Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 52
BamBi aftur í sviðsljósið Í nýjum auglýsingum fatahönnuðarins Stellu McCartney má sjá klassíska Disney-karakternum Bamba bregða fyr- ir ásamt öllum hans vinum. Haust/vetur 2009 herferð Stellu McCartney var mynduð af ljósmyndaranum Ryan McGinley í skógum Worcesterskíris og það er fyrirsætan Sigrid Agren sem er andlit herferðarinnar. Stella er þekkt fyrir að vera mikill dýraverndunarsinni. „Ég er mikill aðdáandi Bamba og teiknimyndin minnir mig á mömmu mína,“ sagði Stella í viðtali á dögunum. „Fötin í þessari línu eru eldheit og okkur langaði að kontrasta þau með sakleysi Bamba.“ UMSjón: HAnnA eiRÍkSDóttiR, hanna@dv.is 52 föstudagur 24. júlí 2009 lífsstíll Stjörnur án augnabrúna Það er ótrúlegt hvað augnabrún- irnar gefa andlitinu mikinn kar- akter. Í nýjustu auglýsingaherferð Givenchy má sjá hina fögru Adri- önu Lima án augnabrúna sem gerir hana nánast óþekkjanlega. En hvernig myndu helstu stjörn- ur heims líta út án augnabrúna? Við skulum vona að þetta sé ekki trend sem er komið til að vera. Givenchy- auglýsingin Adriana Lima án augna- brúna. Angelina Jolie er svolítið undarleg án augnabrúna. Victoria Beckham er ekki sama manneskjan án augnabrúna. Catherine Zeta Jones Michael Douglas hefði örugglega ekki fallið fyrir henni svona. Sienna Miller Má aldrei missa augnabrúnirnar. Kylie Minouge tekur sig ágætlega út án augnabrúna. Keira Knightley Lúkkið er ekki að virka á henni. Gordon Brown Ætli Brown hefði verið kosinn forsæt- isráðherra Bretlands svona? Naked honey frá MAC:Kate Moss Það fer greinilega allt þessari manneskju. Daniel Radcliffe Harry Potter væri ekki eins elskaður svona útlítandi. Simon Cowell er ekki eins sjarmer- andi svona. Madonna er eins og karlmaður. Hunangið nærir líkamann Hunangið er aðalfæða býflugunnar og í þessari nýju línu frá MAC spilar hunangið aðalhlutverk. Litirnir eru djúpir og og lyktin ekki síðri. Línan hefur hlotið hið skemmtilega heiti Naked honey. Hunangið hefur sérstaklega góð áhrif á húðina og því má finna baðsápu sem inniheldur ekki bara hunang heldur einnig lavander og jasmín svo eitthvað sé nefnt. Einn- ig er í línunni unaðslegt handa- og líkamskrem ásamt græðandi líkam- skremi sem búið er til úr býflugna- vaxi. Það má nota kremið á allan líkamann, þurrkbletti í andliti sem dauða húð á hælunum. Í Naked honey-línunni má einn- ig finna snyrtivörur, gloss, augn- skugga og fallegt „highlight“-púð- ur. Naked honey er fáanlegt í öllum MAC-verslunum. Baðsápa Hreinsar húðina og nærir hana. Græðandi krem naked honey-kremið má nota á allan líkamann. Handa- og líkamskrem Líkaminn mun ilma eins og hunang og hendur mýkri en nokkru sinni fyrr. Fallegur augnskuggi Sem hefur hlotið hið skemmtilega nafn Pollinator. Naked honey Hunangslínan frá MAC er mjög svo girnileg. ögrandi og draum- kenndir straumar Myndir frá hátískuvikunni í París: Valentino Blúnda frá Valentino. Jean Paul Gauliter Stendur alltaf fyrir sínu. Givenchy Heill- andi og dularfull hönnun Givenchy. Jean Paul Gaultier Barbarellustemning hjá Gaultier. Christian Lacroix Undir trúarlegum áhrifum. Christian Lacroix Seiðandi lína frá Lacroix. Giorgio Armani Privé klassíkt frá Armani.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.