Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Birkir Jón Jónsson alþingismaður Birkir fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var Grunnskóla Siglufjarðar, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki, stund- aði nám í stjórn- málafræði við HÍ, og lauk BA-prófi í viðskiptafræði frá HÍ 2009. Birkir starf- aði á bensínstöð- inni á Siglufirði á unglingsár- unum, starfaði við Sparisjóð Siglufjarðar með skóla. Hann var aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra 2000-2003, varð alþm. Norðausturkjördæmis fyr- ir Framsóknarflokkinn 2003, situr í bæjarstjórn Fjallabyggðar frá 2006. Birkir var forseti nemendafélags- ins í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sat í stjórn Félags ungra framsóknarmanna á Siglufirði, var varaformaður SUF um skeið, sat í stjórn Bridgesambands Íslands, var formaður framkvæmdasjóðs fatl- aðra 2007 og sat í stjórn hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins 2003-2007. Hann hefur verið formaður atvinnumála- nefndar Fjallabyggðar frá 2006, sat í fjárlaganefnd Alþingis 2003-2007 og var formaður 2006-2007, sat í fé- lagsmálanefnd 2003-2007, í félags- og tryggingamálanefnd 2007-2008, samgöngunefnd 2003-2004, var for- maður iðnaðarnefndar 2004-2006, sat í sjávarútvegsnefnd 2004-2005, landbúnaðarnefnd 2006-2007, við- skipta- nefnd 2007-2009 og situr í efnahags- og skatta- nefnd frá 2008. Hann sat í Íslands- deild þing- manna- nefndar EFTA 2003- 2005 og 2006-2007, í Íslands- deild Vest- norræna ráðsins 2008-2009 og í Ís- landsdeild Evrópuráðsþingsins frá 2009. Fjölskylda Systkini Birkis eru Ólafur Jónsson, f. 17.6. 1971, sparisjóðsstjóri á Siglu- firði; Steinar Jónsson, f. 8.9. 1972, húsasmíðameistari á Álftanesi; Ingvar Jónsson, f. 4.11. 1980, húsa- smiður og hestamaður í Reykjavík. Foreldrar Birkis eru Jón Sigur- björnsson, f. 24.10. 1950, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Siglu- fjarðar og nú fjármálastjóri við MH í Reykjavík, og Björk Jónsdóttir, f. 15.8. 1951, bankastarfsmaður. Það stóð til að halda mikla af- mælisveislu að Ketilási í Fljótum í Skagafirði þar sem m.a. Magnús Stefánsson og félagar í Upplyftingu ætluðu að troða upp, en sökum óvissu um sumarstarfstíma hins háa Alþingis verður afmælinu frestað um óákveðinn tíma. 30 ára á föstudag 60 ára á föstudag Haraldur Sturlaugsson fyrrv. framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar Haraldur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í ensku- og versl- unarnámi í Englandi 1966-68 og lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1970. Haraldur starfaði við útgerð og fiskvinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni hf. frá 1970 og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins 1976-2004. Haraldur sat í vara- og aðalstjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í vara- og aðalstjórn síldarútvegs- nefndar, í stjórn Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi, í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar, stjórn Marels hf., aðalstjórn Skeljungs, í stjórn Nótastöðvarinnar á Akranesi, í stjórn HB Granda, í stjórn LÍÚ, stjórn Coldwater Seafood Corporation og í stjórn Rannsóknarráðs ríkisins. Haraldur hefur komið mikið að stjórn knattspyrnumála á Akranesi og hlotið viðurkenningar fyrir þau störf frá KSÍ og ÍSÍ. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með ÍA frá unga aldri, varð Íslandsmeistari í efstu deild með ÍA 1970, 1974 og 1975, Íslandsmeistari í 2. deild með ÍA 1968 og lék sjö lands- leiki með íslenska A-landsliðinu. Haraldur annaðist útgáfu bókar- innar Sjötíu ár á sjó og landi, 1976, og sá um gerð heimildarmyndarinnar um HB & Co á Akranesi 1986. Fjölskylda Haraldur kvæntist 7.5. 1972 Ingibjörgu Pálmadóttur, f. 18.2. 1949, hjúkrunar- fræðingi og fyrrv. alþm. og heilbrigð- is- og tryggingaráðherra. Hún er dótt- ir Pálma Eyjólfssonar, f. 22.7. 1920, d. 12.10. 2005, fyrrv. sýslufulltrúa, og Margrétar Ísleifsdóttur, f. 8.10. 1924, fyrrv. tryggingafulltrúa. Synir Haralds og Ingibjargar eru Sturlaugur, f. 9.8. 1973, sjávarútvegs- fræðingur í London, kvæntur Þórunni Baldursdóttur og eiga þau fimm börn; Pálmi, f. 2.8. 1974, viðskiptafræðingur á Akranesi, kvæntur Elfu Ingvadóttur og eiga þau þrjú börn; Ísólfur, f. 2.2. 1979, framkvæmdastjóri á Akranesi, kvæntur Aldísi Birnu Róbertsdóttur og eiga þau tvö börn; Haraldur, f. 20.3. 1989, nemi. Systkini Haralds eru Matthea Krist- ín, f. 20.5. 1947; Sveinn, f. 9.6. 1951; Rannveig, f. 27.4. 1954; Sturlaugur, f. 5.6. 1958; Helga Ingunn, f. 5.10. 1963. Hálfsystir Haralds, samfeðra, var Ingunn Helga, f. 17.10. 1941, d. 15.10. 2007, búsett í Bandaríkjunum síðustu árin. Foreldrar Haralds voru Sturlaug- ur H. Böðvarsson, f. 5.2. 1917, d. 14.5. 1976, útgerðarmaður á Akranesi, og k.h., Rannveig Böðvarsson, f. 8.7. 1924, d. 28.9. 2005, húsmóðir. Ætt Sturlaugur var sonur Haralds, kaup- manns og útgerðarmanns á Akranesi Böðvarssonar, kaupmanns á Akranesi Þorvaldssonar, pr. á Stað í Grinda- vík Böðvarssonar, prófasts í Gufudal, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Systir Böðvars var Sigríður, móðir Kristínar, langömmu Matthíasar Johannessen, skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra, föður Haralds ríkislögreglustjóra. Böðv- ar var sonur Þorvalds, pr. og skálds í Holti Böðvarssonar, pr. í Holtaþing- um, bróður Ögmundar, pr. í Krossi, afa Tómasar Sæmundssonar Fjöln- ismanns. Böðvar var sonur Högna, prestaföður á Breiðabólstað Sigurðs- sonar. Móðir Böðvars kaupmanns var Sigríður Snæbjörnsdóttir, pr. í Vestmannaeyjum Björnssonar. Móð- ir Haralds var Helga Guðbrandsdótt- ir, b. í Hvítadal Sturlaugssonar. Móðir Guðbrands var Þórunn, systir Guð- rúnar, ættmóður Svefneyjarættar, en bróðir Þórunnar var Zakarías, langafi Snorra skálds og Torfa ríkissáttasemj- ara Hjartarsonar, föður Ragnheiðar, fyrrv. rektors MR, og Hjartar hæsta- réttardómara. Þórunn var dóttir Jó- hanns, pr. í Garpsdal Bergsteinsson- ar. Móðir Sturlaugs var Ingunn Sveins- dóttir, hreppstjóra og kaupmanns í Mörk á Akranesi Guðmundssonar, b. í Elliða í Staðarsveit Stefánssonar. Móðir Sveins var Anna Sigurðardóttir. Móðir Ingunnar var Metta, systir Elín- borgar, móður Hans Hallgríms Hoff- manns, pr. á Stað, föður Péturs Hoff- manns, pr. á Stað. Metta var dóttir Hans Hoffmanns, á Búðum. Rannveig var dóttir Pálma, rektors MR, bróður Péturs, föður Hannes- ar skálds. Pálmi var sonur Hannesar, b. á Skíðastöðum í Skagafirði Péturs- sonar, b. í Valadal og á Álfgeirsvöll- um Pálmasonar. Móðir Pálma var Ingibjörg, systir Jósefs, afa Indriða G. Þorsteinssonar, rithöfundar og Tima- ritstjóra, föður Arnaldar rithöfund- ar og Friðriks blaðamanns. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. á Þóreyjanúpi Ei- ríkssonar, b. á Hólum í Reykjadal Ás- grímssonar. Móðir Rannveigar var Matthea Kristín Pálsdóttir. Stjúpfaðir og kjör- faðir Rannveigar var Christian Evald Torp veitingamaður. Haraldur heldur upp á daginn með íslenskri frænku sinni og vin- konu, Kristínu Björnsdóttur Daniel, sem búsett hefur verið erlendis sl. 74 ár og sem verður 80 ára í dag. Kristín og fjölskylda hennar heiðra Harald og Ingibjörgu með nærveru sinni á sam- eiginlegum afmælisdegi Haralds og Kristínar. Nils fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Bergstaðastrætinu. Hann var í Austurbæjarskóla, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í húsasmíði 2002. Nils var í unglingavinnunni á sumrin. Hann hóf störf við smíðar er hann var sautján ára og hefur stund- að smíðar síðan. Hann starfar nú sjálfstætt við húsasmíðar, viðhald og nýbyggingar og er þessa dagana að reisa sumarbústaði á Suðurlandi. Nils starfaði í Hjálpræðishernum í Reykjavík á unglingsárunum og hefur starfað mikið með Krossinum í Kópavogi. Fjölskylda Eiginkona Nils er Hekla Hrönn Pálsdóttir, f. 21.9. 1979, bankakona við Landsbankann í Reykholti. Dætur Nils og Heklu eru Sunn- eva Kristín Nilsdóttir, f. 16.12. 2006; Silja Hrönn Nilsdóttir, f. 17.9. 2008. Bróðir Nils er Ási Guðjónsson, f. 16.3. 1977, bifvélavirki í Noregi. Foreldrar Nils eru Áslaug Haug- land, f. 6.1. 1945, sjúkraliði við vistheimilið Bjarg, og Guðjón Guðlaugsson, f. 5.3. 1926, fyrrv. borgarstarfsmaður. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Nils Guðjón Guðjónsson Húsasmiður í Brekkuskógi Sigurður K. Óskarsson Bifvélavirki og sölumaður í reykjavík Sigurður Kristinn fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan próf- um 1970, lærði bifvélavirkjun hjá Heklu hf. og lauk sveinsprófi í þeirri grein. Þá stund- aði hann nám við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og lauk verslunarprófi 1984. Sigurður starf- aði hjá Heklu hf. á árunum 1966-79, hóf síðan störf hjá Bílaborg, var verkstjóri þar um skeið og síðan þjónustustjóri 1980-90. Hann stofnsetti eigið bif- vélaverkstæði, Fólksbílaland, sem hann starfrækti til 2000, ásamt Jóni Trausta Harðarsyni. Þá hóf Sigurður störf hjá VÍS og vann þar í nokkur ár. Sigurður hóf síðan störf hjá Kraft- vélum ehf. 2006 og hefur verið þar sölumaður síðan. Fjölskylda Sigurður kvæntist 4.2. 1972 Mál- fríði Björnsdóttur, f. 16.8. 1948, starfsmanni við vistheimili barna. Hún er dóttir Björns Stefánsson- ar, f .2.10. 1896, d. 7.7. 1988, bónda og landpósts á Kálfafelli í Vestur-Skafta- fellssýslu, og Valgerð- ar Pálsdóttur, f. 7.10. 1909, d. 20.2. 2005, húsmóður. Börn Sig- urðar og Mál- fríðar eru Ár- mann Atli Sigurðsson, f. 13.12. 1971 en kona hans er Guðrún Ólafs- dóttir og eru börn þeirra Kári, Karitas, Þór og Orri; Bjartmar Ingi Sigurðsson, f. 14.9. 1975 en börn hans og Lindu Hólm eru Ósk- ar Andri og Anita en sambýliskona hans er Auður Ósk Guðmundsdótt- ir og er sonur hennar Dagur Hauks- son; Svava Björk, f. 25.7. 1978. Systkini Sigurðar eru Júlíus Gunnar Óskarsson, f. 13.3. 1948; Trausti Bergmann, f. 4.8. 1950; Jó- hann Sævar Óskarsson, f. 14.11. 1951; Jón Albert Óskarsson, f. 4.1. 1954; Jens Viborg, f. 9.9. 1957. Foreldrar Sigurðar voru Ósk- ar Albert Sigurðsson, f. 16.6. 1917, d. 11.4. 1981, leigubifreiðarstjóri í Reykjavík, og Svava Júlíusdóttir, f. 22.12. 1927, d. 13.6. 1966, húsmóðir. 60 ára á laugardag 42 föstudagur 24. júlí 2009 ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.