Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 64
n Sagan segir að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi tekið gamalt og fínt skrifborð, sem var í eigu lang- afa hans, athafnamannsins Thors Jensen, á sínum tíma af skrifstof- um Eimskipafélagsins og eignað sér það. Eimskip var á þeim tíma meðal annars í eigu fjárfestingafélagsins Grettis sem Björgólfsfeðgar áttu. Einhverjum fannst það ekki við hæfi að Björgólfur Thor eignaði sér skrif- borðið, en Thor Jensen var á sínum tíma einn af hvatamönnunum að stofnun Eimskips og orðaði því þá hugsun við auðmann- inn. Ekki stóð á svör- um hjá Björgólfi Thor. Hann brást ókvæða við gagnrýninni og sagði: „Hann var afi minn!“ og þótti það víst nægjanleg rétt- læting fyrir eign- arnáminu. Eftir því sem næst verður komist er skrifborð- ið enn í fór- um Björgólfs Thors. Ég áetta, ég máetta! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Þetta er mjög bagalegt. Með svona þjófnaði er vinnan manns tekin frá manni að hluta,“ segir Rúnar Bjarna- son, verktaki og eigandi glerkerru sem stolið var frá honum í fyrrinótt fyrir utan Súðarvog 44. Rúnar hafði strax samband við DV vegna þjófnaðarins en fyrir fimmtán árum var þessari sömu kerru stolið frá honum. Þá birtist lítil frétt um málið í DV sem varð til þess að árvök- ull vegfarandi kom auga á kerruna og lét Rúnar vita. „Að mínu mati skipti öllu að fréttin um þjófnaðinn kom í DV. Strax laugardaginn eftir að DV kom út hringdi lögreglan í Keflavík í mig og sagðist hafa fundið kerruna í Njarðvík,“ sagði Rúnar þá. Hann von- ast til að sagan endurtaki sig. „Þá voru það málaraverktakar í Njarðvík sem höfðu stolið henni,“ segir Rúnar en kerran fannst sama dag og frétt DV um málið birtist. Hann segir að kerran sé auðþekkj- anleg. „Það vantar á hana brettið öðrum megin og hún er grænmál- uð að hluta á vinnupallarömmun- um.“ Rúnar biður þá sem geta gefið upplýsingar um þjófnaðinn eða hvar kerran er niðurkomin að hafa sam- band við hann í síma 896 4560. einar@dv.is „Hann var afi minn!“ Allt A 40-80% afslAEtti OpiD: laugardag: 10-17 - sunnudag: 13-17 - VIRKA DAGA 10-18:30 hefst a morgun Sömu kerrunni stolið fimmtán árum síðar: TreysTir á Dv og vegfarenDur n Kaffistofa Pressunnar segir frá því að útvarpsstjórinn Páll Magnússon hafi hreinlega öskrað sig hásan af reiði þegar nýjustu áhorfs- og hlust- unartölur á RÚV komu í hús, en þær ollu hinum nefskatts-fjármagnaða ríkisfjölmiðli miklum vonbrigðum. Á sama tíma og Stöð 2 og Bylgjan standa í stað tapar RÚV hlust- un og áhorfi. Eru und- irmenn Páls sagðir hafa fengið að heyra það hressilega og sérstaklega í ljósi þess að meðal yngstu ald- urshópanna er áhug- inn á RÚV mjög tak- Hárblásari Páls n „Ég bjó út á Spáni í hálft ár og vinir mínir frá Spáni og Argentínu fóru að spyrja mig út í íslenska landsliðs- búninginn. Ég sagði að hann væri svo ljótur og það vantaði allt tilfin- ingalega gildið,“ segir Tryggvi Freyr Torfason, stofnandi hóps fólks á samskiptasíðunni Facebook sem vill fá íslenska skjaldarmerkið á treyju íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann segir núverandi merki KSÍ ekki eiga við þar sem önnur lönd eru með stoltið á brjóstinu á sér. Ríflega þrjú þúsund manns eru skráðir í hópinn á síðunni. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir KSÍ ekki hafa skoðað þessa hugmynd og hann hefur efasemdir um að heimilt sé að flagga skjaldarmerk- inu með þess- um hætti. Tilfinningalaus búningur Kerran frétt DV varð til þess að kerran fannst fyrir 15 árum. rúnar vonast til að sagan endurtaki sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.