Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 41
helgarblað 24. júlí 2009 föstudagur 41 Í hjarta mér Egó Hljómsveitin Egó hefur vaknað aftur til lífsins undanfarna mánuði með Bubba Morthens í fararbroddi. Sveitin hefur verið að senda frá sér ný lög svo sem Kannski varð bylting vorið 2009, Ástin þú ert á litinn og þjóðhátíðarlagið Eyjan græna. Lagið þeirra Í hjarta mér hefur náð miklum vinsældum og flokkast eflaust undir snemmsumarsmell árið 2009. barfly jEff wHo? fá lög hafa náð jafnmiklum vinsældum undanfarin ár og Barfly með jeff who? Sumarið 2006 sungu allir með og rúmlega það. Lagið ómaði á öllum útvarps- stöðvum allan sólarhringinn og ekki þótti myndbandið verra. Það kom þeim svo sannarlega á toppinn en það mun líka reynast þeim félögum erfitt að toppa þennan smell. Is It love? Dr. MiStEr anD MiStEr HanDSoME fyrst kom Kokaloca en svo kom sumarsmellurinn is it love? Þó svo jeff who? hafi átt vinsælasta lagið þetta sumarið voru Dr. Mister og Mister Handsome gríðarlega vinsælir. Þeir túruðu um landið og voru iðulega vel í því þegar þeir komu fram. Sumarvinsældirnar og sukklífið varð sveitinni reyndar ofviða á endanum með þeim afleiðungum að hún tvístraðist. verum Í sambandI SprEngjuHöLLin Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni flokkast eflaust undir vorsmell þar sem það kom út í lok apríl 2007. Vinsældir lagsins náðu svo langt inn í sumarið að það er alla daga gjaldgengur sumarsmellur og einn af þeim betri undanfarin ár. Lagið er fallegt og hugljúft og segir sögu ungs manns sem syngur til fyrrverandi ástkonu sinnar. Eintómt sumar. nasty boy traBant Hljómsveitin trabant gerði það gott með plötunni Emotional sem kom út árið 2005. Lagið nasty Boy varð gríðarlega vinsælt og þó að platan hafi komið út snemma árs náðu vinsældir lagsins langt fram á sumar og rúmlega það. Seinna gáfu þeir svo út endurhljóðblöndun af laginu the one sem náði einnig miklum vinsældum. Stuðmenn – ofboðslega frægur Ég fer í fríið – Þorgeir Ástvaldsson og Sumargleðin Sumarsamba – Maggi Kjartans nostradamus – ný dönsk rangur maður – Sólstrandargæjarnir Sísí – grýlurnar Írafár – Ég sjálf was that all it was – Scope frjáls – Vinir vors og blóma popplag í g-dúr – Valgeir guðjónsson Vöðvastæltur – Land og synir Meira dót – Buttercup jet Black joe - rain og freedom vor Í vaglaskógI ViLHjÁLMur ViLHjÁLMSSon Það er varla til íslenskt lag sem er klassískari sumarsmellur en Vor í Valgaskógi í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar. frábær texti um sumarást og jafnvel enn betra lag. Það eldist eins og gott vín og verður bara betra og betra. Mun fylgja kynslóð eftir kynslóð og verður alltaf eitt af helstu sumarsmellum Íslands. funheItur pLÁHnEtan Þegar Sálin fór í pásu vorið 1993 stofnuðu Stefán Hilmarsson og friðrik Sturluson bassaleikari hljómsveit- ina pláhnetuna í félagi við Sigurð gröndal og ingólf Sv. guðjónsson. Sveitin gaf út plötuna Speis í júní árið 1993 og er það eitt lagið á henni sem gerir sveitina ógleym- anlega. Það er lagið funheitur sem var vinsælasta lag landsins um tíma og svo sannarlega þess sumars. lÍfIð er yndIslegt ÝMSir Vinsælasta þjóðhátíðarlagið, allavega í seinni tíð. poppprins- arnir Hreimur úr Landi og sonum, Magni úr Á móti sól og Bergsveinn úr Sóldögg fluttu lagið ásamt grettiskór. Lagið var samið sérstaklega fyrir Þjóðhátíðina og lagði ekki bara undir sig hátíðina 2002 heldur árin á eftir og gerir enn þegar það er spilað í brekkunni. tryggði þremenningunum ævilanga setu á frægðarpalli Þjóðhátíðar. Í sól og sumaryl HLjóMSVEit ingiMarS EyDaL Í einhverri mælingunni kom í ljós að Í sól og sumaryl eftir gylfa Ægisson er mest spilaða sumarlag í sögu Íslands. Hafi þær mælingar verið réttar er engum blöðum um það að flétta að lagið er þá stærsti sumarsmellur Íslands. angurvært og fallegt sumarlag sem allir landsmenn kannast vel við. farIn SKÍtaMóraLL Skítamórall átti án efa eitt heitasta lag sumarsins 1998. Lagið farin eftir Einar Bárðarson skaust rakleitt upp á topp íslenska vinsældalistans og sat þar samfleytt í þrjár vikur. Lagið kom út á plötunni nákvæmlega sem leit dagsins ljós í sumarbyrjun 1998 og eftir það lá leiðin bara upp á við fyrir sjóðheitu Selfyssingana í Skítamóral. unglings- stúlkur landsins eltu hljómsveitina víða þetta sumarið og ætlaði allt um koll að keyra þegar hið hádramatíska popplag farin byrjaði að hljóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.