Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 15
fréttir 24. júlí 2009 föstudagur 15 keyptu lika veðrið stjórnarformaður Fl Group, byrj- aði að bjóða. „Hannes bauð þarna ríflega í ákveðinn hlut þegar konan hans, sem sat við hliðina á honum, byrjaði að bjóða á móti honum. Svo hélt þetta áfram í einhvern tíma, þar sem þau hlógu á meðan þau buðu hvort gegn öðru í sama hlutinn. Þarna var vitleysan orðin algjör,“ segir heimildarmaðurinn. Áður en þarna var komið sögu var kom- in ókyrrð í ákveðinn hóp gesta sem lét læti hinna nýríku fara verulega í taugarnar á sér. Heimildarmönn- um ber saman um að þó nokkr- ir hafi gengið á dyr þegar samkom- an var stutt á veg komin. Meðal þeirra var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins og ritstjóri Fréttablaðsins. Sá sem selur virðingu sína er fátækastur allra Ögmundur Jónasson, þáverandi varafor- maður vinstri-grænna, bloggaði um uppboðið á heimasíðu sinni og sagði meðal annars: „Einhver myndi segja að þetta hlyti að teljast „gott auðvald“, sem lætur fé af hendi rakna til bág- staddra barna í Afríku. Auðvit- að ber alltaf að þakka fyrir það sem gert er af góðum hug, sem ég gef mér að þarna hafi búið að baki. Ég neita því hins veg- ar ekki að mér fannst þessi frétt um stórgjafirnar til Gíneu-Bissá gefa innsýn í óhugnanlega þróun í okkar samfélagi. Það er alveg augljóst að hér á landi er orðinn til allstór hóp- ur fólks sem veit ekki aura sinna tal. Við þetta vakna ýmsar pólitískar og siðferðilega spurningar, sem snúa að okkur inn á við. Við þurfum að spyrja hvort við séum tilbúin að skipu- leggja efnahagskerfið og þjóðlífið allt þannig að hér verði til hópur sem bókstaflega veður í peningum á með- an aðrir eiga ekki fyrir nauðþurftum, hópur sem læknar og líknar og öðl- ast völd og áhrif í samræmi við það. Viljum við halda aftur inn í þjóðfé- lag þeirra Bogesens og Sölku Völku? Við erum nefnilega á leiðinni þang- að.“ Hann end- aði svo blogg- færsluna á að vitna í Matthías Jo- hannessen með þess- um orðum: „Sá sem sel- ur virðingu sína er fátækari en fátækasti öreigi landsins.“ Alls söfnuðust hátt í hundr- að millj- ónir króna á uppboðinu góða. Í byrjun desember 2007 fékk UNICEF svo aftur að njóta ávaxtanna af góðærinu á Ís- landi. Þá var haldinn glæsileg- ur fjáröflunarkvöldverður fyr- ir UNICEF, á veitingastaðnum Domo. Miðaverðið var 100.000 krónur fyrir hvern gest. Boðið var upp á glæsilegan matseð- il og stuðsveitin Super Mama Djombo tók lagið fyrir gesti. Að sögn viðstaddra toppaði sá kvöldverður þó engan veginn uppboðið magnaða sem átti sér stað tveimur árum áður. Glamúr Róbert Wessmann og frú komu prúðbúin til veislunnar. Bjarni Ármannsson Lét sig ekki vanta í veislu fína fólksins. Baugshjón Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir voru í fararbroddi. Þorsteinn M. Jónsson Hreppti málverk Hallgríms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.