Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 28
um helgina Ljósmyndir í Lit Í gær var opnuð sýningin Ljósmyndir í lit á Thorvald- sen bar í Austurstræti. Um er að ræða sýningu með myndum eftir Elsu Björgu Magnúsdóttur og Soffíu Gísladóttur. Á sýningunni er að finna fjölbreyttar og skemmtilegar ljósmyndar úr ýmsum áttum sem þær lýsa sjálfar sem ævintýralegum og litríkum. GoGoyoko opnuð Í gær var opnuð opinberlega á Ís- landi vefverslunin gogoyoko.com. Um er að ræða nýjan vettvang og tónlistarveitu þar sem tónlistar- menn geta komið tónlist sinni á framfæri og í sölu á alþjóðavísu, án milliliða, og verið í beinu sambandi við áhangendur sína. Gogoyoko er rekið af íslenska sprotafyrirtækinu Gogoyoko ehf. Stofnendur síðunn- ar eru Haukur Magnússon og Pétur Einarsson en markaðsstjóri fyrirtæk- isins er Eldar Ástþórsson sem var ein aðalsprauta Iceland Airwaves um árabil. HúsaList á akureyri Minjasafnið á Akureyri mun standa fyrir sögugöngu um bæ- inn í tilefni af íslenska safnadeg- inum sem er á sunnudaginn. Gangan hefst klukkan 14.00 verð- ur gengið frá elsta húsi Akureyr- ar, Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11. Byggingarlist Innbæjarins verður í hávegum höfð í göngunni. Farið verður inn í Laxdalshús, Frið- bjarnarhús og Gamla spítalann. Það er Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur í húsverndarmál- um á Minjasafninu, sem leiðir gönguna. FaLinn Fjársjóður Í dag klukkan 11.00 er opnuð sum- arsýning Listasafns Íslands sem heitir Falinn fjársjóður – Gersemar í þjóðareign? Á sýningunni verða verk úr safneign ríkisbankanna þriggja; Landsbanka Íslands, Kaupþings og Íslandsbanka, ásamt völdum verk- um úr safneign Listasafns Íslands. Safneign ríkisbankanna þriggja er um 5.000 verk og Listasafns Íslands um 10.000 verk. Á sýninguna hafa verið valin um 90 verk úr safneign ríkisbankanna og um 40 úr safneign Listasafns Íslands eða alls um 130 verk. Á sýningunni eru málverk, gafíkmyndir, ljósmyndir, teikningar, textílverk, höggmyndir og innsetn- ingar. Elsta verkið á sýningunni er frá árinu 1881 eftir Þóru P. Thorodd- sen. Ef þú ert þjáður af hommafóbíu þá er Brüno myndin fyrir þig. Hún er svo öfga samkynhneigð, gróf og hommaleg að ekkert sem við kemur samkynhneigð eða hommum mun koma þér úr jafnvægi eftir þetta. Fyrir þá sem ekki þekkja til Scaha Baron Choen þá er þar á ferðinni breski gamanleikarinn sem færðu okkur einnig Ali G og Borat. Að þessu sinni er hann í hlutverki austurríska tískuhommans Brünos. Hann stýrir tískuþættinum Funkyz- eit sem er vinsælasti tískuþátturinn í þýskumælandi löndum, fyrir utan Þýskaland. Eftir hræðilegt slys á tískuvikunni í Mílanó er Brüno út- skúfaður úr tískuheiminum í Evr- ópu og heldur því til Bandaríkjanna til að verða súperstjarna. Ef þú hélst að Borat væri gróf á köflum mun Brüno slá það gjör- samlega út af borðinu. Hægt mynd- skeið af typpi að snúast í hringi og slást upp og niður er bara brot af þeim klúra andskota sem Brüno býður okkur upp á. Eldra fólki og þeim sem eru viðkvæmir yfir höfuð verður sennilega gjörsamlega mis- boðið á myndinni. En hún er meinfyndin inn á milli. Brüno er gjörsamlega siðblindur með öllu og svífst einskis til þess að svala kynferðislegum þörfum sín- um og þeirri þrá að verða heims- frægur. Myndin er að miklu leyti byggð upp á sama hátt og Borat. Undarlegur karakter frá framandi landi fer til Bandaríkjanna til þess að reyna á þolrif þröngsýns hyskis í biblíubeltinu. Málið var bara að Borat var betri. Hún kom á undan og var frum- legri. Hún virkaði bara meira al- vöru. Maður fær það oft á tilfinning- una í Brüno að það sé verið að leika með. Á meðan það var einmitt sú staðreynd, að fólk vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið, sem gerði Bor- at ógleymanlega. Þá var saga Borats bara öllu heilsteyptari líkt og hann sem karakter. Brüno er fyndin mynd en það er óhjákvæmilegt að bera hana saman við Borat þar sem þetta eru persónur eftir sama manninn og þær urðu til í sama þættinum, The Ali G Show. Ásgeir Jónsson Meðal við hommafóbíu 28 FöstudaGur 10. júlí 2009 Fókus Brüno Leikstjórn: Larry Charles Aðalhlutverk: Sacha Baron Cohen, Gustaf Hammarsten, Clifford Bañagale, Chibundu Orukwowu kvikmyndir Brüno Fyndinn en ekki jafn fyndinn og Borat. Söngvarinn Geir Ólafsson er tónlistarmaður í stöðugri þró-un enda meðvitaður um að maður lærir svo lengi sem maður lifir. Þegar hann stökk fram í sviðsljósið fyrir margt löngu fór hann ekki leynt með að sjálfur Frank Sinatra var hans helsta fyrirmynd í tónlist- inni. Í kvöld fagnar hann útgáfu þriðju sólóplötu sinnar en hún ber þess skýr merki að Geir er í stöðugri leit og þótt hann hafi ekki snúið baki við hinum eina sanna bláskjá fer ekki milli mála að hann er jafnt og þétt að fikra sig inn á sínar eigin brautir. Nú syngur hann til dæmis öll lögin á íslensku þannig að það er af sem áður var. „Þetta er fyrsta platan mín sem er öll sungin á íslensku og ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að geta kom- ið með slíka plötu á þessum erfiðu tímum í samfélaginu. Sérstaklega þar sem hún er notuð til að styrkja Mæðra- styrksnefnd,“ segir Geir og þykir ósköp vænt um að geta lagt sín lóð á vogar- skálar þeirra sem minnst mega sín í kreppunni. „Þótt það sé nýjung að ég syngi á íslensku er ég á þessum diski að mörgu leyti við sama heygarðs- hornið og að fást við svipaða hluti og ég hef verið að gera áður – sem sagt að swinga.“ Með Guðs hjálp og góðra manna Geir segir að helsta breytingin sé að þessa plötu hafi hann unnið með út- lendum tónlistarmönnum. Fagmönn- um sem hann hefur lært mikið af. „Það er toppmaður í hverri stöðu og það hefur veitt mér mikla ánægju að fá að kynnast Don Randi, píanóleik- ara Nancy Sinatra. Hann hefur leitt mig inn á nýjar brautir í swinginu og ég er honum afar þakklátur fyrir það. Ég vona að ég eigi eftir að starfa meira með honum í framtíðinni.“ Geir hefur verið svolítið sér á parti í íslensku tón- listarlífi sem einn fárra „croonera“ eða raulara í bigband-stíl Franks Sinatra. „Í dag finn ég mikinn meðbyr með því sem ég er að gera. Þessi tegund tón- listar er farin að hljóma meira á öld- um ljósvakans og það er ánægjulegt og gaman að fá að taka þátt í að koma þessu á framfæri.“ Þrátt fyrir að vera sjálfsöryggið upp- málað er Geir fullur auðmýktar og vill alls ekki eigna sér heiðurinn af aukn- um áhuga á bigband-tónlist á Íslandi. „Ég þakka sjálfum mér ekki neitt en þakka fólkinu sem ég hef unnið með og hefur gefið mér tækifæri. Án frá- bærs fólks og Guðs hjálpar hefði þetta ekki verið hægt. Maður gerir nefnilega aldrei neitt einn. Það er alltaf einhver á bak við mann.“ Geir segist vera sérstaklega þakk- látur útgefanda sínum, reynsluboltan- um Óttari Felix Haukssyni, sem hann segir hafa gert ótrúlega hluti fyrir feril hans. „Ég er þakklátur fyrir þá trú sem hann hefur haft á mér og vonandi get ég staðið undir þeim væntingum sem hann gerir til mín.“ Syngur af hamingju Nýja platan heitir Af hamingju ég syng og Geir segir þann titil eiga sérstak- lega vel við. „Ég hef mikla ánægju af því sem ég er að gera þessa dagana og hafði mjög gaman af því að vinna þessa plötu.“ Geir segir textana sem hann syngur á plötunni hafa haft mik- ið með þessa miklu ánægju að gera en þeir eru flestir eftir Þorstein Eggerts- son, þann mikla meistara. „Þorsteinn á níutíu prósent af textunum á þess- ari plötu og þessir frábæru textar hans hafa hjálpað mér að gera þetta efni að mínu enda er mikilvægt að hafa góða texta við góða músík. Frank Sinatra hefur alltaf verið of- arlega í mínu lífi,“ segir Geir sem hef- ur nú fengið meiri fjarlægð frá goðinu meðal annars með hjálp Þorsteins. „Sinatra er einn af mörgum söngvur- um sem hafa haft gríðarleg áhrif á mig og án hans hefði ég kannski ekki farið að skoða þessa músík eins og raun ber vitni. En það eru svo margir aðrir sem hafa haft áhrif á mig. Menn eins og Pa- varotti, Carreras, Dean Martin og svo auðvitað Michael Jackson.“ Geir syrg- ir því vitaskuld hinn fallna poppkóng þessa dagana. „Jackson hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í fjöldamörg ár. Hann er að mínu mati albesti popp- söngvari sem heimurinn hefur alið af sér. Hrein guðsgjöf. Eins og gefur að skilja þekkti ég hann ekki persónulega og get ekki skilgreint hann sem per- sónu en hvað tónlistina varðar er ég afar þakklátur fyrir að hann skuli hafa verið til vegna þess að hann kenndi, held ég, heiminum og poppurum hvernig á að vera poppari. Blessuð sé minning hans.“ Alltaf að læra Geir er enn að burðast með skulda- bagga eftir plötuna sem hann gaf út árið 2007 en heldur samt ótrauður áfram. „Félagi minn, Gísli Guðmunds- son, styrkti mig dyggilega við gerð þeirrar plötu og án hans hefði sú plata aldrei litið dagsins ljós. En þessu fylg- ir miklu meiri kostnaður en bara að borga fyrir upptökur og hljóðfæraleik. Þá er ótalin önnur vinnsla, auglýsing- ar og þess háttar. Ég stend í ströngu við að klára þau mál og vona að það tak- ist áður en langt um líður. Ég læt þetta ekki stoppa mig. Þetta er bara verkefni sem þarf að klára og þessar tvær plöt- ur eiga ekkert sameiginlegt hvað fjár- hag varðar. Ég er enn að kynna plötuna frá 2007 þannig að það verkefni er enn í fullum gangi. Að mínu mati verða plötur aldrei gamlar. Þær eiga að verða klassískar og maður á að fylgja þeim eftir eins lengi og mögulegt er.“ Geir er í söngnámi við Söngskólann í Reykjavík. Þar hefur hann verið í fjög- ur ár og er alltaf að kynnast klassískum óperusöng betur. Hann segir veru sína í skólanum hafa haft góð áhrif á sig. „Söngurinn hefur breyst. Vonandi til góðs og ég ætla að halda áfram þarna eins lengi og ég mögulega get. Maður hættir nefnilega aldrei að læra. Mað- ur klárar aldrei.“ Geir segist hafa ver- ið kominn með smá leiða á tónlistinni þegar hann hóf námið. Hann hafi ekki alveg vitað hvert hann vildi stefna og stóð frammi fyrir því að halda áfram í tónlistinni eða snúa sér að einhverju námi á allt öðrum sviðum. Hugsjón- in vaknaði aftur til lífsins þegar hann kynntist Má Magnússyni, kennara sínum við Söngskólann, og nú verð- Syngur af hamingju í ástarsorg Geir Ólafsson burðast með skuldabagga eftir hljómplötu sem hann gaf út fyrir tveim- ur árum og nýlega slitnaði upp úr áralöngu ástarsambandi hans og Ásdísar Sigurð- ardóttur. Hann lætur þó mótlætið ekki buga sig og er mættur með nýja plötu sem ber merki þess að hann er að þróast sem tónlistarmaður. Tómarúmið fyllir hann með söng og býður aðdáendum sínum og vinum til veislu á föstudaginn. Ný föt, sami maðurinn Geir Ólafsson segist hafa tekið út mikinn þroska í Söngskóla Reykjavíkur. Þess ættu að sjást merki á nýju plötunni hans, Af hamingju ég syng, þar sem hann aldrei þessu vant syngur alla texta á móðurmálinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.