Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 40
Anna Margrét Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur í hafnarfirði Anna fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hún var í Grunnskóla Stykkishólms, lauk stúdentsprófi frá Flensborg í Hafnarfirði 1999 og var að ljúka prófi í hjúkrunarfræði við HÍ. Anna hefur starfað við Sólvang í Hafnarfirði frá 2007 og starfar þar enn. Fjölskylda Maður Önnu er Gunnlaugur Reynir Sverrisson, f. 20.2. 1979, starfar við fyrirtækjasölu hjá Vodafone. Börn Önnu og Gunnlaugs Reyn- is eru Emilía Björk Gunnlaugsdóttir, f. 23.1. 2004; Benedikt Einar Gunn- laugsson, f. 15.12. 2007. Systkini Önnu eru Arndís Helga Einarsdóttir, f. 13.11. 1960, húsmóðir í Hvassahrauni á Vatnsleysu- strönd; Bjarni Einar Einars- son, f. 23.10. 1962, tölvufræð- ingur á Akur- eyri; Björn Anton Einarsson, f. 30.1. 1964, stálsmiður í Búðardal; Heimir Skúli Einarsson, f. 5.10. 1966, starfar við húsgagnaframleiðslu í Noregi. Foreldrar Önnu eru Einar Bjarni Bjarnason, f. 16.7. 1938, vélstjóri í Reykjavík, og Bára Þorbjörg Jóns- dóttir, f. 20.9. 1943, húsmóðir í Hafnarfirði. 30 ára á föstudag Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Birgitta Birgisdóttir leikkona í reykjavík Birgitta fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún var í Kópa- vogsskóla, stundaði nám við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ, stund- aði síðan nám við leiklistardeild Listaháskóla Íslands og lauk próf- um sem leikari 2006. Eftir að Birgitta útskrifaðist hef- ur hún leikið í Borgarleikhúsinu og Hafnarfjarðarleikhúsinu og er nú að fara að leika í leikritinu Fríða Khalo sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í haust. Fjölskylda Eiginmaður Birgittu er Örv- ar Smárason, f. 24.6. 1977, tón- listarmaður. Dóttir Birg- ittu og Örvars er Alda Örv- arsdóttir, f. 27.9. 2008. Foreldrar Birgittu eru Birg- ir Úlfsson, f. 25.4. 1947, og Brynja Jörundsdóttir, f. 29.7. 1949. 30 ára á föstudag 60 ára á föstudag Guðmundur Haukur Jónsson kennari og tónlistarmaður Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í Samtúninu. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vonar- strætis 1965, kennaraprófi frá KÍ 1969, stúdentsprófi frá KÍ 1970 og stund- aði nám á vegum tónlistarstofnunar Yamaha í Svíþjóð 1979-82. Guðmundur var kennari við Víg- hólaskóla í Kópavogi 1971-83, skóla- stjóri og kennari við Orgelskóla Yamaha 1978-86, var kennari við Ölduselsskóla í einn vetur og við Ár- túnsskóla annan vetur og hefur verið tónlistarkennari við Tónskóla Guð- mundar frá 1991. Þá kenndi hann jafnframt við Tónskóla Hörpunnar sl. vetur. Guðmundur spilaði með fjölda þekktra dans- og dægurlagahljóm- sveita um árabil. Hann hóf tónlistar- feril sinn er hann var sextán ára með Tóna-tríóinu en spilaði síðan með hljómsveitinni Nightingales. Þá söng hann um skeið með Dúmbó sextett. Guðmundur gekk til liðs við hljóm- sveitina Roof Tops 1970 og starfaði með henni til ársloka 1974. Þá stofn- aði hann, ásamt öðrum, hljómsveit- ina Alfa Beta og starfaði með henni í níu ár, lengst af með Ágústi Atlasyni og Halldóri Olgeirssyni. Hann lék svo síðast með hljómsveitinni Karma á árunum 1989-90. Guðmundur gaf út sólóplötu 1972 og aðra 1999. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 20.7. 1974 Jó- hönnu Benediktsdóttur, f. 21.3. 1956, sölumanni. Foreldrar Jóhönnu: Benedikt Guðmundsson, stýrimaður í Keflavík, og Valdís Sigríður Sigurðar- dóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Börn Guðmundar og Jóhönnu eru Valdís, f. 2.3. 1978, í doktorsnámi í Par- ís og er sonur hennar Tristan Tómas- son, f. 2004; Hanna, f. 12.1. 1982, nemi og er sonur hennar Hrappur Birkir Pálsson, f. 2008; Tryggvi, f. 15.7. 1988, búsettur í Bandaríkjunum. Alsystkini Guðmundar eru Þröst- ur Jónsson, f. 15.1. 1945, bókbindari í Reykjavík, kvæntur Ellý Kratsch, hús- móður og verslunarmanni, og eiga þau þrjú börn; Kristján Örn Jóns- son, f. 6.2. 1946, plötu- og ketilsmið- ur og verkstjóri hjá Orkuveitu Reykja- víkur, kvæntur Þórunni Júlíusdóttur, húsmóður og ritara, og eiga þau þrjú börn; Guðrún, f. 18.12. 1952, búsett í Danmörku og á hún þrjá syni. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, eru Hafdís, f. 22.7. 1930; Lúther, f. 18.1. 1936. Foreldrar Guðmundar Hauks: Jón Ingi Guðmundsson, f. 16.9. 1909, d. 5.5. 1989, kennari og málarameistari, og Svava Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 19.6. 1922, húsmóðir. Ætt Jón Ingi var sonur Guðmundar, járn- smiðs í Hafnarfirði Jónssonar, b. í Duf- þaksholti í Hvolhreppi Jónssonar, b. á Efra-Hvoli í Hvolhreppi Einarsson- ar, b. á Arnarhóli í Landeyjum Guð- mundssonar, b. á Álfhólum Gíslason- ar. Móðir Jóns á Efra-Hvoli var Gróa Jónsdóttir, b. á Vestri-Garðsauka Atla- sonar. Móðir Jóns í Dufþaksholti var Guðrún Sigurðardóttir, b. á Ægissíðu Jónssonar, b. á Bjólu, Ísólfssonar, b. á Selárlæk Loftssonar. Móðir Guð- mundar var Ingibjörg Einarsdóttir, b. á Miðkrika Einarssonar, bróður Jóns á Efra-Hvoli. Móðir Jóns Inga var Guðrún, syst- ir Jóns, b. á Þóroddsstöðum, langafa Héðins Steingrímssonar, fyrrv. heims- meistara í skák, tólf ára og yngri, og Hannesar Jónssonar sendiherra, föð- ur Hjálmars sendiherra. Systir Guð- rúnar var Ingibjörg, amma Karls Guðjónssonar, fyrrv. alþm.. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. á Þorgrímsstöðum í Ölfusi Jónssonar, b. á Króki í Ölfusi Jónssonar. Móðir Jóns á Þorgríms- stöðum var Ingibjörg Arngrímsdóttir, b. í Bakkarholti í Ölfusi Bjarnasonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Gam- alíelsdóttir, Egilssonar, og Vilborgar Þórðardóttur. Svava er dóttir Kristjáns, útvegsb. á Stöðvarfirði Magnússonar, og Þóru Þorvarðardóttur. Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Svarðbæli í Miðfirði í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Hann var í námi í Reykjaskóla í Hrútafirði og við Sam- vinnuskólann á Bifröst. Guðmundur var skrifstofumaður í Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöð- um 1961-64 og í Búnaðarbankanum á Egilsstöðum 1964-65, var banka- starfsmaður í Böndernes Bank í Ósló 1965-67, skrifstofumaður hjá Loft- leiðum í Reykjavík 1967-71, gjald- keri hjá Ólafi Gíslasyni hf. í Reykja- vík 1971-80, gjaldkeri hjá Borgarverki hf. í Borgarnesi 1980-82, starfaði hjá Endurskoðendaþjónustunni 1988- 2005 og hefur síðan unnið sjálfstætt við bókhald. Guðmundur var ritstjóri Hlyns, tímarits Landssambands íslenskra samvinnustarfsmanna, 1983-87 og ritstýrði átta af þrettán bindum árbók- ar Nemendasambands Samvinnu- skólans, sem er nemendatal skólans og aðrar heimildir um skólann. Þá sá hann um afmælisrit skólans 1988. Guðmundur hefur staðið að ýmsum öðrum útgáfum, ritað greinar í blöð og starfað að félagsmálum. Fjölskylda Systkini Guðmundar eru María Sólrún, f. 21.4. 1943, d. 1999, var gift Ingimar Magnússyni, sjómanni í Grindavík, og eignaðist hún fjögur börn; Hild- ur Ósk, f. 9. janúar 1946, búsett í Svíþjóð, og á hún fimm börn; Sigbjörn Jón Bjarni, f. 23. janúar 1949, verkamaður í Grindavík en kona hans er Anna Benediktsdóttir og á hann eina dóttur; Lóa Björg, f. 14. maí 1952, gift Bergsteini Karlssyni og á hún tvö börn. Hálsystkini Guðmundar, sam- feðra, eru Ragnar, f. 25. maí 1938, d. 1. maí 1977, eignaðist einn son; Guð- mundur, f. 18. apríl 1943, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Jóhann Jónsson, f. 23. mars 1896, d. 3. nóv- ember 1979, verkamaður á Vífilsstöð- um í Garðabæ, og kona hans, Júlíana Bjarnadóttir, f. 7. febrúar 1920, d. 15.9. 1997, verkakona í Kópavogi. Ætt Jóhann var sonur Jóns Guðmunds- sonar frá Egilsstöðum í Ölfusi og Jó- hönnu Jónsdóttur. Júlíana var dóttir Bjarna, b. á Sveinsstöðum í Reykja- vík Sveinssonar, bróð- ur Jóns Bergmanns, skálds og lögregluþjóns í Hafnarfirði, afa Óttars Yngvasonar, fyrrv. for- stjóra Íslensku útflutn- ingsmiðstöðvarinnar. Sveinn var sonur Sig- fúsar Bergmanns, b. á Króksstöðum í Miðfirði, Guðmundssonar, bróð- ur Sveins, pr. í Kirkjubæ Skúlasonar, langafa Brynjólfs Bjarna- sonar, fyrrv. forstjóra Granda. Móð- ir Sigfúsar var Júlíana, dóttir Steins, sonar Sigfúsar Bergmanns, b. á Þor- kelshóli í Víðidal, langafa Guðmund- ar Björnssonar landlæknis, Páls Kolka og Jónasar, föður Ögmundar heilbrigðisráðherra.Meðal afkom- enda hans eru einnig Ingimundur Sigfússon sendiherra og Björn Guð- mundsson prófessor. Móðir Sveins var Jóhanna, dóttir Jóns, b. á Sveðju- stöðum Guðmundssonar og Ingi- bjargar Halldórsdóttur, systur Helgu, langömmu Björgvins Schram, föð- ur Ellerts Schram, fyrrv. alþm. Móð- ir Júlíönu var Björg Einarsdóttir, hús- manns í Fjósakoti Eyjólfssonar og Valgerðar Jónsdóttur. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 70 ára á sunnudag Guðmundur R. Jóhannsson skrifstofumaður í reykjavík Halla Björg Davíðsdóttir nemi í þroskaþjálfun Halla fæddist á Dalvík, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hún var í Dalvíkurskóla, stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað og VMA og er nú að ljúka námi í þroskaþjálfun við HÍ. Halla vann í fiski á Dalvík á ungl- ingsárunum. Hún vann við bókhald um skeið og starfaði við Sundlaug Dalvíkur. Fjölskylda Eiginmaður Höllu er Jakob Rúnar Atlason, f. 14.8. 1968, verkstjóri hjá Samherja, en þau eiga einmitt fimm ára brúðkaupsafmæli í dag. Dætur Höllu og Jakobs Rún- ars eru Særún Elma Jakobsdóttir, f. 14.10. 2000; Elsa Dögg Jakobsdótt- ir, f. 28.6. 2005; Kristín Erna Jakobs- dóttir, f. 28.6. 2005. Dætur Jak- obs Rúnars og sjúpdætur Höllu eru Jóna Bára Jakobsdóttir, f. 17.10. 1990 en dóttir hennar er Katrín Salka Oddsdóttir, f. 28.6. 2008; Aníta Eir Jakobsdóttir, f. 18.10. 1993. Systur Höllu eru Sigrún Harpa Davíðsdóttir, f. 28.11. 1981, nemi í Svíþjóð; Fanney Davíðsdóttir, f. 15.9. 1988, starfsstúlka við leikskóla; Dag- ný Davíðsdóttir, f. 2.3. 1991, nemi. Foreldrar Höllu eru Davíð Stef- ánsson, f. 25.12. 1957, sjómaður á Dalvík, og Vilborg Björgvinsdóttir, f. 17.9. 1960, ritari og saumakona á Dalvík. 30 ára á laugardag Hugrún Dögg Þorfinnsdóttir á sambýlinu sporhömrum 5, reykjavík Hugrún fædd- ist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún var í Öskjuhlíð- arskóla og stundaði nám við Fullorðins- fræðslu fatl- aðra í Reykja- vík. Hugrún er mikil áhugakona um tónlist en hún syngur með söng- hópnum Blikandi stjörnur. Fjölskylda Bræður Hugrúnar eru Hannes Gústafsson, f. 13.9. 1970, sjómaður í Vestmannaeyjum; Þórður Másson, f. 10.2. 1974, húsasmiður í Hafn- arfirði; Haraldur Arnarson, f. 5.7. 1988, nemi í Reykjavík. Móðir Hugrúnar er Kolbrún Benja- mínsdóttir, f. 20.7. 1952, fram- reiðslukona og starfar við umönn- un fatlaðra. 30 ára á sunnudag 40 föstudagur 10. júlí 2009 ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.