Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 32
myndi ég kannski ekki nenna þessu harki.“ Eftir sjö ára dvöl í London tók Þórunn Antonía afdrifaríka ákvörð- un. „Fyrir síðustu jól var ég orðin ofsalega þreytt á London. Í mörg þau ár sem ég bjó þarna var ég á miklu ferðalagi og eyddi því litlum tíma í London,“ segir Þórunn. „Til að byrja með fannst mér voðalega gaman að vera þarna og London er flott borg í alla staði en hún er ekki fyrir mig. Mig langar ekki að skapa mér framtíð þarna. Hún er svo grá og svo einmanaleg og þung,“ bæt- ir hún við hreinskilnislega. Þórunn hætti síðan í sveitinni Fields. „Ég fékk ekki almennilega útrás fyrir tónlistina og ég var ekki hamingju- söm og þegar ég tók þá ákvörðun að hætta í Fields sá ég engan tilgang með að búa áfram í London.“ Varð óvart ástfangin Hún vissi að hún yrði mun ham- ingjusamari heima á Íslandi – alla- vega á meðan hún tæki ákvörðun um hvert næsta skref yrði. „Ég hef litlar áhyggjur af framtíðinni. Í fyrsta skipti í langan tíma er ég að slappa af og hugsa mig um hvað ég vil gera,“ segir Þórunn. Hún er áhyggjulaus og það heyrist. „Ég er ekki bundin neinum samningi og það er nokk- uð sem ég hef valið mér. Ég er búin að lifa hratt síðastliðin ár, hoppa úr einu verkefni yfir í annað og ferðast mikið. En núna hef ég ákveðið að stoppa og fókusera á mig.“ Þórunn viðurkennir þó að kær- astinn hennar, Ágúst Bent Sig- bertsson, hafi spilað stórt hlutverk í heimkomu hennar. „Ég hefði ör- ugglega ekki viljað koma til Íslands ef ég ætti ekki svona sætan kær- asta,“ segir Þórunn sem hafði verið einhleyp lengi. „Þegar maður lifir svona sígaunasirkuslífi eins og ég hef gert undanfarin ár og ferðast út um allan heim er auðveldara að vera ein. Það er svo erfitt að sakna.“ Hún viðurkennir að Bent, eins og hann er kallaður í daglegu tali, hafi komið henni í opna skjöldu. Hún átti ekki von á því að verða ástfang- in. „Ég barðist við þetta í sjálfri mér en það er bara þannig að þegar maður verður skotinn ræður maður ekkert við það,“ segir hún feimin. Hún segir ástina hafa veitt sér innblástur við lagasmíðina. Áður fyrr var allt miklu þyngra. „Tónlist- in sem ég samdi í London var svo sorgleg og einmanaleg því það var staður sem ég var komin á. Ég var ekki hamingjusöm og ég þurfti út- rás fyrir þessar tilfinningar. Bent og aðrir hafa sagt við mig að þeim finnist það svo skrýtið því persónu- leiki minn er ekki svona sorgmædd- ur og drungalegur og að ég ætti að semja gleðipopp. Þannig að það má segja að ég hafi samið eitt eða tvö lög innblásin af Bent,“ segir hún og hlær. Þórunn segist þó vera með val- kvíða gagnvart væntanlegri sóló- plötu. „Ég á bunka af lögum, en ég nenni ekki að gefa út væluplötu, það er svo miklu skemmtilegra að syngja hamingjusama tónlist – ætli það sé ekki áskorunin?“ spyr Þór- unn sjálfa sig. „Að semja gleðilög.“ Ævintýraborgin LA Þórunn er heilluð af Los Angel- es og hefði ekkert á móti því að ferð- ast aftur þangað og dvelja um tíma. „Það eru ýmis tækifæri sem liggja í Bandaríkjunum og það væri algjör vitleysa að grípa þau ekki. Annars er ég ofboðslega lítið fyrir að plana og leyfi lífinu bara svolítið að hafa sinn gang,“ segir hún sem er nýkom- in heim frá vesturströnd Banda- ríkjanna þar sem hún dvaldi í þrjá mánuði og söng meðal annars með tónlistarmanninum Beck. „Ég fékk sms frá vini mínum einn morguninn þar sem hann spurði mig hvort ég vildi ekki syngja með Beck. Ég trúði honum ekki og álykt- aði að þetta væri bara eitthvert grín. Hann hélt nú ekki og sagðist þurfa að fá mig inn sem fyrst til að syngja inn á plötu,“ útskýrir Þórunn. Hún var ekki búin að fá morg- unkaffið sitt er hún var komin inn í stúdíó með Beck og fjöldanum öllum af tónlistarmönnum. Hann þakkaði henni kærlega fyrir kom- una og útskýrði fyrir Þórunni að hann væri að taka upp eina plötu á dag – þennan daginn var það Velvet Underground & Nico. Þau hófust strax handa og Þórunn söng mörg lög ásamt einu sólólagi en hún fékk einnig að spreyta sig á sítar og tamb- orínu. „Beck er mjög indæll maður og það liggur mikill húmor á bak við þennan hljóðláta mann.“ Beck var þó ekki eina þekkta and- litið sem Þórunn hitti í Los Angeles, enda er borgin stútfull af stjörnum. „Auðvitað leitar maður uppi fólk sem er líkt og maður sjálfur, en ég fór til dæmis út í matvöruverslun og þar labbaði upp að mér maður sem spurði mig hvort ég væri ekki örugg- lega leikkona. Ég svaraði neitandi og þá sagði hann: „Þú ættir að vera leikkona,“ og gaf mér síðan nafn- spjaldið sitt,“ segir Þórunn. Hún lenti í nokkrum skondnum uppákomum meðan á dvöl hennar stóð. „Ég var inni á skemmtistað eitt kvöldið og Prince labbaði inn með geisladisk í hendinni sem hann af- henti plötusnúðnum og bað hann um að spila diskinn. Mér þótti það frekar fyndið að Prince væri heima hjá sér í iTunes að búa til mixteip til þess að taka með sér á skemmti- staðina.“ Móðgaði stórstjörnu Hún gisti einnig eina nótt á óðals- setri sem var eitt sinn í eigu töfra- mannsins Harrys Houdini. Hús- ið er í dag notað sem upptökuver fyrir tónlistarmenn og Houdini er sagður hafa geymt öll sín dýrmæt- ustu leyndarmál undir húsinu. Þór- unn var í húsinu ásamt meðlimum LCD Soundsystem og þeir sögðu henni frá sögu þessa merka seturs. „Þeir sögðu mér að húsið hefði ver- ið byggt af auðjöfri á sínum tíma sem átti samkynhneigðan son. Eitt kvöldið var haldið grímuball í hús- inu og sonurinn og elskhugi hans rifust harkalega á svölum hússins með þeim afleiðingum að sonurinn hrinti elskhuga sínum niður af svöl- unum og hann dó. Í kjölfarið fóru hræðilegir hlutir að gerast, eigand- inn missti húsið og hefur verið reimt í því síðan,“ segir Þórunn. Hún átti bágt með að trúa draugasögum fé- laga sinna þannig að hún ákvað að gúggla húsið og komst að því að það er þekkt draugahús í Los Angeles. Ekki skánaði það daginn eftir nóttina í draugahúsinu er Þórunn var sótt af vinkonu sinni. Hún bauð henni í heimsókn til félaga síns sem bjó í Malibu. „Við komum þarna inn og á móti mér tekur Jeremy Piven sem leikur Ari Gold í Entourage,“ segir Þórunn sem leist ekki vel á kappann sem bauð henni inn í stofu að horfa á hokkí. Þegar vinkon- ur hennar tvær fóru út úr stofunni um tíma var Jeremy fljótur að segja: „Jæja, loksins erum við ein.“ „Ég var þó fljót að loka á hann og spurði hann hvort hann vildi ekki númer- ið hjá móður minni,“ segir Þórunn. „Jeremy svaraði þá mjög særður að hann liti frábærlega út fyrir mann á hans aldri og þegar ég yrði á hans aldri myndi ég líta út eins og Will Farrell.“ Sígauni innra með sér Sögurnar eru margar og skemmtilegar og Þórunn hef- ur marga fjöruna sopið á síðustu árum. „Ég er heppin að hafa hitt mikið af hæfileikaríku fólki og lifað hálfgerðu sígaunalífi,“ segir Þórunn og viðurkennir að finna sterkt fyr- ir sígaunaeðlinu innra með sjálfri sér. „Ég get ekk verið lengi á sama stað.“ Blaðamaður forvitnast þá um unnustann og hvort hann fari með í næsta ævintýri. „Já, hann kemur með,“ segir hún og brosir. Hún hefur engar efasemdir um ákvörðunina sem hún tók sem barn – að verða söngkona. Það kom ekki neitt annað til greina. „Ég lít á þetta sem blessun og bölvun á sama tíma en ég get ekki hugsað mér að gera neitt annað í lífinu og ég hef oft ósk- að mér að ég hefði ástríðu fyrir ein- hverju öðru því það getur verið mjög erfitt á tímum að vera tónlistarmað- ur og óstabílt,“ segir Þórunn. „Eins og tónlistarbransinn er í dag eru alls ekki miklar tekjur í þessu og kannski er ég búin að velja mér mögulega versta veg til þess að sjá fyrir mér en ég fæ einhverja hamingju út úr tón- listinni sem bætir allt hitt upp.“ hanna@dv.is 32 föstudagur 10. júlí 2009 helgarblað „Ég hefði örugglega ekki viljað koma til Íslands ef ég ætti ekki svona sætan kærasta.“ Móðgaði Jeremy Piven Entourage- leikarinn reyndi að svara Þórunni í sömu mynt en mistókst svakalega. Beck Þórunn fékk tækifæri til að taka upp heila plötu með Beck úti í Los Angeles. Sígaunaeðli Hún lifir sirkuslífi. „Jeremy svaraði þá mjög særður að hann liti frábær- lega út fyrir mann á hans aldri og þegar ég yrði á hans aldri myndi ég líta út eins og Will Farrell.“ www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.