirtæki og borgað fyrir þau um 40 millj- arða íslenskra króna. Marel var stofnað árið 1983. Fyrsta útrás fyrirtækisins var kaup félagsins á danska fyrirtækinu Carnitech árið 1997. Árið 2008 gekk Marel síðan frá stærstu kaupum sínum þegar það yfirtók hollenska matvælafyr- irtækið Stork fyrir 39 milljarða ís- lenskra króna. Karl og Steingrímur Wernerssynir: Byggðu á lyfjA- grunni föðurins Bræðurnir Karl og Steingrím- ur Wernerssynir eru synir Wern- ers Rassmussen, sem auðgað- ist vel sem einn umsvifamesti lyfsali landsins. Grunnurinn að veldi bræðranna var því reistur af föður þeirra. Eftir að Karl tók við fjárfestingum fjölskyldunnar réðust þeir í gríðarlegar fjárfest- ingar. Milestone varð til og hóf að kaupa hluti í Lyfjum & heilsu, sem áður hafði keypt fjölskyldu- fyrirtækið Ingólfsapótek. Bræð- urnir eignuðust Lyf & heilsu að fullu og keyptu það út úr Miles- tone á síðasta ári. Þeir réðust í mikla útrás í Sví- þjóð og keyptu sænska trygginga- félagið Moderna, en rekstur þess hefur verið yfirtekinn af sænska fjármálaeftirlitinu. Heildareign- ir Moderna námu um 430 millj- örðum króna. Þeir keyptu sænska fjármálafyrirtækið Invik fyrir 70 milljarða króna árið 2007 í gegnum félagið Lífsval hef- ur Karl verið stórtækur kaupandi jarða víðs vegar um landið. Hann á meðal annars hrossabúið Fet á Suðurlandi sem hann keypti fyrir mörg hundruð milljónir króna. Stærstu eignir þeirra á Íslandi voru tryggingafélagið Sjóvá, Ask- ar Capital og fjármögnunarfyrir- tækið Avant. Árið 2008 mat Mark- aðurinn, fylgiblað Fréttablaðsins, auðævi þeirra bræðra á um það bil 100 milljarða króna. Miles- tone sætir nú rannsókn fyrir að hafa veðsett bótasjóð Sjóvár en bræðurnir keyptu Sjóvá af Ís- landsbanka árið 2005. NÝJUSTU FRÉTTIRNAR NÝJUSTU FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.