Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 21
New York-ferðin hafi slegið öllu við hjá viðburðadeildinni í kostnaði. Einn orðar það svo: ,,Ferðin til New York var ekki bara dýr, heldur rán- dýr. Hún kostaði meira en 100 millj- ónir og líklega slagaði hún vel upp í 200 milljónir.“ Ferðin til Turnberry Auk ferðarinnar til New York í september var í október farið í ferð með lykilstarfsmenn bankans til Skotlands. Ólíkt ferðinni til New York voru þarna aðeins starfsmenn bankans, en ekki viðskipta- vinir. Í ferðinni átti að fara fram stefnumótun um framtíð bankans, þar sem lagt var á ráðin um frek- ari stórvirki á erlendri grundu, auk hefðbund- innar bankastarfsemi heima fyrir. Ekki var flogið með áætlunarflugi, held- ur var leigð sérstök vél und- ir hópinn, sem samanstóð af toppum bankans, millistjórnendum og öll- um þeim sem meira máttu sín innan Glitnis á þessum tíma. Meðal ferða- langanna voru Lárus Welding, þáver- andi for- stjóri Glitnis, og Birna Einarsdóttir sem varð banka- stjóri bank- ans eftir hrunið í haust. Þegar til Skot- lands kom var haldið rakleitt á gam- alt kastalasvæði í Turnberry. Staður- inn þykir einn sá flottasti í Skotlandi og er meðal annars vel þekktur innan golfheimsins. Ekki væsti um starfs- mennina, enda kostar nóttin á Turn- berry Resort um 300 pund, eða nærri 70 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. Áminnt fyrir að ná ekki Elton John Einn aðalviðburðurinn var svo dans- leikur, eins og yfirleitt var vaninn í svona ferðum. Í þetta skiptið voru tónlistarmennirnir ekki frægir, þó að vissulega hafi þeir kunnað sitt fag. Heimildarmenn DV segja að lagt hafi verið hart að viðburðadeildinni að fá Elton John til að spila á samkomunni, en það hafi ekki tekist. Yfirmaður viðburðadeildarinnar fékk skömm í hattinn fyrir að hafa ekki náð í „alvöru nafn“ eins og einn heimildarmað- ur DV orðar það og voru yfirmenn bankans ekki sáttir við stjörnuskort- inn, enda samkoman að öllu öðru leyti með fínasta móti. Þannig var til að mynda búið að innrétta stað- inn með sérkeyptum húsgögnum. „Toppurinn var svo rauður leðursófi sem var búið að koma fyrir á áber- andi stað, svo að það færi nú ekki framhjá neinum að þarna væri Glitnir mættur. Þeir sem ekki voru vanir svona tilstandi hneyksl- uðust á þessu og spurðu hvers kon- ar vitleysa þetta væri eiginlega,“ seg- ir einn heimildarmaður. Ferðin stóð í tvo daga og að henni lokinni voru ferðalangarnir leystir út með dýrind- is gjöfum, eins og var orðin hálfgerð regla þegar þarna var komið sögu. Rekinn fyrir ólæti í laxveiðiferð Heimildarmenn Glitnis segja ferð- ina til Skotlands hafa verið íburð- armesta viðburð sem starfsmönn- um var boðið í, en fullyrða að mun betur hafi verið gert við stóra kúnna bankans. En það getur verið hættu- legt að dvelja í of miklum vellysting- um fyrir þá sem ekki kunna sér hóf. Það fékk einn starfsmaður viðburða- deildarinnar að reyna þetta sama ár. Honum var þá boðið í laxveiðiferð til Rússlands af auglýsingastofu sem hafði skipt við Glitni. Ekki vildi betur til en svo að viðkomandi starfsmaður lét öllum illum látum í ferðinni, svo mjög að auglýsingastofan sendi frá sér tilkynningu um að starfsmönnum Glitnis yrði aldrei aftur boðið í ferðir á vegum fyrirtækisins. Starfsmann- inum var í kjölfarið sagt upp störfum hjá viðburðadeildinni. Þarna hefur kannski einhverjum verið orðið ljóst að partístandið væri komið út í öfgar, enda molnaði smám saman undan viðburðadeildinni upp frá þessu. Kostnaðaráætlunin tífaldaðist Heimildarmenn DV segja að kostnaðaráætlun viðburða- deildarinnar hafi kolsprungið árið 2007. Í raun svo svaka- lega að endanlegur kostn- aður fyrir árið hafi verið tíu sinnum meiri en gert var ráð fyrir. Þar hafi þó ekki verið við starfsmenn deildarinnar að sakast, því að yfirmenn bankans hafi gefið fyrirmæli um flesta stóra viðburði. Kostn- aður deildarinnar fyrir árið 2007 var samkvæmt heim- ildum nálægt einum milljarði króna. Líklega er þess langt að bíða að íslenskt fyrirtæki komi til með að eyða viðlíka upp- hæðum í skemmtanir og boðsferðir á einu ári. fréttir 10. júlí 2009 föstudagur 21 Glitnisfólki fannst fúlt að fá ekki l o Jónsi Er hress og duglegur og þótti því prýðileg fjárfesting fyrir viðburðadeild Glitnis. Elton John Topparnir hjá Glitni vildu endilega fá góðærispoppar- ann Elton John til að spila fyrir sig á dansleik í Skotlandi og brugðust illa við því að ekki var orðið við óskinni. Birna Einarsdóttir Birna, sem varð bankastjóri Glitnis eftir hrun, var með í Skotlandsferðinni en þá dvaldi Glitnisfólkið á hóteli þar sem nóttin kostaði 70 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.