Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 53
lífsstíll 10. júlí 2009 föstudagur 53 Umsjón: Hanna eiríksdóttir, hanna@dv.is líf og fjör á akureyri Mikið húllumhæ verður á Ak- ureyri yfir helgina er Landsmót Ungmennafélags Íslands fer fram. Bærinn mun iða af lífi alla helgina og því er tilvalið tæki- færi fyrir fjölskyldur að gera sér glaðan dag fyrir norðan. Fyrir utan landsmótið verður mikil dagskrá í bænum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Listasýningar, hláturskvöld, sumartónleikar og fleira verður í boði. Íslenskar fjölskyldur á ferðinni ættu að kíkja við í höf- uðborg norðursins. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar á akureyri.is Nokkrar af þekktustu ofurfyrirsætum heims fyrr og síðar deila með lesendum DV fegurðarleyndarmálum sínum. Götuhátíð á Austurvelli Miðbærinn lifnar við föstudag- inn 10. júlí er Jafningjafræðsla Hins hússins efnir til götuhátíðar á Austurvelli. Í boði verður mínígolf og alls kyns sprell. Einnig verður Wally götulistamaður á staðnum til þess að skemmta fólki. Auk þess verður allsherjar tónlistarveisla fyrir alla aldurshópa, en margar ungar og efnilegar sveitir og tónlistarmenn munu koma fram og skemmta og þar á meðal má nefna Önnu Hlín úr Idolinu, Bermuda, BMV, Haffa Haff, Sing for me Sandra og Bróður Svartúlfs. auglýsingasíminn er 512 7050 FeGurðArleyndArmál oFurFyrirsætnAnnA Claudia Schiffer „Baugahyljari getur falið ýmislegt. notaðu baugahyljara á flekki í andlitinu áður en þú setur farða á þig. einn- ig er gott að nota „highlighter“ á kinnbeinin, það gefur manni frískandi fallegan gljáa.“ Eva Herzigovina óaðfinnanleg húð og heilbrigt hár eru leyndarmál evu. „settu djúpnæringu og maska í hárið og klipptu það reglulega. Ég tek einnig mikið af vítamínum til að halda hárinu mínu heilbrigðu.“ Naomi Campbell Flottar og vel snyrtar augabrúnir eru trixið. „Láttu móta auga-brúnirnar þínar. Það getur skipt sköpum og dregur fram allt það besta við augun þín.“ naomi er einnig með gott ráð fyrir hárið. „snúðu hárinu upp í hnút þegar það er nýþvegið og blautt og leyfðu því að þorna þannig. taktu síðan hnútinn úr og þú ert með guðdómlega liði.“ Helena Christen- sen notar almond og Honey-andlits- skrúbbann frá mario Badescu. „Hann lykt- ar eins og marsipan og gefur húðinni minni flauelsáferð.“ Hægt er að kaupa mario Badescu-vörur á netinu. Kate Moss notar rimmel-snyrtvör- ur og hún getur ekki lifað án þeirra. „Uppáhalds rimmel-varan mín eru maskararnir þeirra, eyelinerinn og glossin. Ég get ekki lifað án eyeliners.“ rimmel-snyrtivörur fást úti um allt í englandi. Iman eiginkona davids Bowie notar sólarvörn númer 50 á andlitið á hverjum degi. Húðsér- fræðingur mælti með því að hún prófaði að nota sólarvörn á hverjum degi. iman var treg í fyrstu en sannfærðist seinna. „Ég er alveg viss um að húðin mín sé í svona góðu formi vegna þess.“ Elle McPherson „Ég geng ekki með mikinn farða en þegar ég mála mig nota ég revlon-vörur. annaðhvort mineral-vörurnar þeirra eða age-defying-snyrtivörurnar sem veita húðinni ótrúlegan raka. Á kvöldin set ég á mig eyeliner, maskara og húðlitaðan varalit.“ Heidi Klum „Ég vil vera með útitekna húð þegar ég fer í partí. Ég nota Bar Bronze Gleaming self tan frá Victoria secret og set á mig Bar Bronze daily Glow daginn áður. mitt helsta ráð er að ef ég kem ekki púðrinu í handtöskuna set ég smá af því í tissjúpappír og tek það með mér þannig.“ Victoria secret- vörurnar fást á netinu. Tyra Banks tyra heldur hrukkurnum í burtu með því að nota vaselín. „Ég þvæ á mér andltið og set á mig rakakrem. síðan set ég vaselín undir augun.“ garðarnir í reykjavík Það er ótrúlegt hvað það er hægt að gera sér glaðan dag í Reykja- vík án þess að gera neitt sérstakt. Veðurspáin lofar góðu og því er tilvalið að fara út með fjöl- skylduna í góðan göngutúr um miðbæinn og skoða alla fallegu garðana sem í boði eru. Þeir eru skreyttir fallegum blómum og það verður að segjast að blóma- beðin í ár eru sérstaklega falleg. Búið er að leggja torfur á Lækj- artorg og er frábært veður þar til þess að liggja í grasinu og slappa af. Skoðaðu garðana í Reykjavík í sumar. Þeir munu ekki valda þér vonbrigðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.