Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 2
Geitungarnir hafa komið sér upp eins konar kreppu-
áætlun með því að búa til sterkari samstöðu. Búin verða færri og
stærri. Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir segir bú hafa
fundist í sumar sem eru vel á stærð við körfubolta. Slæmu veðri
fyrripart sumars sé um að kenna.
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
þrotabú samsonar stefnir
björgólfi
Björgólfur Guðmundsson lét
eignarhaldsfélagið Samson
greiða fyrir sig 111 milljóna
króna skuld við minningarsjóð
dóttur sinnar, Margrétar Björgólfsdótt-
ur, sem lést af slysförum langt fyrir ald-
ur fram. Björgólfur stofnaði sjóðinn og
ætlaði persónulega að reiða fram 500
milljóna króna stofnframlag. Þrotabú
Samsonar hefur stefnt Björgólfi fyrir að
láta Samson gefa sér féð og vill fá það til
baka. Björgólfur segir gerninginn hafa
verið framkvæmdan í góðri trú.
huldumenn fá bankana
Erlendir kröfuhaf-
ar verða meiri-
hlutaeigendur í
Íslandsbanka og
Nýja Kaupþingi
ef gengið verður
að samkomulagi
íslenskra stjórnvalda og
skilanefnda bankanna.
Viðskipti með skuldabréf
í bönkunum hafa aukist
talsvert að undanförnu og
verð þeirra hækkað. Ríkið
mun áfram eiga Landsbankann með stjórnarmenn í Íslandsbanka
og Nýja Kaupþingi sem minnihlutaeigendur.
„Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu því í raun og veru eru það
skilanefndirnar sem eru að taka yfir gömlu bankana,“ segir Eygló
Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
réttað vegna smygls
Verjandi meints höfuð-
paurs Papeyjar-
smyglsins hef-
ur krafist þess
að ákæru á
hendur honum
verði vísað frá
og telur Íslendinga ekki
hafa lögsögu yfir Hollend-
ingnum Peter Rabe, þar
sem ósannað sé að hann
hafi nokkurn tíma komið
inn í íslenska lögsögu.
Þessu andmælir saksóknari en þetta varð þó til þess að réttarhöld
yfir sakborningunum sex frestuðust meðan rætt var um frávísun-
arkröfuna. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að smygla um 109
kílóum af kannabisefnum, amfetamíni og e-töflum, sem flutt voru
til landsins með skútunni Sirtaki í apríl. Mennirnir eru grunaðir
um að hafa notað slöngubát til að ferja fíkniefnin frá skútunni og í
land.
2
3
1
dreginn
fyrir
dom
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.is
miðvikudagur og fimmtudagur 22. – 23. júlí 2009 dagblaðið vísir 104. tbl.99. árg. – verð kr. 347
stefnum rignir yfir björgólf Og fÉlög HAns:
Svona forðaStu
SvínaflenSuna
fleiri kerlingarí tónliStinni
fréttir
fYlgdarkona
tók uPP
koddahjal
erlent
SamSon borgaði vegna minningarSjóðS dóttur
björgólfur guðmundSSon: gert í góðri trú
fjöldi mála gegn félögum tengdum björgólfum
láni kr breYtt í StYrk rétt fYrir hrun landSbanka
Siggeir PéturSSon,
SkiPStjóri á flóabátnum
baldri og fYrrverandi
baSSaleikari vina vorS
og blóma.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur og fimmtudagur 22. –23. júlí 2009
vestfirðir
Hjónin Birna mjöll atladóttir og keran
St. Ólason upplifðu áreiti í kjölfar Breiða-
víkurmálsins en það er nú liðið hjá
Áreitt
tónlistinni
Siggeir Pétursson, skipstjóri á flóabátnum Baldri og fyrrverandi bassaleikari vina vors og
blóma.
fleiri kerlingar í
HarðfiSkur
Betri Stolinn
rúv aPar eftir
kePPinautum
Silvio berluSConi:
viðtal dv við unga konu
2 Þriðjudagur 21. júlí 2009 fréttir
Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings geta
eignast Íslandsbanka og Nýja Kaup-
þing ef þeir samþykkja samkomulag
íslenskra stjórnvalda við skilanefnd-
ir þeirra. Skilanefndirnar munu hins
vegar fara með eignarhluti kröfuhafa
sem verða því ekki beinir eigendur
að bönkunum. Landsbankinn verð-
ur hins vegar áfram í eigu íslenska
ríkisins. Þetta er meðal þess sem
kom fram á blaðamannafundi for-
svarsmanna ríkisstjórnarinnar með
forsvarsmönnum skilanefndanna í
Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem
samkomulagið var kynnt.
Á fundinum kom fram í máli
Steingríms J. Sigfússonar fjármála-
ráðherra að stærstu kröfuhafar
Glitnis og Kaupþings væru erlend-
ir skuldabréfaeigendur en ekki er-
lendir vogunarsjóðir eins og sögu-
sagnir hefðu verið um. Formenn
skilanefnda Glitnis og Kaupþings,
þeir Árni Tómasson og Steinar Guð-
geirsson, vildu ekki greina frá því
hverjir skuldabréfaeigendurnir væru
og sögðu að það ætti eftir að koma
endanlega í ljós þegar kröfulýsing-
arfresturinn í þrotabú gömlu bank-
anna rynni út.
Stærstu kröfuhafar Glitnis og
Kaupþings eru hins vegar þýsk-
ir og breskir bankar, meðal ann-
ars Deutsche Bank, Commerzbank,
Barclays, Royal Bank of Scotland
sem og smærri þýskir héraðsbank-
ar. Þessir kröfuhafar og aðrir sem
munu eiga skuldabréfin í bönkun-
um tveimur munu svo að öllum lík-
indum eignast bankana tvo ef geng-
ið verður að samkomulaginu sem
kynnt var í gær.
Skuldabréfin tvöfaldast í verði
Samkvæmt heimildum DV hafa við-
skipti með skuldabréfin í bönkunum
tveimur aukist upp á síðkastið og eru
það aðallega bandarískir fagfjárfest-
ar sem keypt hafa bréfin. Ekki er vit-
að hvaða fjárfestar þetta eru. Innlend
fjármálafyrirtæki hafa meðal annars
séð um miðlun skuldabréfanna en
einnig er talið að aðrir smærri miðl-
arar hafi haft milligöngu um sölu á
bréfunum frá stærstu kröfuhöfum
bankanna og yfir til annarra aðila.
Ekki er vitað til þess að íslenskir að-
ilar hafi verið að kaupa skuldabréf-
in en þó er ekki hægt að útiloka það,
samkvæmt heimildum DV. Einn
heimildarmanna DV segir að það sé
líklegt.
Í heildina hafa tugmilljarða króna
viðskipti verið með skuldabréf-
in á síðustu mánuðum, samkvæmt
heimildum DV. Bréfin hafa hækkað
mikið í verði upp á síðkastið og hefur
verðið tvöfaldast á síðustu tveimur til
þremur vikum. Verðið á skuldabréf-
unum er nú 15 til 16 sent á dollar í til-
felli Kaupþings en um 20 sent á doll-
ar í tilfelli Glitnis. Til samanburðar
má geta þess að skuldabréfin seldust
á 7 sent á dollar í tilfelli Kaupþings
í byrjun árs og skuldabréfin í Glitni
fóru á um 10 sent á dollar.
Ástæðan fyrir áhuga markaðar-
ins á skuldabréfunum í bönkunum
tveimur, sem leiðir af sér hækkun
þeirra, er að svo virðist sem mark-
aðurinn trúi því að kröfuhafarn-
ir fái gott verð fyrir eignasafn bank-
anna tveggja auk þess sem vel kann
að vera að einhver áhugi sé fyrir því
meðal fjárfesta að verða hluthafar í
nýju bönkunum tveimur. Um þetta
er þó ekkert hægt að fullyrða að svo
stöddu.
Engin viðskipti með
skuldabréf Landsbankans
Engin viðskipti hafa hins vegar ver-
ið með skuldabréf í Landsbankan-
um sáluga en stærstu kröfuhafar
hans eru sem kunnugt er opinberir
aðilar eins og breska og hollenska
ríkið, sem eiga útistandandi kröfu
vegna Icesave-innlánsreikninganna,
sem og íslenska ríkið. Eignir Lands-
bankans munu ekki nægja ekki fyr-
ir Icesave-skuldbindingunum og
hluti þeirra mun falla á þjóðina. Þess
vegna hafa fjárfestar ekki áhuga á
skuldabréfum bankans því arðsem-
isvon þeirra er engin og kröfuhafar
bankans hafa sömuleiðis ekki áhuga
á því að eignast Nýja Landsbankann.
Steingrímur J. orðaði stöðu Lands-
bankans sem svo á blaðamanna-
fundinum í gær: „Kröfuhafahóp-
urinn sem er þar á bak við er ekki
þannig samansettur að það séu líkur
á að þeir aðilar hafi mikinn áhuga á
bankarekstri...,“ sagði Steingrímur.
Endurfjármögnunin
fer fram 14. ágúst
Vegna þessarar ólíku stöðu bank-
anna þriggja mun Nýi Landsbank-
inn áfram verða í eigu ríkisins því
nánast ómögulegt er að koma hon-
um úr höndum þess og yfir til nýrra
eigenda vegna skuldastöðu hans út
af Icesave-reikningunum.
Steingrímur J. sagði á fundinum í
gær að endurfjármögnun bankanna
þriggja muni fara fram 14. ágúst
næstkomandi og mun ríkið leggja
Landsbankanum til 140 milljarða
króna í eigið fé. Á sama tíma mun
ríkið leggja Íslandsbanka til 60 millj-
arða króna hlutafé sem Glitnir, það
er að segja skilanefndin, mun svo
geta keypt aftur af ríkinu ef Glitnir
ákveður, í samráði við kröfuhafana,
að eignast Íslandsbanka. Að sögn
Steingríms er þetta samkomulags-
atriði þó bundið því skilyrði að rík-
ið muni alltaf veita bankanum 25
milljarða króna víkjandi lán og eiga
stjórnarmenn í bankanum áfram að
njóta verndar sem minnihlutaeig-
andi hlutafjár. Endurgreiðsla Glitn-
is til ríkisins verður því 35 milljarð-
ar króna ef kröfuhafarnir ganga að
samkomulaginu.
Að sama skapi mun ríkið leggja
Nýja Kaupþingi til 70 milljarða króna
hlutafé sem gamla Kaupþing, það
er skilanefndin, mun svo geta aftur
keypt af ríkinu. Eignarhlutur ríkis-
ins í Nýja Kaupþingi verður 11 pró-
sent en kröfuhafar munu þá eiga 89
prósent eignarhluta í gegnum skila-
nefndina. Ef kröfuhafarnir ákveða
að kaupa hlutafé ríkisins mun ríkið
leggja fram 33 milljarða króna til að
mæta eiginfjárþörf bankans. 25 millj-
arðar af þeirri upphæð munu verða
í formi víkjandi láns og 8 milljarðar
HULDUMENN
FÁ BANKANA
EygLó ÁHyggjUFULL
„Ég hef mjög miklar áhyggjur af
þessu því í raun og veru eru það
skilanefndirnar sem eru að taka
yfir gömlu bankana,“ segir Eygló
Harðardóttir, þingmaður Framsókn-
arflokksins. „Það er talað um að
kröfuhafarnir verði óbeinir eigendur
nýju bankanna en í raun og veru
eru það skilanefndirnar sem verða
í þeirri stöðu að eiga að hámarka
eignir bankanna sem mest. Hlutverk
skilanefndanna er ekki að hugsa
um hag almennings heldur um hag
kröfuhafanna. Þessir menn munu
stjórna íslensku viðskiptalífi og hafa
ægivald yfir íslenskum heimilum og
því get ég ekki sagt annað en að þeir
munu verða eins og ríki í ríkinu. Sú
hætta er fyrir hendi að þetta komi
sér illa fyrir almenning. Auk þess er
ekkert í þessu samkomulagi sem
tryggir að gömlu eigendur bankanna
eignist þá aftur. Við vitum ekkert um
það hverjir munu eignast bankana.“
IngI F. VILhjáLmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Erlendir kröfuhafar eignast tvo banka Á
blaðamannafundinum í Þjóðmenningarhúsinu
greindu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og
skilanefndanna frá því að kröfuhafar Glitnis og
Kaupþings geti eignast nýju bankanna.
Valdamiklir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að með
samkomulaginu fái meðlimir skilanefndanna gríðarleg völd. Árni Tómasson,
formaður skilanefndar Glitnis, situr í stjórn Alfesca, sem er í eigu auðmannsins Ólafs
Ólafssonar, og hefur gert það frá árinu 2006.
fréttir 21. Júlí 2009 ÞriÐJUDA
GUr 3
„Það eru margir frægir hönnuðir í
Danmörku með sýningar á hótelinu.
Ég var mjög efins hvort ég ætti að
skilja töskuna þarna eftir en mér var
lofað að herbergið yrði læst. Starfs-
menn hótelsins hafa ekki staðið við
það. Ég hef ekki hugmynd um hvort
herbergið hafi nokkurn tímann verið
læst. Þegar ég kom á hótelið daginn
eftir var allt galopið og taskan horfin.
Það var ekkert eftir,“ segir Berglind
Sigurðardóttir.
Berglind er nýútskrifuð úr Margr-
ethe-skólanum, elsta einkaskóla í
fatahönnun í Kaupmannahöfn sem
er afar virtur í Danmörku sem og
erlendis. Sýning á útskriftarverkum
hennar og samnemenda hennar var
haldin á hótelinu Skt. Petri fimmtu-
daginn 25. júní og vakti hönnun
Berglindar verðskuldaða athygli.
Berglind geymdi verkin sín í herbergi
sem átti að vera læst yfir nótt. Þegar
hún kom til að sækja þau daginn eftir
var allt horfið.
Dónaskapur frá hótelstjóra
„Ég fór strax til lögreglunnar og gaf
skýrslu um að taskan væri horfin.
Ég hringdi í lögregluna í síðustu viku
því ég fæ ekki að sjá myndbandið
úr öryggismyndavélum á hótelinu.
Ég sagði við lögregluna að ég myndi
þekkja töskuna ef ég myndi fá að sjá
myndbandið og vildi athuga hvort
lögreglan gæti farið í það mál. Hjá
lögreglunni fékk ég þau svör að það
væri því miður mikið um slíka þjófn-
aði og þeir hefðu ekki mannafla til að
rannsaka það nánar. Sá sem ég tal-
aði við vildi meina að innflytjendur
lægju fyrir uppákomum eins og þess-
ari sýningu og færu þarna inn gagn-
gert til að stela,“ segir Berglind.
Hún er mjög ósátt við vinnubrögð
forráðamanna hótelsins í málinu.
„Ég er búin að skrifa hótelstjóran-
um tölvupóst og hann var bara með
dónaskap. Hann baðst ekki einu
sinni afsökunar. Mér fannst hann
tvísaga í þessum tölvupósti sem ég
fékk frá honum þar sem hann sagði
að hótelið hefði vissulega gefið okk-
ur leyfi til að geyma verkin yfir nótt í
læstu herbergi en þar sem hótelið tók
ekki gjald fyrir nóttina er þetta ekki á
þeirra ábyrgð. Það er bara fáránlegt,“
segir Berglind. Ferðatrygging hennar
hjá VÍS tekur ekki yfir þjófnaðinn því
ekki var um innbrot að ræða.
Mjög sárt
Í tösku Berglindar sem var stolið
voru margar flíkur sem hafa kostað
blóð, svita og tár og er tjónið ekki að-
eins fjárhagslegt heldur líka tilfinn-
ingalegt.
„Þetta er voðalega sárt. Í tösk-
unni var svo mikið af persónuleg-
um munum. Ég var bæði búin að fá
hluti lánaða hjá Borgarleikhúsinu og
frá vinum og vandamönnum sem ég
notaði í sýningunni. Í töskunni voru
líka hlutir sem ég er búin að vera að
hanna og sauma síðustu tvö ár í skól-
anum. Þarna voru tvær möppur sem
ég var búin að láta prenta út í Prent-
met, öll Visa-kortin mín, Biblía merkt
mér sem ég hafði fengið í fermingar-
gjöf, pels og galakjóll sem ég saum-
aði og þrír hattar sem ég hannaði.
Taskan var stútfull af dóti. Það er al-
veg ömurlegt að lenda í þessu og síð-
an labbar maður alls staðar á vegg.
Þetta er ekki vegabréf eða seðla-
veski eða Visa-kort sem ég get end-
urnýjað eða fengið aftur. Þetta er
svo mikið tilfinningalegt tjón. Það
er líka sárt að vita til þess að fólk fari
inn í þetta herbergi til að seilast eft-
ir einhverjum töskum sem það hef-
ur ekkert að gera við. Eins og lögregl-
an sagði liggur dótið mitt örugglega
bara í ruslatunnu einhvers staðar.“
Missti móðinn
Daginn eftir sýninguna settu útskrift-
arnemendurnir upp sýningu í skól-
anum þar sem þeir kynntu sig og verk
sín fyrir frægum dönskum hönnuð-
um. Berglind gat ekki tekið þátt í því
þar sem hún eyddi deginum í að leita
að töskunni.
„Ég hafði engan áhuga á að setja
eitthvað upp á gínu því mig vantaði
næstum því helminginn. Ég eyddi
þeim degi upp á löggustöð. Ég missti
algjörlega móðinn við þetta. Ég var
svipt gleðinni að vera búin og gera
eitthvað skemmtilegt. Sýningin var
á fimmtudag og næstu dagar fóru
í þetta. Síðan fór ég heim á sunnu-
dag. Ég var ekkert að skála í kampa-
víni við danska hönnuði eða kynna
mig eða gera neitt því ég missti allan
þrótt. Þetta var svo ömurlega leiðin-
legt. Ég vildi ekki gefast upp. Ég ætl-
aði að finna þetta. Ég trúði því ekki að
þetta væri horfið fyrir fullt og allt. Nú
hins vegar er ég búin að gefa upp alla
von um að taskan finnist. Allt sem er
í henni er eflaust búið að urða ein-
hvers staðar.“
Berglind Sigurðardóttir
„ÉG VAR SVIPT
GLEÐINNI“
„Eins og lögreglan
sagði liggur dót-
ið mitt örugglega
bara í ruslatunnu
einhvers staðar.“
lilja Katrín gunnarSDóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
gefst ekki upp „Ég er að
byrja núna á fullu að vinna
sjálfstætt. Ég gæti alveg
eins hugsað mér að fara út
aftur. Ef ég færi að leita mér
að vinnu myndi ég alveg
eins leita mér að vinnu í
Danmörku,“ segir Berglind.
Enginn lúxus Berglind ber Skt. Petri-
hótelinu ekki góða sögu en margir
Íslendingar hafa nýtt sér þjónustu
þess í gegnum tíðina. Berglind segir
þjónustu og framkomu starfsfólks ekki
sæma fimm stjörnu hóteli.
glæsilegar flíkur Berglind var búin að eyða síðustu tveimur árum í að hanna
og sauma útskriftarverkefnið sitt sem var stolið. Þemað í útskriftarverkefninu var
kirkja og er þessi mynd tekin í Kristskirkju á Landakoti.
„Fjármögnun bank-
anna fer nú fram,
það er allri óvissu
eytt með það.“
króna verða almennt hlutafé. Líkt
og í tilfelli Íslandsbanka mun ríkið
áfram eiga fulltrúa í stjórn bankans
og njóta réttinda og verndar sem eig-
andi minnihluta hlutafjár.
Ef kröfuhafarnir ákveða hins veg-
ar að ganga ekki að samkomulaginu
og eignast meginhluta hlutafjár í Ís-
landsbanka og Nýja Kaupþingi munu
bankarnir verða áfram í eigu ríkisins
að fullu. Á fundinum kom fram að
lokaniðurstöðu um samkomulagið
sé að vænta í lok september að við-
höfðu samráði skilanefndanna við
kröfuhafa bankanna.
Minnkar kostnað og
líkur á málsóknum
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði á fundinum í gær að
samkomulag íslenskra stjórnvalda
við skilanefndir Glitnis, Kaupþings
og Landsbankans um framtíðareign-
arhald á nýju bönkunum minnki
líkurnar á málsóknum kröfuhafa á
hendur íslenska ríkinu auk þess sem
kostnaður ríkisins við endurfjár-
mögnun verði minni.
„Ég tel að þetta samkomulag sem
við erum að ná hér dragi verulega úr
hættunni á alvarlegum ágreinings-
málum og dragi verulega úr hætt-
unni á hugsanlegum málsóknum.
Og það er alveg ljóst að ef þetta geng-
ur eftir mun þetta draga verulega úr
áhættu ríkisins varðandi eignarhald
á þessum bönkum,“ sagði Jóhanna.
Jóhanna sagði jafnframt á fund-
inum að með samkomulaginu lækki
það fjármagn sem ríkið þarf að leggja
í nýju bankana úr 385 milljörðum
króna, eins og áætlað var, niður í 189
milljarða „Ef það gengur eftir að er-
lendir kröfuhafar komi inn í bank-
ana minnkar það fjárframlag sem
ríkið þarf að setja inn í bankana,“
sagði Jóhanna.
Jafnframt tók Jóhanna fram að
aðkoma erlendra aðila að bönkun-
um gæti tryggt betur aðgang að er-
lendum lánamörkuðum auk þess
sem gott gæti verið að aðilar sem
þekkingu hafi á bankarekstri komi
að þeim, en líkt og áður segir eru
stærstu kröfuhafar bankanna tveggja
þýskir og breskir bankar.
Um samkomulagið sagði Stein-
grímur á fundinum: „Fjármögnun
bankanna fer nú fram, það er allri
óvissu eytt með það. Fyrir lok sept-
ember liggur fyrir hvort kröfuhafarn-
ir samþykkja þessa ráðstöfun, sem
er auðvitað góð ástæða til að ætla
vegna þess að skilanefndirnar hafa
haft fulltrúa þeirra með sér í viðræð-
unum,“ en samkomulagið sem kynnt
var í gær er vissulega háð þeim fyr-
irvara að kröfuhafarnir sætti sig við
það og að Fjármálaeftirlitið sam-
þykki samkomulagið.
Hverjir erlendir kröfuhafar bank-
anna tveggja verða á endanum á svo
eftir að koma í ljós en reikna má með
að viðskipti með skuldabréfin í þeim
muni halda áfram að aukast á næst-
unni í kjölfar kynningarinnar á sam-
komulaginu.
2 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir
GEITUNGAR Í
STÆRRI BÚUM
Landsmenn geta talist heppnir að
búa ekki við margar hættur í náttúr-
unni á borð við birni og úlfa, en ein er
sú ógn sem margir hræðast, og það
innan borgarmarkanna, geitungar.
Geitungum virðist þó hafa fækkað
töluvert síðustu sumur.
Bréfberar á harðaspretti og hrædd
börn hafa því minna en áður orðið
fyrir barðinu á sveimandi stunguflug-
unum. Upplýsingar benda til að gei-
tungabúum hafi fækkað gríðarlega.
Þau sem eftir standa eru þó stærri en
áður. „Slæmt veður fyrripart sumars
hefur orsakað það að fólk er seinna á
ferðum sínum út í garð en venjulega
og því hafa búin fengið nægan tíma
til að stækka,“ segir Guðmundur Óli
Scheving meindýraeyðir. Geitungar
á Íslandi virðast ætla að taka fullan
þátt í kreppunni. Þeir eru hættir að
byggja bú á hverri torfu og í hverri
holu, heldur virðast þeir slá frekar
saman í eitt stórt sambýli á vel völd-
um stöðum. Búin eru þar með sterk-
ari sem þýðir að stundum getur verið
erfitt að eyða þeim.
Fimmtíu dauðsföll
Á hverju ári hefur bráðaofnæmi fyrir
geitungum orsakað um fimmtíu
dauðsföll víðs vegar um Bandaríkin.
Íslendingum, sem eru með ofnæmi
fyrir stungum, mun fara fjölgandi
með árunum en hægt er að mynda
ofnæmi fyrir öllum tegundum geit-
unga. Mikilvægt er að fara í ofnæm-
ispróf og að greina hvernig geitung-
urinn, sem stingur viðkomandi, lítur
út. Hingað til eru þó tilfelli bráðaof-
næma ekki mörg og geitungum hef-
ur ekki enn tekist að valda alvarleg-
um skaða.
Bestu aðstæðurnar
Helstu tegundir geitunga hér á landi
eru holugeitungar, trjágeitungar og
húsgeitungar, sem koma sér fyrir í
húsþökum, á háaloftum eða í holrými
milli þilja. Holur í jörðu eru einnig
girnilegur staður fyrir bú þeirra.
Holugeitungar er önnur tegund
geitunga sem kemur sér gjarnan fyr-
ir undir hraunhellum í blómabeð-
um. Trjágeitunga er, líkt og nafnið
gefur til kynna, helst að finna í trjám
og runnum, undir þakskeggjum og
á gluggakörmum. Vegna mikilla og
hraðra veðurfarsbreytinga á Íslandi
eiga stofnarnir erfitt með að fjölga
sér og verða aftur jafnstórir og þeir
voru fyrir nokkrum árum. „Trjá-
geitungarnir eru langalgengastir í
sumar og fundist hafa bú á stærð
við körfubolta,“ segir Guðmundur.
Mikil skelfing
Hægt er að forðast stungu með
ýmsum leiðum, en vinsælasta leið-
in hefur gjarnan verið að hlaupa
og sveifla höndunum út í loftið.
Aðferðir sem þessar kalla þó oft á
mikla athygli og gæti jafnvel valdið
múgæsingi þegar margir hræddir
einstaklingar koma við sögu. Besta
leiðin til að forðast nál geitunga, er
talin vera að eyða öllum búum við
heimilið og fara að öllu með gát.
Sykur og bjór úti í garði býður hætt-
unni mjög gjarnan heim. Fyrir þá
sem fara í skelfingarlost við að sjá
geitung er hægt að benda á að þeir
geta þó andað rólega, því þeir verða
ekki margir í sumar.
Geitungabú í blóma Þetta
glæsilega bú uppgötvaðist
utan á húsi við Ránargötu á
mánudaginn.
María elínardÓttir
blaðamaður skrifar maria@dv.is
ráð GeGn GeitunGuM
n Láta eyða búi strax
n Nota ekki ilmefni
n Sýna aðgát við garðvinnu
n Fara varlega í ágúst/september því
þá er árásargirni þeirra mest
„Trjágeitungar eru
langalgengastir í sum-
ar og fundist hafa bú á
stærð við körfubolta.“
6 þriðjudagur 21. júlí 2009 fréttir
Um helgina tóku að streyma um
2.600 bláklædd ungmenni til lands-
ins. Þetta er hluti af evrópsku skáta-
móti sem heitir Roverway. Mótið
er haldið á þriggja ára fresti og hef-
ur verið haldið tvisvar sinnum áður,
fyrst í Portúgal og núna síðast á Ít-
alíu. Bandalag íslenskra skáta stend-
ur fyrir mótinu hér á landi og hefur
staðið að undirbúningi þess frá ár-
inu 2007. Íslenskir þátttakendur eru
fimm hundruð talsins.
Fimmtíu þjóðir
Mótið hófst með stórri setningarat-
höfn á mánudagsmorgun fyrir fram-
an Háskóla Íslands þar sem hópur-
inn raðaði sér saman í risastóra ör.
„38 Evrópuþjóðir og 6 þjóðir utan
Evrópu taka þátt, auk gesta frá 6 öðr-
um löndum, einnig utan Evrópu,
sem koma sérstaklega til að kynna
starfsemi skáta í viðkomandi lönd-
um,“ segir Benjamín Axel Árnason,
formaður upplýsingaráðs skáta og
fjölmiðlafulltrúi Roverway.
Skoða landið
Eftir setningarathöfnina hélt allur
hópurinn af stað í alls konar leiðangra
um landið. Leiðangur á Hvannadals-
hnúk, menningarferð um Reykjavík,
ganga um Hornstrandir, ljósmynda,
kvikmyndatöku- og tónlistarleið-
angrar, klifurferð á Sveinstinda,
fjallaleiðangur á Heklu, hesta- og
menningarleiðangur um æskuslóð-
ir Halldórs Laxness, Vestmanna-
eyjaleiðangur, Mývatnsleiðangur og
Lazy Town-leiðangur eru dæmi um
það sem boðið er upp á fyrir erlendu
gestina.
Síðan munu allir hópast saman
aftur austur á Úlfljótsvatni. „Þar mun
rísa rúmlega 3.000 manna alþjóða-
þorp með fjölbreyttri dagskrá. Með-
al annars verður hægt að fara á tékk-
neskt tehús, taka þátt í vinnuhópum
um stjórnmál og njóta tónlistar eða
varðelda á kvöldin,“ segir Benjamín.
Helstu þemu Roverway-móts-
ins eru „opnaðu hugann og hjartað,
vertu opinn fyrir þrautum, menn-
ingu, sköpun og náttúrunni“.
Kynnast á Facebook
Tilgangur mótsins er að kynna
mismunandi menningarheima og
hefðir innan skátahreyfingarinn-
ar og einfaldlega að hafa gaman
af hvert öðru. „Þátttakendur hafa
undanfarna mánuði haft tæki-
færi til að kynnast samferðmönn-
um sínum á netinu, hver sveit setti
upp spjallsvæði á Facebook, þar
sem það lifir áfram eftir mótið og
þátttakendur geta haldið áfram að
hafa samskipti við félaga sína eftir
að móti lýkur,“ segir Benjamín, en
það er mikil ánægja meðal skipu-
leggjanda mótsins með þátttökuna
í ár.
maria@birtingur.is
Benjamín
Axel Árnason
r iSa
alþjó þorp
Tákn mótsins Örin er
tákn Roverway-mótsins,
þema þess er „open up“.
Mynd RóBeRT ReyniSSon
Farþegaþota
nauðlenti
Mikill viðbúnaður var á Kefla-
víkurflugvelli rétt fyrir þrjú í gær
þegar Boeing 767-farþegaþota
með 190 manns innanborðs
nauðlenti á flugvellinum. Til-
kynnt var um reyk í stjórnklefa
hennar og var slökkviliðið á
Suðurn sjum og á höfuðborgar-
svæðinu með mikinn viðbúnað
á staðnum. Vélin var á leið til
Ameríku frá Evrópu þegar reyk-
urinn kom upp.
Vélin var rýmd en engan sak-
aði. Ekki er vitað af hverju reyk-
urinn kom upp. Aðspurður hvort
mikil hætta hafi verið á staðnum
segir slökkviliðsmaður sem DV
ræddi við að svo væri alltaf þeg-
ar viðbúnaðarstig færi í gang.
Viðbúnaðarstigið sem fór í gang
kallast: Hættustig - Stórt.
Of þu g k r
valt ð e ta
Jeppi eð hestake ru í eftir-
dragi valt í fyrrakvöld í Hvera-
dalabrekku. Þrír h s ar voru
í kerrunni þegar hún valt á
hliðina. Hestarnir sluppu
til tölulega vel og engin slys
urðu á fólki, að sögn lögregl-
unnar á S lfossi.
Lögreglan á Selfossi segir
að kerran hafi verið of þung
fyrir bílinn en ákveðnum
reglum ber að fylgja til að
draga slíkar kerrur. Kerran
vó 2.500 kíló en bílnum er
einungis heimilt að draga
1.600 kíló. Talið er að það
hafi valdið slysinu. Málið er
ekki í rannsókn hjá lögregl-
unni, líklega vegna þess að
engin slys urðu á hestunum
og fólki.
ellefu greinst
með svínaflensu
Nú hafa ellefu tilfelli svína-
flensunnar (H1N1) greinst á
Íslandi. Frá því á föstudag í síð-
ustu viku hafa bæst við tvö tilfelli
af nýju inflúensunni. Um er að
ræða 19 ára konu sem kom frá
Mexíkó og veiktist eftir heim-
komu og 35 ára konu sem kom
frá Ástralíu og veiktist einnig eft-
ir heimkomu.
Lögmaður Hollendingsins Peters
Rabe, sem grunaður er um að vera
höfuðpaurinn í Papeyjarsmyglinu
sem upp komst um í vor, hefur krafist
þess að málinu verði vísað frá dómi.
Rabe hefur alla tíð neitað sök í mál-
inu og ekki verið samvinnufús í yfir-
heyrslum.
Aðalmeðferð í máli gegn sexmenn-
ingunum átti að fara fram fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í dag, en málinu
var frestað á meðan dómari tekur af-
stöðu til frávísunarkröfunnar. Grein-
argerðinni var skilað inn klukkustund
áður en aðalmeðferðin átti að hefjast
og ekki var hægt að hefja aðalmeð-
ferðina fyrr en búið var að úrskurða
um kröfuna. Dómari mun líklega úr-
skurða um frávísunarkröfuna í dag.
Sexmenningarnir eru ákærð-
ir fyrir að smygla um 109 kílóum af
kannabisefnum, amfetamíni og e-
pillum, sem flutt voru til landsins
með skútunni Sirtaki í apríl.
Við þingfestingu málsins í síðustu
viku kom fram að Jónas Árni Lúð-
víksson, Halldór Hlíðar Bergmunds-
son og Pétur Kúld Pétursson játuðu á
sig aðild að smyglinu, en þeir sögð-
ust þó hafa talið að um innflutning á
sterum væri að ræða. Sögðu Halldór
og Pétur að þau skilaboð hefðu þeir
fengið frá Jónasi Árna. Rúnar Þór Ró-
bertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson
neituðu alfarið að hafa tekið þátt í
smyglinu. valgeir@dv.is
Rabe krefst frávísunar
Aðalmeðferð frestað Sakborningar og lögmenn þeirra voru mættir í Héraðsdóm
Reykjavíkur í gær þar sem fram átti að fara aðalmeðferð í málinu. Mynd Heið
A
Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar.
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Hringdu í síma 515 5550
og byrjaðu strax í dag!
smaar@dv.is