Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 30
Glæpasagan Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson er þrælspennandi og bráð- skemmtileg. Óhugnanleg á köflum, jafnvel yfirgengileg og stund- um dásamlega ýkt. Ekki skemmir heldur fyrir að sagan er borin uppi af sérdeilis skemmtilegum og áhuga- verðum persónum, blaðamanninum Mikael Blomkvist og tjúllaða tölvu- hakkaranum Lisbeth Salander. Bókin er heljarmikill doðrantur upp á rúmar 500 blaðsíður og ekki veitir af síðuplássinu þar sem sag- an er flókin og teygir sig langt aftur í tíma og gerist á nokkrum plönum. Þá gefur Larsson sér drjúgt pláss til þess að kynna Blomkvist og Salander til leiks þannig að það er alveg helling- ur í gangi og í sögunni eru svo margir hápunktar að rúmlega hundrað síð- ur standa eftir þegar búið er að leysa morðgátuna og nappa aðal vonda kallinn. Virkar vel á pappír en slær öllu skrýtnari takt fyrir bíómynd. Eru ekki allir búnir að lesa? Einhvern veginn finnst manni að það hljóti að vera fullkomin sóun á plássi og prentsvertu að tíunda söguþráð myndarinnar hér þar sem stemning- in í kringum bækur Larssons er ein- hvern veginn þannig að maður hefur á tilfinningunni að hvert einasta ís- lenskt kvikindi, sem komið er til vits og ára, hafi lesið Karlar sem hata konur. Formsins vegna er samt best að halda því til haga að Karlar sem hata konur segir frá ægilega svölum og heiðarleg- um blaðamanni, Mikael Blomkvist, sem er dæmdur fyrir meiðyrði í garð ógurlegs auðmanns sem gæti verið einhvers konar reglubróðir og æðsti prestur íslenskra kollega sinna þar sem hann er staursiðblindur og mik- ill meistari í krosseignatengslum og að keyra upp gengi á verðlausu papp- írsrusli. Blomkvist hjólaði í þennan gaur í tímaritinu sínu Millenium en síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini í umfjöllun hans og því bíður hans nú nokkurra mánaða fangelsisvist fyrir að vega að æru auðmannsins. Á meðan Mikael bíður þess að af- plána dúkkar aldraður iðnjöfur upp og biður hann um að rannsaka sögu ættar sinnar með það fyrir augum að komast að því hver drap 16 ára frænku hans sem hvarf sporlaust fyrir 40 árum. Meðfram rannsóknarbrölti Mikaels kynnumst við 24 ára, renglu- legri goth-gellu og tölvuhakkara, Lis- beth Salander. Sú glímir við alvarlega félagslega fötlun og er samkvæmt skýrslum á mörkunum að hún eigi að fá að ganga laus, jafn klikkuð og of- beldishneigð sem hún er. Lisbeth er samt enginn asni held- ur ógeðslega klár tölvuhakkari, með límheila og í meira lagi úrræðagóð, ekki síst þegar kemur að því að verja sig með ofbeldi og vopnum. Leið- ir hakkarans og Mikaels liggja sam- an og hann fær ómetanlega hjálp frá Lisbeth við að leysa flókna morðgátu sem nær aftur til ársins 1949 og verð- ur viðbjóðslegri eftir því sem þau fikra sig nær sannleikanum. Þykk bók, löööööööng mynd Það er því síður en svo heiglum hent að koma öllum þessum æsilegu ósköp- um Larssons með góðu móti yfir á hvíta tjaldið en hér hefur það tekist með miklum ágætum. Óhjákvæmi- lega er ýmsu sleppt, annað einfaldað og stundum farið ansi hreint hratt yfir sögu. Þessar breytingar eru í það heila tekið skynsamlegar og í raun bráð- nauðsynlegar þar sem myndin teyg- ir sig engu að síður yfir tvær og hálfa klukkustund og þótt alltaf sé nóg að gerast finnur maður stundum fyrir lengdinni og slíkt má helst ekki gerast í spennumyndum. Hluti vandans er að Blomkvist og Lisbeth þurfa að hanga mikið á bóka- og skjalasöfnum, liggja yfir gömlum myndum og filmum og gúggla heil lifandis ósköp. Þetta er ekki beinlínis áhugavert myndefni en hér rétt slepp- ur þetta fyrir horn þar sem leit Mika- els að sannleikanum býður upp á alls kyns trix í myndrænni framsetningu. Þá er haug af mikilvægum upplýsing- um miðlað til áhorfenda með samtöl- um persóna. Þessi frásagnarmáti er orðinn býsna gamall og þreyttur en hér sleppur þetta fyrir horn og mað- ur sættir sig við að vera fóðraður með meðulum sem hafa verið í notkun frá tímum Aristótelesar. Þétt hraðsuða á góðu hráefni Samanburður á bók og mynd er hvim- leið og tilgangslaus iðja en í þessu til- felli einhvern veginn óhjákvæmileg- ur og í sem stystu máli má segja að hér sé á ferðinni snaggaraleg hraðsuða á sögu Larssons. Atburðarásin í bók- inni er stundum með mestu ólíkind- um og í raun er galið hversu vel allt gengur upp í lokin. Maður pælir hins vegar ekkert í þessu við lestur bókar- innar þar sem Larsson undirbygg- ir alla vitleysuna svo andskoti vel og spinnur vef sinn svo meistaralega að lesandinn er tilbúinn til þess að kok- gleypa nánast hvaða heilaspuna sem Larsson réttir honum af gómsætu gnægtaborði sínu. Þetta stendur öllu tæpara í mynd- inni en þetta er samt svo skemmti- legt og persónurnar svo æðislegar að maður sér í gegnum fingur sér og læt- ur smá hnökra og ofboðslega hrað- ar hnýtingar á lausum endum í lok- in ekki skyggja á ánægjuna. Þeir sem hafa lesið bókina munu án efa geta látið ýmislegt fara í taugarnar á sér og fá heilmörg tilefni til þess að grenja yfir því að hinu og þessu sé sleppt og annað ekki nógu vel gert. Við því er ekkert að gera en það sem mælir hins vegar ótvírætt með þessari aðlög- un er að það er ekki nauðsynlegt að hafa lesið bókina. Þeir sem koma al- veg ferskir á þessa mynd fá vel snyrta útgáfu af sögunni og fá jafnvel meira kikk út úr þessari áleitnu og ögrandi spennumynd. Hin ómótstæðilega æðislega Salander Þrátt fyrir alla spennuna og fjör- ið í bókum Larssons eru það fyrst og fremst aðalpersónurnar tvær, Mikael og Lisbeth, sem bera þríleikinn uppi. Og þá fyrst og fremst Lisbeth sem er sá tryllti prímusmótor sem keyrir at- burðarásina áfram. Þetta blasir þó ekki við fyrr en í næstu bók og mynd en samt sem áður er Lisbeth hryggjar- stykkið í Karlar sem hata konur. Fjör- ið dettur niður í bókinni þegar hún er fjarri og að sama skapi nær myndin ekki háflugi fyrr en leiðir Mikaels og Lisbethar liggja saman. En þá verður líka fjandinn laus og eftir það er varla dauðan punkt að finna. Michael Nyqvist er stórgóður í hlutverki blaðamannsins og hins hjartahreina skáta Mikaels Blom- kvist. Hann er mátulega töff, einhvers konar skandinavísk útgáfa af ungum Tom Berenger, en líka hæfilega glat- aður á köflum. Samleikur hans og Noomi Rapace í hlutverki Lisbethar er frábær og eins og sjúkt og samband þeirra er í raun og veru minnist mað- ur þess ekki að hafa séð krúttlegra og skemmtilegra par í bíó lengi. Að Nykvist alveg ólöstuðum er þetta samt myndin hennar Noomi enda væri þessi saga ekki svipur hjá sjón ef Lisbethar nyti ekki við. Sal- ander er frábær persóna og stórkost- legur töffari sem Noomi Rapace gerir ógleymanleg skil. Salander er geggj- uð og Rapace er sjúklega kúl þegar hún túlkar þessa brjálæðislega svölu píu sem hatar karla sem hata konur. Þórarinn Þórarinsson 30 föstudagur 24. júlí 2009 fókus Karlar sem hata Konur n Blaðamaðurinn Mikael Blom- kvist er á nettum bömmer eftir að hafa tapað meiðyrðamáli sem viðskiptajöfur höfðaði á hendur honum vegna greinaskrifa í tímaritið Millenium. Blomkvist ákveður því að taka sér frí frá störfum enda sér hann fram á fang- elsisvist. Um svipað leyti ræður Henrik Vanger, aldraður iðnjöfur, Blomkvist til að skrifa sögu ættar sinnar og til þess að grafast um leið fyrir um hver urðu örlög ungrar frænku iðnjöfurs- ins sem hvarf fyrir 40 árum. Fjöl- skyldusaga Vengeranna er miður geðsleg og ekki er allt með felldu þar sem Blomkvist virðist með rannsóknum sínum koma illa við kaunin á ýmsum. Í miðri rann- sókninni kynnist Blomkvist hinni vægast sagt sérkennilegu Lisbeth Salander sem aðstoðar hann við rannsóknina og sýnir ítrekað að hún er ekki öll þar sem hún er séð. stúlKan sem léK sér að eldinum n Mikael Blomkvist og ritstjórn Millenium undirbúa umfangs- mikla umfjöllun um mansal og kynlífsiðnað- inn í Svíþjóð með sérstakri áherslu á háttsetta viðskipta- vini vænd- iskvenna. Áður en blaðið kemst í prentun eru samstarfs- maður hans og unnusta hans myrt. Blomkvist finnur líkin og til þess að bæta gráu ofan á svart berast böndin fljótlega að Lisbeth Salander. Hún hafði snúið baki við Blomkvist tveimur árum áður og vill ekkert með hann hafa og síst af öllu þiggja hjálp frá honum. Blomkvist er þó einn örfárra sem trúa á sakleysi Lisbeth og á með- an hann leitar sannana sem geta hreinsað hana af ásökunum um þrefalt morð má hún hafa sig alla við á flótta bæði undan lögreglu og miskunnarlausum mansals- krimmum. loftKastalinn sem spraKK n Lisbeth er í hefndarhug og ætlar að ná sér niðri á manninum sem reyndi að drepa hana og þeim opinberu stofnunum sem tókst nánast að leggja líf hennar í rúst. Þetta verður þó enginn hægðarleikur þar sem hennar bíða réttarhöld fyrir þrjú morð og eina morðtil- raun. Hún þarf því, með hjálp Mikaels Blomkvist og rannsókn- arblaðamanna Millenium, að sanna sakleysi sitt. Glæpasagnaþríleikur Svíans Stiegs Larsson er æsispennandi og sög- urnar feikivel fléttaðar þannig að þær verðskulda fullkomlega þær miklu vinsældir sem þær njóta nú víða um heim. Þrátt fyrir það má þó ætla að vinsældirnar megi fyrst og fremst eigna aðalpersón- unni, Lisbeth Salander. Salander er tvíkynhneigður, andfélagslegur goth-pönkari, ofbeldishneigð, frá- hrindandi og heillandi í senn, enda byggði Larsson hana á ekki ómerk- ari persónu en hinni dáðu Línu langsokk. Í Karlar sem hata konur er Sal- ander 24 ára gömul, grindhoruð með stutt svart hár og drekahúðflúr á bakinu. Kannski dálítið öðruvísi en Lína langsokkur í stóru stígvél- unum sínum með rauðu flétturn- ar út í loftið en skyldleiki þeirra er þó greinilegur. Lína langsokkur býr ein í stóru húsi, á fullt af gulli og sér alveg um sig sjálf. Hún er hálfmunaðarlaus, á enga mömmu og framan af fer engum sögum af föður hennar en síðar kemur í ljós að pabbi hennar er sjóræningi og meira að segja kóngur á Kyrrahafs- eyju. Þegar Salander er kynnt til leiks er móðir hennar vistuð á hæli og engum sögum fer af föður hennar í þeirri bók. Hann skýtur hins vegar upp kollinum síðar og segja má að hann sé hálfgerður sjóræningi og miklum mun skuggalegri náungi en pabbi Línu. Lína og Lisbeth eiga það líka sameiginlegt að þeim er meinilla við utanaðkomandi afskipti og þá einna helst að fulltrúar yfirvalda og hins opinbera séu að blanda sér í þeirra mál. Lína lætur góðlátlegar umvandanir þeirra fullorðnu, sem reyna að siða hana til, sem vind um eyru þjóta. Skólaganga hennar er martröð kenn- arans og hún borðar og sefur, á hvolfi, þegar henni sýnist. Og þegar lögreglan og félagsmála- yfirvöld reyna að flytja Línu á munaðarleysingja- hæli beitir hún ótrúleg- um líkamsstyrk sínum og vísar yfirvaldinu á dyr. Lisbeth hikar heldur ekki við að beita ofbeldi þegar henni er ógnað og gengur mun harkalegar fram en frummyndin. Lis- beth notar barefli, piparúða, skotvopn, bera hnefana og hvað sem hendi er næst þeg- ar hún ver sig og hikar ekki við að limlesta og drepa sé henni stillt upp við vegg eða hún telji þann sem á vegi hennar verður eiga refsingu skilið. Og þótt hún líti út eins og anorex- íu-sjúklingur og virðist óttalegur væskill býr hún eins og Lína yfir ótrúlegum lík- amsstyrk. Lisbeth Langsokkur ó, saLander, þú ert svo geggjuð!millennium þríleiKurinn Lína LangSokkur Er fyrirmyndin að Lisbeth Salander og þær eiga margt sameiginlegt þótt engum komi til hugar að Lína sé sikkópati sem sé best geymd á hæli. män som hatar Kvinnor KarLar SEm hata Konur Leikstjóri: niels arden oplev aðalhlutverk: noomi rapace, michael nyqvist, Sven-Bertil taube, Peter andersson. kvikmyndir Mikael og Lisbeth noomi rapace fer á kostum í hlutverki Lisbeth Salander. hún keyrir atburðarásina áfram og blaðamaðurinn Blomkvist getur lítið annað gert en halda sér fast og vona það besta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.