Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Síða 22
22 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Menn úr S-hópnum svonefnda reyna ásamt nokkrum öðrum hlut- höfum að halda undirtökunum í Geysi Green Energy, jafnvel án samráðs við æðstu stjórnendur Ís- landsbanka, sem með réttu ættu að fara með meirihlutavald í félag- inu eftir bankahrunið. Samkvæmt heimildum DV var ekki haft sam- ráð við bankaráð Íslandsbanka um væntanleg kaup Geysis Green En- ergy á HS Orku af Reykjanesbæ. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hyggst kaupa nærri 11 prósenta hlut í HS Orku af GGE og hefur lýst áhuga á hlut Reykja- nesbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu. Gangi kaupin eftir verð- ur HS Orka nær algerlega í eigu kanadíska félagsins og GGE. Feðgar tengja bankann og Atorku Stærstu eigendur GGE eru eignar- halds- og fjárfestingafélagið Atorka með 41 prósents hlut í félaginu. Atorka fékk nýverið framlengda greiðslustöðvun til næstu þriggja mánaða vegna bágrar stöðu félaga í eigu þess. Langstærsti eigandi At- orku er Þorsteinn Vilhelmsson, en krosseignatengd félög í hans eigu, svo sem Skessa, Harðbakur og Rán- arborg, eiga samanlagt ráðandi hlut í félaginu. Ein ástæða þess að Atorka hefur fengið greiðslustöðv- un er slök staða GGE. Svo vill til að Þorsteinn Vilhelmsson á hauk í horni innan Íslandsbanka, því Vil- helm Þorsteinsson, sonur hans, er forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ís- landsbanka og getur því hæglega verið í stöðu til þess að hafa afskipti af afdrifum og eignarhaldi á GGE. Þess ber að geta að Þorsteinn Vil- helmsson á sæti í stjórn GGE ásamt Magnúsi Jónssyni, forstjóra Atorku. Vald Íslandsbanka yfir GGE helgast af því að bankinn er nær jafnstór hluthafi í GGE og Atorka og á 40 prósenta hlut í nafni Glac- ier Renewable Energy Fund. Sá hlutur var áður að miklu leyti eign FL-Group og þar með Hannesar Smárasonar, sem var stjórnarfor- maður GGE á uppvaxtarárum fé- lagsins. Vald Íslandsbanka yfir Geysi Green Energy helgast ekki síður af því að félagið skuldar bankanum á þriðja tug milljarða króna sam- kvæmt heimildum. Samkvæmt heimildum DV eru skuldir GGE í bankanum talsvert áhyggjuefni, enda er bankinn nánast með félag- ið allt í fanginu um þessar mund- ir. Eigið fé GGE var hæst metið á um 17 milljarða króna. Á þeim tíma voru eignir orkuútrásarfyr- irtækisins metnar á 60 til 70 millj- arða króna. Samkvæmt nýlegu mati KPMG var eigið fé félagsins hins vegar metið um 670 milljónir króna og því aðeins um 4 prósent af verð- mætinu þegar best lét. Rétt er að geta þess að Ólafur Jó- hann Ólafsson er stjórnarformað- ur GGE, búsettur í Bandaríkjun- um. Ekki er vitað hvernig eða hvort hann tengist fjárfestahópum hér á landi. Þá er mjög óljóst hver staða Adams Wolfensohn er í stjórn GGE og jafnvel ekki ljóst hvort hann tengist félaginu ennþá. S-hópurinn á fullu Þriðji stærsti hluthafinn í Geysi Green Energy er Mannvit eða VGK- Invest með 9 prósenta hlut. Eign- arhaldið á Mannviti / VGK-Invest er samofið S-hópnum svonefnda. Í stjórn félagsins eru Eyjólfur Árni Rafnsson, stjórnarformaður sem jafnframt er forstjóri Mannvits og situr fyrir hönd hluthafanna í stjórn GGE. Helgi S. Guðmundsson, fyrr- verandi formaður fjármálanefnd- ar Framsóknarflokksins og banka- ráðsmaður í Landsbankanum og síðar Seðlabankanum, situr einnig í stjórn Mannvits. Helgi hefur lengi verið nátengdur S-hópnum og lék lykilhlutverk í helmingaskiptum Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins við einkavæðingu bank- anna fyrr á þessum áratug. Í varastjórn Mannvits situr Finn- ur Ingólfsson, framsóknarmað- ur, fyrrverandir ráðherra og seðla- bankastjóri og síðar umsvifamikill fjárfestir. Félög í hans eigu standa mörg höllum fæti eftir bankahrun- ið, meðal annars Langflug sem á drjúgan hlut í Icelandair Group. Fyrirtækið Landvar ehf. er næst- stærsti hluthafinn í VGK-Invest (Mannvit) en eigendur þess eru Finnur og Helgi S. Auk Finns, Helga og Eyjólfs sit- ur Kristinn Hallgrímsson lögfræð- ingur í stjórn Mannvits en hann hefur lengi staðið nálægt helsta valdakjarna Framsóknarflokksins. Lögfræðiskrifstofa hans, Fulltingi, er til húsa í höfuðstöðvum Kjalars og annarra félaga Ólafs Ólafssonar í Samskipum við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Tengiliður Mannvits og valda- hóps framsóknarmanna inn í Ís- landsbanka er Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Fyrir milligöngu Pálma Haralds- sonar var hann ráðinn af Bjarna Ár- mannssyni, þáverandi bankastjóra Glitnis, til starfa á orkusviði bank- ans sumarið 2007. Árni starfar enn við bankann, nú Íslandsbanka, og hefur samkvæmt traustum heim- ildum DV haft afskipti af málefn- um GGE innan bankans á síðustu vikum. Þannig hefur stjórn Geysis Green Energy að minnsta kosti tvo tengiliði frá fyrri tíð innan Íslands- banka, þá Árna Magnússon og Vil- helm Þorsteinsson. Fyrir framan nefið á Íslandsbanka Ofangreind eignatengsl og aðkoma innbyrðis tengdra manna að Geysi Green Energy vekja spurningar. Svo er að sjá sem kjarninn úr S-hópn- um, sem varla er nema með 10 til 13 prósenta hlut á bak við sig, hafi vélað um framtíð GGE langt um- fram eignarhlut sinn á kostnað Ís- landsbanka og núverandi stjórn- enda hans. Við það má bæta að tengsl Atorku inn í Íslandsbanka og inn í GGE eru víðtæk. Þorsteinn Vilhelmsson, aðaleigandi Atorku, situr í stjórn GGE en sonur hans, Vilhelm Þorsteinsson, er yfirmaður fyrirstækjasviðs Íslandsbanka. DV hefur ekki getað gengið úr skugga um hvort hagsmunir Ís- landsbanka fari saman við hags- muni eigenda Mannvits og Atorku. Það vekur hins vegar grunsemdir þegar allt virðist benda til þess að verið sé að véla um framtíð Geys- is Green Energy án fullrar vitundar æðstu stjórnenda Íslandsbanka. Gömul og ný saga Í október 2007 vildu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn láta rannsaka störf Björns Inga Hrafnssonar, þá borgarfull- trúa Framsóknarflokksins, vegna meintrar hagsmunagæslu hans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og REI fyrir fjárfesta tengda Fram- sóknarflokknum. Svo vill til að þau félög sem þá voru nefnd til sögunn- ar eru öll þau sömu og nú tengjast Mannviti og þar með Finni Ing- ólfssyni, Helga S. Guðmundssyni og Kristni Hallgrímssyni. Þetta eru félögin Þeta ehf. í eigu Kristins og VGK-Invest og Landvar í eigu Finns og Helga. Á þessum tíma stað- festi VGK-Invest, meðal annars við Fréttablaðið, að eignarhlutur VGK Invest í í sameinuðu GGE og REI yrði allt að 1,5 milljarðar króna. Salan ræðst á þriðjudag Þrennt hefur gerst í tilveru GGE að undanförnu. Í fyrsta lagi er ætlun- in að kaupa HS Orku af Reykjanes- bæ á 13,1 milljarð króna. Fyrir það á meðal annars að greiða með því að afhenda Reykjanesbæ HS Veitur. Fyrirtækið Arctica metur veiturnar á 4,9 milljarða króna en Capacent metur þær á 9,8 milljarða. Capa- cent metur HS-Orku á 27,7 millj- arða en Arctica metur verðmæti hennar 41,3 milljarða króna. Salan á HS Orku verður tekin fyrir á bæj- arstjórnarfundi í Reykja- nesbæ næstkom- andi þriðjudag. Í öðru lagi hefur Magma Energy gengið til liðs við GGE um þessi kaup eins og áður segir. Ekki er vitað til þess að Íslendingar eigi hlut í því fyrirtæki þótt ekki hafi verið gengið úr skugga um það með öruggum hætti. Í þriðja lagi hefur þýska fyrir- tækið Daldrup & Söhne Geoth- ermie GmbH eignast meirihluta í Geysir Europe GmbH í München, dótturfélagi Geysis Green Energy í Þýskalandi. Kaupverðið er ekki gefið upp. Undir dótturfélag Geys- is Green Energy í Þýskalandi heyra Exorka og Enex, sem hafa feng- ist við djúpborun eftir jarð- varma á allmörgum stöðum á landinu. JóhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Fulltrúar minnihluta hluthafa í Geysi Green Energy virðast ráða ferðinni um framtíð félagsins og hefur því tekið fram fyrir hendur nýrrar yfirstjórnar Íslandsbanka sem í raun hefur félagið í fanginu. Við sögu koma menn sem S-hópurinn stendur á bak við en einnig eigendur Atorku sem er í greiðslustöðvun. Þeir eiga flokks- og ættartengsl inn í Íslandsbanka. S-hópurinn fer með völd í GeySi Green Svo vill til að þau félög sem þá voru nefnd til sögunnar eru öll þau sömu og nú tengjast Mannviti og þar með Finni Ingólfs- syni, Helga S. Guð- mundssyni og Kristni Hallgrímssyni. Frá vinstri Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Atorku, Ásgeir Margeirsson forstjóri GGE, óþekktur, Jón Sigurðsson hjá Stoðum, Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður GGE, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Myndin er tekin í ágúst árið 2007. helgi S. Guðmundsson Lykilmaður Framsóknarflokksins í einkavæðingu bankanna og einn af lykilmönnum S-hópsins. Hann og Finnur hafa hagsmuna að gæta í GGE. huldumaðurinn Finnur Ingólfsson er enn áhrifamaður innan Framsóknarflokksins en ógjarnan í framlínunni. Fyrrverandi framsókn- arráðherra Árni Magnússon vinnur enn í Íslandsbanka og hefur samkvæmt heimildum DV haft afskipti af framtíð GGE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.