Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 44
Real gefst ekki upp Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid, Miguel Pardeza, hefur
ekki gefið upp vonina um að fá spænska miðvallarleikmannin Xabi Alonso frá Liverpool.
Mikið hefur verið fjallað um hugsanlega sölu Alonsos sem virðist vera staðráðinn í því
að yfirgefa liðið. Real er einnig að íhuga að kaupa bakvörðinn Alvaro Arbeloa frá
Liverpool en hann hefur óskað eftir því að vera seldur eftir að þeir rauðklæddu
keyptu Glen Johnsson. Undanfarið hefur Chelsea og Manchester City verið bland-
að í baráttuna um Alonso sem er greinilega eftirsóttur af mörgum liðum. Nýjustu
fregnir herma að Liverpool og Real séu við það að komast að samkomulagi um 30
milljóna punda kaupverð.
UMsJóN: tóMAs þóR þóRðARsoN, tomas@dv.is
44 föstudaguR 24. júlí 2009 spoRt
Fyrir ríflega mánuði benti ekkert ann-
að til þess en að Bretinn Jenson Butt-
on yrði heimsmeistari í Formúlu 1 á
Brawn-tryllitæki sínu og það auðveld-
lega. Hann fór létt með að vinna sex af
fyrstu sjö keppnum ársins á þessum
ótrúlega bíl sem snillingurinn Ross
Brawn hefur smíðað. En nú er aftur á
móti hlaupin spenna í mótið. Button
hefur aðeins endað sjötti og fimmti í
síðustu tveimur keppnum á meðan
Red Bull-menn hafa farið á kostum.
Í Bretlandi í síðustu keppninni á
Silverstone-brautinni fornfrægu kom
Sebastian Vettel á Red Bull fyrstur í
mark með félaga sinn Mark Webber
á hælunum. Dæmið snerist svo við í
Þýskalandi í síðustu keppni þar sem
Webber vann sinn fyrsta sigur frá því
hann hóf þátttöku í Formúlunni. Þessi
stigasöfnun hefur séð þá félaga sækja
fast að hælum Buttons en forysta hans
er samt örugg, 21 stig á Vettel, og býr
hann svo sannarlega að þessari mögn-
uðu byrjun sinni. Enn eru þó átta
keppnir eftir af mótinu og þýðir ekkert
fyrir Button að slaka svona á meðan
Red Bull-menn eru í þessu formi.
Ungverjaland hentar okkur
Jenson Button vann sinn fyrsta sigur í
Formúlu 1 árið 2006 í Ungverjalandi.
Hann á því góðar minningar þaðan og
telur Button að Brawn-bílnum henti
vel að keyra Ungverjalandsbrautina.
„Ungverjaland er ein af mínum upp-
áhaldsbrautum. Sérstaklega þar sem
bíllinn er góður og hitastigið mun vera
í lagi,“ segir Button en kalt var í veðri í
síðustu tveimur mótum og sást greini-
lega að Brawn hentaði það illa.
„Það verður æðislegt að mæta aft-
ur til Ungverjalands á bíl sem á mögu-
leika á sigri. Brautin er samt mjög
erfið þar sem hún er brögðótt en þó
skemmtileg viðureignar. Það er ótrú-
lega mikið grip á brautinni á keppn-
isdegi, en hún er erfiðari á æfingum
á föstudegi. Það er því erfitt að finna
rétta uppsetningu en ég get ekki beðið
eftir því að komast af stað á ný,“ segir
forystusauðurinn, Jenson Button.
Yngstur í sögunni
Leiðindapésananum, Sebastian
Bourdais hjá Toro Rosso var sagt upp
eftir síðustu keppni sem ökumanni
liðsins og munu verða eftirmálar af
því af hendi Fransmannsins. Toro
Rosso hefur fundið sér nýjan öku-
mann og hann kemur nánast beint af
barnaheimilinu. Spánverjinn Jamie
Alguersuari var kynntur til leiks sem
nýjasti ökumaður liðsins og verður sá
yngsti í sögunni til þess að aka í Form-
úlu 1.
Alguersuari er algjört undrabarn
og er sá yngsti til þess að verða meist-
ari í Formúlu 3 í Bretlandi en það tókst
honum í fyrra. Hann verður því liðs-
félagi Sebastians Buemi. „Ég vil
þakka Red Bull fyrir að gefa
mér þetta tækifæri,“ segir
Spánverjinn ungi en Toro
Rosso er í eigu Red Bull.
„Þetta hefur verið minn
draumur frá unga aldri
og þökk sé ungliðastarfi
Red Bull hefur hann
ræst. Það er þó aldrei
auðvelt að byrja í For-
múlu 1 get ég ímynd-
að mér en ég mun
njóta stuðnings
góðra liðsmanna
sem hafa þroskað
marga byrjend-
ur eins og mig í
gegnum tíðina,“
segir nýjasti
ökuþórinn í
Formúlunni,
Jamie Alguer-
suari.
Ungverjalands-
kappakstUrinn 2008
Efstu menn
1. Heikki Kovalainen, McLaren
2. timo Glock, toyota
3. Kimi Raikkönen, Ferrari
4. Fernando Alonso, Renault
5. Lewis Hamilton, McLaren
Ráspóll 2008
Lewis Hamilton, McLaren - 1:20:899
Fljótastur í einstökum hring
2008
Kimi Raikkönen, Ferrari - 1:21:195
Brautarmet
Michael schumacher,
Ferrari - 1:19:071
Fyrri sigurvegarar
2005: Kimi Raikkönen, þá á McLaren
2006: Jenson Button, þá á Honda
2007: Lewis Hamilton, McLaren
2008: Heikki Kovalainen, McLaren
Heimild: kappakstur.is
raUðU naUtin
nálgast BUtton
Red Bull-menn hafa stolið senunni í síðustu keppnum Formúlu
1 með tveimur tvöföldum sigrum. Félagarnir hjá Rauða naut-
inu nálgast því Bretann Jenson Button óðfluga á toppnum sem
býr þó enn að frábærri byrjun sinni á mótinu. Nýr ökumaður
er sestur í annan bíl systurliðs Red Bull, Toro Rosso, en þar var
Frakkinn Sebastian Bourdais rekinn með látum á milli móta.
stigakeppni ökUmanna
1. Jenson Button, Brawn GP - 68 stig
2. sebastian Vettel, Red Bull - 47 stig
3. Mark Webber, Red Bull - 45,5 stig
4. Rubens Barrichello, Brawn GP - 44 stig
5. Felipe Massa, Ferrari - 22 stig
6. Jarno trulli, toyota - 21,5 stig
7. Nico Rosberg, Williams - 20,5 stig
8. timo Glock, toyota - 13 stig
9. Fernando Alonso, Renault - 13 stig
10. Kimi Raikkonen, Ferrari - 10 stig
11. Lewis Hamilton, McLaren - 9 stig
stigakeppni Bílasmiða
1. Brawn GP - 112 stig
2. Red Bull - 92,5 stig
3. toyota - 34,5 stig
4. Ferrari - 32 stig
5. Williams - 20,5 stig
6. McLaren - 14 stig
7. Renault - 13 stig
8. BMW - 8 stig
9. toro Rosso - 5 stig
10. Force India - 0 stig
x
He
im
ild
: F
IA
HUNGARORING
Rásmark
210709
70 hringir = 4,381 km
306,458 km
2
4 205
7 295
5 212
4 170
3 150
6 290
5 250
4 158
103
2 100
6 271
BÚDAPEST
Gír
H. KovalainenM. Schumacher
1:19.071
3 171615141312111098765421
26. júlí 2009
Sigurvegari 2008Brautarmetið
Hungaroring, Ungverjalandi
Ungverjaland 2009
Hraði í km/k
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Í hægagangi Button
hefur endað í sjötta og
fimmta sæti í síðustu
tveimur mótum eftir að
hafa unnið sex af fyrstu sjö
keppnunum á undan því.
Mark Webber Hefur verið
sjóðheitur að undanförnu og
vann sinn fyrsta sigur í síðustu
keppni. Hann eins og félagi
hans hjá Red Bull, sebastian
Vettel, nálgast nú forystu-
sauðinn, Jenson Button.