Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Síða 24
Sjóðvá Svarthöfði kann ekki á Excel og hefur ekki hundsvit á við-skiptum og var nú alltaf klár á því að Wernerssynir, Björgólf- ar, Jón Ásgeir, Kaupþingskempurn- ar og allir hinir aðalspaðarnir sem slegið hafa um sig með milljörð- um væru ofjarlar hans í bissniss. Nú er Svart- höfði ekki jafnviss í sinni sök enda hefur honum aldrei tekist að setja neinn annan en sálfan sig á haus- inn. Nú er hins vegar komið á dag- inn að ef maður er nógu klikkaður getur maður sett heila þjóð á kúpuna. Eitt hefur Svarthöfði þó talið sig vita upp á sína tíu fingur: Það er ekki hægt að setja símafyrirtæki og trygginga- félög á hausinn. Slík fyrirtæki eru eins og bankinn í spilavítunum í Las Vegas. Þau geta ekki tapað. Eða það hélt Svarthöfði en þessi sannindi eins og svo mörg önnur eru nú innantóm þvæla. Íslensk trygg-ingafélög ættu að vera óþrjótandi gullnámur þó ekki væri nema bara vegna þess að við erum svo fá að þrátt fyrir að öll þjóðin tæki sig til og klessu- keyrði allan bílaflota sinn sama daginn ætti slíkt stórtjón ekki að ná að tæma bóta- tryggingasjóði. Suðurlandsskjáftar og aðrar náttúruhamfarir hafa hingað til ekki náð að laska íslensk tryggingafélög. Gamalgróið og stöndugt tryggingafélag eins og Sjóvá hefur í gegnum tíðina getað stað- ið allt af sér. Meira að segja að hafa verið með Svarthöfða í ökutækis- og innbústryggingu í áratugi. Þetta ágæta félag var hins vegar ekki nógu öflugt til að standa af sér þær hamfarir sem fylgdu því að kaupa fasteignir í Hong Kong. Sjóðir félagsins réðu ekki við þær náttúruhamfarir sem í daglegu tali eru kallaðar ís-lenskir úrásarvíkingar sérstak- lega ekki þar sem eigendur þess voru tannhjól í dómsdagsvél góðærisins. Þegar þeir fóru um félagið eins og skjálfti upp á fimm hundruð og fimm- tíu á Richter fór allt á hliðina enda hringsnerist sjálfur forstjórinn í öllum ósköpunum og vissi ekki hvað sneri upp eða niður. Niðurstaðan er þó óumdeil-anlega sú að tryggingar snúast ekki um fólk heldur eigendur tryggingafélaga og að ekkert er ótryggara en sjóðir fé- laga, sem tæknilega eiga ekki að fara á hausinn, þegar útrásargosar komast með puttana í reksturinn. n Hermt er að Kaupþing hafi verið komið á flugstig með að fella niður þrjá milljarða af skuldum Björgólfsfeðga þegar málið varð opinbert. Góð- mennska Kaupþingsmanna í garð Bjögganna sætir nokkurri furðu þar sem hart er gengið að venjulegum viðskiptavin- um. Í því efni staldra menn við þá staðreynd að Hulda Styrm- isdóttir er stjórnarformaður. Mikið vinfengi er milli Björgólfs Guðmundssonar og Styrmis Gunnarssonar, föður Huldu. Því heyrist fleygt að eðlilegt sé að skoða hæfi stjórnarfor- manns- ins í því ljósi. n Þór Sigfússon, formaður Sam- taka atvinnulífsins, hefur á örfá- um mánuðum mátt þola meira fall en flestir aðrir. Um áramót var hann einn valdamesti maður við- skiptalífsins í krafti þess að hann var for- stjóri Sjóvár og stjórn- arformaður Árvakurs, útgáfu Moggans, auk þess að stýra SA. Árvakur sigldi eftirminnilega í strand í formennskutíð Þórs og fékk eftirgjöf upp á tæpa fjóra milljarða af almannafé. Nú er Þór grunaður um að hafa staðið að lögbrotum með því að steypa bótasjóði Sjóvár í glötun. Ekkert stendur því eftir af veldi hans nema formennska í SA. n Gylfi Sigfússon, bróðir Þórs, er ekki í sérlega góðum mál- um heldur eftir að hafa stýrt Eimskipafélaginu sem slegið hefur flest met í taprekstri og er nú í nauðasamningum. Báðir bræðurnir hafa sótt völd sín til Björgólfs Guðmundssonar sem í blómatíð sinni fór með öll völd í Eimskip og Árvakri. Veldi Björgólfs er hrunið til grunna og meðreiðarsvein- arnir fylgja með í fallinu með tilheyr- andi fjöl- skylduharm- leik. n Tröppugangur er á rekstri Fréttablaðsins sem skorið hefur niður af krafti undan- farin misseri. Einn stærsti sparnaðurinn var væntanlega þegar Þorsteinn Pálsson, einn launahæsti ritstjóri lands- ins, hætti störfum. Brotthvarf hans sést ekki á blaðinu því í stað þess að skrifa einn leið- ara á viku er hann vikulega með greinar sem kenndar eru við Kögunarhól. Jón Kaldal ritstjóri er með sinn vikulega leið- ara en nú hefur fríblaðið tekið upp á því að fá leigupenna utan úr bæ til að annast það metnaðar- fulla verkefni að skrifa forystu- greinar. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Höfundur hrunsins Leiðari Í þeirri rannsókn sem stendur nú yfir á aðdraganda bankahruns-ins er nauðsynlegt að beina sjónum að stjórnmálamönn- um. Rætur hrunsins liggja í bersýni- legri pólitískri spillingu sem gerði fjárglæframönnum kleift að leggja fjöregg lýðveldisins undir. Smám saman hefur heildarmyndin verið að skýrast. Sömu glæframenni og gerðu Ísland aðila að stríðinu í Írak stóðu að því að færa vinum sínum tvo rík- isbanka á silfurfati. Nú er að koma á daginn að aðilar innan Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokksins krosslánuðu til að sölsa undir sig bankana. Búnaðarbankinn, seinna Kaupþing, lánaði Samson milljarða króna svo Björgólfur Guðmundsson, Björgólf- ur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteins- son gætu keypt banka sem eitt sinn var allra landsmanna. Eftir að feðgarnir hafa siglt bankanum í strand vilja þeir enn eina þjóð- argjöfina. Það á að fella niður milljarða. Einn helsti ábyrgðarmaður Samsons er Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var í lykilhlutverki við að færa þeim bank- ann. Hann er því höfundur hrunsins. Nauð- synlegt er að rannsaka þátt hans í öllu því máli ekki síður en framgöngu Björgólfanna og annarra útrásarvíkinga. Það hefur enga þýðingu að elta uppi peðin en sleppa þeim sem stjórnuðu þeirri skák sem nú er bersýnilega töpuð. Óljóst er hvað rannsóknarnefnd á vegum þings- ins hefur verið að gera. Ef rannsókn hennar beinist ekki að þætti Davíðs, Halldórs Ásgrímssonar og öðrum sem stýrðu einkavæðingu bankanna er hún tilgangslítil. Skoða þarf einka- væðinguna með hliðsjón af spillingu. Það ætti að vera hafið yfir pólitískt dægurþras að þeir menn sem stærsta ábyrgð báru á umræddum tíma verði rannsakaðir með hliðsjón af því hvort átt hafi sér stað landráð, hugsanlega af gáleysi. Eins og málið snýr að þjóð- inni er nauðsynlegt að sjá hið stóra samhengi sem gerði þjóðargjaldþrot að raunhæfum möguleika. Auðmennirnir eru aukaleikarar sem tóku þátt í leikriti sem skrifað var af öðrum. Auðvitað á að elta uppi alla þá sem líklega hafa brotið lög og rann- saka að fullu. En á skal að ósi stemma. Rétt- lætinu verður ekki fullnægt fyrr en þáttur hinna stóru verður gerður upp. xxx ritStjóri Skrifar. Einn helsti ábyrgðarmaður Samsons er Davíð Oddsson. bókstafLega Vorum skuldunautum Það var hérna um daginn að ég heyrði af því að handboltahetjan Kristján Arason hefði skuldað KB- banka helling af peningum þegar bankinn fór á hausinn. Já, það var látið í það skína að skuldin væri nán- ast gleymd. Og þetta hljómaði allt einsog skuld Kristjáns væri eiginlega bara einskis virði (eða Eimskips virði einsog sagt er í dag). Upphæðin sem hann nafni minn skuldaði var meira en 800 milljónir og hugsanlegt er talið að skuldin verði afskrifuð. Já, líklega verður þetta afskrifað vegna þess að hann nafni minn er eigin- maður Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur, fyrrverandi ráðherra. Það er nefnilega svo, kæru landsmenn, að það er ekki sama hverjum maður er giftur hérna í okkar ágæta banana- lýðveldi. Ef maður er maður sem þekkir mann sem þekkir mann er maður maður meðal manna. Og ef maður á réttu vinina eru manni all- ir vegir færir. Sjáið bara gáfnaljós- ið Árna Matt, hann þurfti ekki að kunna að stafa nafnið sitt en fékk samt að vera ráðherra peningamála – rækilega studdur af smokkfiski og kolkrabba – og fékk meira að segja að tala við útlenskt fólk sem er með fulla greind. Svo var sagt frá því, nánast í smá- frétt, að Björgólfur eldri og Björgólf- ur yngri hefðu gerst svo rausnarleg- ir að bjóða KB-banka að gefa þeim feðgum þrjá milljarða. Og það er vegna þess að þeir ætla að reyna að borga helming sex milljarða skuld- ar. En þess má kannski geta að þeir skulda bankanum meira en ég og allir nágrannar mínir og allir ná- grannar nágranna minna og all- ir nágrannar nágranna nágranna minna samanlagt. Og viti menn, stjórnendur bankans eru að hug- leiða tilboðið. Nú skulda ég nokkrar milljón- ir og ég vil alveg borga allt sem ég skulda. En ef ég væri Arason en ekki Hreinsson mætti ég allteins búast við því að búið væri að afskrifa skuld mína næst þegar ég hefði í hyggju að borga. Hvað ætli fólk segði í mínum viðskiptabanka ef ég mætti þangað núna eftir helgi og byðist til að borga helming skulda minna? Ætli menn myndu ekki segja mér að fara norð- ur og niður? Núna eigum við, íslenska þjóð- in, bankana og okkur má ljóst vera að ekkert hefur breyst. Enn stjórn- ar sama gamla auðvaldsklíkan öllu. Munurinn er bara sá að núna eru skilanefndir komnar í stað smokk- fisks og kolkrabba. Gleymt fær íslensk aurasál öllum sínum þrautum því varla finnast vandamál hjá vorum skuldunautum. kristján hreinsson skáld skrifar „Nú skulda ég nokkrar milljónir og ég vil alveg borga allt sem ég skulda.“ skáLdið skrifar svarthöfði 24 föstudagur 10. júlí 2009 umræða sandkorn „Þetta verður á meðan ég lifi.“ n Guðfinnur Halldórsson, eigandi bílasölu Guðfinns, sem selur bíla til styrktar ABC Barnahjálp og ætlar að halda því áfram. „Þeir vita að gamli er hrikalegur framherji og vantaði knattspyrnu- mann og ég gat ekki sagt nei.“ n Egill Einarsson, Gillz, Störe eða nú síðast Þykki, keppir með Ungmennasambandi Kjalarnesþings í fótbolta á Landsmótinu um helgina. - DV „Trúr smjörklípukenning- unni hennar ömmu fer Davíð eins og köttur í kringum heitan graut utan um Icesave-málið og forðast eins og heitan eldinn að nálgast kjarna málsins.“ n Jón Baldvin Hannibalsson skýtur föstum skotum að Agnesi Bragadóttur blaðamanni og Davíð Oddssyni. - Pressan.is „Ég kynntist henni á Kringlukránni.“ n Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson um Jóhönnu Magnúsdóttur sem mun fylgja honum næstu mánuði og skemmta. - Vísir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.