Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 38
38 föstudagur 10. júlí 2009 helgarblað Valur Gunnarsson rithöfundur ræddi við Bergdísi Þrastardóttur, doktorsnema í Danmörku. Hún segist ekki hafa mætt neinu nema velvild eftir hrunið og segir það tilbúning í fjölmiðlum að Íslendingar séu nú hataðir um allan heim. Í Danmörku hugsi fólk minna um bíl og íbúð og meira um að hafa það gott. Íslendingar hafa löngum notið góðs af þjóðerni sínu í útlöndum. Á með- an flestar aðrar Evrópuþjóðir hafa einhvers konar sögulegt ósætti sín á milli er Íslendingum alls staðar vel tekið. Við höfum aldrei gert neinum neitt, að minnsta kosti ekki síðan á víkingaöld, og flestum þykir spenn- andi að hitta Íslendinga. Útlönd hafa einnig löngum heill- að. Í Íslendingasögunum eru margar sögur af ferðum Íslendinga um heim- inn og sigrum þeirra erlendis. Þeir virðast ávallt rísa til æðstu metorða, sé sögunum trúað, hvort sem það er við hirð Noregskonungs eða Býsans- keisara. Ef til vill eru þetta ýkjur en það er ljóst að velgengni í útlöndum er í vitund þjóðarinnar eitthvað það besta sem getur hent Íslending og viðurnefnið „víðförli“ þótti með þeim eftirsóknarverðustu. Íslendingar sem útlagaþjóð Líklega hafa útlönd sjaldnast heill- að jafnmikið og einmitt nú þegar að- stæður á heimavelli eru með versta móti. Á meðan hver dagur virðist færa fleiri hamfarafréttir heima við heldur lífið í útlöndum áfram eins og vana- lega. Stundum minnir þetta næstum á myndina 28 Days Later, þar sem Bretland er lagt í rúst af mannskæð- um uppvakningum á meðan fólk- ið þar talar um að hinum megin við sundið horfi fólk ennþá á Simpsons og kaupi í matinn eins og ekkert hafi í skorist. Leiðin til útlanda nú er lengri en hún hefur verið lengi. Hrun krón- unnar gerir það að verkum að það er erfitt að búa annars staðar og á sama tíma heyrum við reglulega sögur af því að öllum heiminum sé orðið illa við okkur. Svo virðist sem Íslendingar séu, eftir 1100 ár, aftur orðnir að út- lagaþjóð. En er þetta endilega svo? Vissu- lega er ekki lengur ódýrt að vera í út- löndum, en verðhækkanir á Íslandi hafa gert það að verkum að það er ekki endilega dýrt heldur. Norður- löndin eru vissulega dýr, en gengis- lækkun sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að það er enn ódýr- ara þar en hér. Það sama á jafnvel við í Noregi, þar sem samkeppni er meiri en á Íslandi. Danska krónan er tengd við evruna og hefur því hækk- að mest miðað við íslensku krónuna. Danmörk er því líklega orðin dýrasta Norðurlandið. Eigi að síður er hún aðeins álíka dýr og Ísland. Í sumar- skólanum í Árósum fara Íslending- ar enn á barinn á hverju kvöldi og í verslunarferðir í bæinn eins og ekk- ert hafi í skorist. En hvernig er við- horf Dana til Íslendinga nú, eftir að tilraun landa okkar til að kaupa hana upp runnu út í sandinn og þeir skildu okkur eftir með reikninginn? Hvers vegna hjálpa Danir ekki? Bergdís Þrastardóttir hefur búið í Danmörku í tvö ár og er í doktors- námi í norrænum fræðum við Há- skólann í Árósum. „Ég átti afmæli í lok október rétt eftir hrun og ákvað að leigja sal hér. Maðurinn sem leigði mér salinn tjáði mér reiði sína út af ástandinu. Hann sagði að ef Árósar hefðu farið á haus- inn hefði danska ríkið verið fljótt að koma til bjargar, en hvers vegna væri það svona tregt við að hjálpa Íslend- ingum? Þetta er almennt viðkvæðið hér og maður finnur fyrir mikilli sam- úð. Ég fór jafnvel til Texas um daginn og þar var ég dregin afsíðis af toll- verðinum sem spurði mig áhyggju- fullur hvort það væri ekki allt í lagi með mig og fjölskyldu mína. Ég held að þetta sé algert kjaftæði sem er í ís- lensku blöðunum að fólki sé hent út úr búðum fyrir að vera Íslendingar og svona.“ Listin að „hygge sig“ Hún telur lífið í Danmörku þó talsvert frábrugðið því sem hún á að venjast á Íslandi. „Á Íslandi áttum ég og kær- astinn minn nýjan bíl og íbúð á lán- um. Við seldum bílinn áður en við komum hingað en ætluðum okkur að koma heim síðar og flytja í íbúð- ina aftur. Nú erum við hætt saman en eigum íbúð sem við getum ekki selt. Hér á nánast enginn námsmaður bíl eða íbúð. Flestir búa á stúdentagörð- um og hjóla í skólann. Þess í stað eiga þeir mun meiri frítíma og leggja mik- ið upp úr að „hygge sig“, að hafa það gott. Ég var hér að vinna með skól- anum og kenndi spinning. Vinkonur mínar voru alltaf að spyrja mig hvort að ég ætlaði ekki að „hygge mig“ meira. Á endanum hætti ég að vinna. Ég vil frekar sleppa því að eiga bíl og hafa tíma til að slaka á.“ Það eru þó enn kostir við það að vera Íslendingur í útlöndum. „Íslend- ingar komast oft frekar langt hérna. Ef Danir fá ekki rétta styrkinn eiga þeir það til að gefast bara upp, en við erum vön því að gera hlutina bara sjálf. Á Íslandi er alltaf maður sem þekkir mann og hlutunum er komið í verk, en hér þarf lengri undirbún- ingstíma. Maður er yfirleitt boðinn í partí með mánaðarfyrirvara. Marg- ir nemendur voru að kvarta yfir því að það væri erfitt að fá hluti sem þeir voru að skrifa útgefna. Ég og dansk- ur strákur, sem er með íslenskt hug- arfar og hefur búið á Íslandi, tókum því upp á því að stofna skólablað fyrir norrænu deildina. Einnig höfum við haldið nemendaþing og í fyrra feng- um við fimm gesti frá Íslandi, en í ár verður þingið alþjóðlegra.“ Flatskjár og Á móti sól Bergdís er langt í frá eini Íslend- ingurinn í Árósum, en hún hefur ekki mikil samskipti við aðra Íslendinga. „Það er erfitt að kynnast Íslending- um því þeir eru alltaf að koma og fara. Bestu vinir mínir hér eru því Danir. Það er ekkert mál að verða hluti af einhverri Íslendingagrúppu ef maður vill, en þá kemst maður ekki endilega inn í samfélagið hér. Sumir Íslending- arnir hérna halda fast í íslenska hug- arfarið með flatskjá og svona. Það er líka svo mikið drama í kringum Ís- lendinga, þeir eru alltaf að fylgjast með því hver er að byrja eða hætta með hverjum. Þeir halda sig út af fyr- ir sig og fara til Kaupmannahafnar til að sjá Á móti sól spila á balli. Íslensk- ar hljómsveitir eru þó eiginlega alveg hættar að koma eftir hrun.“ En býst hún við að búa í Dan- mörku hér eftir? „Ég er náttúrlega Íslendingur og einhvern tímann fer ég heim, en ég ætla ekki að fara heim til þess að gera ekki neitt. Það verður að vera ein- hverja vinnu að hafa þar. En ég er enn með heimþrá, og sakna fjölskyldu, vina og íslenskrar náttúru.“ Valur Gunnarsson Gott að vera í gósen- landinu Danmörku Lífið í Árósum Nemar hugsa frekar um að hafa það gott en að streða fyrir íbúð og bíl. Bergdís Þrastardóttir Var spurð af landa- mæraverði í Texas hvort ekki væri í lagi með hana og fjölskylduna út af efnahagshruninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.